Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Síða 28
40 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993 Fréttir Opinber reglugerð gerir ráð fyrir fiillvimislu 1 frystitogurum: Kostar marga milljarða að breyta togurunum - mjög óhagkvæmt og leiðir til stórtaps á frystitogurum, segir 1 nýrri hagkvæmniúttekt „Innan greinarinnar eru menn gapandi hissa á þeirri ákvöröun stjómvalda að fara fram á full- vinnslu afla um borð í frystitogur- um. Mönnum er hreinlega stillt upp við vegg og þvingaðir í gríðar- legar íjárfestingar sem engan veg- inn geta staðið undir sér,“ segir Sveinn Hj. Hjartarson, hagfræðing- ur LÍÚ. Samkvæmt reglugerð, sem sett var síðastliðið sumar, er gert ráð fyrir að frystitogarar fullnýti afla um borð. Breytingin er fyrirhuguð í áföngum næstu árin. Útgerðar- menn hafa andmælt þessu og segja breytingu á skipunum ekki borga sig. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem VSÓ-iðntækni hefur unnið fyrir LÍÚ og frystitogaraútgerðir, er full- vinnsla ekki vænlegur kostur. Hag- kvæmniathugun, sem náði til 30 frystiskipa, leiðir í ljós að stofn- kostnaðurinn við fullvinnslu yrði á bilinu 2,8 til 4,1 milljarður. Rekstr- arafkoma skipanna myndi versna um 670 til 940 milljónir króna á ári næstu 5 árin. -kaa „Landbúhaðarsamnlngamir eru ekki í hættu né viðræður um endurbætur en ef Frakkar vilja beita neitunarvaldi, sem er þeirra ótvíræði réttur, mundi það hafa mjög alvarlegar afleiöingar fyrir Evrópubandalagiö í heild sinni. Annars virðast væntanlegir stjórnarherrar eiga í vandræðum sem tengjast bæði kosningafyrir- komulaginu og þeim loforðum sem gefin voru í kosningabarátt- unni. Það er þó alveg ijóst að ekk- ert aðildarríkjanna getur staðið eitt og sér né ákveðiö hlutina út af fyrir sig. Þannig efast ég stór- lega um að hægt verði að hverfa aftur til skipulags tollmúra og styrkja," sagöi Gerald Bruderer, yfirmaður samskipta EB og EFTA í landbúnaðarmálum, viö DV, en hann er hér á landi. Hann var spurður um yfirlýs- ingar sigurvegara frönsku þing- kosninganna, Giscards d’Estaing og Jaeques Chirac, um að Frakk- ar ættu aö beita neitunarvaldi sínu innan EB gegn samningi EB og Bandaríkjanna um landbún- aðarmál innan GATT-viðrajðn- anna og semja ætti upp á nýtt um breytingar á sameiginlegri land- búnaðarstefnuEB. -hlh Snorrastaðatj amir: Sumarbústaður „Við erum mótfallm öllum mannvirkjum á þessu svæði þvi að hraunið er gljúpt þama og mengun dreifist hratt út frá mengunarstað. Ef hægt er að ganga frá skólpi þannig að engin mengun hljótist af má athuga máliö,“ segir Magnús Guðjóns- son, Heilbrigðiseftirliti Suður- nesía. Skátafélagiö Heiðarbúi í Kefla- vík flutti nýlega sumarbústað að Snorrastaöatjömum fyrir ofan Vogastapa í Vatnsleysustrandar- hreppi með leyfl sveitarstjórans en án lögboðinnar umsagnar Náttúruvemdarráðs, Skipulags ríkisins og Heilbrigðiseftirlitsíns. Snorrastaðatjamir eru aö hluta til á náttúruminjaskrá. „Þaö er búið að benda hreppn- um á að sækja um tilskilin leyfi fyrir byggingunni. Nátlúru- vemdarráð eða náttúmvemdar- nefnd hreppsins fær sjálfsagt er- indið í næstu viku. Það er sjaldan gert mikið úr svona málum. Bú- staðurinn fær aö standa ef erind- ið fær jákvætt svar en verður ■ fluttur ef það fær neitun,“ segir Rapiar Kristjánsson, landslags- arkitekt hjá Náttúruvemdarráði. Mávar i þúsundatali hafa plagað Eskfirðinga í vetur en nú hefur verið fund- in snjöll lausn á málinu - hátiðnifælur sem gefa frá sér hljóð sem manns- eyrað greinir ekki en fælir mávinn frá. Haukur Jónsson, staðgengill verk- smiðjustjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar, er hér við hátíðnihögnann og þar hefur ekki sést mávur frá því hann var settur upp. DV-mynd Emil Thorarensen, Eskifirði Fullnýtmg afla í frystitogurum: Berum þetta saman við okk- ar athugun - segiraöstoöarmaðursjávarútvegsráðherra „Ráðherra hvatti útvegsmenn til að framkvæma eigin könnun á hag- kvæmni þess að fullnýta afla um borð í frystiskipum. Niðurstaða þeirrar köimunar er hins