Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993. Sviðsljós Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, og Karvel Ögmundsson, hinn 89 ára gamli heiöursborgari Njarðvikur, fengu sér léttan snúning á dansgólfinu. Svala Sveinsdóttir og Ingunn Ingvarsdóttir voru á blótinu en sú síðarnefnda, sem er 93 ára, er heiðursfélagi kven- félagsins og lætur sig aldrei vanta á þessar samkomur. Olafur Thordersen og Benjamín Friðriksson voru í bana- stuði á blótinu. DV-myndir Ægir Már Kvenfélagið í Njarðvík: Tjúttað og trallað á þorrablóti Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum; Kvenfélagið í Njarðvík hélt þorrablót í félagsheimilinu Stapa á dögunum. Glaumur og gleði ríkti á samkomunni sem var vel sótt enda er þetta aðalþorrablót vetrarins. Töluvert af brottíluttum Njarðvíkingum sótti blótið nú sem endranær og því voru fagnaðarfundir hjá mörgum sem ekki hafa hist lengi. Margt var skrafað og svo var auðvitað tjúttað og trallað fram á nótt. rrrrrrmrmrrmmm ■ : Blúsbræðumlr Arnór Diego og Ingó eru þessa dagana á fullu við að skemmta á árshátiðum og þorrablótum. Félagarnir voru I inghóli á Selfossi fyrir skömmu og gerðu þar míkla lukku. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við Ing- hóli og er ætlun þeirra að fara nýjar leiðir í skemmtanahaldlnu á Suöurlandi. Leikkonan Zsa Zsa Gabor kom fram i spjallþætti í breska sjónvarpinu á dögunum. Áður en af því gat orðið þurfti fyrst að greiða leikkonunni almennilega og til að stytta sér biðina á meðan notaði Zsa Zsa tímann til að skrifa póstkort til aldraðrar móður sinnar. London Leikaranum Keanu Reeves var svo kalt þegar hann var í London á dögunum að hann sá sig tll- neyddan til að setja upp húfu. Reeves var staddur í heimsborg- inní til að leika í myndínni LitUe Buddha en hún er reyndar að mestu tekin upp í Nepal og á Indlandi. Fonda komin með nýjan? Nei, ekki er það nú alveg, þvf ungi maðurinn, sem er með leikkonunni á myndinni, er enginn annar en sonur hennar, Troy. Strákurinn fylgdi mömmu sinni á frumsýningu á leikriti i New York þvi maður hennar, sjónvarpskóng- urinn Ted Turner, átti ekki heimangengt. Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Geirsson tókust í hendur þegar sá fyrrnefndi var búinn að tendra Ijósin. Björg mætti með Jón Björgvin, 2 ára, sem á örugglega eftir að láta að sér kveða í Haukabúningnum í framtiðinni. Vígsla á Ásvölliun Knattspymufélagið Haukar í Hafnarfirði vígði fljóðljósin og snjóbræðslukerfið á gervigrasvelli sínum á Ásvölium með formlegum hætti sl. fimmtudagskvöld. Guð- mundur Ámi Stefánsson bæjar- stjóri tendraði ljósin en hann og Lúðvík Geirsson, formaður Hauka, fluttu einnig stutta tölu. Gestir við Hafnfirðingar fjölmenntu á vígsluna. athöfnina fengu lukkumiða frá Heimilistækjum og tíu þeirra duttu í lukkupottinn. Þá var ennfremur boðið upp á flugeldasýningu en aö því loknu léku meistaraflokkar Hauka og FH í knattspymu og af tiliitssemi við gestgjafana látum við úrshtanna ógetið. DV-myndir Sveinn MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993 Merming MermingarverðlaimDV 1993: Domnefndir skipaðar Menningarverðlaun DV1993 verða afhent fimmtudag- inn 25. febrúar í hófl í veislusalnum Þingholti á Hótel Holti. Þetta er í fimmtánda skiptið sem verðlaunin verða veitt og hafa engin menningarverðlaun hér á landi orðið jafn langlíf. Menningarverðlaunin em veitt í sjö listgreinum: bók- menntum, myndlist, tónlist, leiklist, kvikmyndum, bygg- ingarlist og listhönnun. Það em þriggja manna nefndir í hverri listgrein sem velja