Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 2
Kosningar í franska Sómalílandi: Vilja ekki sjálfstæði (NTB-AFP). Að minnsia kosti 11 manns fciðu bana og 32 særðust í óeirð ih I dag- í Franska Sómalílandi, 400 farast í skýfalli SAO PAULO, Brasiliu, 20, marz (NTB-Reuter). Hjálparsveitir reyndu að brjót ast í dag' til baðstaðarins Cara- guatatuba í Brasilíu, þar sem ótt azt er að 400 manns hafi farizt £ gífurlegu skýfalli. Þimgur sjór, steypiregn og flóð torvelda björgunarstarfið. Skýfall . i<S olli skriðuföllum á ýmsum stöð <um, og vegurinn milli Caraguat. atuba og Sao Paulo lokaðist. Fýlkisstjórinn í Sao Paulo heim sótti baðstaðinn í gær í þyrlu, kvað ástandið mjög alvarlegt, lýsti yfir neyðarástandi í bænum ■og bað um að send yrðu matvæli, lyf og klæðnaður til Caraguatatu- ba. Fundizt hafa 50 lík, en ótt ast er að enn fleiri hafi farizt í bænum. IMargir dráttarbátar og önnur slfip fóru frá Santos í gær með lækna vistir og líjálparsveitir, en Framhald á bls. 10. nýlendu Frakka við Rauðahaf, vegna úrslita þjóðaratkvæða- greiðslunnar i gær, en þá kaus meirihluti kjósenda áframlialð- andi tengsl við Frakkland í stað sjálfstæðis. Louis Saget lanðs- stjóri hefur fyrirskipað útgöngu- bann, og um 300 franskir fall- lilífahermenn voru senðir til höf uðborgarinnar Djibouti í dag. Það voru aðallega fylgismenn sjálfstæðis, sem stóðu fyrir mót- mælaaðgerðunum í dag, og voru 15 leiðtogar sjálfstæðisflokksins, Alþýðuhreyfingarinnar, handtekn- ir. Óeirðaseggir kveiktu í bifreið um og húsgögnum, sem þeir báru út á götur, í hverfi Sómalímanna í Djibouti. Lögreglan skaut á ó- eirðaseggi og varpaði táragas- sprengjum. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn ar verða til þess, að íbúar Franska Sómalílands munu sem fyrr kjósa fulltrúa á franska þjóð þingið, og fara þær kosningar fram í næsta mánuði 60,47% kjósenda eða 22.523 kjósendur kusu áframhaldandi tengsl við Frakka, en 14,734 kusu sjálf- stæði. ' PARÍS: Meirihluti gaullista á franska þinginu hefur minnkað í fjögur atkvæði þar sem óháður frambjóðandi sigraði í kosning- unum í Frönsku Pólynesíu er fóru fram á sunnudaginn. Ekki alls fyrir löngu var haldinn aðalfundur Alþýðuflokksfélags Kópavogs. Á myndinni er nýkjöriu stjórn félagsins: Jón H. Guðmundsson, Trausti Sigurlaugsson, Ásgeir Jóhannesson, Hörður Ingóifsson, formaður og Jón Ármann Héðinsson. Á myndina vantar Eyþór Þórarinsson og Brynjólf Kr. Björnsson> (Ljósmynd: Ólafur Ingólfsson). Ky marsk herða á kur vill GUAM, 20. marz (NTB-Reuter) — Nguyen Cao Ky, forsætisráðherra Suður-Vietnam, hvatti eindreffið til þess í dag, að hert yrði á stríð- inu í Vietnam og dró meö um- mælum sínum athyglina frá þeim málum, sem Bandaríkjamenn hafa viljað leggja mesta áherzlu á í sambandi við Vietnamráðstefnu bandarískra og suður-vietnamskra O/ío stofnar baðströndum enskum í hættu LONDON, 20. marz Harold Wilson forsætisráðherra samþykkti í dag að varið yrði 600.000 punda (um 60 milljónum Frú Gandhi fær traust ÞíiJU DELHI, 20. marr. (NTB- -ftöuter) —. Indira Gandhi og hin -«ýija stjórn hennar hlutu trausts yfj.rlýsingu nýkjörins þings í dag ■fi--?ar vantrauststillaga borin -fram af hægrisinnuðum andstöðu újkkum stjórnarinnar var felld -» eð 257 atkvæðum gegn 162. .Leiðtogi HindúafloScksinb Jan Scmgh bar fram vantrauststillög- una á laugardaginn þar sem fylk- £0 Rajasthan hefur verið sett und Framhald á 15. síðu. íslenzkra króna til þess að bjarga suðvesturströnd Bretlands frá olíubrák frá olíuflutningaskipinu „Torrey Canyon", sem strandaði sjö sjómílum frá Land's End á laugardaginn. í gærkvöldi hafði myndazt 28 kílómetra löng olíubrák