Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. 19 Sviðsljós Lassie í fullu fjöri Hundurinn Lassie er enn i fullu fjöri þótt hálfrar aldar afmælið sé á næstu grösum. Sagan hófst 1943 og frá þeim tíma hefur Lassie lent í mörgum ævintýrum. Eins og gefur að skilja hafa margir hundar verið í hlutverki Lassie á þessum tíma en vin hans í nýjustu sjónvarpsþáttaröðinni leikur Will Napper sem var valinn úr hópi 500 umsækjenda. Sigurður Árni og Haraldur Jónsson skoðuðu listaverkin íbyggnir á svip. Afmælissýning í Nýlistasafninu Afmælissýning var opnuð í Ný- listasafninu um síðustu helgi en safnið var stofnsett 5. janúar 1978 og er því fimmtán ára. Á sýningunni gefur aö líta verk eftir sex Ustamenn, þau Elvu Jónsdóttur, Elsu D. Gísla- dóttur, Pétur Örn Friðriksson, Ólöfu Nordal, Ingileifu Thorlacius og Rögnu Hermannsdóttur. DV-myndh-GVA Einn fyrir svefninn Kráaeigendur í Bretlandi hafa löngum verið skilningsrikir gagnvart viðskiptavinum sínum. Einn þeirra tók t.d. allt- af hestinn sinn með á krána og svo fengu „félagarnir“ sér einn fyrir svefninn. Ekki fylgir sögunni hvar þessi krá er niðurkomin en af myndinni að dæma er Ijóst að hesturinn kann vel við sig á barnum. Saraer hjálpfús Sara Ferguson skrapp til Póllands fyrir skömmu og hafði með sér varn- ing til bágstaddra barna þar í landi. Angels góðgerðarstofnunin hafði veg og vanda af sendingunni en Sara hefur starfað fyrir stofnunina um langt skeið. Til að vekja ekki of mikla athygli var hertogaynjan skráð sem ungfrú Jones í flugi British Airways sem flutti hana til Póllands og heim aftur að loknu verkinu. BYRJENDANÁMSKEID ERU AÐ HEFJAST / JUDO Þjálfari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 10-22 og 11-16 um helgar 7 ísi™ 627295

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.