Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Síða 17
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 17 Sviðsljós Halldór Blöndal veitir verðlaunin fyrir skil á örmerkjum til Veiðimála- stofnunar þeim Þórði Erni Arnarsyni, Árna Guðbjörnssyni og Árna Krist- inssyni. Verölaun veitt fyrir skil á merkjum Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra afhenti nýlega verðlaun fyrir innsend örmerki á laxi til Veiðimálastofnunar. Þetta afhenti Halldór á verkefnakynningu Veiði- málastofnunar sem þótti hin fróð- legasta. Það voru þeir Þórður Öm Amarson, Árni Guöbjörnsson og Ámi Kristinsson sem lentu í þrem- ur efstu sætunum. Þetta var í fyrsta skipti sem verðlaun vom veitt og verður gert árlega hér eftir. -G.Bender Ráðstefna Veiðimálastofnunar þótti hin fróðlegasta og var vel sótt. DV-myndir G.Bender Feguröardrottningar í Ingólfscafé Stúlkurnar, sem keppa til úrslita í Fegurðarsamkeppni íslands síðar í mánuðinum, eru í ströngum æfingum þessa dagana. Þær gáfu sér samt tíma til að líta aðeins inn í Ingóifscafé sl. miðvikudagskvöld og þar var létt yfir stelpun- um eins og sjá má. DV-mynd JAK Réttinda- námskeið fyrir skipstjóm- armenn Á Hólmavík er nýlokið 30 tonna réttindanámskeiði fyrir skipstjóm- armenn en þetta er annað námskeið- ið sem er haldið hér með stuttu milli- bih. Að sögn aðalleiðbeinandans, Jóns Ólafssonar, hefur nú náðst til flestra sem bátsstjóm hafa haft á hendi hér í byggð en á því var knýj- andi þörf. DV-mynd Guðfinnur Finnbogason, Hólmavik Meiming Sálumessa Verdis Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og Kór íslensku óperunnar í byrjun apríl vom einsöngvarar Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elsa Waage, Ólafur Á. Bjamason og Guðjón Grétar Óskarsson. Yoav Talmi frá ísrael stjómaði en æfmgastjóri kórsins fyrir þessa tónleika var Peter Locke. Á efnisskránni var Sálumessa eftir Giuseppe Verdi. Kirkjunnar menn gerðu sér þegar í öndverðu glögga grein fyrir mikil- vægi og áhrifamætti tónlistarinnar. Komu snemma upp tvö andstæð við- horf um hlutverk tónlistar innan kirkjunnar. Sumir töldu að tónlistin ætti að vera sem einfóldust og þjóna fyrst og fremst því markmiði að koma textanum, orði Guðs, á framfæri. Aðrir litu á tónhstina sem dýr- lega Guðs gjöf sem mætti njóta sín til fuhs í þjónustu kirkju og kristni. Lengst af fóra höfundar kirkjutónhstar nokkum veginn bil beggja þess- ara sjónarmiða. Slík tónhst hefur þess vegna oftast á sér yfirbragð alvöra og hófsemdar. Menn forðast íburð og ýkjur í tjáningarmáta en reyna þess í stað að ná áhrifum í yfirvegun, göfgi og dýpt. Þessi leið átti ekki við Verdi. Hann var óperatónskáld fyrst og fremst og sálumessa hans ber þess greinileg merki. Skrautleg útsetning, drama- tískar andstæður, tilfinningaþrangnar aríur og glæsheg kóratriði era hér síst minna áberandi en í óperum hans og ef ekki væri hinn trúarlegi texti mundi fátt í verkinu minna á trú. Hvort verkið telst af þessu verri kirkju- Tóiúist Finnur Torfi Stefánsson tónhst er annað mál. Skraut hjá Verdi er aldrei innantómt. Jafnan er ríkuleg innstæða andríkis og hugmynda sem ber glæsibraginn uppi. Ekki verður heldur annað sagt en að tónhstin falli vel að textanum þótt ef til vil megi segja að hún beri hann ofurhði á stöku stað. Mat manna á ágæti verksins sem trúarlegs verks fer því eftir skoðun manna á hinu foma áhtaefni um tónhst og trú. Skoðað sem hstaverk þarf ekki að efast, þar er það í fremsu röð. Það er mikið fyrirtæki aö ílytja þetta mikla verk