Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Stundaskrár verða afhentar mánudaginn 11. janúar kl. 10.00 til 11.30. Kennsla hefst samkv. stundaskrá þriðjudaginn 12. janúar. Kennarafundur verður haldinn föstud. 8. jan. kl. 10.00. TÓNLISTARKENNSLA HLJÓMBORÐ - PÍANÓ - ORGEL Einkatímar fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Áhersla lögð á persónulega og mark- vissa kennslu. Miðsvetrarönn hefst 11. janúar. GUÐMUNDURHAUKUR KENNARI OG HLJÓMLISTARMAÐUR Upplýsingasími: 91-678150, Hagaseli 15, 109 Rvík Útlönd Bresklr skipstjórar mótmæla vegna slyssins við Hjaltland: Hentifáni notaður til að brjóta reglur - fuglar og sjávardýr farin að drepast úr olíumenguninni „Arum saman höfum viö varað yfirvöld við að svona kynni að fara. Útgerðarmenn láta skipin sigla undir hentifána tii að þurfa ekki aö upp- fylla ströngustu öryggiskröfur," seg- ir Andrew Linington, talsmaður fé- lags skipstjóra og stýrimanna á Bret- landseyjum. Hann sagði að rekja mætti olíuslys- ið við Hjaltlandseyjar á þriðjudag til þess að olíuskipið hefði verið skráö í Líberíu þar sem ekki þarf að fara eftir sömu reglu um öryggi skipa og á Vesturlöndum. Þá hefði áhöfhin farið of snemma frá boröi og ekkert hugsað um að eitt versta mengunar- slys sögunnar væri í uppsiglingu. Útgerðarmenn hafna þessum rök- um og segja að skip frá Líberíu farist ekki oftar en önnur skip. Málið kom til umræðu í breska þinginu í gær og sætti stjórnin gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar. Olíuskipið brotnaði í gær og er megnið af olíunni sem var um borð komið í sjóinn. Farmurinn var 84.500 lestir af hráolíu. Enn er oliuflekkur- inn við suðurodda Hjaltlandseyja og óvíst hvort hann rekur inn á Norð- ursjóinn. Fuglar eru þegar famir að drepast í olíunni og óttast er að selir og otrar verði illa úti á næstu dögum. Þá eru fiskimið við ströndina í hættu. Á slysstaðnum eru heimastöðvar stærsta otrastofnsins í Evrópu. Nátt- úruvemdarmenn segja að þar sé óbætanlegt tjón yfirvofandi. Reuter Bækur tíl sölu Gömul rit um lögfræði, m.a.: Tímarit lögfræðinga 1952-1986, Skýring- ar yfir Fornyrði Lögbókar þcirrar cr nefnist Jónsbók c. Pál Vídalín, Grágás, Staðarhólsbók, Rvík 1879, Jónsbók, Akureyrarútgáfan 1858, Um lögveð c. Þórð Eyjólfsson hrd., Vitna-framburður i málinu Kristj- án Ó. Þorgrímsson gegn Þorleifí Jónssyni, pr. í Rvík 1888, Lögfræðis- legur leiðarvisir ísafoldar, fymhluti, Dómasafn 1874, Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar Sögufélagsins, I. bindið, Om de islandske Lovc e. Vilhjálm Finsen hrd., Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga I.—II. árg. 1922-1923, Blómið við veginn, ljóðabók Jóns Kristófers kadetts, tölus. útg.,Ritsafn Jónasar Hallgrímssonar, 1.-5. bindi, gamla útgáfan 1935, skb., margar af gömlu rcvíunum: Eldvígslan, Haustrigningar o.fl., Næturljóð, fyrsta ljóðabók Vilhjálms frá Skáholti, Nokkrar eyði- byggðir i Ámessýslu e. Daniel Bruun Fjældveje genncm Islands Indre Höjland, Turistrutcr pá Island no. 4 (fágæta bindið), Þcgar Rcykjavík var 14 vetra e. Jón biskup Helgason, Dcildir Alþingis e. Bjama Bene- diktsson, Lýsing Vestmannaeyja sóknar e. Brynjúlf Jónsson prest, örfá eintök prentuð, Símaskrá fyrir ísland árið 1917, Grágás og lögbækumar e. próf. Ólaf Lárusson, Ódáðahraun e. próf. Þorvald Thoroddsen, Skýrsla til Alþingis 1885, e. sama, Hitler in der Karika- tur der Welt, samtímaheimild um foringjann, Gems of German Thougt, 193?, Um upptök sálma og sálmalaga e. dr. Pál Eggert Ólason, Die Suffixe im Islándischen e. dr. Alexander Jóhannesson, Gamlar lög- fræði kennslubækur, m.a. e. Ncllcmann, Goos, Holck, Dcuntzcr o.fl., Orðabók J. Fritzners um ísl. fornmálið, 1.-3. bindi, Lexicon Poeticum, útg. Finns Jónssonar, skb., Sóknalýsingar Vestfjarða, 1.