Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Síða 16
16
Menning
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993.
ríUDDSKÓLI RAFnS QEIRDALS
NUDDNÁM
Hópur 2, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. febrúar 1993
Upplýsingar og skráning
í síma 676612/686612.
Smiðshöföa 10, 112 Reykjavík
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 4.200 m af o 800
mm „ductile iron" pípum og tilheyrandi fittings.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2.
mars 1993 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
||| ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga-
deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í
endurmálun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
17. febrúar 1993 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
IH ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga-
deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í
vinylgólfdúka með frauðbotni.
Heildarmagn er 4.300 m2 og afhendingartími á næstu
tveimur árum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23.
febrúar 1993 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygginga-
deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í
dúkalagnir í ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar
1993.
Um er að ræða vinnu og efni við dúkalagnir í ýmsum
fasteignum 1993 og dúklagningarvinnu vegna íbúa-
skipta í íbúðum á vegum Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar 1993 til 1994. Heildarflatarmál
allra framkvæmda, sem útboðið nær til, er um 7.000
m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23.
febrúar 1993 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Húsvörðurinn
í Óperunni
Það var kannske ekki von á öðru en sýning Pé leik-
hópsins á Húsverði Harolds Pinters yrði ein þessara
stunda í leikhúsinu sem seint gleymast.
Andrés Sigurvinsson leikstjóri leggur upp í viður-
eignina við göróttan texta verksins með þvílíka úr-
valsáhöfn að þaö eitt nægir til að hvetja alla leikhúsá-
hugamenn til að láta Húsvörðinn í íslensku óperunni
ekki fram hjá sér fara.
Eða hver vili missa af því að sjá Róbert Amfinns-
son, Amar Jónsson og Hjalta Rögnvaldsson leiða sam-
an hesta sína í einni og sömu sýningunni?
En jafnvel þeir kæmu ekki öllu heilu í höfn ef ekki
nyti annarra aðstandenda sýningarinnar sem allir
hafa lagst á eitt um að vanda verk sitt. Sigurjón Jó-
hannsson á þar stóran hlut með leikmynd gerðri af
hrollvekjandi raunsæi og vel hönnuðum búningum
sem undirstrika hlutverk persónanna í leiknum.
Leikmyndin sýnir herbergi í niðumíddu og yfirgefnu
húsi einhvers staðar í London. Þetta er draslaraleg
Leiklist
Auður Eydal
vistarvera og um hana alla flýtur ótrúlegasta dót.
Lýsing gegnir veigamiklu hlutverki í leikmyndinni og
hér hefur tekist óvenjulega vel að skapa stemningu
og undirstrika áherslur með úthugsuöum blæbrigðum
í beitingu ljósa.
Og leikstjórinn, Andrés, vinnur öðm sinni góðan
sigur í glímxmni við verk Pinters en mörgum er enn
í fersku minni sýningin Pé leikhópsins á Heimkom-
imni, 1988. Þessi árangur næst ekki nema alit sé lagt
undir og það er Ijóst hér er mönnum mikil alvara og
ekkert smáatriði látiö reka á reiðanum. Helst mætti
að því finna að framvindan var fullhæg á köflum, sýn-
ingin dalaði og það slaknaði á þegar of lengi var gælt
við textann án ástæðu.
Allir leikaramir þrír skila sínum hlutverkum svo
vel að smávegis aðfinnslur verða léttvægar.
Það er ekki á neinn hallað þó að rómaður sé leikur
Róberts í hlutverki flækingsins sem verður að flokk-
ast undir túlkun í æðra veldi.
Róbert er þvilíkur galdramaöur á sviðinu að hann
er enn að koma manni á óvart með hnitmiöaðri túlkun
sinni innlifun og ferskri tjáningu þó ótrúlegt sé eftir
svo langan og efdrminnilegan feril. Hvert svipbrigði,
tUlit og smáhöfuöhreyfing segja meira en mörg orö
og hreyfingar hans bæta ósögðum hlutum við textann.
Og það er einmitt galdurinn við texta eins og í Hús-
verðinum; aö koma til skila hinu ósagða, því sem ligg-
Róbert Arnfinnsson og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverk-
um sínum I Húsverðinum. DV-mynd BG
ur í loftinu og aldrei kemur beint fram í máli persón-
anna.
Hér eigast menn við með orðum, ekkert er sem sýn-
ist og það sem sagt er á sér oft leyndan tilgang.
Textanum er annars ómögulegt að lýsa, hann veröa
menn að upplifa, því að í rauninni gerist harla fátt í
verkinu. Það lýsir fyrst og fremst samskiptum flæk-
ingsins við tvo bræður sem hann kynnist og kemst í
húsaskjól hjá, samskiptinn sem snúast upp í manntafl
í bókstaflegri merkingu.
Ujalti Rögnvaldsson leikur annan bróðurinn, hægan
og málstirðan mann sem er mjög lokaður í fyrstu. En
smátt og smátt opnar hann sig fyrir flækingnum og
þá er í raun brostin forsendan fyrir sambandi þeirra.
