Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993 _______________________________________________________Útlönd Einn fórst 1 efiiaverksmiðju Hoechst við Frankfurt: Krabbavaldandi eituref ni láku út Krabbameinsvaldandi efni sluppu út í andrúmsloftiö viö sprengingu í efnaverksmiðju Hoechst samsteyp- unnar í Frankfurt í gærmorgun. Einn maður lét lífið og annar slasað- ist alvarlega, að sögn slökkviliðs- ins. Við sprenginguna myndaðist þunnt fimm kílómetra langt svart ský sem sveif yfir úthverfum í aust- urhluta Frankfurt í eina klukku- stund áður en það leystist upp. Umhverfisráðuneyti sambandsrík- isins Hessen sagði að meþanolbland- an sem slapp út í andrúmsloftið við slysið gæti valdið krabbameini. Hvorki starfsmenn Hoechst né slökkviliðsmenn gátu fundið leifar gassins né leifar annarra hættulegra efna á jörðinni utan við verksmiðj- una. Þetta var ellefta slysið í verksmiðj- um Hoechst, stærsta efnagerðarfyr- irtækis Þýskalands, á undanfornum þremur vikum. Efnaiðnaðarfyrirtæki í Þýskalandi hafa eytt milljónum marka til að bæta ímynd sína. Forsvarsmenn í atvinnugreininni sögðu að slysin að undanfórnu hefðu skaðað hana mjög og útilokað væri að segja hvenær þau áhrif hyrfu. Klaus Töpfer, umhverfisráðherra Þýskalands, sagði í útvarpsviðtali eftir slysið í gær að eftirlit með ör- yggi í verksmiðjunum yrði hert. Flokkur Græningja sagði að Ho- echst ætti að loka verksmiðjunni í Frankfurt þar til endurbætur hefðu verið gerðar á öryggi hennar og umhverfi og almenningi stafaði ekki lengur hætta af. Slysaaldan hjá Hoechst hófst þann 22. febrúar þegar tvö tonn af eitur- efnum sluppu út úr verksmiðjú og Slökkviliðsmaður að störfum í efnaverksmiðju Hoechst í Frankfurt eftir þeim rigndi sína yfir úthverfi sprenginguna sem varð þar í gærmorgun. Einn maður lést og annar slasað- Frankfurt. Reuter ist alvarlega. Simamynd Reuter Jettsín sakar þingið um að vilja kommúnistastjórn Borís Jeltsín Rússlandsforseti veittist harkalega að hinu íhalds- sama fulltrúaþingi landsins í gær og sakaði það um að reyna að koma aftur á kommúnistastjórn í land- inu. Jeltsín lofaði að skýra fljótlega frá eigin mótleik. Talsmaður Jeltsíns sagði jafn- framt að forsetinn myndi ganga jafn ákveðinn til verks og þegar hann fór fyrir andspyrnunni gegn valdaránsmönnunum í ágúst 1991. Talsmaðurinn, Vjatsjeslav Kosti- kov, sagði að áhyggjur umheimsins af borgarastyrjöld í Rússlandi væru óþarfar. En hann hélt því fram að hin nýja staða krefðist þess að Jeltsín gengi ákveðinn til verks. „Það er ekki létt ákvörðun því ef allt er látið vera eins og það er kem- ur hin kommúníska sprenging tfi með að breiðast út frá fulltrúaþing- inu yfir allt Rússland," sagði hann. Rúslan Khasbulatov, Sorseti þingsins og helsti andstæðfhgur Jeltsíns, hefur þrætt fyrir að þingið æth sér að taka völdin í sínar hend- ur. Talsmaður hans sagði í gær að lýðræðið væri tryggt með því að stjóma í anda stjórnarskrárinnar en ekki með því að gefa út forseta- tfiskipanir. TT og Reuter Bretinn Michael Watsons rúmfastur í 18 mánuöi eftir keppni: Varanlega fatlaður eftir rothögg í hnefaleikum „Ég hugsa að hann muni ganga á ný en eina spumingin er hvort það verður að nokkru gagni,“ segir Ric- hard Greenwood, læknir sem und- anfama 18 mánuði hefur reynt að koma breska hnefaleikaranum Mic- hael Watson á fætur. Watson keppti við landa sinn Chris Eubank um heimsmeistaratitfi í þeirra þungdarflokki árið 1991. Wat- son varð undir og hlaut varanlegan heilaskaða við rothögg. Hann missti máiið og lamaðist nær algerlega. Enn er vinstri hhð Watsons lömuð en hann getur farið fram úr rúminu og komist sjálfur í hjólastól. Framfarir Watsons á síðustu mán- uðum þykja benda tfi að hann muni ná sér að nokkm leyti. Læknir hans segir þó að hefiaskaðinn sé varanleg- ur og bjartasta vonin að hnefaleika- kappinn geti orðið sjálfbjarga. Watson hefur fariö í margar að- gerðir þann tíma sem hðinn er frá rothögginu. Hann er búinn að fá máhð en þjáist af stöðugum höfuð- verk. Hann ver nú tímanum milli æfinga í að horfa á slagsmálamyndir í sjónvarpinu. Reuter Lögreglumoður (Liam Neeson) lendir i klondri og gerisl einkaspæjori. Hann sviðsetur frnmhjó- hald til að fólkgeti farið í kring um úrelto skilnoð- arlöggjöf. í því starfi kemur hann að konu sinni sem hafði verið myrt ó sóðalegan hótt og er hann myndbönd Árið er 1943 og allor helstu hafnaboltastjörnur Bondaríkjanna eru ó vígvellinum. Frekar en að fara ó mis við þjóðaríþróttino leita Bandoríkja- menn að einhverju nýju. Þegar stúlkur fleygja af sér svuntunum, grípa knatttréð og kvennalið í hafnorbolta sjó dagsins Ijós. Geena Davis, Madonna, Lori Petty og Tom Hanks. Jon Aldridge (Tom Selletk) missir atvinnuna og móðir hans liggur ó sjúkrahúsi. Jon ókveður að nú sé timi kominn til að sinno sinum öldruðu foreldrum. En þó uppgötvar honn að pnbbi karlinn er orðinn vægast sogt gloppóttur í hugsun og hreinlego snarklikkoður ó köflum. Lögreglumaðurinn Everett Hatcher telur þetto alvanalegt verkefni, þor til Gus Forace (Tony Danza) dælir hann fullon af blýi og Everett deyr. Morðinginn leggur ó flótta með dauð- ann ó hælunum. Ótrúlega spennondi mynd. SKÍfAN-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.