-2. b., Frcmra-Háls ættin, 1.-2. bindið, Íslenzkir ættstuðlar 1-3, Dalamenn, 3. bindið stakt, tímarit Hesturinn okkar, 1.-30. árg., stórglæsilegt skb., Ættir Gríms Gíslasonar í Óseyramesi e. dr. Guðna Jónsson, 1961, örfá eint. pr., íslenzkt bæjatal og Postadressebog, 1885, Dhammapada, bókin um dyggðina og veginn, Kynspilling e. dr. Eið Kvaran, útg. Þjóðemisjafnaðarmenn 1933, Jcppabók 1946, Bifreiðabókin 1927 e. Ásgeir Þorsteinsson verkfr., skrá um bókasafn Jóns Þorkelssonar rcktors, 1906, skrá um bókasafnið í Stykkishólmi, útg. 1910, Lággeng- ið e. Jón Þorláksson forsætisráðh., Skipulag sveitabæja, rit Guðmund- ar Hannessonar um ísl. húsagerð, Meðferð hesta e. Daníel Daníels- son, Dcn islandske Hest e. Guðmund Hávarðarson, 1910, Jarða- og búendatal í Skagafirði, 1.-4. bindi, Gamalt ættartöluhandrit frá hendi Jóns foma Þorkelssonar, Bókin um veginn, gamla útg. á Lao Tse, þýð. Yngva Jóhannessonar, Bókin um dyggðina og veginn e. sama, þýð. Sörens Sörenssonar, Ævintýri handa bömum og unglingum af hendi Bjöms Bjamasonar frá Viðfirði, ritíð Angantýr, minningar frú Elínar Thorarensen um Jóhann skáld Jónsson, Drauma-Jói e. próf. Ágúst H. Bjarnason, Lýsíng íslands e. Þorvald Thoroddsen, gamla litla útg. 1881, Lýsing íslandsc. Halldór Kr. Friðriksson, Rvík 1880, Bfldudalsminning um Pétur og Ásthildi Thorsteinsson e. dr. Lúðvík Kristjánsson, gömul, erl. bók úr bókasafni Péturs Thorstcinssonar, með stimpli hans, Ættartala Finsensættar, Kh. 1945, Ættartala Steindórs Gunnarssonar, 1941, Tefrokronologiska studier pá Island, doktorsritgjörð Sigurðar jarðfr. Þórarinssonar, Rit um jarðelda á islandi e. Markús Loftsson og margvísleg stórhnýsileg rit nýkomin. Við kaupum og seljum isienskar bækur frá 1550-1990, einnig ýmsar eriendar bækur, cldra smáprcnt, islcnsk gömul myndverk, gömul póst- kort, ísl. og erl. Gcfum reglulega út verðskrár um islenskar bækur og sendum þær tíl allra sem óska utan böfuðborgarsvæðis. Vinsamlega hringið, skrifið - eða litíð inn. Bókavarðan Hafnarstræti 4 - sími 29720 Lét lífið með ræningjunum Lögreglan í Manila á Filippseyjum skaut í morgun til bana unga skólastúlku sem mannræningjar höfðu i haldi og aetluðu aö fá lausnargjald fyrir. Til skotbardaga kom og féllu allir mannræningjarnir þar sem þeir komu til fundar við lögregluna í bíl og fórnarlamb þeirra einnig. Lögreglan segist ekki hafa vifað að hún væri með i för. Simamynd Reuter Norðmaðurinn náði til suðurpólsins í morgun Norski landkönnuðurinn Erling eftir fimmtíu daga og 1310 kfiómetra Kagge kom á suðurpólinn klukkan langt ferðalag. Þar með varð hann hálfsex í morgun að íslenskum tíma fyrstur allra til að ná suðurpólnum Norðmaöurinn Erling Kagge komst einn og óstuddur á suðurpólinn í morg- un, á gönguskíðum og með hundasleða í eftirdragi. Símamynd Reuter án nokkurrar utanaðkomandi að- stoðar. Upphaflega haíði Kagge reiknað með að ferðalagið tæki hann sextíu daga. Hann ferðaðist að meðaltali 26,2 kílómetra á dag. Nokkrum mínútum eftir klukkan sex í morgun náði Kagge sambandi við radíóamatör í amerísku Amunds- en-Scott búðunum og skýrði sá frá því að Kagge væri kominn á suöur- pólinn. „Við gerum ráð fyrir aö Erling getí slappað af núna og að hann fái að fara inn í búðirnar. Ef ekki er hann með tjald sem hann getur sofið í,“ sagði Hans Christian Erlandsen, talsmaður Kagges. Kagge, sem er 29 ára gamall lög- fræðingur, lagði af stað í ferðalag sitt frá Berknereyju við Weddelhaf þann 17. nóvember. Þegar hann lagði af stað dró hann 125 kílóa þungan sleða á eftir sér en á leiðarenda vó sleðinn ekki nema rúm sextíu kíló. Sjálfur hafði Kagge lést um fimmtán kíló af áreynslunni. ntb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.