Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. dv Fjölmiðlar Simpson og Vonnegut Þa& hefur sýnt sig á undanförn- um árum að hálftítnaformið á skemmtiþáttum í sjónvarpi er mjög vinsœlt og eru allir vinsæl- ustu þættimir í bandarísku sjón- varpi gamanþáttaraðir þar sem hver þáttur tekur aðeins hálf- tíma. Meðal þessara vinsælu þátta er Simpson-fjölskyklan með þá feðga Homer og Bart í farar- broddi. Þessi þáttaröð hóf göngu sína í gasrkvöldi enn eina ferðina og aldrei þessu vant var þaö hús- tnóðirin á heimilinu, Marge, sem var í aöalhlutverki. Hún ákvað sem sagt að gerast leikkona þótt röddin væri ekki beint heppileg á sviði og fékk hlutverk BJance í söngleikjauppfærslu á hinu þekkta leikriti Tennesse Will- iams, Streetcar Named Desire. Eins og við var að búast var þetta hin kostulegasta uppfærsla og fyndin og hinn íhaldssami Homer var skijjanleg ekki hrifin af hlut- verki eiginkonunnar. Góð byrjun á skemratUegum myndafiokki. Það er minna um að drama sé fært í hálftima formið en ágæt undantekning er Smásögur Kurts Vonnegut sem er vel hcppnaöur myndaflokkur. Kurt Vonnegut er mjög hugmyndaríkur rithöfund- ur og kemur það vel fram í þess- um sögum hans. Þriðja myndin í flokknum var sýnd í gær og hét hún Alsæla og fjallaöi um þegar stjörnufræðingi tókst að nema hljóð utan úr geimnum sem fram- kaJla mikla sælu með þeim ár- angri aö allir sem hlusta gleyma stund og staö. En eins og oft vill veröa fylgja nýjum lyfjum auka- verkanir og alsælan var engin undantekning. ^; í ;V'"'" : Hilniar Karlsson Andlát Andrés Ottósson lést laugardaginn 13. febrúar. Helgi Pálsson frá Seljalandi, Fljóts- hverfi, lést á Sólvangi 13. þessa mán- aðar. Sæunn Friðjónsdóttir, Flókagötu 60, Reykjavík, lést í Landspítalanum sunnudaginn 14. febrúar. Bríet Magnea Stefánsdóttir, andaöist á dvalarheimilinu Skjólgarði, Höfn, Hornafirði, sunnudaginn 14. febrúar. Jaröarfarir Steingrímur Eggertsson, Ránargötu 1, Akureyri, lést laugardaginn 13. febrúar. Utförin fer fram frá Akur- eyrarldrkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. G. Laufey Guðmundsdóttir, Dalbraut 20, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Steinþór Ásgeirsson frá Gottorp, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15. Valdimar Valdimarsson, fyrrverandi brunavörður, sem lést af slysförum 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, kl. 15. Útför Önnu Sigurjónsdóttur frá Blöndudalshólum verður gerð frá Bólstaðartúíðarkirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14. María K. Pálsdóttir frá Höfða, Grunnavíkuriireppi, áður til heimilis á Stýrimannastíg 13, verður jarð- sungin frá DómJdrkjunni miðviku- daginn 17. febrúar Id. 15. Ólafur B. Jóhannesson, Gyðufelli 10, Reykjavík, sem andaðist 8. febrúar sl„ verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15. Halldóra Guðmundsdóttir, áður til heimilis á Brávallagötu 48, Reykja- vík, verður jarösungin frá Dómldrkj- unni miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13.30. Lína er að kaupa inn.. .vonandi nýjan eiginmann.1 Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvUið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabiíreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfiörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 12. febr. til 18. febr. 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40a, sími 21133. Auk þess verður varsla í Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími 680990, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um lækna- þjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið fró kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga íd. 9-19 nema laugardaga Id. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, simi 11955, Akureyri, sínii 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í sima 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í sima 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fljáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur. Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vifilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Áðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Áðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19. Vísir fyrir 50 árum Þriðjudagurinn 9. mars. Þjóðverjar hefja sókn á Karkowígstöðvunum. Fregnir herma að þeir séu við úthverfi borgarinnar. Spakmæli Það er aðeins eitt skref frá hinu háleita til hinshlægilega. Napoleon. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sól- heimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kafifi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavik, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, simi 23206. Keflavik, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavik, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. febrúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Fylgdu hugboði þínu óháð öllu öðru. Nú eru góðar aðstæður til þess að mynda vináttusambönd við aðra. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Líkur eru á þreytandi degi. Hlutirnir eru framkvæmdir við held- ur erfiðar aðstæður. Þú þarft sennilega að draga seglin saman. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú hugleiðir hvort þú hefur lagt traust þitt á réttan aðila. Ferða- lag vekur minningar. Þú horfir til framtíðar. Nautið (20. apríl-20. maí): Dagurinn byrjar ekki sem best. Láttu það ekki á þig fá heldur byrjaðu upp á nýtt. Forðastu rifrildispúka. Happatölur eru 9,17 og 28. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Vfijir þú halda gleðinni á lofti er nauðsynlegt að sýna áhuga á starfi annarra. Svolítil hvít lygi er í lagi til þess að koma í veg fyrir tjón. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú hefur nokkrar áhyggjur af fiármálunum. Líklegt er að þú hafir minni fjárráð en áður eða að reikningarnir reynist hærri en þú reiknaðir með. Ljónið (23. júlí-22. ágúst); Búast má við snörpum ágreiningi í fjölskyldunni eða vinahópn- um. Sýndu kænsku og leiddu þessa deilu hjá þér. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ferðalag eða jafhvel aðeins heimsókn til vina eða ættingja kemur sér vel. Þú tekur því þótt þú látir annað bíða sem þú ætlaðir að gera. Vogin (23. sept.-23. okt.): Skiptar skoðanir eru á málunum. Ekki er víst að allir taki fram- kvæmdagleði þinni vel. Hætt er við deilum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Ýmsum kann að þykja aðstoð þín sjálfsögð. Þetta á sérstaklega við um yngri kynslóðina. Ástamálin ættu að ganga vel í kvöld. Happatölur eru 4,14 og 26. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Ýmislegt óvænt gerist í dag. Einhver gerir þveröfugt við það sem búist var við. Gerðu ráð fyrir deilum við yfirvöld. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Dagurinn verður erfiður, sérstaklega fyrir þá sem eru undir álagi. Reyndu að nota daginn til þess að hvíla þig ef þú getur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.