vegar það ný af nálinni að við höfum ekki náð að mynda okkur skoðun á henni. Næsta skrefið hlýtur að vera að bera þessar niðurstöður saman við athug- un sem ráöuneytið lét fara fram,“ segir Halldór Ámason, aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt reglugerð, sem sett var í ágúst í fyrra, ber frystitogurum að auka nýtingu afla á næstu áram. Reglugerðin byggist á tillögum Rannsóknarráðs fiskiðnaðarins. Ráðið lagði meðal annars til að nýt- ing afla yrði bætt með fullkomnari vinnsluvélum og að úrgangur yrði nýttur til meltuvinnslu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra er nú staddur erlendis. Hans bíður hins vegar með að taka ákvörðun um hvort reglugerðinni frá því síðastliðið sumar verði breytt eins og útgerðarmenn frystitogar- annahafakrafist. -kaa Alþýðubandalagið: Allir fái atvinnuleysisbætur Allir þingmenn Alþýðubandalags- ins, undir forystu Svavars Gestsson- ar, hafa lagt fram á Alþingi viðamik- ið framvarp til laga um breytingar á lögum um atvirmuleysistrygginga- sjóð. Frumvarpið gerir ráð fyrir fimm breytingum. Sú viðamesta er á þá leið að alhr þeir sem ekki hafi atvinnu fái at- vinnuleysisbætur, hvort sem þeir era í stéttarfélagi eða ekki. Svavar Gestsson segir að þúsundir maima fái engar atvinnuleysisbætur vegna þess að þeir era ekki í verkalýðsfé- lögum. Þar sé um að ræða menn sem hafi verið einyrkjar áður en þeir urðu atvinnulausir og hafi því að engu að hverfa. Þá er gert ráð fyrir að þjónusta við atvinnulausa geti verið á einum stað í hverju umdæmi. Nú eru dæmi þess að hún sé á þremur stöðum. Gert er ráð fyrir landssamstarfi vinnumiðl- unarskrifstofa. Þá er gert ráð fyrir að bætur með hverju barni atvinnu- lausra hækki úr 85 krónum í 250 krónur og biðtími falli niður. Loks er gert ráð fyrir að opna frekar en nú er rétt atvinnulausra til að stunda reglulegt nám á atvinnuleysisbótum uns Lánasjóður íslenskra náms- mannatekurvið. -S.dór Bækur og tæki úr þrotabúi flugfélags Helga Jónssonar týndust: Log-bækurnar fundnar - voru í svörtum plastpoka fyrir utan Odin Air sem nú sækir um flugrekstrarleyfi Týndu log-bækumar og tækin, sem hurfu úr flugvélum Helga Jóns- sonar og konu hans, Jytte, þegar eignarhaldsfélag þeirra, J.M. Avia- tion, varð gjaldþrota í haust, hafa nú komið í leitimar. Starfsfólk Odin Air, sem fjölskylda Helga rekur, fann bækumar ásamt tækjunum í svörtum plastpoka fyrir utan skrifstofu flugfélagsins á Reykjavíkiuílugvelli. Ekki er vitað hver var með bækurnar eða hvernig þær komust á þennan stað en RLR er með máhð th rannsóknar. Bækurnar era úr þeim fjóram vél- um sem Odin Air leigði af J.M. Aviation. J.M. Aviation var skráð í Danmörku og skuldaði danska fjár- mögnunarfyrirtækinu Bikuben um 140 mhljónir þegar það var tekið th gjaldþrotaskipta. Félagið hafði í raun engan annan rekstur en eignarhald á flugvélunum sem Odin Air leigði en Helgi og kona hans, Jytte, áttu bæði fyrirtækin. Tvær flugvélaima era nú í Dan- mörku og hafa log-bækumar verið sendar þangaö. Önnur véhn var í Danmörku þegar gjaldþrotið varð en hinni var flogið þangað skömmu síð- ar þrátt fyrir að log-bækumar séu nauðsynlegar tíl að fljúga megi vél- unum. Hinar flugvélamar tvær eru í geymslu á Reykjavíkurflugvehi en Othar Öm Petersen, lögmaður danska fjármögnunarfyrirtækisins Bikuben og þrotabús J.M. Aviation, hefur haft vélarnar í sirnii vörslu síð- an í haust. Odin Air, sem mun vera rekið af fjölskyldu Helga, hefur nú sótt um flugrekstrarleyfi til handa félaginu en engin starfsemi hefur verið á veg- um félagsins síðan flugvélamar vora teknar. Fyrra flugrekstrarleyfi fé- lagsins var veitt Helga Jónssyni per- sónulega og féh það niður þegar hann var úrskurðaöur gjaldþrota. Flugráð tók máhð fyrir í gær en frestaði afgreiðslu flugrekstrarleyf- isins í viku. í milhtíðinni mun flug- málastjóri efna th fundar með fuh- trúum Odin Air til að fara yfir atriði sem tahð er að þurfi frekari skýringa við, svo sem fjármál félagsins. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.