Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992.
íþróttir
Leikiðvið
Frakkaínýju
húsi á Blönduósi
íslendingar raæta Frökkum í
þrígang í handknattleik á milli
jóla og nýárs. Leikimir eru liöur
í undirbúningi þjóöanna fyrir
heimsmeistarakeppnina í Sví-
þjóð. Ákveðið hefur verið að
fyrsti leikurinn verði í Laugar-
dalshöllinni 27. desember, önnur
viðureignin á Blönduósi 28. des-
ember og þriðja og síðasta í Höll-
inni 29. desember.
„Það varö úr að fara með einn
leikinn út á landsbyggöina og
varð Blönduós fyrir valinu. Þaö
ríkir mikill áhugi á Blönduósi
fyrir leiknum en nýtt og glæsilegt
íþróttahus var tekið í notkun þar
í haust,“ sagði Gunnar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri HSÍ.
-JKS
Júlíusskoraði
sexmörkgegn
Dunkerque
Július Jónasson er i hópi þeirra
markahæstu í franska handbolt-
anum. í 11, uraferð um helgina
gerði lið hans, Paris St Germain,
jafntefli við Dunkerque, 20-20, á
heimavelli og skoraði Júlíus sex
mörk í leiknum og hefur skoraö
48 mörk í heildina i 1. deild.
„Viö klúðruöum enn einum
leiknum. Vorum yíir mestallan
tíma en misstum unninn leik nið-
ur í jafntefli í lokin," sagði Júlíus
Jónasson. Paris St. Germain er í
sjöunda sæti.
-JKS
Valdimarskoraði
en Heultjetapaði
áheimavelli
Kristján Beinbuxg, DV, Belgíu:
Valdimar Kristófersson skoraði
fyrir Heultje en markið dugði
ekki til sigurs þegar Heulije tap-
aði, 2-3, íyrir Borgerhout í 3.
deild. Liðið er í 11. sætí með 13
stíg. Steinar Guðgeirsson, félagi
Valdimars úr Fram, lék.með
Heultje allan leikinn.
Úlffarvalinn
goKari ársins
Golfsamband íslands hefur val-
ið Úlfar Jónsson úr Golfklúbbn-
um Keili golfraann ársins 1992.
Úifar hefur sýnt stöðugar íram-
farir og náðu þær hámarki í sum-
ar þegar hann varð Norðurlanda-
meistari einstaklinga, fyrstur ís-
lendinga, og jafnframt Norður-
landameistari í þjóðakeppninni
ásamt félögum sínum í íslenska
landsliðinu. Úlfar varð íslands-
meistari í sjötta sinn og er núna
meö + 3 í forgjöf sera er raeð því
lægsta sem þekkist hjá áhuga-
mönnum í heiminum.
-JKS
ÓliJötekur
viðHaukum
Ólafur Jóhannesson hefur ver-
ið ráðinn þjálfari 3. deildar liós
Hauka í knattspyrnu. Ólafur er
ekki ókunnugur félaginu því
hann er fæddur og uppalinn
Haukamaður og hefur leikið Qöl-
marga leiki með liöinu í 1. og 2.
deiid. Ólafur hefur fengist viö
þjálfún mörg undanfarin ár og
hefur náö þar góðum árangri.
Hann þjálfaöi lið Þróttar í 2. deild-
inni síðasta sumar en stýrði áður
FH liðinu í 1. deildinni í 4 ár þar
á undan auk þess hann hefur
þjálfað lið Skallagríms og Ein-
herja.
Þrír íslendingar í hópi þeirra bestu:
Júlíus valinn
í heimsliðið
- í staðinn fyrir Svíann Magnus Wislander
Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í
handknattleik, sem leikur með
franska liðinu Paris St. Germain,
hefur verið valinn í heimsliðið er
mætir franska landsliðinu í París á
mánudaginn kemur. Heimsliðið var
valið fyrir nokkrum vikum en tveir
leikmenn, Svíinn Magnus Wislander
og Þjóðveijinn Jochen Fraatz, til-
kynntu forföll í síðustu viku. Fyrir
vikið setti alþjóða handknattleiks-
sambandið sig í samband viö Júlíus
fyrir helgina og spurði hvort hann
væri ekki reiðubúinn að leika fyr-
ir hönd heimsliðsins gegn Frökk-
um.
Júlíus tekur því sæti Wislander en
Egyptinn E1 Attal var valinn í staö
Fraatz. Þá eiga þrír islenskir hand-
knattleiksmenn sæti í heimsliðinu
gegn Frökkum á mánudaginn kemur
en áður höfðu þeir Geir Sveinsson
og Valdimar Grímsson verið valdir.
Valið á þessum þremenningum und-
irstrikar enn frekar stöðu íslensks
handbolta og er mikill heiður fyrir
íþióltina.
Leik þessum var komiö á fót fyrir
tilstilli frönsku sjónvarpsstöðvarinn-
ar Canal Plus en allur ágóði af leikn-
um rennur til styrktar baráttunni
gegn alnæmi í Frakklandi. Mikill
áhugi er fyrir leiknum og er þegar
orðið uppselt en sjónvarpsstöðin
mun ennfremur sýna hann beint um
Frakkland.
„Mikill heiðurfyrir
íslenskan handbolta"
„Það er óneitanlega mikill heiður
fyrir mig og íslenskan handbolta að
vera valinn í heimsliðið. Þetta val
kom mér mjög á óvart enda búið að
velja liðiö fyrir nokkru. Það verður
gaman að hitta gömlu félagana úr
Val, þá Geir Sveinsson og Valdimar
Grímsson. Ég átti svo sannarlega
ekki von á því að hitta þá á þessum
vettvangi," sagði Júlíus Jónasson í
samtali við DV í gær.
