Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sameiginleg þjóðarsekt Stundum er sagt, að veraldarsagan hefði orðið önn- ur, ef Stalín hefði getað haldið áfram að læra til prests og Hitler fengið að fara í myndlistarskólann. Ekkert er hægt að seg[ja með vissu um áhrif tilviljana af slíku tagi, svo sem um áhrif einstaklinga á framvindu sögunnar. Eftir síðari heimsstyrjöldina var htið svo á, að Þjóð- verjar bæru sameiginlega ábyrgð á henni, en ekki Hitl- er einn eða flokkur hans. Þjóðverjar áhtu raunar sjálf- ir, að þeir yrðu að gera bragarbót, til dæmis með skaða- bótum og nýju og borgaralegu uppeldi í her og skóla. Japanir hafa aldrei hreinsað sig að hætti Þjóðveija, heldur þrjózkast enn við að reyna að falsa sagnfræðina og líta niður á nágrannaþjóðir sínar. Þeir hafa sem þjóð ekki tekið neina marktæka ábyrgð á stríðinu aðra en þá að hafna því að verða herveldi á nýjan leik. Þegar ástandið var sem verst í ísrael fyrir síðustu kosningar, var sagt, að hryðjuverkum og stríðsglæpum ríkisins mundi hnna, ef Likud-bandalaginu og stuðn- ingsflokkum þess yrði bolað frá völdum. í ljós kom, að htið breyttist, þótt Verkamannaflokkurinn tæki við. Her og lögregla ísraels stunda daglega stríðsglæpi á hernumdu svæðunum, samkvæmt skilgreiningu Genf- arsáttmálans um meðferð fólks á slíkum svæðum. Nauð- ungarflutningar fólks frá heimilum sínum eru bara hluti af breiðu og daglegu ferh stríðsglæpa ísraels. Herraþjóðarhrokinn gegnsýrir þjóðfélag ísraels. Litið er á Palestínumenn sem hunda, er megi ekki verja sig. Aðgerðum af þeirra hálfu er svarað með margföldum hefndaraðgerðum. Hæstiréttur brýtur Genfarsáttmál- ann og forsetinn náðar morðingja úr her og lögreglu. Komið hefur í ljós, að Yitzhak Shamir forsætisráð- herra bar ekki einn ábyrgð á stríðsglæpum og hryðju- verkum ísraels. Þjóðfélagið í hehd virðist telja sig vera af sagnfræðilegum ástæðum undanþegið ýmsum skráð- um lögum, sem gjlda um hinn siðmenntaða hluta heims. Athyghsvert er, að þjóðfélag, sem stundar daglega stríðsglæpi í nútímanum, telur sér samt kleift að halda áfram að elta uppi háifrar aldar gamla stríðsglæpi aha leið th íslands. Þetta ber vott um brenglun, sem er ekki bara í höfði einstakhnga, heldur í þjóðarsáhnni. Ekki er heldur hægt að segja, að Slobodan Mhosevic forseti sé einn ábyrgur fyrir voðaverkum Serba á her- numdum svæðum í nágrannalöndunum. Það þarf þús- undir bijálæðinga th að myrða hundruð þúsunda óbreyttra borgara og nauðga tugum þúsunda kvenna. Alveg eins og í ísrael er í Serbíu um að ræða sameigin- lega þjóðarábyrgð á brenglun í þjóðarsálinni. Þjóðin hefur ræktað með sér sagnfræðiskoðun, sem losar hana undan siðareglum hins vestræna heims. Hún er sum- part að hefna fimm og sex alda gamalla atburða. Þetta átti að verða mönnum ljóst um leið og Serbar byrjuðu að sprengja menningarsöguleg mannvirki, th dæmis í Dubrovnik, th að eyðheggja menningararf and- stæðinga sinna. Tryllt ofbeldi þeirra gegn almenningi er beint framhald af árás þeirra á menningarsöguna. Brjáluð þjóð verður ekki hamin með samningum að undirlagi Sameinuðu þjóðanna. Hún verður aðeins kúg- uð með hervaldi, sem leiði th, að hún hverfi frá Bosníu og Króatíu, Vojvodina og Kosovo, og landamærunum síðan lokað, unz þjóðin tekur ábyrgð á glæpum sínum. Ofbeldi ísraela og Serba er brenglað þjóðemisof- stæki, sem þjóðimar í hehd bera ábyrgð á, en stafar ekki af, að einstaklingar hafi lent á rangri híhlu. Jónas Kristjánsson PIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. „Meö auknu verðskyni, í kjölfar litillar verðbólgu, varð almenningur hið raunverulega verðlagseftirlit", segir m.a. í grein Einars. Lvtil verðbólga áþessu Fyrir aðeins örfáum árum hefði tæpast þurft að segja nokkrum að verðbólga hér á landi yrði innan skamms tíma einhver hdn lægsta í Evrópu. Þó er það svo. Eftir margra áratuga slag viö dýrtíð og sveiflu- kenndar verðhækkanir er staðan sú að verðlagshækkanir hér á landi eru með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þegar verðbólgan geisaði hvað ákafast hér á landi þurfti ekki að hafa mörg orð um slæmar afleið- ingar hennar. Hver einasti þegn skynjaði hin neikvæðu áhrif. Verð- skyn fólks dvínaði smám saman. í 20 til 50% verðbólgu urðu menn ekki svo ýkja mikið varir við hvort matvörumar hækkuðu um 10 eða 15% meira eða minna. Minnkum við atvinnuleysið með aukinni verðbólgu? Með þetta í huga veröur seint nógsamlega bent á gildi þess að hafa komið hér á stöðugleika í verðlagi. Lítil sem engin verðbólga