Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. 33 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðlökl. 20.00. MYFAIRLADY Söngleikur byggður á leikritinu Pygmalion eftir George Bernard Shaw 7. sýn. I kvöld, örfá sætl laus, 8. sýn. a mðrgun, uppselt, fim. 14/1, örlá sæti laus, fös. 15/1, örlá sæti laus, lau. 16/1, upp- selt, fös. 22/1, fös. 29/1, lau. 30/1, örfá sæti laus. HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Lau. 9/1, mlð. 13/1, lau. 23/1, flm. 28/1. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Lau. 9/1 kl. 14.00, örfá sætl laus, sun. 10/1 kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 10/1 kl. 17.00, örfá sæti laus, sd. 17/1 kl. 14.00, örfá sæti laus, sd. 17/1 kl. 17.00, örfá sæti laus, lau. 23/1 kl. 14.00, sun. 24/1 kl. 14.00, sun. 24/1 kl. 17.00. Smíðaverkstæðið EGG-leikhúsið í samvinnu við Þjóð- leikhúsið. Sýningartimi kl. 20.30. DRÖG AÐ SVÍNASTEIK eftir Raymond Cousse. Frumsýning i kvöld kl. 20.30, uppselt, 2. sýn. 8/1, uppselt, 3. sýn. 15/1,4. sýn. 16/1. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Sýningartími kl. 20.00. Lau. 9/1, sun. 10/1, mið. 13/1, fim. 14/1. Ath. að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i sal Smíöaverkstæðlsins eftir að sýningar hefjast. Litla svlðiðkl. 20.30. RÍTA GENGUR MENNTA- VEGINN eftir Willy Russel. Á morgun, lau. 9/1, fim. 14/1, uppselt, lau.16/1. Ekkl er unnt að hleypa gestum i salinn eftlr að sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku fyrir sýningu ellaseldir öðrum. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i sima 11200. Greiðslukortaþj. - Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið - góða skemmtun. Tapað fundið Gullarmband tapaðist Breitt gullarmband með mósaikmyndum tapaðist við Þjóðleikhúsið um kl. 23.30 á 2. í jólum. Armbandið er erfðagripur og hefur tilfinnanlegt gildi fyrir eiganda. Finnandi vinsamlegast hringi í Önnu i s. 20553. Fundarlaun. Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 10-12 og 13-16. Háteigskirkja: Kvöldsöngur með Taizé tórúist kl. 21.00. Kyrrð, íhugun og endur- næring. Allir velkomnir. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimihnu að stundinni lokinni. Tilkyimingar Ferðafélag íslands í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 verður fyrsta myndakvöld Ferðafélagsins á nýbyrjuðu ári. Kynning á landinu, sérstæðri náttúru þess og landslagi og ferðum um það er viðfangsefnið á þessu myndakvöldi. For- vitnilegar myndir frá Surtsey ættu að vekja eftirtekt en þangað er ekki öllum heimilt að fara og því fróðlegt að litast um þar með Bimi Hróarssyni. Bjöm fer víðar um landið og bregður upp myndum af forvitnilegum stöðum og skýrir um leið. Jóhannes I. Jónsson sýnir myndir og segir frá ferð um „Litla hálendishring- inn“ en þar fær fólk að skyggjast inn á fáfarin svæði norðan og sunnan Hofs- jökuls. Kaffiveitingar í hléi. Aðgangseyr- ir 500 kr. KaSi og meðlæti innifálið, allir velkomnir. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðlð: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastlan. Sunnud. 10. jan. kl. 14.00, örlá sæti laus, sunnud. 10. jan. kl. 17.00, fáein sætl laus, sunnud. 17. jan. kl. 14.00, fáeln sæti laus, sunnud. 17. jan. kl. 17.00, sunnud. 24. jan. kl. 14.00. Miöaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn ogfullorðna. Skemmtilegar gjaíir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Sýningartimi kl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR söngleikur eftir Willy Russell. Frumsýning föstud. 22. janúar kl. 20.00. Uppselt. 2. sýn. sunnud. 24. jan. Grá kort gilda. Örfá sætl laus. 3. sýn. föstud. 29. jan. Rauð kort gilda. Örfá sæti laus. Sýningartími kl. 20.00. HEIMA HJÁ ÖMMU eftir Neil Simon. Laugard. 9. jan., laugard. 16. jan. Siðustu sýnlsngar. Litla sviðið Sögur úr sveitinni: eftir Anton Tsjékov PLATANOV OG VANJA FRÆNDI PLATANOV Laugard. 9. jan. kl. 17.00, uppselt, laugard. 16. jan kl. 17.00, örfá sæti laus, laugard 23. jan. kl. 17.00, örfá sæti laus. Sýningum lýkur i janúar. VANJA FRÆNDI Laugard. 9. jan., uppselt, laugard. 16. jan., uppselt, laugard. 23. jan. kl. 20.00, örfá sæti laus. Sýningum lýkur i Janúar. Verö á báöar sýningarnar saman aðeins kr. 2.400. KORTAGESTIR, ATH. AÐ PANTA ÞARF MIÐA Á LITLA SVIDIÐ. Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýnlng er hafin. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögumfyrirsýn. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Tví- menningur í bridge W. 12.30. Silfurlínan s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Þrettándagleði Þrettándagleði Fáks og Lionsklúbbsins Týs verður haldin laugardaginn 9. janúar á skeiðvelh Fáks við Reiðhöllina í Víðidal Leikfélag Akureyrar ÚTLENDINGURINN Gamanleikur eftir Larry Shue. Föstud. 8. jan. kl. 20.30. Laugard. 9. jan. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn- arstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18 og sýningar- daga frá kl. 14 og fram að sýningu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Síml í miðasölu: (96)24073. TJHll ISLENSKA OPERAN __inii 3^ucca </c 'Swmmewmoov- eftir Gaetano Donizetti Föstud. 8. jan. kl. 20.00. Uppselt. Sunnud. 10. jan. kl. 20.00. Uppselt. Siðasta sýningarhelgl. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. og hefst kl. 16. Seld verða blys og stjömu- ljós við innganginn. Aliir krakkar fá púkabúning og andhtsmálningu. Álfa- kóngur og drottning, ásamt Grýlu og Leppalúða mæta á staðinn og ríða fyrir blysfor að skeiðvellinum þegar rökkva tekur. Kveikt verður á stórum bálkesti. Þar verður sungið og dansað með álfa- kóngi og drottningu, Grýlu og hennar hyski. Utiskemmtuninni lýkur svo með flugeldasýningu og kaffi og meðlæti í Fáksheimilinu. Hjónaband Þann 12. desember vora gefin saman í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirs- syni Gyða ölvisdóttir og Unnar Agn- arsson. Heimili brúðhjónanna er að Húnabraut 28, Blönduósi. Ljósmyndast. Gunnars Ingimarss. Veggurinn Menning Kevin Kostner sýnir ágætis leik i myndinni um Lífvörðinn en Whitney Houston hefur meiri sönghæfileika en leikhæfileika. Bíóborgin/Bíóhöllin: Lífvörðurinn ★ !/2 Þunnur þráður Þrátt fyrir að sjálfur Kevin Kostner fari með aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Lífvörðurinn (The Bodyguard), þá nægir það ekki til að bjarga mynd- inni upp úr meðalmennskunni. Handrit myndarinnar er hreinlega of fá- tæklegt til þess að hægt sé að gera úr þvi góða kvikmynd. Það er í raun undarlegt því handritshöfundur er Lawrence Kasdan, sem samið hefur handrit að mörgum frægum kikmyndum eins og Grand Canyon, Raiders ofThe Lost Ark og Star Wars myndunum. í öðru aðalhlutverki myndarinnar er söngkonan Whitney Houston sem er þama að stíga sín fyrstu spor sem leikari. Hún gerir það skammlaust en án allra tilþrifa. Hún þarf að gera miklu betur til að eiga einhverja framtíð fyrir sér á þeim vettvangi. Hugmyndin að söguþræði myndarinnar er alls ekki svo vitlaus. Frank Farmer (Kostner) er einn færasti lífvörður Bandaríkjanna og þaulvanur að gæta háttsettra manna. Rachel Marron (Houston) er óhemjuvinsæl söngkona sem fær send hótunarbréf í pósti frá brjálæðingi sem hótar Kvikmyndir ísak örn Sigurðsson henni öllu illu. Hún óttast um líf sitt og fær Farmer til að sjá um öryggis- gæslu fyrir sig og son sinn. Að sjálfsögðu gerir sú tilhögun það að verkum að samskipti þeirra verða mjög mikii. í fyrstu er frekar stirt á milii þeirra tveggja en síðan fer ástin að Mómstra. Eins og við mátti þúast koma upp ýmis vandamál. Þaö hent- ar ekki vel að vera lífvörður ákveðinnar persónu og vera jafnframt ást- fanginn af henni. Hugmyndin aö myndinni er í sjálfu sér ágæt enda eru til fræg dæmi um sambönd af þessu tagi (Stefanía prinsessa og lífvörður hennar, Dani- el Ducruet). Þaö er hins vegar handritið og úrvinnslan á efninu sem bregst. Maður hefur það á tilfmningu, þegar horft er á myndina, að hún sé gerð fyrir markhópinn 13-18 ára unghnga. Öll atriði eru sett fram á afskaplega einfaldan og formúlukenndan hátt. Hins vegar má segja það myndinm til hróss að tónlistin er góð fyrir þá sem kunna að meta söng Whitney Houston. Kostner skilar sínu sem endranær en aðrir leikarar gleymast fljótt í minningunni. Breski leikstjórinn, Mick Jackson vill sjálf- sagt gleyma þessari mynd sem fyrst. Lifvörðurinn: The Bodyguard. Handrit: Lawrence Kasdan. Leikstjóri: Mick Jackson. Tónlist: Alan Silvestri. Aðallelkendur: Kevin Kostner, Whitney Houston, Gary Kemp, Bill Cobs, Ralph Waite.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.