Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Oröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasiml:
14906. — Aðsetur: Ailiýðuhúsið við Hveríisgötu, Rvík. — Prontsmiðja
AlþýðublaSsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa*
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðufiokkurinn.
Heilaveita
ÞJÓÐVILJINN birti á sunnudag hugleiðingu eftir
Austra, þar sem fjallað var um það alvarlega vanda-
r iál, að þúsundir sérmenntaðra manna leita á hverju
ári til Bandaríkjanna til atvinnu og búsetu. Önnur
-J nd kosta miklu fé til að mennta efnilegasta æsku-
fúlk sitt, en það sezt siðan iað í velmegunarríkjum
og snýr ekki heim. Þetta er á enskri tungu kallað
„brain drain“ og kallar Austri það „heilaveitu“.
Þetta vandamál er vissulega erfitt viðfangs, og er
ein versta 'hlið þess sú, að oft missa vanþróuð og
fátæk lönd mikið af sérmenntuðu fólki, þau sem
þurfa mest á því að halda. Íslendingar hafa orðið
f rir þessu í allstórum stíl, bæði hvað .snertir lækna,
varkfræðinga og" annað hámenntað fólk, en það hef-
uj; sótt hvað mest til Svíþjóðar og Bandaríkjanna,
Austri notar þetta tilefni til árása á íslenzk yfir-
völd fyrir lélega stjórn á málefnum þjóðarinnar og"
.illan aðbúnað að sérmenntuðu fólki. Þessi ásökun
;er; að því leyti veik, að flestar aðrar þjóðir hafa
crðið fyrir sama vandamáli, og hlýtur þá að vera
sams konar óstjórn um allir jarðir, nema helzt í
Eandaríkjunum, Svíþjóð og sárafáum öðrum ríkjum.
Óvíða er heilaveita meiri vandi en með Bretum.
Var leiðtogi íhaldsflokksins, Ted Heath, um þetta
spurður eftir fyrirlestur hans á laugardag. Játaði
liann, að bæði íhalds- og verkamannastjórnum hefði
gengið illa að stöðva strauminn vestur um haf. Heath
. virtist telja, að stjórn fyrirækja væri helzt um þetta
að kenna. Bretar væru í þeim efnum á eftir tíman-
um og væri þetta orsök þess, ag sérfróðum mönn-
■tim er ekki greitt eins liátt kaup eða sköpuð eins
.góð aðstaða, til dæmis til rannsókna, og tíðkast í
. Ameríku, Hafa Bretar nú lagt mikla áherzlu á að
lioma upp tveim fyrsta flokks verzlunarháskólum til
að hrinda af stað umbótum á þessu sviði.
Enginn vafi er á, að Heath lítur þetta mál raun-
liæfari augum en Áustri og benti þarna á eitt meg-
iuatriði þess. Launakjör og vinnuaðstaða eru þær
• crsakir fyrir brottflutningi sérmenntaðs fólks, sem
oftast eru tilgreindar, þótt fleira komi án efa til.
Scjórn fyrirtækja og stofnana, opinberra jafnt sem
annarra, þarf að verða með þeim hætti, að þær beri
cins hátt kaup og greitt er í Bandaríkjunum og Sví-
þjóð, ef öðrum þjóðum á að haldast á fólki sínu.
Léleg stjórn fyrirtækja er án efa mun meira vanda-
<mál á íslandi en það er í Bretlandi, þrátt fyrir nið-
urstöður Breta um sjálfa sig. Á þessu sviði eru Is-
1 ndingar sannarlega vanþróuð þjóð, sem hefur ver-
iöl sein að gera sér grein fyrir nútíma aðstæðum.
Bétra skipulag og betri stjórn fyrirtækja og stofn-
aýa er án efa ein brýnasta þörf okkar í dag.