er ómetanlegur þáttur í því að byggja hér upp gott efnahagslíf og trausta atvinnu. Það er þess vegna kyndugt í meira lagi þegar sú hugs- un skýtur upp kollinum í opinberri umraeðu að unnt sé að slá á at- vinnuleysi með því að kynda svolít- ið undir verðbólgubáiinu. Að með öðrum orðum sé hægt að skipta á verðbólgu og atvinnuleysi. Áratuga fölsk þensla með tilheyr- andi viðskiptahalla vann ómælt tjón á efnahagsbúskap okkar, færði til fiármuni og átti mestan þátt í hinni alvarlegu búseturöskun. Með þetta í huga hlýtur það að teljast eðlilegt og skynsamlegt að ríkisstjómin hefur sett baráttima gegn dýrtíð á oddinn. Við höfum líka séð árangurinn í ótrúlega litl- um verðlagsbreytingum. Jafnvel hafa sést dæmi um að ýmsar vöru- tegundir - og þá ekki síst matvörur hafa hreinlega lækkað í verði. Og KjaUaiinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Vestfjörðum athygh vakti að þegar skipafélögin gerðu tilraun til þess aö hækka taxta sína um nokkur prósent nú í haust skall yfir þau reiðialda frá alménningi. Þau neyddust til þess að hopa frá ásetningi sínum, eins og frægt varð. Verðskyn fólks hefði aldrei getað birst með svo áhrifa- ríkum hætti á verðbólgutímum. Á verðbólgutímum fyrri ára reyndu menn að beijast gegn dýr- tíð með miklu opinberu verðlags- eftirhti. Stjómskipaðri verðstöðv- un var beitt. En aht án árangurs, nema þá skamma stund í senn. Með auknu verðskyni, í kjölfar líthlar verðbólgu, varð alménningur hið raunverulega verðlagseftirht. Reynslan hefur sannað að sú leið er margfalt áhrifameiri en opinber- ar tilskipanir. 3 prósent verðbólga Því hefur veriö haldið fram aö efnahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar hleyptu af stað skriðu verð- lagshækkana. Það er þó alrangt. Verðlag mun hækka um 3 prósent á milli áranna 1992 og 1993. Og það sem meira er. Tveir þriðju hlutar þeirrar verðlagshækkunar munu koma fram í desember og janúar. Eftir það verður verðlagsþróunin svipuð og að undanfomu. Ef skatta- og gjaldabreytingamar eru skoðaðar sérstaklega þá hggur fyrir að framfærsluvísitalan muni ekki hækka af þeirra völdum. Nið- urfelhng aðstöðugjaldsins vegur einfaldlega fullkomlega upp á móti breikkun virðisaukaskattsstofns- ins, hækkun bensíngjalds og þungaskatts og hækkun gjalskrár. Það sem eftir stendur er þá það að hér verður að öhu óbreyttu htil verðbólga á árinu 1993. Verðlags- hækkkanir á íslandi verða ekki meiri en í helstu viðskiptaríkjum okkar þar sem menn hafa líka sett baráttuna gegn verðbólgu á odd- inn. Sá árangur er ómetanlegur. Þess ættum við að minnast eftir að hafa verið plöguð af óðaverðbólgu um áratugi. Einar K. Guðfmnsson „Það er þess vegna kyndugt í meira lagi þegar sú hugsun skýtur upp kollin- um í opinberri umræðu að unnt sé að slá á atvinnuleysi með því að kynda svolítið undir verðbólgubálinu.“ Skoðanir annarra Málfrelsi á Alþingi „Málfrelsishefðir Alþingis gefa rúm færi á að beita málþófi til að tefja framgang mála sem minni- hlutinn er á móti. En það er vandmeðfarið vopn - og afar inndeilt. Þær kringumstæður geta eigi að síður skapast sem réttlæta málþóf. Þegar harðdræg- ur meirihluti hyggst beita htinn minnihluta ofríki og knýja í gegn mál sem sljómarandstaðan telur beinlínis í andstööu viö vilja og hagsmuni þjóðarinn- ar, þá er málþóf réttlætanleg nauðvöm. En sagan og samtíðin réttlæta ekki notkun þess nema í ýtrustu neyð; misbeiting ófýrirleitins minnihluta á hinu umdeilda vopni málþófsins hlýtur að leiða til að eggj- ar þess verði slævðar með breyttum lögum um þing- sköp. Það er sú ábyrgð sem hvílir á herðum þeirrar óþroskuðu stjómarandstöðu sem í dag misbýður lýð- ræðinu með óréttlætanlegu málþófi.“ Úr forystugrein Alþbl. 6. janúar. „Pappírsloðna111 rá EB? „Ef htið er til lengri tíma er ekki hægt að ganga út frá því að sömu aðstæður ríki á miðunum og hafa verið á síðustu árum. Það verður að gera ráð fyrir að þær aðstæður geti skapast að Grænlending- ar og Norðmenn geti veitt sinn kvóta á sínu umráöa- svæði og að nokkrum hluta innan íslenskrar lög- sögu, samkvæmt samningi um það. Það verður hins vegar að hta á þá staðreynd að samið verður á hverju ári um skipti á veiðiheimildum. Það em allar likur á því, að á árinu 1993 fáum við einungis papp- írsloðnu frá EB. Loðnan frá EB getur fyrst og fremst orðið nokkurs virði ef góð veiði er utan íslenskrar lögsögu sem ekki hefur verið á síöustu árum.“ Halldór Ásgrímsson, alþm. og varaform. Framsóknarfl., í Mbl. 6. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.