Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Nú þykir sannað að Karl og Díana, bresku ríkiserfingjarnir, hafi látið fjölmiðlum í té allar kræsilegustu sögurnar af hjónabandserjum þeirra. Einkum er talið að Díana hafi gengið langt í að „leka“ sögum j blöð. Breska stjómin fær sannanir um tvöfeldni ríkiserfíngjanna: Karl og Díana láku sögunum - rannsókn hefur leitt í ljós að þau háðu stríð í fjölmiðlum Bresk blöð hafa komist yfir skýrslu virts lögmanns, sem rannsakaði þátt fjölmiðla í skilnaði Karls prins og Díönu, fyrir bresku ríkisstjómina. Lögmaðurinn, McGregor lávarður, komst að þeirri niðurstöðu að þau hjón hefðu látlaust lekið sögum í hlöð síðustu tvö árin til að jafna metin í hj ónabandserj unum. McGregor komst að þeirri niður- stöðu að Díana prinsessa hefði haft forystuna í þessum leik og vitnaði hann til útgefenda blaða máh sínu til sönnunar. Sérstaklega hafi sam- starf Diönu og The Sun veriö náin. Blaðið birti líka oftast ferskustu fréttimar af ástandinu á heimiii rík- iserfingjanna. Karl prins á aö hafa snúist til vam- ar með því að leika sama leikinn og láta blöð vita af ýmsu sem kom sér illa fyrir Díönu. Stríð þetta náði há- marki í desember þegar tilkynnt var um skilnað Karls og Díönu aö borði og sæng. Nú hafa borist fréttir um að Díana vilji fullan skilnað. Lögmanninum var falið að rann- saka málið vegna hugmynda um að takmarka rétt fjölmiðla til að skrifa um einkamál fólks. Þær hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu og er ekki líklegt að reynt verði að tak- marka prentfrelsið eftir þetta. Lögmaðurinn hefur staðfest að rétt sér greint frá efni skýrslunnar. Tals- maður drottningar vill á hinn bóginn ekkert segja um málið. Að sögn vissu ráðherrar í ríkisstjóminni þegar í lok árs 1991 að uppruna flestra sagna um hjónaband Karls og Díönu væri að leita hjá þeim sjálfum. Reuter Oryggisráð SÞ fordæmir vopnahlésbrot Saddams: írakar létu ekki sjá sig í Kúveit í morgun Útlönd___________________ Gjaldþrotametið nærjafnaðá Grænlandi Árið í fyrra var erfitt fyrir grænlenskt atvinnulíf þegar 35 fyrirtæki og einstaklingar urðu gjaldþrota. Þar meö var gjald- þrotametið frá 1991 jafhað en þá vom gjaldþrotin 36. Á fyrstu tiu árum grænlenskrar heimastjórnar, 1979-1988, urðuað meðaltali milli eitt og sjö fyrir- tæki gjaldþrota á ári. Mikil aukn- ing var svo strax árið 1989 þegar gjaldþrotin urðu fjórtán. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda á undanfórnum tveimur árum er gjaldþrotahrinunni þó alis ekki lokiö. Nýleg könnun hefur leitt í ijós að eiginfjárstaða rúmlega ; hundrað fyrirtækja á Grænlandi er neikvæð og tap er á rekstrin- um. Þau sigla þvi í átt til gjald- þrots. Kínverjar velja fegursta köttinn Ekki er lengra en tveir áratugir siðan það var talið andbyltingar- legt athæfi að ala gæludýr í Kína. Nú hafa þarlendir hins vegar kos- iö sér „kattaprins" í fegurðar- samkeppni sem fram fór i Shang- hæ, hinni fyrstu sinnar legundar í Kína. Sigurvegarinn í keppninni var þriggja ára gamail persneskur köttur að nafni Luoluo. Rúmlega tvö hundrað manns gengu meö ketti sína fram fyrir dómarann. Harölinukommúnistar for- dæmdu gæludýraeldi hér áður fyrr og sögðu þaö borgaralegt at- hæfi fyrir auðnuleysingja. Menguninerað drepaborgirnar áítalíu Mengunin i ítölskum borgum er svo hræðilega tnikii að hún er að drepa þær, sagði Carlo Ripa di Mena, umlrverfisráöherra ítal- iu, í gær. Hann sagöi að stjómvöld yrðu nú þegar að hrinda í framkvæmd áætlun um berjast gegn mengun- inni, annars væri voðinn vís. „Mengunin er hræðiieg. Eina ástæðan fyrir þvi að læknar era tregir við að segja okkur sann- ieikann um aileiðingar mengun- arinnar er sú að enginn vill vekja ótta meðal aimennings," sagði ráðherrann í viðtali við blaðið La Stampa í Tórínó. Talsmaður ítalskra umhverfis- verndarsamtaka sagði að meng- unin i itölskum borgum væri ein- hver lún mesta í Evrópu. Lffeyrísþegar efnatil mót- mælaíEistlandi Rúmlega eitt þúsund manns eftidu til mótmæla gegn nýrri hægrisljórn i Eistlandi í gær vegna lélegra eftirlauna og versn- andi aíkomu. Eftirlaunaþegar söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið, í fyrstu mótmælunum gegn stjóm- inni