Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Page 30
42
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993
Afmæli________________________pv
Jósef Hennann Vemharðsson
Jósef Hermann Vemharðsson raf-
virkjameistari, Hlégerði 1, Hnífsdal,
varð fhnmtugur í gær.
Starfsferill
Jósef fæddist í Tungu í Fljótavík
en ólst upp í Hnífsdal. Hann lærði
rafvirkjun hjá Júlíusi Helgasyni í
Neista og starfaði þar um skeið en
síðar hjá Straumi hf. á ísafirði.
Jósef var meö sjálfstæðan at-
vinnurekstur í nokkur ár en hóf
eftir það störf hjá Póls-tækni og ís-
veri hf. á ísafirði. í dag starfar hann
hjá Auðuni Guðmundssyni á
ísafirði.
Jósef á sæti í hafnamefnd á
ísafirði og hefur frá árinu 1978 einn-
ig verið eftirhtsmaöur slysavama-
skýla fyrir Slysavamafélag íslands
á norðanverðum Vestfjörðum.
Fjölskylda
Jósef kvæntist 4.9.1965 Hrafnhildi
Samúelsdóttur, f. 25.6.1947, póstaf-
greiðslumanni. Hún er dóttir Samú-
els Guðmundar Guðmundssonar, b.
á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi, og
Hildar Hjaltadóttur ljósmóður.
Hrafnhildur ólst upp hjá móðursyst-
ur sinni, Guörúnu Sigríði, og Ingi-
mundi Guðmundssyni á ísafirði.
Böm Jósefs og Hrafnhildar eru:
Guðrún Sigríður, f. 9.5.1964, símrit-
ari hjá Reykjavíkradíói, og á hún
Jósef Hermann, f. 21.8.1990, með
Alberti Haraldssyni, f. 4.10.1963,
skipstjóra; Hermann Vernharður, f.
1.6.1971, nemi, í sambúð með Svövu
Rán Valgeirsdóttur, f. 27.2.1971,
fóstru; Ingibjörg, f. 28.2.1976, nemi.
Jósef átti átta systkini. Þrjú þeirra
eru nú látin. Systkinin em: Helga,
f. 4.9.1925, gift Hólmgeiri Líndal
Magnússyni, f. 17.12.1913, ogeiga
þau eitt bam; Ragnar Bjami, f. 8.8.
1928, d. 1.6.1934; Margrét, f. 18.8.1929,
d. 21.10.1929; Þórunn, f. 25.1.1931,
var gift Sigurði Antoni Ólasyni, f.
3.5.1931, d. 21.5.1992, ogeignuðust
þau fjögur böm. Seinni maður Þór-
unnar er Andrés Hermannsson, f.
22.5.1924; Herborg, f. 29.1.1932, gift
Ingólfi Hálfdán Eggertssyni, f. 16.12.
1927, og eiga þau sex börn; Bára, f.
2.9.1934, gift Hjörvari Óla Björgvins-
syni, f. 10.12.1936, og eiga þau sjö
böm; Sigrún, f. 29.6.1940, gift Guðna
Ásmundssyni, f. 9.9.1938, og eiga þau
þrjú böm. Fyrir átti Sigrún tvær
dætur, auk þess sem þau Guðni ólu
upp fósturdóttur; og Steinunn Selma,
f.22.8.1945, d. 5.1.1948.
Faðir Jósefs var Hermann Vem-
harð Jósepsson, f. 12.8.1906, d. 9.5.
1982, b. á Atlastöðum og í Tungu í
Fljótavík, síðar í Hnífsdal, og Þór-
unn María Friðriksdóttir, f. 4.6.1905,
húsmóðir.
Ætt
Hermann var sonur Jóseps, b. á
Eggert Þorfinnsson
Eggert Þorfinnsson loðnuskipstjóri
hefur verið aflahæsti loðnuskip-
stjóri landsins imdanfarin tíu ár en
síðustu vertíð var að ljúka.
Starfsferill
Eggert fæddist 19.1.1936 á Raufar-
höfn og ólst þar upp til fullorðins-
ára.
Hann lauk öðmm bekk gagn-
fræðaskóla og hinu meira fiski-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
umáriðl964.
Hann starfaði sem verkstjóri við
síldarsöltun á sumrin en á sjó á vetr-
arvertíðum. Frá árinu 1964 var hann
stýrimaður og síðan skipstjóri frá
árinu 1969.
Eggert var skipstjóri á Óskari
Halldórssyni RE1157 frá 1969-79, á
togaranum Óla Óskars RE árin
1979-81 og hefur verið á Hilmi NK
frá 1981,15 manna loðnubáti sem
ber 1300 tonn af loðnu.