og ekki við því að búast að aht verði þar fullkomið. Kór íslensku óperunnar komst mjög vel frá viðfangsefninu og verður þar lítið að fundið. Hljómsveitin stóð sig hins vegar nokkuð misjafnlega. Sumir frægir staðir fóra nokkuð í handa- skolum en annað hljómaði vel. Einsöngvaramir áttu allir góð tilþrif, eink- um í aríum sínum. Olöf Kolbrún söng t.d. lokaaríuna sérlega vel. Samsöng- ur þeirra var hins vegar misjafn og stundum beinhnis vandræðalegur. Stjómandinn sýndi öryggi og góða þekkingu á verkinu og í heild voru þetta einkar ánægjulegir tónleikar; Laugarásbíó- Hörkutól: ★ lA Skugginn fer í feluleik Margir kvikmyndahandritshöfundar ala með sér þann draum að koma hugarfóstri sínu sjálfir aha leið á tjaldið og leikstýra. Mörgum hefur farnast vel við þá iðju. Öðrum ekki. Hörkutól er fyrsta kvikmyndin sem Larry Ferguson leikstýrir. Hann er hins vegar þekktur fyrir handrit að myndum á borð viö Leitina að rauða október, Be- verly Hihs Cop II og The Presidio. Ekki verður sagt að Ferguson hafi tekist ýkja vel upp í frumraun sinni á leikstjóraferhnum. Það vantar aUa spennu og átök. En enginn verður óbarinn biskup. Öllu verra er að handritið er einn veikasti hlekkur myndarinnar og bætir ekki upp kunnáttuleysið við stjómunina. Þar er aUt samkvæmt formúlimni, meira að segja oft í klénna lagi. Þar kemur ekkert á óvart. Hörkutól segir frá lögregluþjóninum Dan Saxon (Sheen) sem strax í upphafi myndar er rekinn úr starfi. Válegir atburðir í æsku hvha þungt á honum, atburð- ir sem hann verður að særa fram úr svartholum hug- Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson ans eigi hann aftur að verða heiU. Saxon sem er hálfur indíáni fær nefnUega að vita það hjá gömlum indíána í myndarbyijun að hann hafi engan skugga. Og samkvæmt gamalli þjóðsögu indíána getur hann aðeins endurheimt skuggann sinn meö því að fara niöur í svarthohð og hitta dauðann. En indíáninn varar hann viö að ekki komist allir lif- andi frá þeirri leit. Ramminn utan um þetta ferðalag Saxons eru við- skipti hans við mótorhjólagengið Sjakalana og harðsv- íraðan leiðtoga þess sem gengur undir nafninu Blood (Madsen). Lögreglan hefur fengið Saxon tíl að ganga í lið með genginu og koma upp um eiturlyfjasölu þess. Ástarsagan er á sínum stað og stúlkan sem Saxon fellur fyrir og sem fehur fyrir honum er ljósmyndari og blaðakona (Fiorentino) sem ætlar að skrifa um töff- arana. Charhe Sheen sannaði það í Wah Street Ohvers Stone að hann getur alveg leikið, að minnsta kosti þegar Dan Saxon (Charlie Sheen) og vinur hans, Virgil (Leon Rippy), eru skuggalegir á vélfákum sinum. efniviðurinn er góður. Hann virðist hins vegar hafa skihð nánast aht eftir heima fyrir þessa mynd. Eini leikarinn, sem eitthvað sýnir, er Michael Madsen í hlutverki mótorhjólaforingjans. Hann er þeim sem sáu til hans í Reservoir Dogs fyrir stuttu sjálfsagt enn í fersku minni. Hér leikur hann enn einn vitfirringinn og gerir vel. í myndarlok fá áhorfendur að vita að það sem þeir vora að horfa á sé byggt á raunverulegum atburðum og að hinn raunverulegi Saxon hafi leikið aukahlut- verk í myndinni. Myndin verður þó ekkert betri fyrir það. Hér hefðu menn átt að gefa sér betri tíma, því á stundum gefur myndin fyrirheit sem hún stendur svo alls ekki við. HÖRKUTÓL (FIXING THE SHADOW). Handrlt og leikstjórn: Larry Ferguson. Kvlkmyndataka: Robert Stevens. Leikendur: Charlie Sheen, Linda Fiorentino, Michael Madsen, Rip Torn, Leon Rippy.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.