Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993
Spumingin
Hvaðfinnst þér
um þátttöku kvenna
í kraftakeppni?
Elvar Þór Hjaltason: Það er allt í lagi.
Hulda P. Haraldsdóttir: Allt í þessu
fína.
Kristján Viðar Hilmarsson: Það er
fínt mál.
Ásta Einarsdóttir: Alveg sjálfsagt
mál.
Anna Dana: Mér finnst það allt í lagi.
Lesendur
Kvalalosti
erbannaður
Kellan Farshea er elnn af þeim sem haldnir eru kvalalosta eins og bersýni-
lega sést á þessari mynd. Simamynd Reuter
Páll skrifar:
Lítil grein í DV frá því fóstudaginn
12. mars vakti athygli mína. Hún var
á síðunni fyrir útlendar fréttir og var
með eindæmum. Lávarðadeild
breska þingsins hafði úrskurðað að
kvaialosti væri lögbrot, jafnvel þótt
sá sem fyrir kvölunum yrði, hefði
beðið um þær. Máli þessu hafði verið
skotið til hæstaréttar vegna gífur-
legra deilna í Bretlandi vegna dóms
yfir ellefu mönnum árið 1990. Þeir
höfðu orðið „uppvísir að því“ að
stunda píningar hver á öðrum með
fuilu samþykki hvers um sig og voru
sakfelldir fyrir. Með þessu fordæmi
er nú hægt að sakfella og dæma þessa
menn. Ég skil ekki svona dómskerfi.
Kvalalosti er skrítið fyrirbæri sem
ég ætla ekki að reyna að sálgreina
hér en mér finnst hann í sjálfu sér
óhugnanlegur. En það er fjöldi fólks
sem nýtur þess að láta kvelja sig og
það hlýtur að vera þess mál, hvort
það vill láta kvelja sig eður ei. Á
meðan það truflar ekki aðra, get ég
ekki séð að það komi neinum við
hvað það er að gera.
Svona dómar minna mann á
hversu hættulegt það er að láta stóra
bróður seilast of langt. Lávarðadeild-
in rökstuddi dóm sinn með því að
þjóðfélagið yrði að snúast til varnar
við vaxandi dýrkun á ofbeldi. Ég get
alveg verið sammála því að ofbeldi
sem bitnar á saklausum er viður-
styggilegt og sjálfsagt að setja ströng
lög um refsingar gegn þess konar
athæfi.
En ég get ekki á nokkum hátt séð
hvemig það tengist því að menn séu
haldnir kvalalosta og vilji láta kvelja
sjálfa sig. Ég óttast afleiöingar þess
að banna þessu fólki, sem haldið er
þessari þörf, að láta eftir sér kvalim-
ar. Af fréttinni í DV má sjá að ekki
ríkti eining um þennan úrskurð lá-
varðadeildarinnar því að lögin vom
samþykkt með 3 atkvæðum gegn
tveimur.
Hrókeringar ráðherra
Þorsteinn skrifar:
Á síðasta ári var í gangi umræða
um hrókeringar ráðherra, en nú hina
síðustu mánuði hefur verið hljótt um
þá umræðu. í skoðanakönnunum
fjölmiðlanna hefur ríkisstjómin
komið illa út og því fyndist manni
eðlilegt að stjómarsinnar reyndu að
hressa upp á fylgið með því að breyta
til meðal ráðherraliðsins.
Sighvatur Björgvinsson hefur til
dæmis fariö hamfomm sem heil-
brigðisráöherra og maður heyrir það
á fólki að það er ekkert of hrifið af
„Nýjustu fregnir herma að íslenska
útvarpsfélagið sé rekið með tölu-
verðum tekjuafgangi," segir í texta
höfundar.
Hringíð í stma
milli kl. 14 og 16-eðaskrifið
NAfn og í imanr. vrrftur að f yl«ja bréfum
honum og aðgerðum hans. Væri ekki
góð hugmynd að setja hann í annað
ráðherraembætti eða bara hvíla
hann frá ráðherrastóli? Eins hvað
varðar Eið Guðnason. Ég get ekki séð
að hann hafi markað nein afgerandi
spor í umhverfismálum síðan hann
tók við ráðherrastólnum. Að mínu
viti væri betra að hafa skeleggari
mann í því sæti.
Mest hefur verið rætt um að Jón
Sigurðsson skipti um ráðuneyti eöa
fari jafnvel í Seðlabankann. Ég held
hins vegar að hann sé alls ekki svo
Baldur hringdi:
Ég held að flestir íslendingar hafi
fagnað því þegar Stöð 2 kom fram á
sjónarsviðiö á sínum tima enda hafa
landsmenn nú val um það hvað þeir
vfija horfa á í sjónvarpi en þurfa
ekki lengur að láta bjóða sér upp á
að horfa einungis á ríkisrekna sjón-
varpsstöð. Með þeim orðum er ég þó
ekki að reyna að draga Ríkissjón-
varpið niður í svaöið, síður en svo.
Það er margt ágætt í Ríkissjónvarp-
inu en þaö er ekki hægt aö bjóða
mönnum upp á það í nútíma þjóðfé-
lagi að glápa aðeins á eina stöð.
Þeir Stöðvar 2 menn fóru ansi geyst
af stað með háleitum markmiðum
og af fréttum mátti ráða að litlu
munaði að þeir kafsigldu sig í látun-
um. En síðan virðist vera með hjálp
aðhaldsaðgeröa kominn stöðugleiki
í reksturinn og nýjustu fregnir
herma að íslenska útvarpsfélagið sé
rekið með töluverðum tekjuafgangi.
Á sama tíma og þetta gerist myndi
maður ætla að stöðugleiki ríkti með-
slæmur í þeirri stöðu þar sem hann
er nú.
