Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Fréttir__________________________________________pv Tvítugur vélsleðamaður fannst heill á húíi eftir sólarhringsgöngu: Vorum lengi að brjóta klakann utan af honum - segir Bjami Áskelsson 1 slysavamadeildinni Mannbjörg í Þorlákshöfn Hljómplötuútgáfa: burtfrá Steinum „Auðvitað er hann eitt stærsta nafnið sem hefur verið hjá okkur en þaö eru margar aörar hliðar á málinu. Þótt nýjasta platan hafi selst vel þá var hún til dæmis mjög dýr í vinnslu. Við höfum hins vegar átt mjög gott samstarf við Bubba og ég vona að svo verði áfram, hvort sem hann gefur plötur sínar út h)á okkur í íram- tíðinni eða ekki. Við eigum til dæmis útgáfuréttinn að öliu því efhi sem hann hefur gefið út,“ segir Steinar Berg, eigandi Steina hf. Steinar viðurkennir að Bubbi Morthens vilji losna imdan út- gáfusamningi viö fyrirtækiö. Hann segir málið þó ekki vera frágengið og Bubbi eigi enn eftir að skila einni plötu samkvæmt núverandi samningi. „Hann er enn samningsbund- inn. Ef hann hyggst rifta saran- ingnum þá munum við ekki taka því þegjandi og hljóðalaust," seg- ir Steinar. Bubbi Morthens vildi ekki tjá sig um máliö er DV hafði sam- bandviöhannígær. -Ari Vonarstræti: Klóaklagnir ekki tengdar við aðalæð Fjjótlega eftir að framkvæmd- um lauk i fyrrasumar í Vonar- stræti vegna byggingar ráöhúss- ins fóru salemi í húsunum núm- er 4 og 4a við Vonarstræti að stífl- ast. Gripiö hefúr veriö til bráöa- birgöaaögerða þar til nú á dögun- um að tengingar á lögnum I göt- unni voru kannaðar. í ljós kom að gleymst hafði að tengja klóak- lagnir viö aöaiæðina, að sögn Stefáns Hannessonar, verkstjóra hjá gatnamálasfjóranum í Reykjavík. Stefán segir starfsfólk um- hverfisráðuneytisins, sem er til húsa í Vonarstræti 4, samt hafa getað notað salemin. „Við höfum sogið upp úr leiðslunni hingað til,“ sagði hann. „Það var skap í drengnum og engin uppgjöf þegar við keyrðum fram á hann á Selvogsveginum. Hann hefði getað labbað töluvert í viðbót," sagði Bjarni Áskelsson í slysavamadeild- inni Mannbjörg frá Þorlákshöfn sem fann hinn tvítuga vélsleðamann, Guðlaug Þorleifsson, um hálfþrjú- leytið í gær skammt frá Hlíðarvatni í Selvogi. Guðlaugur hafði þá gengið í tæpan sólarhring, leiö, sem í loftlínu mæhst um 30 kílómetrar. „Hann var bara bjartur og bar sig vel. Við vomm hefilengi að brjóta hann upp því að klakabrynja hafði sest frá hjálmin- um og niður á vélsleðagallann. Hárið var allt í klakahrönglum en hann var ekki kaldur í framan því klakinn varði hann fyrir vindi og kulda,“ sagði Bjarni. Piltarnir tveir, Guðlaugur og 18 ára félagi hans, Þröstur HaUdórsson, lögðu af stað frá Árbænum um tvö- leytið á sunnudaginn. Þeir héldu síð- an frá Litlu kaffistofunni á Sand- skeiði áleiðis inn JósefsdaUnn. Þar skaU á bUndbylur og urðu þeir að skiljavélsleðana eftir og ganga. TaUð er að þeir hafi orðið viðskila skammt frá Fjallinu eina (nr. 2 á kortinu). Þröstur hélt yfir Bláfjallahrygginn og kom niður við Framskálann í Eld- borgargUi. Þaðan sá hann ljósin í Bláfjallaskálanum og var kominn þangað eftir um sjö