Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Eignarhald á stólum Sjálfsagt þykir, aö sá ráðherra Alþýðuflokksins, sem veit sitt af hverju um hagmál, verði aðalbankastjóri Seðlabankans, er Jóhannes Nordal hættir í sumar. Al- þýðuflokkurinn er tahnn eiga þetta embætti á sama hátt og flokkamir skipta með sér herfangi á ýmsa vegu. Svo traust er eignarhald núverandi bankaráðherra á Seðlabankastöðunni, að talað er um, að sá bankastjóri Landsbankans, sem situr í stjórasæti Alþýðuflokksins, flytji sig og vermi sætið um sinn í Seðlabankanum, svo að bankaráðherrann geti nýtt sér allt kjörtímabihð. Aðrir ráðherrar þurfa ekki heldur að kvíða atvinnu- leysi, þótt dagar þeirra séu senn taldir í ráðherra- embætti. Umhverfisráðherra er meira að segja sagður eiga kost á sendiherrastöðu í samræmi við þá hefð, að utanríkisþjónustan sé leikvöhur aflóga pólitíkusa. Sá þingmaður Alþýðuflokksins, sem næst gengur ráðherrum að vegsemd, formaður flárlaganefndar Al- þingis, er talinn eiga fyrsta ráðherraembætti, sem losn- ar hjá Alþýðuflokknum. Það flækir málið, að hann er líka tahnn eiga forstjórastól Tryggingastofnunarinnar. Það eru ekki vextirnir eða launin eða tómahljóð ríkis- kassans, sem pólitíkusar landsins eru að hugsa um á þorranum. Það eru hrókeringar í ráðherrastólum og öðrum valdastólum þjóðfélagsins, er flokkar og póhtík- usar telja sig eiga eins og hvert annað herfang. Hin sérstæða stjórnmálaspilhng á íslandi er orðin svo rótgróin, að framvinda lýðræðishefðar í nánasta um- hverfi þjóðarinnar hefur engin áhrif inn fyrir landstein- ana. íslenzkir pólitíkusar halda áfram eins og ahtaf áður að haga sér eins og ránsgreifar frá miðöldum. Sendiherraembætti og bankastjórastólar, forstjóra- sófar ríkisins og stofnana í tengslum við ríkið, eru þétt setnir aflóga ^tjómmálamönnum, sem taldir eru þurfa að komast í róleg sæti að loknu erilsömu snatti fyrir kjósendur og annarri byggðastefnu þeirra á Alþingi. Þetta er ein veigameiri skýringanna á, hvers vegna íslenzkir embættismenn eru latir og lélegir. Þeir eru ekki á framabraut í þjóðfélaginu, heldur em þeir þegar seztir í helgan stein að njóta ávaxta af herfangi stjórn- málanna. Þeir eru eins konar fyrrverandi fyrirbæri. Þetta séríslenzka ástand fengi ekki staðizt, ef þjóðin væri andvíg kerfinu. Þjóðin er hins vegar sumpart fylgj- andi spilhngunni og þohr hana sumpart, af því að grund- vaharhefðir borgaralegrar hugsunar hafa aldrei fengið tækifæri til að skjóta rótum og blómstra hér á landi. Hinn dæmigerði íslendingur hefur þær einar áhyggj- ur af spihingu að komast ekki í hana sjálfur. Ef menn bera í brjósti neikvæðar hugsanir í garð spillingar, er frekar um öfund að ræða en réttláta, borgaralega hneykslun. í þessum jarðvegi þrífast póhtíkusamir. Hinn dæmigerði íslendingur metur þingmenn eftir vegaspottum, sem þeir geta skaffað, og ráðherra eftir flugvöhum, sem þeir geta skaffað. Þess vegna hafa helztu þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra verið í háveg- um hafðir í kjördæminu sem samgönguráðherrar. Þessi aðferð við rekstur þjóðfélags er afar dýr, því að verðmæti renna hvarvetna út í sandinn. Þetta hefur meðal annars leitt yfir okkur kreppuna, sem nú ríður húsum. Hún stafar ekki nema að litlum hluta af þriggja mihjarða samdrætti í útflutningstekjum af sjávarafla. Þegar ekki þykir lengur í lagi, að pólitíkus eigi her- fang í Seðlabankastól, má hafa það til marks um, að við séum byrjuð að feta okkur út úr spihingu og kreppu. Jónas Kristjánsson „Hér á landi sprettur draugur upp úr reyknum i heilabúi kynslóðarinnar frá ’68 og krökkunum hennar,“ seg- ir Guðbergur m.a. í grein sinni. Að vera illa undirbúinn Það eru grátbroslegar umræður í gangi um þessar mundir um það hvað nemendur í Háskóla íslands séu ilia undirbúnir til æðra náms. Allir virðast vera á einu máli um að svo sé. Þess vegna verður að takmarka inngöngu stúdenta, taka þá bestu en beina óhæfum út í starfsþjálfun á vegum atvinnulífs- ins. Maður gæti haldið að nemend- ur í Háskólanum færu að námi loknu ekki út í atvinnulífið heldur bíði þeirra aö leggjast í vel launaða leti innan „kerfisins". Úr hörðustu átt Upphaf þessara umræðna