Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. msv r Fyrrum bindasölumaður um greiðslukortasvikin: Hvatti okkur til að biðja um kort - söluaðilinn flúði til San Francisco með fulla tösku af peningum „Hann lagöi ríka áherslu á að við- skiptavinir okkar greiddu fyrir háls- bindin með greiðslukortum. Þegar við spurðum af hveiju sagði hann aö þá væri meiri möguieiki á að þeir keyptu meira. Hann bannaöi okkur að skrifa bindi á sölunótumar, við urðum aö skrifa vörur. Þá var okkur uppálagt að skrifa upphæðimar sem fólk keypti fyrir í miðjan reitinn á sölunótunum. Þetta þótti okkur allt undarlegt. Þegar ég síðan las frétt DV í gær um svikin með greiðslu- kortanótumar rann upp fyrir mér Ijós. Þá skildi ég loks hvað gekk á aiian tímann," sagði einn sölumanna á vegum Söluskrifstofu Alfreðs Her- mannssonar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í samtali við DV. Eins og DV skýrði frá í gær er stór- fellt svikamál komiö upp hjá greiðslukortafyrirtækjunum þar sem liðlega tvítugur bindasölumaður hefur svikið út ríflega eina milljón króna. Gerði hann það með því að breyta fjárhæðum á sölunótum. Þannig keyptu hjón hálsbindi á 1.995 krónur í Austurveri af stúlkum á vegum mannsins. Bindið kostaði hins vegar 11.995 krónur þegar Visa- reikningurinn kom milli jóla og nýj- árs. Hafði tölustafnum 1 verið bætt framan við á frumriti sölunótunnar. RLR hefur hafið rannsókn málsins en maöurinn mun hafa haldið áleiðis til San Francisco í Bandaríkjunum 29. desember. Fimm sölumenn unnu á vegum nefndrar söluskrifstofu, flestir ungir, þar af tvær stúlkur. Voru hálsbindin seld víðs vegar um bæinn: í Austur- veri, við Miklagarð, í Kringlunni, í Glæsibæ og við verslanir í Vestur- bænum. Þá seldi maðurinn einnig eitthvað af bindum í Kolaportinu í október og nóvember. 27. og 28. desember virtist mannin- um liggja mjög á og segir fyrrum sölumaður hans að hann hafi þá beð- ið sölumennina að hjálpa sér við að skipta íslenskum peningum í dollara. Neituöu þeir þeirri ósk. Að sögn við- mælanda okkar, sem ók reyndar manninum út á flugvöll, var hann með hálfa aðra milljón króna í tösk- unni í íslenskum peningum og doll- urum er hann yfirgaf landið 29. des- ember og lá mikið á. „Við vorum fimm í þessu og seldum öll fyrir 5-600 þúsund í mesta lagi.“ Sölulaun voru ekki lakleg. „Fyrir hálsbindi, sem kostuöu 1.500 krónur, fengum við aUt að helminginn í sölu- laun. Það hvatti okkur náttúrlega áfram og það hefur væntanlega hent- að manniniun vel,“ sagði viðmæl- andi DV. -hlh Útflutningsverðmæti sjávarafurða 1988 - 1992 - í milljörðum króna* - 80 73 77 '88 '89 *á núviröi skv. byggingarvísitölu '90 77 '91 72 '92 =E32F Allar tölur eru á núvirði en tölur fyrir 1992 eru bráðabirgðatölur Fiskifé- lagsins. Samdráttur sjávarafla á síðustu 5 árum: Minni en kostnaðar- verð f imm ráðhúsa Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var útflutnings- verðmæti sjávarafla á nýliðnu ári rétt um 72 milljarðar króna. Fyrir fimm árum, eða 1988, var útflutn- ingsverðmæti aflans 73 milljarðar eða nánast það sama og á síðasta ári. Á árinu 1989 jókst verðmæti aflans frá fyrra ári í 77 milljarða króna, á árinu 1990 var útflutningsverðmætið 80 milljarðar króna og 1991 varö það það sama og 1989 þegar það var 77 milljarðar króna. Allar tölurnar eru á núvirði. Af þessum samanburöi sést að afla- verðmæti á síðasta ári er það sama og það var 1988 en þá var erfið staða hjá sjávarútveginum. Á árum árun- um þremur milli 1988 og 1992, það er 1989,1990 og 1991, fengust 15 millj- arðar króna meira fyrir aflann, það er samtals, en á hvoru áranna 1988 og 1992. Sú verðmætaaukning sem varð milii „hallærisáranna" 1988 og 1992 er minni en fimmfalt verðmæti Ráð- húss Reykjavíkur en þaö hefur kost- að á fjórða mfiljarð. Perlan kostaði um 1700 mifijónir sem segir að verð- mætaaukningin þessi ár dugar ekki fyrir níu Perlum. Viðgerðin á Þjóð- leikhúsinu hefur þegar kostað um tvo og hálfan mifijarð eða einn sjötta af verðmætaaukningunni sem varð á ánmum 1989, 1990 og 1991. -sme SeyðisQörður: Brúargerðin mjakast áfram Pétur Kristjárisson, DV, Seyðisfirði: Búið er að opna fyrir umferö á nýju brúnni yfir Fjarðará í Seyöis- firði. Byijað var á framkvæmdum í ágúst síðasthðnum og nú um daginn kom vinnuflokkur og fjarðlægði bráðabirgðabrúna, lagaði aðkomuna að nýju brúnni svo þar er nú hægt að aka