Eggert var aflahæstur skipstjóra á
síðustu loðnuvertíð, veiddi 33.391
tonn af loðnu og 2.600 tonn af síld.
Á síðasta ári var afli bátsins 44.000
tonnafloðnu.
Eggert hefur samtals, frá árinu
1969, veitt 440.000 tonn af loðnu en
hann gerir auk þess út á grálúðu
og rækju utan loðnuvertíðar.
o
Fjölskylda
Eggert kvæntist 1.9.1972 Kristínu
Ólafsdóttur, f. 6.3.1946, húsmóður.
Hún er dóttir Ólafs Jóhannessonar,
fyrmm atvinnurekanda í Reykja-
vík, sem nú er látinn, og Gyðu Jón-
asdóttur, iðnverkakonu í Reykjavík.
Böm Eggerts og Kristínar eru:
Þorfinnur Pétur, f. 16.12.1971, vél-
stjóranemi; og Sigurður Jónas, f.
17.2.1973, nemi í Fjölbrautaskólan-
umíÁrmúla.
Systkini Eggerts era: Björn Ólaf-
ur, f. 26.8.1926, fyrrverandi skip-
stjóri, kvæntur Fjólu Helgadóttur
og eiga þau eina dóttur; Rósbjörg,
f. 30.7.1928, starfsmaður á Hrafnistu
í Hafnarfirði og á hún sex böm;
Pétur, f. 20.3.1931, stýrimaður, nú
látinn, og eignaðist hann einn son;
Bergljót, f. 30.4.1933, matreiðslu-
maður á sanddæluskipinu Sóley, í
sambúð með Einari Magnússyni og
áhún2dætur.
Foreldrar Eggerts vom Þorfinnur
Jónsson, f. 9.8.1885, d. 23.10.1967,
bátaformaður frá Raufarhöfn, og
Sumarlín Gestsdóttir, f. 25.4.1901,
Eggert Þorfinnsson
d. 11.10.1986, húsmóðir ogfisk-
verkakona frá Þisthsfirði. Þau
bjuggu lengst af á Raufarhöfn.
Þorfinnur var sonur Guðrúnar
Finnbogadóttur, Eyri í Reyðarfirði,
og Jóns Jónssonar, bónda úr Skaga-
firði, en þau hjónin voru meö bú-
skap í Fáskrúðsfirði. Foreldrar
Sumarhnar voru Gestur Sigmunds-
son, bóndi í Garði í Þistilfirði, og
Rósa Lilja Eggertsdóttir, ættuð úr
Eyjafirði.
Pálmi Pálsson
Pálmi Pálsson stýrimaður, Hraun-
hóh 5, Höfn í Homafirði, verður
fimmtugur á morgun, fóstudag.
Starfsferill
Pálmi fæddist í Gilsá, Norðurdal í
Breiðdal, og ólst þar upp.
Hann fór ungur th sjós, aðeins
sextán ára gamah, og hefur starfað
við sjómennsku meira og minna síð-
an. Hann hlaut skipstjóra- og stýri-
mannaréttindi frá Stýrimannaskól-
anum í Vestmannaeyjum 1972 og
starfaði eftir það á ýmsum bátum
ogtogurum.
Síðast var Pálmi fyrsti stýrimaður
á Þórhalh Daníelssyni frá Homa-
firði sem seldur var th Dalvíkur.
Eftir það stundaði hann afleysingar
á bátum og togurum um tíma en er
nú á netavertíð á Hvanney SF51.
Fjölskylda
Pálmi kvæntist 26.3.1990 Hanní
Heiler, f. 23.5.1962, tamningamanni
og reiðkennara. Hún er dóttir Lud-
wigs Heiler, fyrram dehdarstjóra í
banka, og Heide Heher, fyrrum rit-
ara. Þau búa í Lindau í Bæjaralandi.
Dóttir Pálma og Hanní er Heiða
Jóhanna, f. 21.1.1991.
Albræður Pálma era: Stefán Lár-
us, f. 20.5.1940, stýrimaður á Akra-
nesi, kvæntur Elsu Sigurðardóttur
húsmóður og eiga þau tvö böm; og
Sigþór, f. 22.7.1945, stýrimaður í
Reykjavík, kvæntur Þóreyju Þórar-
insdóttur bankastarfsmanni sem á
þrjúböm.
Pálmi á fjóra hálíbræður, sam-
feðra, þeir heita: Sigurður Haf-
steinn, endurskoðandi í Reykjavík;
Þórhallur, arkitekt í Noregi; Ári
Már, símvirki á Homafirði; og Guð-
mundur, læknir á Eghsstöðum.
Pálmi átti annan hálfbróður, sam-
mæðra, Björgvin Hhðar Guðmunds-
son, sem fórst af Særúnu frá Bol-
ungarvík.
