Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1993, Blaðsíða 32
x T A
O X I
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Riístjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1993.
Hæstaréttur í dag:
Nýirfletiríbarns-
ránsmálinu
Málflutningur hófst í Hæstarétti í
__inorgun í sakamáli ákæruvaldsins á
hendur Bandaríkjamönnunum Don-
ald M. Feeney og Brian Grayson
vegna bamsráns. Samkvæmt heim-
ildum DV verða nýjar áherslur lagð-
ar fram í málinu - bæði frá veijend-
um og Hallvarði Einvarðssyni ríkis-
saksóknara sem flytur máhð sjálfur
af hálfu ákæruvaldsins.
Hallvarður mun m.a. kynna undir-
skriftir fjögurra lögreglumanna frá
Lúxemborg sem útbjuggu skýrslu
með endursögn af yfirheyrslum
þeirra yfir þremur Bandaríkjamönn-
um sem fóru með eldri dóttur Emu
Eyjólfsdóttur þangað. Skýrslan hef-
ur einmitt verið bitbein lögmanna
sem koma að máhnu enda hefur
ákæruvaldið byggt sókn sína að tals-
Vert miklu leyti á henni. Gögn með
undirskriftunum eru nýlega komin
th landsins.
Það sem verjendur munu m.a.
leggja áherslu á í dag era staðreynd-
ir sem komið hafa fram í gögnum
málsins. Þar kemur fram að dóttirin,
sem var numin á brott til Lúxem-
borgar, upplýsti hjá RLR eftir að hún
kom heim að stjúpafi hennar, faðir
Ernu, sem starfar hjá Fríhöfninni í
Keflavík, hefði hringt í Lúxemborg-
arlögregluna og tilkynnt um
j>bamsrán“ áður en íslenska lögregl-
an hringdi út. Þetta þýðir að sú full-
yrðing ákæruvaldsins fyrir héraðs-
dómi að Lúxemborgarlögreglan hefði
ekki getað verið búin að mynda sér
skoðun á máhnu áður en íslenska
lögreglan hringdi utan stenst ekki.
Veijendumir hafa að einmitt að
miklu leyti kastað rýrð á trúverðug-
leika skýrslunnar sem ekki var und-
irrituð afi þeim sem hún var tekin af,
það er Bandaríkjamönnunum þrem-
ur. Búist er við að málilutningur
standi fram yfir hádegi í dag og er
dóms að vænta á næstu vikum.
-ÓTT
ÚA og Mecklemburger:
Samningar
innsiglaðir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri:
Kaupsamningur Utgeröarfélags
Akureyringa á meirihluta í þýska
útgerðarfyrirtækinu Mecklemburg-
er Hochseefisheri verður skrásettur
í Berlín á morgmi og kaupin eru þar
með frágengin. í vikulokin verður
samningurinn síðan undirritaður á
Akureyri að viðstöddum sjávarút-
vegsráðherrum íslands og Þýska-
lands.
ÚA kaupir 60% hlutafjár fyrirtæk-
isins fyrir um 240 mihjónir króna en
fyrirtækið á 8 frystitogara sem era
fullkomnir og vel búnir tækjum. Eig-
infjárstaða fyrirtækisins er jákvæð
um 1200 mihjónir íslenskra króna.
LOKI
Getum við ekki hefnt okkar á
frönsku kartöflunum?
Glataði greiðslu
kortanótum fyr-
ir 2 milljónir
Komið hefur í Ijós að fyrrum
starfsmaður hjá Flugferðum-Sólar-
flugi hf. glataði um 80 greiðslu-
kortaseðlum, að andvirði hátt í 2
mihjónir króna, þegar ferðaskrif-
stofan var enn í fuhum rekstri.
Félagið telur sig nú eiga þessa upp-
hæð inni hjá 80 einstaklingum.
Guðni Þórðarson, sem rak feröa-
skrifstofuna, hefur fengið lögmann
tii að innheimta kröfurnar hjá
þeim viðsiuptavinum sem þarna
eru taldir hafa átt hlut að máli.
Að sögn lögmanns Guðna kom í
ljós þegar varið var að stemma af
bókhaid fyrirtækisins fyrir árið :
1991 að engar tekjur vegna
greiöslukorta höfðu komið inn fyr-
ir þeim reikningum sem skrifaðir
voru út til viðskiptavina dagana
18.-20. júní þaö ár. Nóturnar hafi
því aldrei farið i innheimtu. Þegar
máhð var kannað betur kom síðan
í ljós að Ijóst þótti að starfsmaður
hafði einhverra hluta vegna fieygt
eða glatað um 80 greiðslukortanót-
um. Andvirði þeirra er hátt í 2
milljónir króna.
; Lögmáðurinn hefur þegar sent
út 30 bréf til þeirra farþega sem
taldir eru hafa greitt ferðir sínar
með greiðslukörtúm þessa daga.
