Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Qupperneq 12
12
Bandaríski körfu-
boltinn er vinsæll
- NBA-æði hjá bömum og unglingum sem eyða oft miklum peningum í kaup á NBA-vömm
Þaö má segja að hálfgert NBA-
körfuboltaæði hafi gripið íslenska
æsku. NBA er atvinnumannadeildin
í bandaríska körfuboltanum þar sem
stundaður er besti körfuknattleikur
í heiminum. Vinsældir hans hér á
landi hafa verið að aukast og í dag
er hann ótrúlega vinsæll og þá sér-
stakiega hjá ungu kynslóðinni.
Allir safna körfu-
boltamyndum
Nú eru það ekki lengur leikara-
myndimar sem krakkarnir safna
heldur eru það myndir af bandarísku
körfuboltahetjunum sem nýfarið er
að selja hér á landi. í frímínútum í
grunnskólum landsins eiga sér stað
mikil skipti og blómleg viðskipti eiga
sér stað þar sem oft eru látnar marg-
ar myndir í skiptum fyrir mestu og
bestu hetjurnar. Þó nokkur peningur
fer í þetta hjá krökkunum og ekki
er óalgengt að keyptar séu myndir
fyrir 1000 krónur í hvert skipti.
Stanslaus straumur
í verslun okkar
„Ég get sko vel tekið undir þetta
NBA-æði. Það má segja að hér sé
stanslaus straumur af krökkum dag-
lega' sem em að skoöa, kaupa og
spyija um allt sem tengist NBA.
Körfuboltamyndimar eru vinsælast-
ar og birgðir okkar af þeim klárast á
nokkmm dögum. Plakötin með
stjömunum em einnig rifin út, auk
þess sem NBA-bohr og NBA-húfur
seljast grimmt. Þá hafa búningar
bandaríska ólympíulandsliðsins
selst mjög vel,“ segir Ólafur Ari
Jónsson, verslunarstjóri í FYísporti á
Laugavegi sem selur hinar vinsælu
Nike-vörur sem tengjast svo mikið
þessari íþrótt.
Jordan númer eitt
„Jordan er númer eitt hjá krökk-
og Elis Þór Þórðarson eru hér f
fullum NBA-skrúöa frá toppi til
táar. DV-mynd GS
Hallærislegtað
eiga ekki NBA-dót
„Ég safiia öllu þessum NBA
vörum. Ég á 500 körfuboltamynd-
ir, 2 NBA-húflir og 6 boli með
myndum af leikmönnum í NBA-
deildinni. Mitt uppáhaJdslið er
Orlando Magic og uppáhaldsleik-
maðurinn er Shaquille O’Neal í
Orlando,“ sagöi Elís Þór Þórðar-
son, sem er mikiil áhugamaður
um NBA boltann, viö DV.
„Það þykir hallærislegt á meðal
krakkanna af maöur á ekki eitt-
hvert NBA-dót Ég á 3 NBA-húfúr
og 80 myndir og nokkra boli Mic-
hael Jordan er minn maður og lið
hans, Chicago, er í uppáhaldi hjá
mér," sagði Þorgeir Sæmunds-
og heitasta óskin er aö fara tii
Bandaríkjanna og fylgjast með
uppáhaldsliðunum. -GH
DV kíkti inn á æfingu hjá körfuknattleiksliði ÍR á dögunum og það var ekki að sökum að spyrja: allir í NBA-bolum
og margir með NBA-húfurnar á kollinum. Þá koma krakkarnir með körfuboltamyndirnar með sér á æfingarnar
og skiptast á myndum. DV-mynd GS
unum og þeir segja hann vera besta
körfuboltamann í heimi. Þá er Char-
les Barkley óhemjuvinsæU og nýja
stjarnan, ShaquiUe O’Neal, er á mik-
ilU uppleið. Myndir með þessum
köppum og plaköt seljast eins og heit-
ar lumrnur," segir Ólafur Ari.
í viðræðum við unglingana kemur
fram að enginn körfuboltamaöur
kemst með tæmar þar sem Michael
Jordan hefur hælana. Jordan er
átrúnaðargoð hjá krökkunum og fyr-
irmynd flestra. Charles Barkley er
líklega sá sem kemur næst á eftir
Jordan. Affélögunum er Chicago það
Uð sem flestir halda með, enda er
Jordan þar lykilmaður. Þá tala ungl-
ingamir mikið um Phoenix og Port-
land og Los Angeles Lakers og Bos-
ton þar sem gömlu hetjunar Magic
Johnson og Larry Bird vom aðal-
menn.
Krakkar á aldrinum
7-16 ára á kaíl í þessu
„Mér finnst áhuginn alltaf vera að
aukast hjá krökkunum, þeir þekkja
þessa kalla út og inn. Annars er ald-
urinn að breiðast út hjá krökkunum.
Þetta Vcir bundið við aldurinn 12-13
ára en nú em 7-16 ára krakkar
komnir á kaf í þetta. Strákamir em
í meirihluta en áhuginn hjá stelpun-
um er alltaf að aukast. Auðvitað hef-
ur allur þessi áhugi skilað sér í meiri
sölu í verslun okkar og enginn er
maður með mönnum nema hann eigi
Jordan-skó, Jordan-bol og Jordan-
húfu,“ segir Ólafur Ari.
„Við höfum fundið þó nokkuð fyrir
þessu NBA-æði hjá krökkunum. Á
dögunum héldum við stórt körfu-
boltamót og þaö var algjör hending
ef krakkamir voru ekki í alls kyns
NBA-bolum, í Jordan-körfubolta-
skóm og með NBA-húfur. Oft er
hringt hingað á skrifstofuna og
spurst fyrir um NBA og krakkarnir
segja okkur aö þeir missi ekki úr
þátt með NBA i sjónvarpi og rífi í sig
allar blaðagreinar sem birtast um
NBA-deildina,“ segir Bjöm Leósson,
starfsmaður hjá Körfuknattleiks-
sambandi íslands.
Það em ekki bara myndir sem
krakkamir safna heldur alls kyns
hlutir sem tengjast NBA. Flestir
þessara unglinga, sem era á kafi í
NBA-boltanum, eiga húfur sem
merktar era nöfnum félaganna, boh
sem bandarísku stjömumar prýða,
svo og alls kyns smáhluti eins og
lyklakippur, barmmerki, glös og
svona mætti lengi telja.
-GH
Sá langbesti í heimi
- segja krakkarnir um Jordan
Þaö er engum blöðum um það að
fletta að Michael Jordan, leikmaður
í meistaraliði Chicago Bulls, er besti
og vinsælasti körfuknattleiksmaður-
inn í heiminum. Hann hefur verið
kosinn besti leikmaöur NB A-deildar-
innar í þrígang og hefur unnið flest
þau verðlaun og titla sem hafa verið
í boöi í NBA. Við skulum reyna að
kynnast þessum kappa aðeins betur.
Nafn: Michael Jordan.
Aldur: 29 ára.
Hæð: 1,98 cm.
Þyngd: Um 100 kg.
Félag: Chicago Buils.
Hjúskaparstaða: Giftur.
Böm: A tvo syni, 4 ára og 2 ára.
Bifreið: Besta gerðin af Ferrari bif-
reiö sem kostar um 250 þúsund doll-
ara.
Áhugamál: Fyrir utan körfuboltann
á golfið hug hans allan og eftir að
ferlinum lýkur í körfuboltanum
stefnir hann á atvinnumennsku í
golfi.
Ferill: Byijaði að leika í NBA-deild-
inni árið 1984 og hefur leikiö allan
tímann með Chicago. Skoraði á dög-
unum sitt 20 þúsundasta stig í deild-
inni og er einn af fáum sem náð hafa
þeim áfanga.
Laun: Um ein og hálfúr milljarður á
ári. Hjá Chicago fær hann „aðeins“
um 200 milijónir en hann er með
auglýsingasamninga við stórfyrir-
tæki á borö viö Coca Cola, Nike og
McDonalds o.fl. og þar fær hann gíf-
urlegarfjárhæðir. -GH
LAUGARDAGUK 3o! JAnOAR 1993.
Pétur Guðmundsson:
Hefekki við að
panta myndir
Pétur Guðmundsson er eini ís-
lendingurinn sem leikið hefur í
NBA-deildinni. Hann lék með
hinu heimsíræga liði Los Angeles
Lakers og einnig með Portland
og San Antonio Spurs. FYá því
Pétur kom alfarið heim tii íslands
hefur hann um nokkurt skeiö
staöið fyrir innfiutningi á NBA-
vörum til íslands.
„Það hefur verið mikil upp-
sveifla hér á landi varðandi
áhuga fólks á NBA-körfúboltan-
um. í dag hefur áhuginn aldrei
verið meiri og auðvitað em börn
og unglingar þar fremst í flokki.
Ég hef til að mynda ekki við að
panta myndir af körfuboltaleik-
mönnum og krakkarnir eru mjög
óþolinmóðir þegar ég þarf að bíða
eftir sendingunum að utan,“
sagði Pétur Guömundsson i sam-
tali við DV.
„Mér skilst að krakkanir eyði
þónokkmm flármunum í þessar
myndir en 12 raynda búnt kostar
um 140 krónur. Aftan á þessum
myndum em allar upplýsingar
um leikmennina og krakkamir
em fljótir að leggja þær á minnið.
Fyrir jólin fann ég fýrir reiði hjá
foreldrum þegar körfubolta-
myndirnar voru ekki til enda
vissi ég um marga sem ætluðu
að gefa þær í skóinn.“
„NBA-körfúboltinn er gríðar-
lega skemmtilegur og spennandi
og Bandaríkjamenn hafa kynnt
hann um allan heim á einstaklega
fagmannlegan hátt. Þessi aukni
áhugi á körfuboitanum hér á
landi hefur gert það að verkum
að krakkar hópast á æfingar og
sérstaklega hefur áhuginn aukist
hér á höfuðborgai'svæðinu. Ann-
ars er það engin regla að krakk-
amir stundi íþróttina sjálfir þótt
þeir fylgist grannt með öllu sem
gerist í NBA. Þaö er NBA-æði hér
á landi og það er ekkert nema
gott um það að segja,“ sagði Pét-
ur.
Stórir staflar
af myndum
áskóla-
borðunum
Kennarar í gmnnskólum lands-
ins hafa svo sannarlega tekiö eft-
ir þessu æði hjá krökkunum.
„Það er alveg ótrúleg NBA-bylgja
sem er í gangi h)á þessum krökk-
um. Þeir tala um þessa snillinga
sína daginn út og daginn inn og
á skólaborðunum hjá þeim em
stórir staflar af körfuboltamynd-
um. Fríminútunum er síðan eytt
í að skiptast á myndum. Þá er
mjög algengt að krakkarair beri
húfur NBA-liðanna og skipti um
daglega,” sagði kennari í einum
grunnskóla á höfuöborgarsvæð-
inu við DV.
Hvererástæða
þessa æðis?
En hver skyldi nú vera ástæðan
fyrir þessu NBA-æði. Flestir þeir
sem DV ræddi við þakka sýning-
ura Stöðvar 2 á NBÁ-körfuboltan-
um þennan mikla áhuga. Stöð 2
hefur sýnt reglulega frá leikjum
í bandaríska körfuboltanum og
meðal annars sýnt úrslitaleikina
í beinni útsendingu undanfarin
tvö ár. D V hefúr gert NBA-körfu-
boltanum góö skil og það líður
ekki sá dagur að ekki sé hringt á
blaðið og beðið um upplýsingar.
Þá kveikti það í mörgum þegar
Rikissjónvarpið sýndi frá leikjum
bandarískaólympíulandsliðsins í
Barcelona siðastliöið sumar þar
sem Bandarfitjamenn sýndu stór-
kostleg tilþrif. Á meðan ungling-
amir fá að sjá og fylgjast með
snillingum á borð við Jordan,
Barkley, Malone, Ewing, Pippen,
Drexler o.fl. heidur NBA-æðið
áfram. -GH