virðist koma úr hörðustu átt: frá þeim sem sitja núna við völd en voru áður kenndir við uppreisn æskunnar og ollu því að um tíma mátti þetta þjóðfélag varla vatni halda fyrir æskudýrkun, eins og ungt fólk hefði fæðst í heiminn í fyrsta sinn áriö 1968. Þetta áöur æskudekraða fólk er að bægja unglingum samtímans frá námi á þeim forsendum að þeir taki ekki „nógu góð próf‘. Sjálft var það á sínum tíma harðir andstæö- ingar prófa, vildi að í staðinn kæmi Kristjanía, hart rokk á rásum Rík- isútvarpsins, hass og ást en ekkert stríð um allan heim. Verst er að afkvæmi kynslóðar- innar virðast vera „pabba og mömmu" hjartanlega sammála og segja í viðtölum eins og elhbelgir að þaö séu ekki gerðar nógu strang- ar kröfur, því beri að útiloka „let- ingja og heimskingja“ frá æðra námi og láta þá fara út í atvinnulíf- ið, eins og íslenskir atvinnuvegir þurfi aðeins á liðleskjum og heimskingjum að halda. KjaUarinn Guðbergur Bergsson rlthöfundur Engar kröfur Hvar á byggðu bóh nema á ís- landi kæmust háskólakennarar og rektorar og ráðherrar upp með svona múður? Maður gæti haldið að kjaftaflóð um siðfræöina hefði drekkt vitinu í heimspekingunum því ekkert heyrist í þeim þegar á hinn raunverulega siðferðishólm er komiö í samfélagi og skólum. Getur ekki hugsast að vandamál- iö sé andstætt því sem af er látið: að í stað lélegra nemenda séu hérna lélegir kennarar af því að þeir gerðu engar kröfur til sín á náms- árum þegar þeir áttu aö læra í stað þess að mylja úr sér máttinn í hass- pípur og hrópa í gallabuxum gegn stríðinu í Víetnam? Getur ekki verið að löt og léleg æska stafi af lötum og lélegum for- eldrum, að foreldrarnir hafi ekki verið nægilega undirbúnir til aö eiga böm, að þjóðfélagið hafi ekki verið nægilega vel undirbúið til að standa sig sem sjálfstæð þjóö og íslenskir stjómmálamenn fengju ekki einu sinni 5 ef þeir ættu að taka próf hjá öömm þjóðum i því að leiða þjóð á leið til vafasamrar framtíðar? Hvarvetna í heiminum er verið að auka háskólafræðslu. Það em stofnaðir opnir háskólar, frjálsir háskólar, fjarkennsla er algeng á háskólastigi, að öhum síghdu há- skólunum ótöldum. Þetta er gert til að auka þekkingu manna en einnig frelsi og þörf fyrir að nota hugann og ímyndunaraflið. En hér á landi sprettur draugur upp úr reyknum í heilabúi kyn- slóðarinnar frá ’68 og krökkunum hennar. Ungt fólk, látið ekki bjóða ykkur slíka rökvihu og siðleysi, heimtið heldur að kennarar og foreldrar sýni hæfni sína! Guðbergur Bergsson „Getur ekki verið að löt og léleg æska stafi af lötum og lélegum foreldrum, að foreldrarnir hafi ekki verið nægilega undirbúnir til að eiga börn... ?“ - Skoðaiúr aimarra Sökin í Þórshöf n „Af ummælum almennings í fjölmiðlum má ráða að margir telja færeyska stjómmálamenn ekki hafa valdið hlutverki sínu og því sé ekki hægt að kvarta yfir að Danir hafi vhjað skhyrða fjárstuöning sinn. Mörgmn svíöur sárt að hafa þurft að beygja sig fyrir Dönum á þennan hátt, sökin á því hggur hins vegar ekki í Kaupmannahöfn heldur í Þórshöfn." Úr leiðara Mbl. 13. febrúar. Goðsögn „Goðsögnin um hið ódýra þéttbýli stjórnar öhum þessum bohaleggingum. Hitt er líklegra að stað- reyndin sé sú að þéttbýh eins og nú er að myndast á höfuðborgarsvæðinu leiði th gríðarlegra útgjalda og þjóðfélagslegra vandamála. .. .Sé atvinna, góðar samgöngur og grundvahar- þjónusta fyrir hendi, munu margir kjósa dreifbýhð sem vettvang. Það væri nöturlegt fyrir þá ríkisstjórn, sem nú sit- ur, að kafna í miðstýringu og áætlanagerö varðandi byggöamál. Þær stjómunaraðferðir ganga ekki upp.“ Úr leiðara Tímans 13. febrúar. Hvar er árangurinn? „En hvar er árangurinn af umbyltingunum? Hvar er uppstokkun og nýskipan í sjávarútvegi? Hvar eru hinar rómuðu almennu aðgerðir fyrir at- vinnureksturinn - fyrir utan skattahækkanimar miklu þegar þeir fluttu peninga frá almenningi th fyrirtækjanna, th bankanna, th útlanda? Og hvar er dlur sá strúktúrbati sem átti aö lokum að skha af sér lækkandi vöxtum th fyrirtækja og einstakUnga? Hvernig ætla stjómvöld sér að koma í veg fyrir fær- eyskt íjöldagjaldþrot á heimilunum?“ Mörður Árnason í Pressunni 11. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.