$ ' 21. man 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
a
Hin nýja SERVIS, sjálfvirka þvotíavél er framleidd
fyrir hvers konar þvott. Þér getið stillt hana ó ferns
konarhitastig: A/ljög heitt, heitt.volgt eða kalt. Servis
tekur inn ó sig bæði heitt og kalt vatn, og er með
3 kv. suðueiement. — Þér getið ókvarðað þvotta-
tímann, vindutímann, og vatnsmagnið, sem fer inn
á vélina við það taumagn, sem þér látið í hana.
Servis sjálfvirka þvottavélin er á hjólum.
Þér getið haft hana í eldhúsinu og tengt hana við
heita- og kaldavatnskrana og sett afrennslisslöng-
una í vaskinn, — eða fasttengt hana í þvottahúsinu.
KYNNIÐ YÐUR SERVIS OG ÞÉR KAUPIÐ SERVIS
SJÁLFVIRKU ÞVOTTAVÉLINA.
Nærmynd af hinu glæsiiega, fjölvirka stjórnborði SERVIS.
VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA
Tekla
SÍMI 11687 • 21240
LAUGAVEGI 170-172
krossgötum
★ LÆRUM AF MISTÖKUNUM
Þ. V. hefur sent okkur svohljóð-
andi bréf: Þegar mistök verða má af þeim læra.
Þannig er með brunann mikla, sem varð í síð-
ustu viku. Þar er nú í 3jós komið, að því er virð-
ist, að gluggarnir á Iðnaðarbankahúsinu nýja voru
ekki í samræmi við settar reglur um byggingar í
Reykjavík. Ef umræddur veggur hefði verið
gluggalaus, segja sumir, að enginn eldur hefði
komizt í Iðnaðarbankahúsið. Hvað sem um það
má segja, þá veit ég fyrir víst, að þetta var ekki
einsdæmi í Reykjavík. Gæti illa farið á fleiri
stöðum, ef í kviknaði.
Það þarf ekki annað en ganga
um miðbæinn og hafa augun hjá sér til þess að
sjá, t. d. í Grjótaþorpinu, að þar er eins og reglu-
gerðin um 6,30 metra fjarlægð milli húsa með
gluggum á hafi einhvern veginn farið fram lijá
mönnum.
Til mun vera hér í borginni
stofnun, sem eldvarnaeftirlit heitir. Það er vafa-
laust í hennar verkahring að fylgjast með því,
að í þessum efnum sé allt í sómanum. Hvernig
væri nú að gera gangskör að því, að athuga hvar
pottur er brotinn i þessum efnuin, og láta fram-
kvæma úrbætur, áður en stórtjón verður. Ég kem
þessu hér með á framfæri, og vona, að þið getið
birt þessar fáu línur mínar. — Þ. V.
★ HVERS ER ÁBYRGÐIN?
Eins og Þ. V. bendir réttilega á
í bréfi sínu, skiptir miklu að læra af reynslunni.
Nú virðist ljóst, að þarna liefur settum reglum
ekki verið fylgt, hver svo sem bera kann ábyrgð
á því. Eins og gefur að skilja er mikið um bruna
þennan rætt manna á meðal, og það sem almenn-
ingur helzt veltir fyrir sér er þetta: Lendir nú
ekki ábyrgðin að einhverju leyli á eigendum Iðn-
aðarbankahússins, þar sem gluggar voru þar sem
gluggar virðast ekki hafa átt að vera, eða borga
tryggingafélögin umyrðalaust. í þessu tilfej.ll hef-
ur það verið tryggingarfél. borgaranna, Húsatrygg-
ingarfél. Rvíkur, sem tjónið ber, eða með öðrum
orðum, borgararnir í sameiuingu. Þeir hafa breitt
bak allir saman, en láta sér varla lynda að það
sé beygt eða á það lagðar byrðar, ef í ljós kemur,
að hér voru reglur brotnar. Þetta er mikið rætt
manna á meðal þessa dagana, en tíminn mun leiða
í Ijós hvort hér var í óleyfi byggt, eða hvernig
málunum yíirleitt var háttað. — K a r 1.