Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Síða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Meiming Úr myndasögu Þorra Hringssonar, „Teddy Transiormer", 1992. Vél í myndinni - sýnlng á myndasögum á Kjarvalsstöðum Færibandið Með iðnbyltingunni á miðri síðustu öld og módernis- eringu vestrænnar menningar var þess ekki langt að bíða að myndin yrði vélvædd og grundvöllur eiginlegs myndiðnaðar yrði til. Og á undaníomum áratugum hefur magn mynda aukist að því markj að við gætum álitið að iðnbyltingin heföi umhverfst í myndbyltingu. Og þessi niðurstaða er ekki bara orðaleikur því nú er talað um það af síaukinni alvöru að myndgervingin sé orðin raunverulegri og á sinn hátt sannari heldur en „veruleikinn" sjálfur. Við lifum á öld eftirlíking- anna, gervanna og tálsýnanna. Við leiðum helst hug- ann að þessum vanda þegar á okkur haUar í daglegri viðureign við fjölmiðlana, einkum sjónvarp og dag- blöð. En sjálfsímynd okkar væri samt vafalaust í mol- um ef við gætum ekki speglað okkur reglulega í töfra- spegli þeirra. Samfara því að mótor er settur í mynd- ina öðlast hún líka hraðann ásamt tilvistardepurðinni sem fylgir því að hverfulleiki þeirra er kominn á marg- faldan hraða. Með öðrum orðum; við sjáum sífellt fleiri myndir í sífellt skemmri tíma. Um þær mundir þegar myndin var sett á færibandið varð myndasagan til. Eitt af helstu einkennum heíðbundinnar mynda- sögu er röð af römmum þar sem einn atburðurinn tekur viö af öðrum þar dl sagan er búin. Umgjörð myndasögunnar er sem sagt táknræn eftirmynd af færibandi. Hlutur á færibandi hefur aldrei notið yfirlegu. Hlut á færibandi á ekki að skoða lengi; enda hugsaður sem eins konar mótefni við tilteknum neysluvírusum Myndlist Hannes Lárusson markhópsins sem við öll erum hluti af. Ekki er ætlast til að hver rammi myndasögu sé krufmn til mergjar því alltaf bíður annar rammi sem kaUar á athygli. Myndasagan er því hstform hraðans, fjölföldunarinn- ar: afkvæmi múgmenningar sem leikur við hvern sinn fingur í spennitreyju fjölmiðlanna. Það er einmitt styrkur hennar og einkenni og um leið menningarlegt mikilvægi að myndasögur verða, vegna fjöldans, sí- fellt að glíma við þetta almenna og sameiginlega. Þann- ig eru nær öll myndræn vandamál einungis leyst að því marki aö það henti þessum markmiðum. Skapandi afl þess sem „allir skilja“ er einmitt ein frjóasta upp- spretta aflrar listsköpunar um þessar mundir. Tepruskapur og óstýrilæti Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir franska og íslenska myndsagnagerðarmenn. Það eru einkum aðstandendur fyrsta íslenska myndasögu- blaðsins GISP! auk úrvals af frönskum starfsbræðrum sem eiga verk á sýningunni. í sýningarskránni er heil- mikil vamarræða um tilverurétt myndasögunnar sem listforms eftir Maurice Horn. En honum virðist í raun- inni einfaldlega yfirsjást að um þessar mundir þurfa ýmsir aðrir myndmiðlar miklu frekar vamar við held- ur en myndasagan. Hann bendir þó á sem lykilein- kenni að ætlast er til að hún sé bæði skoðuð og lesin 1 senn. Þetta gerir það að verkum að blaösíða, sem hefur verið rifin út úr myndasögubók/blaði, römmuð inn og hengd upp á vegg, líður augljóslega fyrir það að vera hvorki mynd né texti en háð hvorutveggja. Þrátt fyrir allt vifi borgarinn fá sem flest heim í sjón- varps/dagblaðsstólinn og þá líka myndasögublaðið sitt. Hins vegar er yfir sýningunni mgUngslegur frísk- leiki. Þetta er skýr andstæða við þá upphafningu og uppgerð sem er gjaman fylgifiskur vepjulegrar mynd- Ustar. Þó gmnar mig að sýningin hristi ekki upp í Ust- unnandanum á við það hvað