úti fyrir ströndinni og óttazt er að hún reki til Cornwall og stofni þannig hinum vinsælu baðströndum og öðrum stöðum sem vinsælir eni af ferðamönnum í hættu, en það gæti orðið alvarlegt áfall fyrir efnahag Cornwallbúa sem hafa miklar tekjur af ferðamönnum. „Torrey Canyon", sem er 61.200 brúttólestir og siglir undir Líberíufána, strandaði á illræmd- um skerjum sem kallast „Stein arnir sjö“. Göt mynduðust á mörg um olíutönkum skipsins og þrjú brezk herskip hafa dælt síðan á laugardag séi'stakri efnablöndu á olíubrákina og á þessi blanda að leysa olíuna upþ. í dag var beðið um aðstoð íieiri skipa, og mörg fiskiskip komu á vettvang. í gær kvöldi var efnablöndunni dreift úr þremur stórum togurum. Maurice Foley flotamálaráð_ herra var sendur á slysstaðinn í gær til þess að samræma starf það, sem unnið er til þess að bjarga ströndum Cornwalls og stjórnin hefur nú ákveðið að styrkja. Mál þetta kom til um- ræðu í Neðri málstofunni í dag og bar þingmaður baðstaðarins St. Ives fram fynrspurn þess efn is hvort unnt væri að kveikja í bæði skipinu og olíunni. Healey landvarnarráðherra varð fyrir svörum og sagði að það væri tæknilega erfitt verk og auk þess yrði að hafa eigendur skipsins með í ráðum. Um 20 skip munu taka þátt í baráttunni gegn olíunni jafnframt því sem sérfræðingar munu reyna að fylla upp í götin á olíuflutn ingaskipinu, sagði Healey. leiðtoga á Guamcyju á Kyrrahafi. Áður en ráðstefnan hófst sögðu bandarískir talsmenn, að á ráð- stefnunni yrði aðallega rætt um hina pólitísku, efnahagslegu og fé- lagslegu aðstoð við Suður-Viet- nam. En Ky forsætisriáðherra lagði aðaláherzluna á hernaðarhliðina, sagði að Norður-Viets|amstjórn heíði þrívegis hafnað tólboðum um friðarviðræður þegar hlé hefði verið gert á loftárásum og spurði nokkurra mælskulegra spurninga: — Hvenær verður Ha- noistjórnin fús til viðræðna? spurði hann. — Hvað þurfum við að bíða lengi? Hve lengi á Hanoi- stjórnin að fá að njóta góðs af því að loftárásirnar eru takmark- aðar við hernaðarleg skotmörk? Hve lengi verður Vietcong Ieyft að hafa igriðastað í Kambódíu, endurskipuleggja lið sitt og senda það aftur til Suðui'-Vietnam? Hve lengi eiga birgðaleiðirnar um Laos að fá að vera í friði? Hve lertgi verður það látið viðgangast að hergögn séu send til hafnar- innar í Haiphong? Hve lengi á að íeyfa Norður-Vietnammönnum að senda liermenn og vopn yfir vopn- lausa svæðið? * VAFI UM FRÍÐARVÍLJA Ummæli Kys urðu til þess að fréttaritarar drógu Mðarvilja Framhald á bls. 14. Norðurlönd hóta EBE BRÚSSEL, 20 marz (NTB) — Tyge Dahlgárd, verzlunar- og markaðs- málaráöherra Dana, lagði £ dag á- herzlu á hótapir Norðurlanda um að draga til baka tilboð sín i Klenjnedy-Umfeí^ viðræðliianna í Genf um tollalæklcanir. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland koma fram sem einn samningsaðili í Genfarviðræðun- um. Þessi lönd lögðu 30. nóvemb- er fram lista yfir útflutningsvörur frá EBE-löndunum til Norðurlanda að verðmæti 1 milljarð dollara, en nú verða þessi tilboð landanna um lækkun tolla á þessum vörum drregin til baka ef EBE bætir ekki sín tilboð. Vörurnar á listanum voru aðallega bílar, vélabúnaður, vefnaðarvörur og efnavörur. Kínaher herðir tökin f Tíbet PEKING, 20. man (NTB-Reuter) — Setulið kínverska hersins í Tí- bet hafa hert á stjórninni í land- inu og tekið í sínar hendur völd ýmissa yfirvalda og opinberra stofnana. Málgagn kínverska kommúnista flokksins í Tíbet vitnaði 7. ,marz í tilskipun frá miðstjórninni í Pek ing þess efnis, að kínverski her- inn skuli hafa eftirlit með öllum Framhald á 14. síðu. 21. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.