Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 13
Síml SOIM. MaSur á fiótta Spennandi mynd í litum og Cinema-Scope. Lawrence Harvey. Sýnd kl. 7 og 9. ísleiizkur texti. Sýnd kl. 9. Hávísindalegir hörkuþjófar AfiTurðasnjöll brezk sakamála gamanmynd. ÍSLENZKUR TEXTI, . Sýnd kl. 7 og 9. FJÖLIOJAÍfol • SSAFIROI 1 le9BS»BSF!SBS5«S3aí!Saa EINANGRUNARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboff: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Póstliólf 373. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUFJCENBUR láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- Nú er rétti tímimi til að gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonat hf. Síðumúla 17. sími 30662. 'ú’ Auglýsið í AlþýðublaSinu Framhaldssaga eftir Astrid Estherg ÉG ER SAKLAUS ákveðið að þau giftu sig. Kann- ski dagurinn diafi verið ákveðinn líka. Ég hef alltaf vitað það, hugs- aði Merete. Því finnst mér það þá svo sárt? Ég má ekki hugsa um það . . . FIMMTI KAFLI. Hún reyndi að einbeita sér að vinnunni og hamraði á reiknings vélina, sem bezt hún kunni. Henni fannst þögnin óþolandi. Merete og Tarzan voru ein. Ulrik var í verzlunarferð og Jessen var veikur. Hann lét Merete eft- ir a'ð sjá um kaupreikningana. Hún vann langt fram á nótt og loksins stemmdi allt hjá henni. Hún starði á útkomuna þreytt og velti því fyrir sér, hvort það gæti virkilega verið að þetta væri rétt. Ulrik kom heim til að aka henni til bankans þar sem átti að afhenda peningana og þau hjálpuðust að við að setja upp- toæðirnar oig launaseðlana í um- slögin. Merete fannst hún hafa hita þegar þau óku af stað með aftursætið fullt af umslögum. Það var hún, sem bar ábyrgð á að þessar þúsundir króna kæmust í réttar hendur. — En hvað ég er taugaóstyrk, sagði hún. — Ef ég hef nú reikn- að vitlaust. Ulrik tók pípuna út úr munn- inum og virti hana fyrir sér. — Byrjarðu aftur, sagði hann. Ég var búinn að segja þér, að mér virtist samlagningin afar eðlileg og niðurstöðutalan mjög sennileg. En þú átt vitanlega ekki að bera alla ábyrgðina svona í byrjun. Ég skal yfirfara allt næst, þegar ég má vera að því — og finni ég einhverja vitleysu, leiðrétti ég hana með næsta kaupi. Þú hefur unnið vel og mig langar til að bjóða þér út þegar þetta er búið. — En spennandi. sagði Mer- ete. — Hvert? — Við fáum eitt glas og mat. Svo förum við í gönguferð um skóginn. Áttu eitthvað annað en háhæla skó? — Ég er yfirleitt í sléttbotna skóm, sagði Merete afsakandi. IVIér finnst það þægilegra. Ulrik hrukkaði ennið smá- stund. Kannske hann væri að hugsa um sléttbotna skó Merete og háhælaða glæsilega skó Lou- ise. Merete leit út um gluggann. Sá fyrsti, sem kom að sækja launin var gamli smiðurinn sem járnaði hestana á óðalinu og sá um alla smíðavinnu í smiðju. Góðan daginn, Olav, livernig gengur? spurði Ulrik. — Sæmilega svaraði sá gamli. - Gott. Gamli maðurinn hellti inni- haldi umslagsins á borðið og taldi peningana sína og Merete beið í ofvænj. Henni létti þegar upphæðin virtist rétt. Gamli maðurinn dró upp leðurveski og setti peningana í það. Svo rétti hann úr sér. — Sumir bera gullið utan á sér, urraði hann og leit á rautt hár Merete. Ulrik brosti til henn- ar. — Það er ekkert athugavert við það að hafa rautt hár, sagði hann. 6 -— Nei, sagði gamli maðurinn. Það er ekki allt gull sem glóir. Hann gekk til dyranna. Hann var lítill og krepptur og Merete velti því fyrir sér við hvað hann liefði átt með þessum orðum. Þau höfðu mikið að gera næstu tíma. Ulrik leit á klukk- una. — Þetta gekk eins og í sögu, sagði hann. — Nú förum við. Merete tók saman listana og setti þá í tösku Ulriks. Það gladdi hana að þau fóru ekki beint til Ulrikslunds. Þar hafði Louise augun alls staðar. Hárið á Merete flaug fyrir vindinum. Hér var fagurt, enda hafði Ulrik sagt henni það áður. Hún var ekkert hrædd í bílnum. Ég hef yfirunnið óttann, hugs- aði hún. Það er friðsældin á óð- alinu sem hefur læknað mig. Ulrik leit á hana. — Hvernig leizt þér á gamla smiðinn? spurði hann. — Ilann var víst ekkert' kurt- eis, sagði Merete. — Ég held að hann hafi ékki verið ókurteis heldur, sagði Ul- rik. — Maður veit aldrei við hvað hann á. En svo síðar kem- ur það í Ijós og þá undrast mað- ur vizku hans. Stundum virðist hann heimskur, en svo er ekki. Fólk segir að hann sé skyggn og framsýnn. — Það finnst mér óhugsan- legt, sagði Mercte. Bara að hann