hún þreytir hann með ofhlæði. I þreytumókinu rennur það kannski upp fyr- ir honum að heimurinn, sem hann lifir í, er smám saman að umhverfast í eina „öskrandi" mynd sem aUir em að búa til en enginn þó. Við nánari skoðun á verkum útlendinganna kemur í ljós að þessi fransk-belgíski tepruskapur, sem næst- um verðskuldar að vera kaUaður stíll, svífur oftast yfir vötnunum. Á bak við eyrun hafa þeir líka flestir myndræn brögð allt frá tímum endurreisnarinnar. Markhópur þessara verka virðist helst vera einkenni- leg og torræö blanda af ungUngum og menntamönn- um. íslendingarnir eru óstýrilátari í aUs konar þreifing- um og ákafri leit að eigin stíl sem gerir verk þeirra um leið „myndlistarlegri". Og trúlega ekki útséð um hvort nokkur þeirra á eftir að eyða aðalkröftum sínum í að plægja íslenskan myndasöguakur. En ef tU vUl hafa þeir sem hafa ært aldamótakynslóðina æðrulausu í orða-, mynda- og athafnaflaumi loksins alið af sér fyrstu kynslóðina sem er að ná áttum í öUu myndarugl- inu og er að byrja að læra að kveða myndrímur. Kaboom! Myndasagan er rímur okkar tíma. Á miðöldum þekktu íslendingar vel þá Ust að segja sögu með röðum af myndum, nægir hér að nefna refilformið. Á öldun- um sem á eftir komu hrakaði svo forsendum til mynd- gerðar að þær hurfu aUar inn í textann. Fyrrum, í algleymi sveitasamfélagsins, höfðum viö rímumar sem uppfyUtu nokkurn veginn sömu þarfir og mynda- sagan gerir í dag; endalausar sögur sem allir eiga að þekkja og skilja. Formrænt einkenni á rímunum er að eitt stutt og formfast erindi tekur sífeUt við af ööru svo úr verða geysUegir bálkar. En þær eru jafnan færðar í stUinn af dæmalausri íþrótt og atburðarásin, eins og í myndasögunni, í senn leiftrandi, meitluð og sjónræn. Það væm engar ýkjur að segja að rímna- skáldin hafi ort eins og á færibandi. í upphafi 3. Núma- rímu dregur Sigurður Breiðfjörð upp þessar myndir: - Hljótt er aUt í auðu landi, ungbörn smá og menn í kör eiga kalt í aumu standi, ekkjur þrá sín misstu kjör. Ei er hreinum hjörðum settur hagi firrður blóma sá, á akrinum arfi sprettur, enginn hirðir kornin smá. Ekkjan kveinar, angur vefur, augu varla fær hún þur, soninn eina hennar hefur í herinn kaUað Rómulur. Svona voru teiknimyndasögur hins íslenska sveita- samfélags. í dag er Guðmundur Guðmundsson helsta (mynd)- rímnaskáld okkar íslendinga. í hausnum á honum hringsnúast líka alhr „bragarhættimir" og hann getur auðvitaö fært allt myndefni í stílinn. Þess vegna er ekki að furöa þó hann sé orðinn svo ruglaður í ríminu að á endanum standi ekki nema ein saga upp úr öllu myndabullinu: nefnilega sagan um íslendinginn sem fór til útlanda og kom aftur heim til að hrópa: SJÁIÐ! SJÁIÐ! KOBOOM! PÚFF! BANG! GISP! Erró er mynd- gervingur færibandsins í íslenskri myndlist. En af hverju hef ég ekki í þessu samhengi minnst einu orði á Walt Disney, áhrifamesta myndgerðar- mann þessarar aldar. Það er af því að Andrés önd og félagar em fyrir löngu búnir að öðlast sjálfstætt líf. Þess vegna gætum við búist við því innan skamms að fá svohljóðandi boðskort frá Kjarvalsstöðum: Yður er hér með boðið að vera við opnun á sýningu á verkum eftir alþjóðlega listamanninn Andrés önd og þiggja veitingar (Coke og milkshake), jafnframt munu Þórar- inn Eldjám og Hamrahlíðarkórinn flytja Disneyrím- ur. ...alltaftílað 'ö tiyggja ahirnu SONY EIGUM MIKIÐ ÚRVAL FEROA—GEISLASPILARA JÁPÍS BRAUTARHOI.TI KRINGLUNNI > BÆKUR ; V IJÓLAGJÖF? Þá skaltu kynna þér ódýru Úrvalsbækurnar á næsta sölustað eða hringdu og fáðu bæklinginn okkar í pósti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.