frá þvi kosiö var i septemb- er, og kröfðust þess aö fá að hitta Mart Laer forsætisráðherra. „Við erum að deyja úr hungri," hrópaði eldri kona þegar Matju Lauristin félagsmálaráöherra kom út á svalir hússins til aö ávarpa æstan mannfiöldann. Ritzau og Reuter írakar, sem gerðu innrás í Kúveit í trássi við vopnahlésskilmála Persa- flóastríðsins, virðast hafa haldið sig utan landamæra furstadæmisins í morgun, að því er eftirlitsmenn Sam- einuðu þjóðanna sögðu. Abdellatif Kabbaj, talsmaður eftir- htssveitanna í Kúveit, sagði að ekk- ert benti til þess að innrásirnar frá því á sunnudag og mánudag mundu endurtaka sig. „Það bólar ekkert á þeim. Ég hef ekki séð neitt enn,“ sagði hann frá bækistöðvum eftirlitsmanna við landamærin. Á undanfómum tveimur dögum hafa írakar sent niðurrifshópa inn á kúveiskt landsvæði sem eitt sinn var hluti íraskrar flotastöðvar og höfðu þeir flugskeyti og vopn á brott með sér. Öryggisráð SÞ sakaði íraka í gær um síendurtekin brot á vopnahlés- skilmálum Persaflóastríðsins og var- aði þá við að áframhaldandi brot mundu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Yfirlýsingu Öryggisráðsins mætti túlka sem réttlætingu á því að gripið yrði á ný til hemaðaraðgerða gegn írökum. Þó er talið ólíklegt að af því verði að sinni. .. Bandaríska leyniþjónustan sagði í gær aö írakar væru að færa til loft- vamaflugskeyti innan loftferða- bannsvæðisins í suðurhluta lands- ins. Enn væri þó of snemmt að segja til um hvort flugvélum bandamanna stæðiógnafþeim. Reuter Saddam Hussein íraksforseti stund- ar flugskeytaflutninga í suðurhluta lands síns. Teikning Lurie drakku 15% minna í fyrra Áfengisneysla á Grænlandi minnkaði um nær fimmtán pró- sent í fyrra miðað við áriö á und- an. Árið 1991 drakk hver Græn- lcndingur eldri en 14 ára tæpa fimmtán litra af hreinum vín- anda enífyrra voru lítramir 13,5. Helsta ástæða þess að dró úr áfengisneyslu eru aukin gjöld sem grænlenska þingið lagði á síðastliðið vor, svo og markaðs- setning víns og öls af minni styrk- leika en áöur, eöa 3,6 prósent Bóndigetur ákvarðað kyn- ferðikálfasinna Breskir og bandariskir vísinda- menn sögðu í gær aö þeir hefðu þróað nýja tækni sem hefði leitt til fæðingar fyrstu kálfanna þar sem kynferðið var fyrirfram ákveðið. Þeir sögðu að þetta gæti leitt til byltingar í dýraeldi. „Bændur munu í fyrsta skipti geta valiö kynferðí kálfa sinna með 90 prósent nákvæmni,“ sagði David Cran, einn þeirra sem tók þátt í rannsóknunum. Aðferðin sem beitt er felst í því að skipta sæði í tvo hópa. Bola- kálfar koma úr sæði meö y-litn- inga og kvígur úr sæði með x- litninga. Kynferði kálfanna er síðan ákvarðað með þvi að ftjóvga egg með annarri hvorri sæðisgerðinni. Bakkaðiútúr bilskúrogfram afhengiflugi Ástralskur maður lét lífið í gær þegar hann bakkaði bíl sínum í gegnum lokaða bilskúrshurð, yfir götu, gegnum girðingu og fram af hengiflugi ofan í sjó. Lögreglan sagði að nágrannar heföu kallað á hjálp eftir að hafa séð manninn bakka fram af fimmtán metra háum klettunum. Bíllinn festist milli steina undir yfirboröi sjávarins. Lík mannsins flaut upp frá bíl- flakinu og náðist á land. Lögregl- an ætlar að rannsaka hvort bilun hafi komið upp í bílnum. Dínamífskipið við Noreg sprakkíloftupp Skip með dínamítfarm og hvell- hettur sprakk við eyjuna Skjernöy undan suðurströnd Noregs snemma í gærmorgun. Að sögn lögreglu urðu ekki nein meiðsl á fólki. Skípið strandaöi í klettum suö- vestur af Skjernöy seint á laugar- dagskvöld þegar verið var að draga það. Allir íbúar eyjarinnar voru fluttir á brott um tima á sunnudag. Lögreglan sagði í gær að ekki væri Jfjóst hversu mikið af sprengiefninu heföi fariö í sprengingunni og því væri ekki hægt að útiloka fleiri sprengingar um borð i skipinu. Japan mundu væntanlega njóta góðs af sakaruppgjöf í tilefni af brúðkaupi krónprinsins í vor, ef marka má reynsluna af fyrri sak- aruppgjöfum. Þetta kom fram í gær í dagblaði sem gefið er út í Tökyo. Rcutnr og NTB LYSTIGARÐUR ATLANTSHAFSINS - MADEIRA Ein vika frá 350 enskum pundum fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur - sími 91 -24595 eða faxnr. 17175.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.