Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 26. MARS 1993 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTl 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þjóðarsátt um kreppu Launafólk vill ekki stofna til átaka til að hamla gegn mikilli og sífelldri kjaraskerðingu. Forustufólk Alþýðu- sambandsins hefur metið stöðuna í kreppunni og telur heppilegast að fresta samningum til hausts, af því að samningsaðstaðan sé alls engin um þessar mundir. Atkvæðagreiðsla kennara og annarra opinberra starfs- manna sýndi, að jafnvel þeir, sem við mest atvinnuör- yggi búa, eru ekki tilbúnir til átaka, þrátt fyrir eindregna hvatningu forustuhðsins. Ráðin voru tekin af þessum launþegarekendum, sem áttuðu sig ekki á veruleikanum. Ekki er nóg með, að launafólk skilji, að minna er til skiptanna í þjóðarbúinu við núverandi ástæður, heldur er það um leið ekki fáanlegt til að draga pólitískar álykt- anir af slæmri útreið sinni í heimatilbúinni kreppu, sem stjómmálamenn og sérfræðingar hafa fært þjóðinni. Kvartmilljón manna þjóð hefur ekki ráö á að borga rúmlega tuttugu milljarða á ári til að halda uppi kúm og kindum, tíu milljarða á ári til að varðveita útveggja- steypu og fimm milljarða á ári til að greiða tjónið af fyrir- greiðslurugli ráðamanna í póhtík og lánastofnunum. Ahar þessar tölur hggja á borðinu. Kýr og kindur kosta níu mihjarða á flárlögum og tólf að auki í innflutn- ingsbanni. Árlegur herkostnaður við steypu hefur ræki- lega verið skjalfestur. Tjónið í lánastofnunum kemur skýrt fram í afskriftum og nú síðast í Landsbankafári. Almenningur er svo sem ekki ánægður með þessa meðferð fjármuna, en sættir sig við hana. Að minnsta kosti heldur fólk áfram að hafa htil afskipti af stjórnmál- um önnur en að kjósa stjómmálaflokka og -foringja, sem í flestum peningalegum atriðum eru hver öðrum líkir. Ekki má heldur gleyma, að margir þeirra, sem hafa greind og þekkingu th að átta sig á ruglinu, hafa komið sér saémhega fyrir í lífinu. Þeir skipa yfirstétt og vel stæða mihistétt, sem geta varið kjör sín, þótt almenningur verði fyrir búsiflum af völdum verðmætabrennslunnar. Klofningur þjóðfélagsins lýsir sér vel í, að meðaldýrir bílar seljast hla, ódýrir bhar betur og dýrir bhar ahra bezt. Óhóf og munaður blómstra sem aldrei fyrr við hhð- ina á vaxandi örbirgð hinna, sem hafa beðið eða eru að bíða lægri hlut í samdrætti og harðnandi lífsbaráttu. Yfirstéttin hefur brugðizt þjóðinni. Stjómmálamenn standa fyrir gálausri meðferð fjármuna, studdir ráða- mönnum lánastofnana. Sérfræðingagengið í kringum ráðherrana lætur verðmætabrennsluna í friði. Sérfræð- ingar byggingaiðnaðarins halda áfram að nota steypu. Yfirstéttin í samtökum launafólks hefur líka bmgðizt. Hún hefur gefist upp gagnvart heimasmíðaðri kreppu í stað þess að krefjast þess, að tækifærið verði notað th að stöð va verðmætabrennslu í landbúnaði og í lánveiting- um th gæluverkefna og gæludýra atvinnuhfsins. Ef fólk tæki af festu á málum af þessu tagi, kastaði út andvana fomstuhði sínu í stéttarfélögum og stjómmál- um og veldi sér nýja forustu, væri hægt að skera niður mghð og láta aha njóta miklu betri lífskjara. En því miður sér almenningur ekki samhengið í erfiðleikunum. Þess í stað heldur íslenzk undirstétt áfram að hta upp th yfirstéttarinnar, alveg eins og forfeður hennar htu áður upp th kóngsins og hirðarinnar. Undirstéttin setur ekki skhyrði fyrir undirgefni sinni og gerir ahs engar sjáanlegar kröfur til árangurs í starfi yfirstéttarinnar. Þannig hefur verið og verður áfram þjóðarsátt um að halda friðinn og trufla ekki það ferh, sem hefur leitt þjóð- ina út í kreppu og á eftir að magna kreppuna enn frekar. Jónas Kristjánsson Undantekningarn- ar sanna regluna Hafði Adam Smith rangt fyrir sér? Eigum við að sækja fyrir- myndir um skynsamlega atvinnu- stefnu til Suður-Kóreu, Singapore og Taívan? Stuðningsmenn hins fijálsa hag- kerfis hafa haldið því fram í tvö hundruð ár, að það sé líklegra til að stuðla að framþróun en kerfi ríkisafskipta eða áætlunarbúskap- ar. Nú hafa ríkisafskiptasinnar við- urkennt þessa röksemd að hálfu leyti. Þeir eru hættir að mæla með altækum áætlunarbúskap. Um leið hafa þeir hert róðurinn fyrir víð- tækum ríkisafskiptum og benda máh sínu til stuðnings á þá stað- reynd, að hagvöxtur hefur verið ör í ýmsum löndum, sem búa við slík ríkisafskipti. Víðtæk ríkisafskipti — Miklar framfarir Þessi