Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 9
Belmondo
Skofic og
söngkonan
Hér á myndinni sjáum við
Milko Skofic, fyrrverandi eigin-
mann Ginu Lollobrigidu. Sagt
er, að Milko hafi um nokkur ár
verið góður vinur austurrísku
söngkonunnar Ute de Vargas von
Aichbichler og þess vegna hafi
Gina sótt um skilnað.
Hér sjáum við Milko og söng-
konuna koma úr leikhúsinu.
URSULA ANDRESS og systur
hennar hafa oþnað snyrtistofu í
Bern og nýlega fékk Ursula Jean
Paul sinn Belmondo til að koma
þangað og láta raka af sér yfir-
skeggið, sem hafði farið mjög í
taugarnar á Ursulu. Hér sést er
verið er að klippa skeggið af Bel-
mondo og Andress systurnar
horfa á fullar áhuga. Belmondo
og Ursula sjást nú stöðugt sam-
an og búizt er við því að þau
ætli að gifta sig.
rústunum af hrapaðri lyftunni,
kom slysið ekki á óvart.
Dulvitund hennar hafði gert
henni nákvæmlega aðvart um
þann tíma, sem slysið myndi
eiga sér stað.
Forvitrun...
Irene Pugh hafði lengi haft
hugboð um að eiginmaður henn-
ar, Ken, myndi verða fyrir slysí.
Gráan og þungbúinn mánu-
dagsmorgun vaknaði hún og fann
á sér að örlögin teygðu nú enn
hrammana eftir fjölskyldu henn-
ar — og þá sérstaklega eigin-
manninum, Ken, sem var 43ja
ára gamall.
Fram að hádegi var hún í
eldhúsinu, matreiddi og gerði
hreint, og beið þess að klukkan
MARTRÖÐ 1
NÁMU-
BÆNUM
Hún hafði einu sinni áður fundið
á sér aðsteðjandi hættu, það var
á styrjaldarárunum. Þá dreymdi
hana að maður hennar væri í
lífshættu.
Hún vaknaði við að hún hróp-
aði nafn lians. Hana hafði
dreymt að hann væri að drukkna
í úfnum sjó — og að hún reyndi
árangurslaust að bjarga honum.
Daginn eftir fékk liún sím-
skeyti um að maður hennar
hefði særzt og lægi nú ú her-
sjúkrahúsi.
Nú hafði hún aftur þetta ó-
skýranlega hugboð.......
yrði tólf — en þá var maður
hennar væntanlegur heim a£
námuvaktinni.
Er klukkuna vantaði kortér í
eitt var hann enn ekki kominn,
en stundarfjórðungi seinna
heyrði hún loksins fótatak á
tröppunum. Kvíðafullum spurn-
ingum konunnar svaraði liann
með þvi, að hann hefði unfiið
hálftíma aukavinnu.
Ótti hennar virtist ástæðu-
laus. Þrátt fyrir það elti sú til-
finning Irene Pugh, að þessi
mánudagsmorgúnh yrði undan-
fari margra þjáningastunda þar
Golíat hinn nýi
FYRIR nokkrum árum var þessi
golíat hr. Alheimur. En það þýð-
ir, að hann var kjörinn fegurðar-
kóngur heimsins, sennilega fyrir
það að vera fremur vöðvafjall en
maður. Hann er Egypti, og kap-
teinn í hernum. Ætli það megi
ekki segja um hann, að hann
geti ekki sofið fyrir kröftum
til maður hennar myndi að lok-
um verða örlögum sínum að
bráð.
Á miðvikudag var fyrirboð-
inn orðinn að meinloku hjá
henni. Hún reyndi eins og hún
gat að haga sér eðlilega og láta
hvorki mann sinn né unga dótt-
ur, Maureen, verða neins vara
um skelfingu þá, sem gagntók
hana.
„Þegar kvöldið kom, fannst
mér ég raunverulega veik. — Ég
vissi að eitthvað hræðilegt
myndi henda Ken. — Fimmtu-
dagurinn rann upp, rakur og
kalsalegur. Ég gat ekki borðað,
og ég svaf varla um nóttina.
Mér var ómögulegt að taka mér
neitt fyrir hendur innan húss.
Ég gekk bara um með skelfingu
í hjarta.”
Aukavakt...
„Við ætluðum í sumarferðalag
næsta mánudag og mér fannst
að allt myndi fara vel, ef við
aðeins kæmumst gegnum þessa
viku heilu og höldnu.
Á fimmtudag átti Ken aðeins
eftir eina v»kt áður en sumar-
friið byrjaði og þegar ég heyrði
hann koma inn um dyrnar síð-
ari hluta fimmtudagsins, varð
mér töluvert léttara í huga.”
En þá gerðist það: Ken Pugh
kom heim og sagði frá því að
hann hefði ákveðið að vinna
eina aukavakt um kvöldið til
þess að afla meiri peninga fyrir
sumarleyfið. ..
„Nú náði hugboð mitt alger-
lega yfirhöndinni!” segir Irene
Pugh.
„Ég vissi, að ef slysið átti að
Framhald á 10. siðu.
FROTTEHANDKLÆÐI
rósótt, einlit, röndótt, eirtnig gesta og baðhandklæði.
Aldrei meiri úrval en núna.
Nokkrar gerðir af hvítu og mislitu damaski eru ennþá fyr-
irliggjandi, einnig rósótt sængurveralérept.
ATII: Verzlunin verður Iokuff Iaugardaginn fyrir páska.
Verzlun H. TOFT
Skólavörðustig 8.
Rannsóknarstarf j
Aðstoðarstúlka óskast við sýklarannsóknir
að Rannsóknastofu Háskólans. Laun verða |
greidd eftir launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknir sendist Rannsóknastofunni fyrir 1.
apríl nk. ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf.
Stúdentsmenntun eða sérmenntun í rannsókna
tækni æskileg.
RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS
við Barónstíg.
Útgerðarstöð til sölu
Eignir hf. Miðness í Sandgerði eru til sölu ef I
viðunandi tilboð fæst.
\
Nánari upplýsingar gefur undirritaður
BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, hrl.
Sambandshúsinu, sími 12343 og 23338.
ÚTBOÐ
Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í
viðbyggingu við Kópavogsskóla við Digra-
nesveg.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu minni
gegn 2000,00 kr. skilatryggingu.
Tilboðum sé skilað í síðasta lagi 3. apríl,
Kópavogi 20. marz 1967.
BÆ JAR VERKFRÆÐIN GUR.
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG
Folaldakjöt úrbeinað í huff og gullach, —•
hraðfryst í öskjum. Einnig saltað og
reykt folaldakjöt. Hagstætt verð. Sendum
um allt land.
ss
SSáturféEag
SuÖurlands
Söludeild Skúlagötu 20.
Sími 11249.
21. marz 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ®