Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Page 20
20
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993.
Kvikmyndir DV
Nýl bres] kmynd Isl lær í gegn
Það hefur ekki farið mikið fyrir
breskri kvikmyndagerð á undan-
fornum árum. Bretar eiga þó
marga góða kvikmyndagerðar-
menn. Flestir þeirra starfa erlend-
is, enda er ekki auövelt að íjár-
magna gerð kvikmynda í Bret-
landi. Breskar myndir hafa einnig
yfir sér sérstakan blæ sem gerir
það að verkum að þær höfða ekki
allar til íbúa hinna enskumælandi
landa, eins og Bandaríkjanna. Því
hefur þróunin orðið sú að ef bresk-
ur leikstjóri gerir í heimalandi sínu
mynd, sem slær þar í gegn, er hon-
um yfirleitt boðið gull og grænir
skógar ef hann taki að sér kvik-
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
myndageró fyrir bandarísk kvik-
myndaver. Útkoman er hins vegar
upp og ofan, en þó eru nokkrir af
bestu leikstjórum Hollywood
breskir að uppruna.
írskur leikstjóri
Þaö er því sérstaklega ánægjulegt
að sjá breska mynd sem hefur öll-
um að óvörum heillað Bandaríkja-
menn upp úr skónum og það í sam-
keppninni sem var um hylli kvik-
myndahúsagesta um jólin. Þaö er
niyndin The Crying Game sem
írski leikstjórinn Neil Jordan leik-
stýrir. FerUl Neils Jordan sem leik-
stjóra er ekki frábrugðinn þeim
sem lýst var hér að ofan. Áriö 1985
gerði hann myndina The Company
of Wolves sem fjallaði um voveif-
lega atburði sem gerðust í þorpi í
Bretlandi. Myndin sló í gegn og
þótti listavel gerð. Ekki minnkaði
álit kvikmyndaáhugamanna á Neil
Jordan þegar hann gerði Monu
Lisu (1986) sem gerðist í undir-
heimum Lundúnaborgar. Þetta
voru litlar og nettar myndir sem
féllu vel í kramið hjá Bretum en
sýndu einnig vel hæfileika Jordans
sem leikstjóra. Því lá leið hans fljót-
lega vestiu- um haf þar sem hann
leikstýrði High Spirits og We’re No
Atriði úr The Crying Game.
Angels við lítinn orðstír svo og The
Miracle sem gerð var í Bretlandi.
Fjöldi verðlauna
En svo virðist sem Neil Jordan
hafi aftur endurheimt foma frægð
með The Crying Game sem er
mynd sem ólíklegt má teljast að
hefði verið framleidd í Hollywood.
Milljónir Bandaríkjamanna hafa séð
þessa mynd á undanfómum mánuð-
um og var hún m.a. tilnefnd til Gold-
en Globe verðlaunanna sem besta
myndin og einnig hefur hún verið
orðuð við óskarsverðlaunin í ár.
Efnisþráðurinn þykir nokkuð
flókinn. Myndin byijar mjög sak-
leysislega þegar áhorfendur kynn-
ast Fergus (Stephen Rea) sem er
meölimur í IRA, írska lýöveldis-
hemum. Hann hefur ásamt félög-
um sínum rænt þeldökkum bresk-
um hermanni að nafni Jody sem
er leikinn af Forest Whitaker. Það
fellur í hlut Fergus að gæta Jody
og með tímanum myndast vinátta
milli þeirra. Það veröur því mikiö
andlegt áfall fyrir Fergus þegar fyr-
irskipun kemur um að nú eigi að
drepa Jody. Fergus á að fram-
kvæma verkið en þegar á hólminn
er komiö leyfir hann Jody að flýja,
en svo óheppilega vfil tÖ að ekið
er yfir hann af breskum herbíl sem
sendur hafði veriö á vettvang.
c- 1 •
Sigrarogsorgir
Fergus líður illa yfir þessum
málalokum og ákveöur að fara til
London til að hafa upp á kæmstu
Jody. Hann finnur Dil (Jaye David-
son) og heillast af henni. Þetta leiö-
ir aðeins til eins og síðasti hluti
myndarinnar fjallar um uppgjör,
sigra og sorgir sem áhorfendur
veröa að upplifa sjálfir.
Jordan skrifaði bæði handritið
og leikstýrði The Crying Game.
Hann var orðinn leiður á venjuleg-
um Hollywood-myndum og ákvað
að fara sínar eigin leiðir. Efnis-
þráöur myndar, sem fjallar um
Irska lýðveldisherinn, er alltaf við-
kvæmt mál og því hafði enginn
áhuga á að bakka Jordan fjárhags-
lega upp þegar hann kynnti hand-
ritið að myndinni fyrir einum sex
árum. Handritið var síðan lagt á
hilluna tímabundið áður en hafist
var handa á nýjan leik aö finna
einhverja aðila til að styðja við
bakið á Jordan. En því fleiri sem
sögðu nei þeim mun ákveðnari
varð Jordan að gera myndina. Það
var svo loksins Stephen Wooley,
eigandi Palace Pictures, sem sló til
enda vanur að styðja við bakið á
kvikmyndagerðármönnum sem
aðrir vildu ekki hjálpa.