Heimsliðið verður því skipað eftir-
töldum leikmönnum:
Markverðir:
Mats Olson................Svíþjóð
Andrei Lavrov...........Rússlandi
Lorenzo Rico................Spáni
Hornamenn:
Valeri Gopin............Rússlandi
PierreThorson.............Svíþjóð
Valdimar Grímsson.........íslandi
E1 Attal..............Egyptalandi
Línumenn:
Per Carlén................Svíþjóð
GeirSveinsson.............íslandi
Leikstjórnendur:
Talant Douitsjebaev.....Rússlandi
Júlíus Jónasson...........íslandi
Skyttur:
Frédéric Volle.........Frakklandi
Mikhail Jakimovitsj.....Rússlandi
Jae-Won Kang..............S-Kóreu
Robert Licu...............Rúmeníu
Þjálfari heimsliðsins verður Bengt
Johannsson, þjálfari heimsmeistara
Svíaíhandknattleik. -JKS
Júlíus Jónasson í leik með Paris St. Germ
félögunum úr Val, Geir Sveinssyni og Vald
Jóna Gisladóttir, starfsmaður DV, er hér með verðlaunin glæsilegu í kjöri
iþróttamanns ársins 1992, sjónvarpið, bókina og AKAI kassettutækið, sem
einnig hefur að geyma útvarp og geislaspilara. DV-mynd Brynjar Gauti
íþróttamaður ársins 1992
Nafn íþróttamanns:
íþróttagrein:
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:.
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.
Lesendur DV velja íþróttamann ársins 1992:
Glæsileg verðlaun
til heppins lesanda
-frestur til hádegis 30. desember
Lesendum DV gefst næstu daga tæki-
færi til að kjósa íþróttamann ársins 1992.
í blaðinu í dag birtist fyrsti atkvæðaseðill-
inn og er lesendur hafa gert upp hug sinn
á að senda seðlana til DV, Þverholti 11,
105 Reykjavík. Glæsileg verðlaun verða í
boði að vanda og til mikils að vinna.
Frestur til að skila atkvæðaseðlunum
rennur út kl. 12 á hádegi þann 30. desemb-
er. Þá verða atkvæði talin og nafn eins
heppins lesanda verður dregið út. Hinn
heppni fær í verðlaun glæsilegt hljóm-
flutningstæki frá AKAI. Hér er um aö
ræða kassettutæki af fullkominni gerð,
einnig útvarp og í tækinu er geislaspilari
að auki. Hljómco, Fákafeni 11, gefur þessi
glæsilegu verðlaun en tæki sem þetta kost-
ar um 20 þúsund krónur.
íþróttamaður ársins fær tvenn verðlaun:
Glæsilegt rit, Sögu Ungmennafélags :
lands 1909-1990 eftir þá Viðar Hreinssc
Jón Torfason og Höskuld Þráinsson. Bc
in er einkar fróðieg og samtals 540 blaðsí
ur meö mörgum myndum. Að auki f;
íþróttamaður ársins að mati lesenda I
ferðasjónvarp sem komið getur sér vel \
hinar ýmsu aðstæður, til dæmis í ferðalc
um, bílnum og víða annars staðar.
Frestur til að skila inn atkvæðaseðlu
er til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn ;
desember. í DV mánudaginn 4. janú
verður síöan^reint frá úrslitum í kjörii
í máli og myndum. Fyrsti atkvæðaseði
inn birtist í blaðinu í dag og mun seð
birtast á íþróttasíðum DV fram að loku
kjörsins og sá síðasti þriðjudaginn 29. de
ember.
-SK/-JKS/-VS/C
1. deild kvenna 1 handknattléik:
Vesna er markahæsf
- Armann vann Hauka í síðasta leik 10. umferðar
Vesna Tomajek, júgóslavneska stúlkan
sem leikur með Armanni, skoraði 7 mörk
í gærkvöldi þegar Ármann vann Hauka
örugglega- í l. deild kvenna, 18-14. Hún er
nú markahæst í deildinni.
Mörk Ármanns: Vesna Tomajek 7, María
Ingimundardóttir 4, Margrét Hafsteins-
dóttir 4, Ásta Stefánsdóttir 2 og Elísabet
Albertsdóttir 1.
Mörk Hauka: Ragnheiður Júlíusdóttir
6, Harpa Melsted 4, Kristín Konráösdóttir
2 og Heiðrún Karlsdóttir 2.
Staðan í 1. deild kvenna
Víkingur............10 9 1 0 198-144 19
Stjarnan............10 8 0 2 211-147 16
Valur...............10 8 0 2 232-191 16
Selfoss.............10 6 0 4 192-188 12
Fram................10 6 0 4 174-177 12
ÍBV.................10 5 0 5 192-189 10
Grótta..............10 4 2 4 187-189 10
KR..................10 4 0 6 169-178
Ármann..............10 3 0 7 196-205
FH..................10 3 0 7 169-208
Fylkir...............10 1 1 8 158-220
Haukar...............10 1 0 9 161-203
Markahæstar
Vesna Tomajek, Ármanni..............77/
Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu.......67/
Hanna Katrín Friðnksen, Val.........62/
Andrea Atladóttir, ÍBV..............61/
Judith Ezstergal, ÍBV...............58/
Halla M. Helgadóttlr, Víkingi.......54/
Hulda Bjamadóttir, Selfossi.........52/
Una Steinsdóttir, Stjörnunni........51/
SigríðurPálsdóttir, KR..............47/
Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi......47/
Sigrún Másdóttir, Stjömunni.........46/
AuðurÁ. Hermannsdóttir, Selfossi....46/
írena Skorborgatyhk, Val............45/
-HS/S