Unniö er að því aö útbúa bréf th
hinna 50.
Eftir að bréfin vora send kom
lúns vegar í ljós að sumir þessara
aðha telja sig vera búna að greiða
sína reikninga. Þar af er DV kunn-
ugt um einn farþega sem greiddi
reikning sinn á annan hátt en með
greiðslukorti enda hefur viðkom-
andi ahs ekki haft slík kort undir
höndum.
Að sögn lögmannsins eru Flug-
ferðir-Sólarflug ennþá lögaðih -
enginn hefur komið fram ennþá
sem krafist hefur þess aö félagiö
verði úrskurðað gjaidþrota þrátt
fyrir að það hafi skyndhega hætt
rekstri á síðasta ári.
í innheimtubréfum, sem send
verða til fárþeganna, er þeim boðið
að greiða uppsettar kröfur án vaxta
eöa kostnaðar - eingöngu höfuðstól
ætlaðrar skuldar. Viðkomandi eru
einnig beðnir um að athuga yfirlit:
um skuldfærslur á greiöslukorta-
reikninga sína. Skuldirnar nema
frá um 5-100 þúsund krónum á
hvern korthafa. Lögmaðurinn
sagði að ef það kæmi í Ijós aö ein-
hverjir sem fá bréf hafi þegar greitt
ferðir sínar verði viðkomandi
beönir afsökunar og slík mál að
sjálfsögðu leiðrétt.
-ÓTT
Veðrið á morgun: *
Veður
kólnar
Á morgun verður suðvestan-
eða vestanátt, víðast stinnmgs-
kaldi með ahhvössum éljum suð-
vestanlands en snýst th vaxandi
norðan- eða norðvestanáttar með
éljagangi norðanlands. Austan-
lands léttir heldur th. Kólnandi
veður.
Veðrið í dag er á bls. 28
ForsetiASI:
Tökum gagnrýni W
Jóhönnuekki
alltofalvarlega
5
„Ríkisstjómin hefur ekki formlega
svarað þeim tihögum í atvinnumál-
um sem við lögðum fram. Eina við-
bragðið, sem komið hefur, er hin
neikvæða afstaða Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra. Við vhj-
um ekki taka það ahtof alvarlega á
þessu stigi. Við væntum þess að þetta
sé ekki marktækt um almenn við-
brögð ríkisstjórnarinnar við tihög-
unum. Við leyfum okkur að vonast
eftir jákvæðu svari hennar," sagði
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, um
gang mála í kjarasamningunum.
Ráðherrar hafa sagt að þeir geti
ekki tekið afstöðu th atvinnumálatil-
lagnanna fyrr en þeir hafi séð allar
kröfur ASÍ á hendur ríkisstjóminni.
Benedikt var spurður hvenær þeirra
væn von:
„Vinna við þær kröfur er í gangi
milli ASÍ og VSÍ. Við alþýðusam-
bandsmenn leggjum á það mikla
áherslu, og kannski vinnuveitendur
líka, að ná saman um meginþætti
þeirra tihagna sem við leggjum fram
við stjórnvöld. Við teljum það vigta
þyngra ef aðhar vinnumarkaðarins
koma sameiginlega fram með thlög-
ur í þessum efnum,“ sagði Benedikt
Davíðsson. -S.dór
Isfanghf.
Stöðvar fiskút-
f lutning til
Frakklands
- vegnaóeirða
Franskir sjómenn henda kassa með innfluttum fiski í Boulogne. íslenskur fiskur var meðal annars eyðilagður á
markaðnum. Símamynd Reuter
„Eg hef ákveðið að stöðva allan
fiskútflutning th Frakklands vegna
þessara skemmdarverka franskra
sjómanna á fiskmörkuðunum. Ég
flyt fiskinn þess í stað á þýska og
belgíska markaði," sagði Ólafur Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri ísfangs
hf. á ísafirði. Ólafur segist hafa beðið
umboðsaðila úti að halda frysta fisk-
inum í Hohandi.
„En ferskum fiski höfum við beint
th Belgíu og Þýskalands," sagði Ólaf-
ur. Hann hefur flutt út karfa og lúðu.
Ólafur sagðist hafa fengið þau svör
frá tryggingafélagi sínu að það myndi
ekki bæta tjcm Sem hugsanlega yrði
vegna óeirða franskra sjómanna. Þó
væri hægt að kaupa svokahaða
stríðstryggingu sem myndi ná yfir
skaða sem orðið gæti á frönsku
mörkuðunum.
Vilhjálmur Vhhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Aflamiðlunar, sagði
það áberandi að menn væru að draga
úr fiskútflutningi th Frakklands af
ótta við að verða fyrir tjóni vegna
aðgerða frönsku sjómannanna.
-S.dór
kúlulegur Poulsett
SuAurlandsbraut 10. 8. 686488.
I