Faðir Pálma var Páh Lámsson, f.
Pálmi Pálsson
20.1.1918, d. 1979, húsasmiður. Móð-
ir Pálma er Jóhanna Petra Björg-
vinsdóttir, f. 20.1.1911, húsmóðir.
Þau bj uggu lengst af í Breiðdal.
Afmæhsbamið verður á sjó á af-
mæhsdaginn ef veður leyfir.
FYRSTU SKREFIN ERU -SMÁAUGLÝSMGAR!
Atlastöðum, Hermannssonar, b. í
Neðri-Miðvík, Guðmundssonar, b. á
Steinólfsstöðum, Sigurðssonar og
k.h., Júditar Jónsdóttur húsmóður.
Kona Hermanns var Kristin Her-
mannsdóttir, Sigurðssonar ogk.h.,
Veroniku Oddsdóttur.
Móðir Hermanns var Margrét
Katrín Guðnadóttir, b. á Atlastöð-
um, Jósteinssonar, b. í Tungu, og
k.h., Hildar Ólafsdóttur. Kona
Guðna var Matthhdur Arnórsdóttir,
b. í Rekavík, Ebenezerssonar og
k.h., Bjargeyjar Einarsdóttur.
Þórunn var dóttir Katarínusar
Friðriks, b. á Látrum í Aðalvík,
Finnbogasonar, b. í Efri-Miðvík,
Árnasonar, b. í Neðri-Miðvík, Jóns-
sonar og k.h., Steinunnar Jóhannes-
dóttur. Kona Finnboga var Herborg
Kjartansdóttir, b. á Læk, Sigurðs-
sonar og k.h., Maríu Jónsdóttur.
Móðir Þórunnar var Þómnn Mar-
ía Þorbergsdóttir, b. í Efri-Miðvík,
Til hamingju með
daginn25. mars
90 ára_______________________ 50ára__________________________
Kristín Kristjánsdóttir Róbert Jörgensen,
frá Hvíteyrum, Þiljuvöllum 8, Neskaupstaö.
Álftamýri44,Reykjavik. Guðlaug Kristjánsdóttir,
Eiginmaður Kristínar var Páll Sig- Laxholti, Borgarhreppi.
fússon. Kristín verður að heiman á Sveinn Jónsson,
afmæiisdaginn. Skiólbraut 1, Kópavogi.
_____________________________ Róbert Þorláksson,
nr Auj, Aðalbrautl9,Raufarhöfti.
Jósef Hermann Vernharðsson
Jónssonar, b. í Rekavík, Bjömsson-
ar og k.h., Silfá Jónsdóttur. Kona
Þorbergs var Margrét Þorsteins-
dóttir, b. í Efri-Miðvík, Bjarnasonar
og k.h., Maríu Jónsdóttur.
Gissur Jónsson,
Valagerði, Seyluhreppi.
Jenný Ásmundsdóttir,
Akurgerði 7, Reykjavík.
70 ára
Katrin Elíasdóttir,
Háaleitisbraut 45, Reykjavík.
GunnarH. Eiríksson,
Laugavegi 142, Reykjavík.
60 ára
Þorsteinn Steingrímsson,
Eyjabakkal4, Reykjavík.
BjörnB. Kristjánsson,
Kehugranda
10, Reykjavík.
Björnverður
aðheimáná
afmælisdag-
inn.
40 ára
Jón Valdimar Aðalsteinsson,
Hvahátrum, Reykhólahreppi.
Sveinn Ástvaldsson,
Laugarvegi 35, Siglufirði.
Guðrún Juliusdóttir,
Vallargötu 22, Keflavik.
Bjarni Hákonar Traustason,
Safamýri39, Reykjavík.
Jónína Guðmundsdóttir,
Sunnubraut 17, Akranesi.
Tómas Ragnar Einarsson,
Grenimel 33, Reykjavik.
Guðrún Sæmundsdóttir,
Suðurbraut 28, Hafnarfiröi.
Einar Friðrik Snæbjörnsson,
Sléttahrauni21, Hafnarfirðí.
Agnes Jóhannsdóttir,
Hjahabraut35, Hafnarfirði.
Sviðsljós
Auglýst eftir bjartsýni
„Já, auglýst eftir bjartsýni" er yfirskrift sýningar sem Félag íslenskra teikn-
ara heldur í Ráðhúsinu þessa dagana. Sýndar eru dagblaðsauglýsingar
sem fjalla um jákvæða þætti i tilveru okkar íslendinga og hér eru Lilja
Oögg Alfreðsdóttir og Ágúst Þór Skúlason að skoða eina slíka.
DV-mynd GVA