Hinn bróðirinn gengur á lagið og sá gamli telur sér
vænna að halla sér að honum. Hjalti var aðeins hárs-
breidd frá fullkomlega sannfærandi túlkun, fjarrænn
og brynjaður, en hefði kannske mátt leyfa sér örlítinn
neista í lokin.
Amar Jónsson leikur hinn bróðurinn (hina hhöina
á sama manninum) sem er um flest ólíkur þeim fyrri.
Amar er sleipur og ófyrirleitinn, tilfinningalaus og
stríðinn en full vélrænn þó að túlkun hans sé aö öðra
leyti með ágætum.
Pé leikhópurinn og Andrés Sigurvinsson hafa með
þessari sýningu bætt enn einni rós í blómlega leikhús-
flóm borgarinnar.
Pé leikhópurinn sýnir:
Húsvörðinn
Höfundur: Haroid Pinter
Þýðing: Elísabet Snorradóttir
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson
Ljósahönnun: Jóhann B. Pálmason og Allreö Sturla Böövars-
son
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Blásarakvintett Reykjavíkur
I gærkvöldi vora tónleikar á Kjarvalsstöðum í
Reykjavík í tengslum við Myrka músíkdaga. Þar lék
Blásarakvintett Reykjavíkur verk eftir Edvard Ny-
holm Debess, Rory Boyle, Hans Wemer Henze og
Hauk Tómasson. Blásarakvintettinn skipa Bemharð-
ur Wilkinsson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar
Jóhannesson, klarínett, Jósef Ognibene, horn og Haf-
steinn Guðmundsson, fagott.
Það er að sumu leyti vandasamara að skrifa vel fyr-
ir blásarakvintett en aöra hljóðfærahópa. Enda þótt
hljóðfærin í kvintettinum séu öll nefnd tréblásturs-
hljóðfæri era þau býsna ólík að lit og eöli. í strengja-
kvartett hljóma öll hljóðfærin mjög líkt ef litið er hjá
mismun í tónsviði. Svipað má segja um hóp málmblás-
ara. í blásarakvintettinum búa í sambýh ólíkir éin-
staklingar og vel heppnað tónverk þarf að taka tillit
til þessa enda þótt því verði ekki neitað að hinir bestu
blásarakvintettar ná oft furðu langt í því að breiða
yfir öh ólíkindi og breiða hulu sátta og samlyndis yfir
leUc sinn.
Verkefnin á tónleikunum vora ágætt sýnishom af
helstu stíltegundum sem uppi hafa verið á þessari öld.
Verk þeirra Debess og Boyles era samin í anda ný-
klassísku stefnunnar. Blásarakvintett Henzes er undir
áhrifum frá tólftónatónhst enda þótt hjarta höfundar-
ins virðist tifa í takt við eldri strauma. „Atrennur"
Hauks Tómassonar era í anda nútímalegs módemisma
þar sem grunnhugmynd er útfærð til hhtar. ÖU verk-
in hljómuðu fahega og era vel unnin.
Tónlistarfólk hefur oft átt í brösum með húsið á
Kjarvalsstöðum. Lengi vel vora það hávær loftræsti-
kerfi sem trufluöu tónleikahald. Að þessu sinni ískraði
og vældi suðvestan garrinn í dyram og gættum og
skapaði heldur nöturlegan bakgrunn fyrir hljóðfæra-
leUúnn, aUt þar til Kári varö að láta í minni pokann
fyrir þjófavamakerfi sem upphófst með hringingum
og bjöhuslætti einmitt þegar kvintettinn var að leika
í annað sinn hendingu úr þekktu rokklagi eftir hippa-
tríóiö The Cream sem nefnist á frammáhnu „Sunshine
of your love“. Hendingu þessa hafði Debess feUt inn í
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
verk sitt „Heyst við frostnátt“ og kann að vera að hin-
ar öflugu tölvur þjófavamakerfisins hafi tahð þetta
vera ritstuld eða að minnsta kosti brot á höfundalög-
um. Kerfið lét sér ekki segjast fyrr en öryggisvamafyr-
irtækið Securitast hafði sent hð á vettvang sem tókst
eftir nokkrar fortölur að sefa tölvuna. TUvitnanir af
þessu tagi era ekki aðeins fullkomlega löglegar heldur
meira að segja hæstmóðins á Norðurlöndum og var
því um ástæðulaust framhlaup hjá kerfinu að ræða
en jafnframt gleðUegur vitnisburður um að kerfið er
í lagi og heldur vöku sinni. Aö því leyti má segja að
búnaðurinn hafi þrátt fyrir aUt reynst vel eins og svona
lagað er orðaö í sjónvarpsfréttum nú til dags. Á meðan
þessu fór fram fengu tónleikagestir sér kaffisopa í
sælh meðvitund um hið notalega öryggi sem nútíma-
fólk býr við.
Blásarakvintett Reykjavíkur lék þessi verkefnin á
efnisskránni af fágun og hstfengi eins og við var að
búast. Þeir ágætu herramenn létu hvorki þjófabjöhur
né vindgnauð setja sig úr af laginu og tónleikarnir í
heUd heppnuöust með ágætum.