Sjaldgæfar perlur
Stephen Rea fer með hlutverk
Fergus en hann lék einnig í eldri
myndum Jordans, Angels og
Company of the Wolves. Hann er
sjálfur írskur og mótmælendatrúar
og hin kaþólska eiginkona hans,
Delour Price, var dæmd fyrir tutt-
ugu árum til fangelsisvistar fyrir
aðild að sprengjutilræði IRA og
komst í fjölmiðla fyrir hungurverk-
fall sem hún tók þátt í. Rea hefur
því kynnst í raun mörgu af því sem
kemur fram í myndinni. „Ef þú
notar hervald til að leysa málin,
t.d. breska herinn, er ofbeldi óum-
flýjanlegt. Þaö er einmitt þetta sem
fólk eins og Fergus óttast og gerir
það að verkum að það verður að
persónum sem það vfil ekki vera,“
var haft nýlega eftir Rea í blaðavið-
tali.
Það er alltaf gaman þegar perlur
eins og The Crying Game fá að
njóta sín og fólk sýnir í verki að
flókinn, erfiður og umdeildur efnis-
þráður höfðar til fólks ef myndin
er vel gerð. Þetta hvetur sjálfstæða
kvikmyndagerðarmenn að halda
áfram að gera myndir með það í
huga að fyrr en seinna mun al-
heimurinn taka eftir þeim.
Aladdín og
töfral ampinn
Flest börn kannast viö arabíska
sagnasafnið Þúsund og eina nótt
Eiginmaður Sjersade drottningar
ætlaði aö láta taka hana af lífi en
hún kom í veg fyrir það með því
að skemmta honum með sögum í
1001 nótt. Meðal þessara sagna eru
Alí Baba, Sinbad sæfari og svo
Aladdín og töfralampinn, sem nú
er búið að gera teiknimynd um. Það
er Walt Disney fyrirtækið sem
stendur að gerð myndarinnar en
það hefur gert flestar af bestu
teiknimyndum allra tíma. Það er
ekkert smáverk að gera svona
mynd. Fjöldi teiknara vann yfir 3
ár að teikna og síöan tók ófáa mán-
uði að setja allt saman og gera út
þessu teiknimynd í fullri lengd. En
nú er myndin komin og er talin enn
ein rósin í hnappagatið fyrir Walt
Disney fyrirtækið.
Margir koma við sögu
Það var raunar sönglagahöfund-
urinn sálugi Howard Ashman, sem
stakk upp á því aö gerð yrði teikni-
mynd um Aladdín. Honum fannst
vanta eina teiknimynd í viðbót til
að loka hringnum og tengja saman
The Little Mermaid og Beauty and
the Beast. Howard, ásamt félaga
sínum Allan Menken, færði síðan
forstjóra Walt Disney fyrirtækisins
50 blaðsíðna efnisútdrátt áriö 1988
ásamt allri tónlist. Þeir fengu ekki
grænt ljós en áhugi hafði kviknað
þjá Walt Disney fyrirtækinu. Fjöldi
handritahöfunda fékk það verk í
hendur að skrifa handrit og sam-
tímis hófu teiknarar störf að undir-
búningi myndarinnar.
Eftir nokkrar vangaveltur voru
þeir Ron Clements og John Musker
ráðnir sem leikstjórar en þeir voru
nokkurs konar innanhússmenn
hjá Disney enda hafði fyrsta verk
þeirra verið að leikstýra og skrifa
handitið að teiknimyndinni The
Great Mouse Detective sem var
fyrsta teiknimyndin í „nýjum“
anda sem Walt Disney fyrirtækið
gerði. Þeir fengu einnig rós í
hnappagatið fyrir leikstjóm sína á
The Little Mermaid. þeir tóku öll
handritsuppköstin og bjuggu tfi
sína eigin útgáfu og hófust handa.
En síðan kom áfallið. Þegar þeir
félagar voru tfibúnir með gróft sýn-
ingareintak ákváðu þeir aö sýna
það forstjóra Disney. Hann til-
kynnti þeim að sagan gengi ekki
upp og enn á ný voru kallaðir tfi
handritahöfundar og í þetta sinn
Terry Rossio og Ted Elliot. Nokkr-
ar veigamiklar breytingar voru
gerðar á handritinu í meðferð leik-
stjóranna og handritahöfundanna.
Eftir að teiknarar höfðu teiknað
n^u atriðin var allt klappað og
klárt og myndin frumsýnd. Aladd-
ín er talin vera ein best heppnaöa
teiknimynd sem Walt Disney fyrir-
tækið hefur frá upphafi gert og er
talin eiga eftir að lifa í hjörtum
bama og fullorðinna um ókomna
framtíð.
Helstu heunildir: Premier, Enter-
taimnent, Sight & Sound