sæi aðeins fram tíðina en ekki fortíðina með leyndarmáli hennar. F SJOTTI KAFLI. Merete' steig út úr bílnúm. — Loftið í skóginum var heil- næmt og ferskt og býflugurnar suðuðu. Grá ský voru á liimn- inum. Ulrik gekk eftir litlum stig inn í rjóður. — Finnst þér ekki fallegt hérna? spurði hann. Skyndilega lieyrðust drunur. — Hvað var þetta? spurði Merete óttaslegin. — Þrumur, sagði hann. — Þær eru langt undan, en við skul- um setjast í bílinn. Seinna komu fleiri þrumur og eldingar og regnið helltist yfir þau. — Vertu ekki hrædd, sagði Ulrik. — Þessu lýkur fljótlega. Þau voru gegnblaut áður en þau komust aftur að bílnum. Skyndilega missti Ulrik fótfest- una og rann niður bakkann. Merete varpaði ' sér áfram og greip í hann. Hún hélt takinu en nokkurir steinar fyrir ofan þau losnuðu og ultu niður lilíð- ina. Sennilega hafði eldingunni slegið niður fyrir ofan. Nokkr- um sekúndum síðar var þessu lokið. Ulrik leit á hana. Hann var kríthvítúr. — Hvernig 'fór fyrir þér? Þú hefur þó ekki fengið stein í þig? Þú bjargaðir lífi mínu. Ég hefði hálsbrotnað eða hrygg- brotnað, ef ég hefði runnið nið- ur skriðuna. Hann reis á fætur og kippti henni upp. Svo tók hann um axlir hennar. — Þú titrar öll. Vertu ekki hrædd. Því er lokið. En einmitt í þessu kom ein elding til. Andlit hans laut yfir hennar og varir ihans kysstu varir hennar. Óð af ótta þrýsti hún sér að honum. Bjart Ijósið olli því að hún endurlifði nótt- ina, sem slysið varð. Hvítir geislar Ijósanna. Tréð, sem þaut að vagninum. Hún opnaði aug- un og sá regndropana renna nið- ur andlit hans og á hennar. Hún titraði. Elska ég hann? Ulrik Ieit á hana. Hún hefur falleg augu, hugsaði hann. Þau eru græn. Loksins veit ég hvern- ig þau eru á litinn. En af hverju er svipur hennar svona? Hann strauk yfir hár sér, en það gerði hann alltaf ósjálfrátt, ef eitt- hvað kom honum úr jafnvægi. Hvað hef ég gert? — Ég ætla að giftast Louise. Ég meinti ekkei’t með þessu — ég má ekki meina neitt með þessu. Hann laðaðist að henni, hann laut ýfir hana og það lá við að hana kenndi til, svo fast tók hann utan um hana. En enginn vöðvi hi'ærðist í andliti hennar. Samt fannst lxonum hún bíða hans — bíða kossa hans. Ulrik slepptí henni. Hann varð að slítá sig lausan áður en hann missti algjöx-lega stjórn á sér. Hann stóð á fætur. Smástund starði hann á hana. Næstum reiðilega. Svp lagði hann af stað og hún elti liann eins og svefngengill. Ulrik opn- aði dyi-nar. — Kanntu á bíl? spixrði hann án þess að líta á hana. Martröðin kom aftur yfir hana. Hún hrökk við. Við hvað átti liann? Hún skalf. — Nei. — Ég meiddi mig í vinstri hendinni og mig kennir skolli íxiikið til. Geturðu ekki reynt að aka niður eftir? Ég skal segja þér hvað þú átt að gera. — Nei, ég þori ekki .. Hún séttist inn í bílinn. Hún vildi heldur ganga alla leiðina Bruni Framhald af bls. 3. viff Þjóffveg á Akranesi. Þegar slölxkviliffiff kom á staff inn var mikill eldur i húsinu sem er gramall Ixermannaskáli meff viff byggingu úr timbri, og' brann þaff að mestu, nenxa hvaff skáliim stendur uppi. Tvær fólksbifreiffir voru í hús inu, Moskvitch árgerff 1960 og Chevrolet árgerff 1955 og brxmnu þær báffar og' eru gjörsamlega ónýtar. Auk þess brunnu öll verk færi verkstæffisins og málningar lager. Veffur var slæmt þegar eld urinn kom upp og brann húsiff á skömmum tíma. Taliff er aff kviknaff hafi í út frá rafmagni. Kosningaaldur 'Frainhau) ii i síðu. og sé fjárráður. — Kosningalög setja að öðru leyti nánai’i reglur um Alþingiskosningarí1. í gær var einnig lagt frani á Alþingi frumvarp um stjórnai’- ski'árbreytingar frá Einari Ol- geirssyni og Ragnari Arnalds. Leggja 'þeir meðal annars til, að kosningaaldur megi ákveða með venjulegum lögum. Litlafeli Framhald af 1 síðu. til að setja dráttartaug frá Þor- keli mána yfir í Litlafell. Var því verki lokið um kl. 2, en þá hélt Þorkell máni með skipið í átt til Reykjavíkur. Hafði veður þá lægt mjög og er skipin voru stödd við Ólafsvík seinni partinn í gærdag, er blaðið hafði samband við skip- stjói’ann á Litlafelli, var komið ágætisveður. Sagði Ásmundur að allt hefði gengið prýðilega og yrðu þeir væntanlegir til Reykja- víkur á morgun, ef allt gengi sam- kvæmt áætlun og veður ekki breyttist til hins verra. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. ALLT TIL SAUMA ¥ 21. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.