röksemd ríkisafskiptasinna er að nokkru leyti rétt. Miklar framfarir hafa orðið í Japan, Suð- ur-Kóreu, Taívan og Singapore síð- ustu áratugi. Og ríkisafskipti eru víðtæk í þessum löndum, jafnvel afskipti af fjárfestingum einkaað- ila, þótt fijálslyndir hagfræðingar hafi ætíð varað við slíkum afskipt- um, þar eð menn fari betur með eigið fé en annarra. Stjómvöld þessara landa, sérstaklega í Suður- Kóreu og Singapore, velja hiklaust atvinnugreinar, sem eiga að vaxa hraðar en aðrar, og haga skattlagn- ingu og ýmissi opinberri fyrirgre- iðslu eftir því. Þau fylgja atvinnu- stefnu, sem kölluð er. Hvað er hér á seyöi? Hafði Adam Smith rangt fyrir sér? Eigum við aö sækja fyrir- myndir um skynsamlega atvinnu- stefnu til Suður-Kóreu, Singapore og Taívan? Þótt sumar forsendur ríkisafskiptasinna séu réttar, er sú KjaHaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórnmálafræði ályktun alröng. í fyrsta lagi þurfum við að hafa í huga, að taka má önn- ur dæmi, þar sem opinber íhlutun hefur verið tiltölulega litil, en hag- vöxtur ör og framfarir miklar. Má þar nefna Bretland og Bandaríkin á nítjándu öld og Hong Kong og Chile á hinni tuttugustu. Sú stað- reynd nægir til aö sýna, að at- vinnuþróun getur orðið án opin- berrar atvinnustefnu. Agi markaöarins Þegar við lítum nánar á þau dæmi, sem ríkisafskiptasinnar nefna um vel heppnaða opinbera atvinnustefnu, sjáum við síðan, að þau eiga tvennt sameiginleg. í fyrsta lagi urðu ríkin, sem fylgdu þessari stefnu, öll á einhvern hátt að lúta aga markaðarins. íbúar í Japan, Suður-Kóreu, Singapore og Taívan framleiða aðallega til út- flutnings. Fyrirtæki þeirra verða að duga eða drepast á hinum harða, alþjóðlega markaði. Svipað er að segja um Svíþjóð og Austurríki. Austurríkismenn tengja skilding sinn þýsku marki, svo að þeir lúta peningalegum aga þýska seðla- bankans; Svíar keppa af fullri hörku á alþjóðlegum markaði. í öðru lagi hefur ekkert þessara ríkja takmarkaö einkaeignarréttinn, svo að neinu nemi. Flest atvinnufyrir- tæki þessara landa eru í einkaeign. Þau dæmi, sem ríkisafskiptasinn- ar hafa nefnt um skynsamlega at- vinnustefnu, eru í raun og veru skýr dæmi um það, að framfarir verða ekki nema við þann aga og þá hvatningu, sem frjáls markaður og einkaeignarréttur til fram- leiðslutækjanna veita í samein- ingu. Þau eru undantekningarnar, sem sanna regluna. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Nú hafa ríkisafskiptasinnar viður- kennt þessa röksemd að hálfu leyti. Þeir eru hættir að mæla með altækum áætlunarbúskap. Um leið hafa þeir hert róðurinn fyrir víðtækum ríkisaf- skiptum.. Skodanir annarra Siðlaus græðgi „Verkfall tveggja stýrimanna á Herjólfi hefur staðið á sjöundu viku... Deilan var sérstæö fyrir þá sök, að hún birtir vægast sagt sérkennilegar hvat- ir verkfallsmanna. Engir, hvorki stýrimennimir né stéttarfélag þeirra, geta haldið því fram með nokkr- um rökum, að stýrimenn á Heijólfi séu vanhaldnir í launum, enda með á þriðja hundrað þúsunda á mánuði. Eigi að síður teysta þeir sér til þess að lama heilt bæjarfélag til að kreíjast í viðbót við svimandi laun sín hækkunar, sem ein og sér nemur bótum atvinnulauss manns í dag. Þetta er ekki kjarabar- átta, - þetta er siðlaus græðgi.“ Úr forystugrein Alþbl. 24. mars Ábyrgðin er þeirra „Það er óumdeilt að íslenskar lánastofnanir hafa um langt árabil lánað út stórar upphæðir án þess að faglegt mat hafi legið að baki. Hundruö milljóna þarf að leggja fyrir á mánuði hverjum til aö mæta áfóllum af þessum sökum. Skiptir engu þótt banka- stjórar og bankaráð hafi legið undir þrýsfingi frá stjórnmálamönnum. Ábyrgðin er þeirra og skaðinn er skeður. Bjöm Amórss. hagfr. BSRB i Visbendingu 22. mars Það skortir ekki tillögur „Nú í vikunni kynntu forystumenn Framsóknar- flokksins tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum. Kjarni þeirra er kjarajöfnun, vaxtalækkun, aukning opinberra framkvæmda til atvinnuaukningar og að- gerðir til þess að efla atvinnulífið. Þar má nefna aðstoö við fjárhagslega endurskipulagningu arðvæn- legra fyrirtækja, lágt verð umframorku, jöfnunar- gjald á erlendar ríkisstyrktar og niöurgreiddar iðn- aðarvörur og niðurfellingu á álögum á sjávarútveg og ferðaþjónustu... Það skortir því ekki tillögur til þess að losa um þá sjálfheldu sem nú er í efnahags- málum.“ Úr forystugrein Tímans 24. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.