Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 17
FIMMTUPAGUR 7. JANÚAR 1993. röur framhald á slíkum leik liösins þegar DV-mynd GS )lta-undanúrslit: i unnu Víking, 17-28 iö. Reyndar fylgir oftast góður sóknarleik- ur í kjölfar góös vamarleiks og mark- vörslu. Víkingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og mættu hreinlega ofjörlum sínum. Guðmundur Hrafnkelsson var ótrúlegur í markinu, varði 16 skot, og hef- ur varla leikið betur í vetur. Flest skot- anna mjög erfið og á mikilvægum augna- blikum. Kannski ekki sanngjarnt að „pikka“ einn Valsmann út úr því allir léku þeir eins og snillingar. í dag er Valsliðið miklu betra en hð Vík- ings. Breiddina skortir algerlega hjá Vík- ingum og Birgis Sigurðssonar á hnunni er sárlega saknaö. Þá er agaleysi sumra leikmanna ahtof mikið og aðra skortir til- finnanlega reynslu í svona stórleiki. Reyn- ir Reynisson var yfirburðamaður í Vík- ingsliðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik en hann dalaöi í þeim síðari eins og raunar aht Víkingshðið. Mörk Váls: Geir Sveinsson 5, Júhus Gunn- arsson 4, Valdimar Grímsson 4/1, Jón Kristj- ánsson 4, Óskar Óskarsson 3, Ólafur Stefáns- son 3, Dagur Sigurðsson 3, Ingi Rafn Jónsson 1 og Valgarð Thoroddsen 1. Mörk Víkings: Gunnar Gunnarsson 5/2, Ámi Friðleifsson 3, Kristján Ágústsson 3, Friöleifur Friðleifsson 2, Bjarki Sigurðssson 2, Hinrik Bjamason 1 og Helgi Eysteinsson 1. Gunnlaugur Hjálmarsson og Einar Sveins- son dæmdu erfiðan leik með afbrigðum vel. -SK >en er ósigrandi ÍBK í 1. umferð, hefur unnið aha leiki sína í vetur, bæði í þýsku deildinni og Evrópu- keppninni. -VS : -25 íþróttir Loforð um leyfi - Anderlecht, Kaiserslautem og Karlsruhe fylgjast meö Amari og Bjarka Hohenska dagblaðið Rotterdam Dagblad skýrði frá því á dögunum að forráðamenn Feyenoord væm ekki bjartsýnir á að fá atvinnuleyfi fyrir íslensku knattspyrnumenn- ina Amar og Bjarka Gunnlaugs- syni sem gengu til hðs viö félagið seint á nýhðnu ári. Blaðamaðurinn sem skrifar greinina, Dick Von Polter, er öhum hnútum kunnugur hjá Feyenoord og skrifar mikið um það sem er að gerast hjá félaginu. Hann segir að þetta hafi leitt til þess að önnur félög séu farin að sýna tvíburunum áhuga og nefnir þar Anderlecht í Belgíu og þýsku félögin Kaisers- lautem og Karlsruhe. „Þetta hefur gengið mjög hægt, ráðuneytið neitaði fyrst að veita atvinnuleyfið en forráðamenn Fey- enoord hafa sett rosalega pressu á það og ráðuneytið er búið að lofa því að afgreiða leyfið innan viku. Við þurfum að vera búnir að fá það fyrir 15. janúar, annars megum viö ekki leika með hðinu í Evrópu- keppninni og þá er htið orðið varið í þetta tímabil," sagði Amar við DV í gærkvöldi. Hann hafði ekki heyrt um áhuga frá ofantöldum félögum. „En það er ágætt að það er farið að skrifa um máhð, þá em meiri líkur á að eitthvað gerist," sagði Amar Gunn- laugsson. Tökumekki þáttiþessu rugliáfram Gylfi Eristjánsson, ÐV, Akureyri: „Þetta er afleit þróun og fárán- leg og við tökura ekki þátt í þessu rugli áfram,“ segir Guðmundur Pétursson, neftidarmaður í is- knattleiksnefnd SkautafélagsAk- ureyrar, um þá ákvörðun að fé- lögin, sem keppa í íslandstnótinu í ísknatUeik, geti hafi fimm er- lenda leikmenn í hðum sínum. Guðmundur segir að í fyrra hafi verið samþykkt að leyfa tvo erlenda leikmenn í hveiju liði, en Skautafélagiö Bjöminn haíi neit- að að taka þátt í íslandsmótinu nema hafa 5 erlenda leikmenn og veitt hafi verið undanþága fyrir þvi. Björninn hafi hins vegar fimm erlenda leikmenn áfram, Skautafélag Reykjavíkur sé með fjóra erlenda menn og hafi sótt um leyfi fyrir einn til viöbótar. Skautafélag Akureyrar hefur haft eiim erlendan leikmann en hefur nú sótt um leyfi fyrir tvo til viðbótar. „Við ætlum ekki að taka þátt í þessu rugli áfram. Þessi þróun leiðir ekkert annaö af sér en að erlendu leikmennirnir setja þá íslensku á varamannabekkina og út úr liðunum og allur kostnaður við jiessa leikmenn bitnar á ungl- ingastarfi félaganna," segir Guð- mundur Pétursson. Blackburn og Blackbum og Crystal Palace tryggðu sér i gærkvöldi sæti í undanúrshtum enska deildabik- arsins í knattspymu. Blackbum vann Cambridge, 3-2, með mörk- um frá Mike Newell (2) og Roy Wegerle, og Palace vann Chelsea, 3-1. Chris Coleman, George Ndah og Grant Watts skoruðu fyrir Palace en Andy Townsend fyrir Chelsea. Þá komst Arsenal i 8-liða úrslitin með 0-1 sigri á Scarboro- ugh, Nígel Winterbum skoraði markið, og mætir þar Notting- ham Forest. Sigurhðið úr þeim leik mætir Palace í undanúrslit- um en Blackbum leikur við Ipswich eða Sheffield Wed- nesday. Marseille náði ekki að komast í efsta sætl frönsku 1. deildarinn- ar í gærkvöldi þegar líðiö tapaði óvænt fyrir Lille, einu af botnhð- um deildarinnar, 2-0. Marseihe er því áfram í fjórða sæti, einu stigi á eftir Auxerre, Nantes og Mónakó. BÍLAR OG JEPPAR SPORTBÁTAR SIGLINGAR GOLFMEISTARINN TÓTI VEIÐIMAÐUR FJALLAHJÓL HEILSURÆKT KVENNA FALLEGAR FYRIRSÆTUR TIL HAMINGJU BALDUR 400 LESENDUR TÍMARITSINS 3T VðLDU BALDUR JÓNSSON AKSTURSÍÞRÓTTA- MANN ÁRSINS ÍTARLEGT VIÐTAL VID KAPPANN ER í NÝJASTA 3T g 1992 ifftB f ÍJ8BKSS HIMtö aoMií SÓMASAMLOKUR H SONAX BÍLALEIGA S: 674949 nBíldbú5 Benrta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.