Sjálfstæðisráðherrarnir tveir, Ól-
afur G. Einarsson og HaUdór Blönd-
al, mega vel prófa einhverjar nýjar
stöður sem hæfa þeim betur. Væri
ekki ráð að leyfi Guðmundi Áma
Stefánssyni að spreyta sig í ráðherra-
stól? Vandamálið er sennilega það
að enginn vill víkja úr sínum stól,
en eitthvað verður stjórnin að gera
ef hún á ekki að deyja drottni sínum
fyrir sakir óvinsælda.
al eignaraðila fyrirtækisins, en það
er nú ööm nær. Allt frá því félagið
var stofnað hefur verið blóðug bar-
átta bak við tjöldin um völdin og sér
ekki fyrir endann á henni.
Nú les maður um það að fjórmenn-
ingaklíkan svokallaða, sem mestu
réð á Stöðinni, sé að missa meirihlut-
ann í stjóminni og hluthafar úr
kaupmannastétt þjarmi nú mjög
duglega að henni. Flugleiðir, sem
vora stór eignaraðili og studdu áður
fiórmenningaklíkuna, hafa snúist í
afstöðunni og standa nú gegn þessum
sömu mönnum.
Þessi átök eru nú meiri endaleysan
og ég hef ekki trú á að þaö komi fyrir-
tækinu vel að sífellt séu átök þar sem
klíkur togast á. Ég held að flestir
landsmenn óski þes að Stöð 2 starfi
áfram og ég er ekki í vafa um að sjón-
varpsstöðin batnar ef eignarhalds-
menn leggja niður deilur sínar og
beina þess í stað kröftum sínum aö
því að bæta efni hennar.
Atök á Stöð 2
Hnefaleikar eru
stórhættulegir
Jóhann skrifar:
Umræður um hnefaieika virð-
ast vera að skjóta upp kollinum
á nýjan leik og þá um leið eru
menn að velta fyrir sér þeirri
spurningu hvort leyfa eigi iðkun
þeirra á ný hér á landi. Ég tel
hnefaleika stórhættulega og er
eindregið mótfallinn ástundun
þeirra á íslandi. Margsannað er
að þetta er ein hættulegasta
íþróttin og mörg dæmi eru um
hnefaleikara sem hafa látist við
æfingar eða keppni. Það eru líka
mörg dæmi um hnefaleikara sem
hafa sloppið Ufandi en flestir eru
þeir stórskaddaðir og nægir að
nefna sjálfan heimsmeistarann
fyrrverandi, AIi. Ég vona að ís-
lendingar séu nógu skynsamir tii
að láta hnefaleika eiga sig enda
er víst nóg af ofbeldi í þjóðfélag-
inu.
Hvareru
peningarnir?
B.H.G. skrifar:
Á timum atvinnuleysis og jafii-
vel fátæktar í okkar ágæta þjóðfé-
lagi undrast ég stundum yfir
þeim fiármunum sem stundum
eru aö skjóta upp kollinum. Hér
á ég t.d við söfnunarátak líkt og
Stöð 2 og fleiri aðilar stóðu fyrir
um daginn. Þar söfnuðust yfir 50
mifljónir eins og hendi væri veif-
að. Nú hef ég ekkert á móti um-
ræddum málstað. Hann er góðra
gjalda verður en þetta vekur upp
spurningar hvort fólk eigi í eins
miklum erfiðleikum og af er látið.
Það má einnig nefna lottó og get-
raunir en veltan þar skiptir millj-
ónum. Hverjir era það eiginlega
sem spiia í þessu? Og nú er verið
að bæta við einhveiju samnor-
rænu lottói. Allt þetta vekur upp
þá spurningu um hvar pening-
arnir í þessu þjóðfélagi liggja.
Jón og séra Jón
Katrín skrifar:
Fréttin í DV sl. fóstudag um Iíf-
eyrisréttindi á vinnumarkaðnum
sýnir glögglega hversu mikiö
órétti við íslenskir launþegar bú-
um við. Þar er tafla sem sýnir
bankastjóra með lífeyri upp á
náiægt hálfa milljón króna á
mánuði á meðan sóknarkonan
má sætta sig við 24 þúsund krón-
ur. Þettanær auðvitaö ekki nokk-
urri átt en litlar vonir era þó um
úrbætur og augljóst að ekki er
sama hvort Jón eða séra Jón á í
hlut. Ég hef unnið hörðum hönd-
um í fióra áratugi og allan þennan
tíma beðið eftir betrí kjöram. Nú
hef ég hins vegar gefið upp alla
von en vonandi fær næsta kynslóð
launþega að búa við betri kjör.
Meirafjöráþingi
Eirikur hringdi:
Það er oft talað um að hið háa
Alþingi sé eins og leikhús. Sjálf-
sagt er margt til í því en ég hygg
að þeir sem sáu frétt Sjónvarps-
ins frá breska þinginu kunni að
vera á öðru máli. Þar gerðu menn
heldur betur að gamni sínu og ef
svona fiör væri á Alþingi myndi
almenningur örugglega sýna
málum þess meíri áhuga. Ég held
að íslenskir þingmenn og ráð-
herrar taki sjálfp sig nefnilega
allt of hátíðlega á stundum. Þaö
vantar hreinlega meira fiör i
þingið og ég bið háttvirta þing-
menn að taka þaö til athugunar.
Góðþjénusta
H.B. hringdi:
Ég vil koma á framfæri ánægju
mínni með þjónustu fyrirtækis-
ins Löðurs í Kópavogi. Eg fór með
bílinn í smumingu um daginn og
þegar ég kom að sækja hann fékk
ég fiölda ábendinga um það sem
gera þyrfti við bílinn til að koma
honum í lag.