verðlaunahafa. Frá upphafi hefur það verið skoðun aðstandenda menn- ingarverðlaunanna að betra sé að láta valinn hóp kunn- áttumanna vega og meta hstræn afrek en að efna til al- mennrar atkvæðagreiðsu um svo margþætt og viðkvæm mál. Ávaht er skipt um fólk í nefndum milh ára en formenn starfa yfirleitt lengur. Nefndarmenn eru bæði gagnrýn- endur og hstamenn og auk þess óháðir áhugamenn um hstir. Hér á eftir fer hsti yfir þá sem skipa dómnefndir í ár: Bókmenntir: Gísh Sigurðsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi DV, Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræð- ingur og gagnrýnandi DV, og Hrafn Jökulsson rithöfund- ur. Tónhst: Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld og gagnrýn- andi DV, Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Sig- urður Steinþórsson prófessor. Leikhst: Auður Eydal, leikhstargagnrýnandi DV, Leiklist: Hahmar Sigurðsson leikstjóri og Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri. Myndhst: Aðalsteinn Ingólfsson hstfræðingur, Ólafur Engfibertsson, gagnrýnandi DV, Ólafur Gíslason blaða- maðtrr. Byggingarhst: Pétrún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, Jes Einar Þorsteinsson arkitekt og Guðjón Bjamason, arkitekt og myndhstarmaður. Kvikmyndir: Hhmar Karlsson, gagnrýnandi DV, Bald- ur Hjaltason efnafræðingur og Árni Þórarinsson ritstjóri. Listhönnun: Torfi Jónsson, grafískur hönnuður, Eyjólf- ur Pálsson húsgagnahönnuður og Þorbergur Hahdórsson guhsmiður. -HK Myndlist: Aðalsteinn Ingólfsson. Ólafur Engilbertsson. Ólafur Gislason. Bókmenntir: Auður Eydal. Hallmar Sigurðsson. Lárus Ýmir Óskarsson. Gísli Sigurðsson. Sllja AðaIsteinsdóttir. Hrafn Jökulsson. Tónlist: Kvikmyndir: Finnur Torfi Stefánsson. Guðný Guðmundsdóttir. Sigurður Steinþórsson. Hilmar Karlsson. Baldur Hjaltason. Ámi Þórarinsson. Byggingarlist: Listhönmm: Djassleikari væntanlegur: Klassísk bandarísk sveif la hjá Harry Allen Harry Allen. Ungur og efnilegur saxófónleikari. Ungur og efnhegur tenórsaxófón- leikari af svingskólanum mun heim- sækja landann í þessari viku og halda tónleika á Sólón Islandus á fimmtudagskvöld. Það er Jazzvakn- ing sem stendur fyrir komu Harrys Ahen sem er tuttugu og fimm ára og er þrátt fyrir ungan aldur kominn í hóp hinna virtari svingblásara. Þegar Harry var sautján ára hijóp hann í skarðið fyrir Zoot Sims í hljómsveit Bucky Pizzarehis og einn af helstu lærifeðrum hans í svinginu var Oliver Jackson sem lengi var trommari Earl Hines og lemur hann húðimar á fyrstu tveimur geisladisk- um Harrys Ahens. Með Harry á tón- leikum hans leika Carl Möher, Þórð- ur Högnason og Guðmimdur Stein- grímsson. -HK Höggborvél 650W CSB 650 RE 13 mm patróna Fram- og aftursnúningur Stiglaus hraðastilling Ábur kr. 15.900,- Nú kr. 10.990,- íiiliss Frsesari POF 600 ACE Stiglaus hraðastilling 12000 - 27000 snún. á mín Leggur 6 mm Áburkr. 19.900.- Nú kr. 15.990.- Hjólsög GKS 54, 1020W Skurðardýpt 54 mm 5000 snún. á mín. Ábur kr. 21.720.- Núkr. 16.232. Ath! 5 b!öð fylgja Slipirokkur 2000W GWS 20180 Skífustærð 180 mm 8500 snún. á mín. Lykillaus skífufesting Áður kr. 27.221.- Nú kr. 15.990. Rafhlöðu pússikubbur 9.6V Stgr. kr. 14.633.- j Rafhlöðuborvél 9.6 V GBM 9.6 VES Taska Stiglaus hraðastilling Fram- og aftursnúningur Sjálfherðandi patróna Aukarafhlaða fylgir Áður kr. 26.900,- Nú kr. 22.990.- SÍÍÉTUBOÐ Þ0RRATILB0Ð! BOSCH frá upphafi til enda! (2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 • 105 Reykjavík • Sími: 91-626080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.