yfir á annarri akreininni. Þó að margir sakni gömlu brúar- innar kemur nýja brúin hugsanlega tfi að auka öryggi gangandi vegfar- enda tfi muna þar sem hún er með gangstéttum. Sumir eru þó hræddir um að tveggja akreina brú komi til meö að auka umferðarhraöa. Gamla brúin virkaði sem hraðahindrun þar sem menn þurftu að víkja hvor fyrir öðrum. í dag mælir Dagfari Ópólitískir vextir Mikið fiaðrafok hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar bankanna að hækka vexti um áramót. Þar reið Landsbankinn meðal annars á vað- ið en Landsbankinn er eins og kunnugt er ríkisbanki og sfióm bankans er valinn á Alþingi af sfiómmálaflokkunum. Samt er það svo að sfiómmálaflokkamir tala stundum um vaxtahækkanir og aðrar ákvarðanir ríkisbankans eins og fyrirbæri frá öðrum hnetti sem þeim sé með öllu óviðkom- andi. Þannig er það nú með vaxta- hækkun Landsbankans að ríkis- sfiómin skammast út í vaxtahækk- unina og sfiómarandstaöan skammast út í vaxtahækkunina og allir þeir sem hagsmuna hafa aö gæta og þurfa að borga vextina eða gjalda þeirra em ósáttir við þessa ákvörðun. Menn em jafnframt sammála um að hækkaðir vextir kollvarpi að verulegu leyti viöleitni ríkisvaldsins tfi aö koma tfi móts viö atvinnufyrirtækin, vaxtahækk- un er olía á verðbólgubálið og vaxtahækkunin æsir verkalýðs- hreyfinguna tfi mótmæla og hugs- anlega verkfalla. Með öðrum orð- um: vaxtahækkunin um áramótin er stórpólitískt mál ef litiö er á af- leiðingar hennar. Hins vegar bregður svo við að þegar athugað er hveijir það era sem ákveða vaxtahækkunina þá era það tveir fulltrúar sfiómar- flokkanna sem era valdir og kosnir af þeim sömu flokkum og skipa hæstvirta ríkissfióm. Hefði mátt ætla að hægri höndin vissi hvað sú vinstri gjörir, og ef vaxtahækkun kemur ríkinu svo illa sem raun ber vitni og ef vaxtahækkunin er fleyg- ur í hold þeirra efhahagsráðstaf- ana, sem ríkissfiómin beitti sér fyrir í lok síðasta árs, þá mætti ætla að auðnfiúkir og flokkshlýðnir fulltrúar sfiómarflokkanna hefðu farið að vfija sinna eigin flokka og sinnar eigin ríkissfiómar. Svo er þó ekki að heyra og ef allt fer hér um koll í efnahagsmálum og ráðstafanir ríkissfiómarinnar era að engu orðnar þá er ekki við aðra að sakast en þá einstaklinga í bankaráði Landsbankans sem hafa trúnað flokka sinna til aö gæta hagsmuna þeirra í bankan- um. Aö vísu verður að taka fram að þeir tveir kommissarar sfiómar- flokkanna, sem sæti eiga í bankar- áðinu, hafa ekki meirihluta í fimm manna bankaráði og þurfö því þriðja atkvæðið til. Við nánari at- hugun kemur í ljós að meirihlutan- um réöi atkvæði fulltrúa Kvenna- listans, Kristínar Sigurðardóttur, sem er hin hagsýna húsmóðir í bankaveldinu og á að gæta hags- muna heimfianna. Kristín þessi er greinfiega þeirrar skoðunar að þaö þjóni hagsmunum heimfianna að hiækka vexti og greiðir atkvæði sámkvæmt því. Einhverjum datt í hug að spyija Kristínu hvort flokkur hennar væri ekki í sfiómarandstöðu og hvers vegna hún greiddi þá ekki atkvæði á móti vaxtahækkun úr því flokkur hennar er á móti vaxta- hækkimum? En Kristín svarar hik- laust og hispurslaust: „Póhtískar ákvarðanir eiga ekk- ert erindi þangað. Bankinn er að- eins fyrirtæki og það er ekki hægt að reka fyrirtæki af neinu viti á pólitískum grunni." Kristín Einarsdóttir, alþingis- kona Kvennalisfans, tekur undir þessi sjónarmið og segir að nafna sín í bankaráöinu hafi alltaf tekið faglega afstööu og sé ekki í bankar- áöi tfi að gæta pólitískra hags- muna. Svo mörg era þau orð. Allt er þetta afar athyghsvert í ljósi þess fjaðrafoks sem vaxta- hækkunin hefur valdið. Þegar vextir hækka hefur það áhrif á af- komu heimfianna, rekstur fyrir- tækja, þróun verðbólgu og lífskjör og lífsbaráttuna yfirleitt. Verka- lýðshreyfingin telur sig knúna tfi að hefja gagnsókn í þágu lífskjara og ríkissfióm og ráðherrar hafa skoðanir á því að vaxtahækkun muni hugsanlega eyðfieggja þá pól- itísku stefnumörkun sem þeir hafa í landsmálunum. Þessi stórpóli- tíska og grafalvarlega staða hefur hins vegar engin áhrif á bankaráð Landsbanakans og hún hefur engin áhrif á þá fulltrúa sem flokkamir hafa skipað í bankaráðið. Og alls ekki aö því er varðar fufitrúa eins sfiórnarandstööuflokksins, þ.e. Kvennalistans. Vaxtahækkun er ópólitísk. Kvennalistinn skiptir sér ekki af ópólitískum málum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.