klukkustunda göngu. Að sögn skálavarðarins í Báfjalla- skálanum var bankað um hálftólf- leytið á dymar. „Þegar ég opnaði var þar kominn mjög hæverskur piltur sem spurði hvort það væri í lagi að hann kæmi aðeins inn tU að hlýja sér. Þá var þar kominn annar pilt- anna sem leitað var að,“ sagði skála- vörðurinn. Guðlaugur gekk í þveröfuga átt við Þröst og er talið að hann hafi komið niöur á miðri Selvogsheiðinni (nr. 4 á kortinu). Þaðan gekk hann síðan vestur eftir veginum, í átt frá Þor- lákshöfn. Þegar hann kom að afleggj- aranum niður að Strandakirkju hélt hann þar niður en ákvað síðan að snúa við og halda áfram veginn. Þeg- ar félagar í Mannbjörg óku fram á Guðlaug var hann kominn langleið- ina að Hlíðarvatni (nr. 5 á kortinu). -ból Um 200 manns á tæplega 100 beltatækjum leituðu 117 klukkustundir: Hugsum ekki um kostnað þegar mannslíf eru í húf i - segir Jón Gunnarsson í svæðisstjóm hjálpar- og björgunarsveita „Auðvitað hlýst óhjákvæmilegur kostnaður af svona leitum en sveit- irnar bera það. Við tökum nær aldrei saman kostnaðinn því slysin gerast og peningar eru nokkuð sem við hugsum ekki út í þegar mannslífin eru annars vegar. Björgunar- og hjálparsveitir eru líka sjálfboðaliðs- sveitir sem eru fyrst og fremst rekn- ar á framlögum frá almenningi," seg- ir Jón Gunnarsson í svæðisstjórn björgunar- og hjálparsveita á höfuð- borgarsvæðinu sem stjórnaði leitinni að vélsleðamönnunum tveimur í fyrrinótt og gærdag. Hátt í tvö hundruð manns leituðu piltanna á um 80 vélsleöum og 9 snjó- bílum og um 70 manna hópur fór á göngu- og fjallaskíðum um leitar- svæðið. Þá tók þyrla Landhelgisgæsl- unnar þátt í leitinni frá hádegi í gær. „Þetta var mjög stór leit en gekk mjög vel. Það er sjaldgæft að við þurfum að treysta svona mikið á tækjaeignina. Viö urðum til dæmis að kalla út alla tiltæka snjóbíla, með- al annars frá Hellu og Jöklaferðum á Höfn. Það sem gerir hins vegar gæfumuninn í þessum aðgerðum í nágrenni höfuðborgarinnar er það undirbúningsstarf sem sveitimar em búnar að vinna. Við göngum að fyrirfram ákveönu leitarskipulagi. Það er búið að fara um þessi svæöi, merkja niður hvar hættur eru, hvernig best er að leita og svo fram- vegis,“ segir Jón. Hann segir svæðisstjórnina hafa verið ánægða með hvernig leitin tókst miðað við aðstæður sem voru mjög slæmar. „Við vorum með menn úti að leita aðfaranótt mánudagsins í alveg glórulausri hríð og stjörnuvitlausu veðri. Gönguskíðamenn sem voru aö leita í Jósepsdal vora til dæmis fam- ir aö undirbúa að grafa sig í fónn þegar viö loksins komum til þeirra snjóbíl. Leitarmenn uppi á Bláfjalla- hryggnum stóðu ekki í fæturna og bílamir gengu fram og til baka und- an veðurofsanum." Um 70 manns á göngu- og fjallaskiðum tóku þátt í leitinni að vélsleðamönnunum á Bláfjallasvæðinu. Á minni myndinni ér svæðisstjórn björgunar- og hjálparsveita á höfuðborgarsvæðinu sem stjórnaði leitaraðgerðum en hún var búin að sitja í stjórnstöðvarbilnum i Bláfjöllum í 17 klukkustundir samfleytt þegar DV-menn bar að garði í gær. DV-myndir BG -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.