Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 14
Skoöunarstöð
Framhald af 7. síSu.
ustu vegi landsins á næstu 5 árum.
Vegamálin voru í skýrslunni tal
in stærstu hagsmunamál bifreiða
eigenda og raunar eitt mesta vel
ferðarmál þjóðfélagsins. í þeim
efnum erum við meðal frumstæð
ustu þjóða og hefur það staðið
varanlegri efnahagsþróun og eðli
tlögri nýting á nútíma tækni fyrir
þrifum. Þjóðarnauðsyn býður að
nú verði breytt um stefnu og vega
málin tekin til raunhæfrar með-
fc-rðar. Hinir sóðalegu vegir eru
jafnmikill smánarblettur á þjóð
■iuni eins og lúsin var hér um síð
u: tu aldamót.
★ FÍB BKEYTT í
LANDSSAMTÖK.
Stjórn FÍB kaus á fundi sínum
17. marz 1966 eftirtalda þrjá
menn í nefnd til þess að endur
skoða lög- félagsins og gera til
liigur að nýjum Iögum: Magnús
Höskuldsscn, skipstjóra, ritara fé-
lagsins, Magnús H. Valdimarsson
framkv.st. félagsins, og Árna Guð
jónsson hrl. lögfr. félagsins.
Störf nefndarinnar miðuðust
við það að frumvarp að nýjum
lögum gæti legið fyrir næsta aðal
fundi FIB. Nefndin kynnti sér m.
•a. skipulag samskonar félaga á
‘Norðurlöndum. Þegar nefndin
hafði lokið störfum í árslok, lagði
tr.'n tillögur sínar fyrir stjórnina
sem óskaði nokkurra breytinga.
■ Höfuðefni hinna nýju laga og
(ijieytingin frá því sem áður var,
icr að nú er félagið landsfélag eða
'Jj.ndssamband þ.e. liver einstakur
fótagsmaður getur haft áhrif á
kosningu stjórnar félagsins hvar
eem hann er staðsettur á landinu.
tLandinu öllu er skipt niður í 6 um
dæmi. Hvert þessara umdæma kýs
fulltrúa til fulltrúaþings FÍB, sem
Cialda skal einu sinni á ári. Á
þessu fulltrúaþingi ér stjórnin
kcsin, og stefna og höíuðviðfangs
efni félagsins ákveðin. Þá hafa lög
in einnig að geyma nýmæli um ráð
stefnur með umboðsmönnum og
etarfsmönnum félagsins, en slík
j’ ðstefna sem haldin var á sl.
t usti og getið er um hér að fram
avi þótti gefa góða raun og fyrir
heit um mikla gagnsemi slíkra
frnda. Lagafrumvarpið eins og
það var lagt fýrir aðalfundinn
var samþykkt einróma. Gert er
ráð fyrir að fyrsta fulltrúaþing F
ÍQ komi saman á þessu ári,
★ AUKIN ÞJÓNUSTA.
Á fundinum var einnig skýrt
ftá því að félagið hefur þegar
aukið starfsemi isína á þessu ári
■og ákveðið að bæta við ýmsum nýj
un þjónustugreinum. Má þar
nefna, að frá síðustu áramótum
hefur verið starfrækt kranabíla
Jtjónusta fyrir félagsmenn í
Reykjavík og nágrenni. Ætlunin
■co að auka þessa þjónustu þannig
■að hún verði starfrækt allt árið og
félagsmenn geti notið aðstoðar
iiennar þegar bílar þeirra verða
ógangfærir fyrirvaralaust af hvaða
orsökum sem er. Þá er gert ráð
fyrir að í sambandi við vetrar
þjónustuna verði veitt aðstoð við
að setja keðjur og snjóbarða á
bifreiðir. Þá er fyrirhugað að auka
útgáfu Ökuþórs á árinu,
£4 21. marz 1967 - ALÞÝÐU
Kostnaður við að starfrækja
þessa þjónustu er að sjálfsögðu
mjög mikill, en gert er ráð fyrir
að hluti af þjónustunni verði inni
falinn í árgjaldi félagsmanna. Þá
er ákveðið að sett verði á stofn
á þessu ári skoðunarstöð fyrir ör
yggistæki bifreiða. Er hér um að
ræða veigamikla öryggisþjónustu
auk þess sem slíkt eftirlit með bif
reiðum getur lækkað viðgerðar
og rekstrarkostnað þeirra mjög
verulega. í Danmörku hefur þjón
usta þessi reynzt mjög vinsæl og
talin hagkvæm og mikilsverð fyr
ir bifreiðaeigendur víðsvegar á
landinu, þar sem erfiðleikar eru á
að útvega varhaluti. Þjónusta
þessi verður að mestu leyti inni
falin í árgjaldi félagsins.
Handbolti
Framhald af 11. síðu.
★ FRAM VANN VÍKING
AUÐVELDLEGA
Leikur Fram og Víkings var
mjög jafn til að byrja með. Fram
skoraði fyrsta markið á þriðju
mínútu, en Víkingar jafna úr víta-
kasti. Það var ekki fyrr en á 10.
mínútu, að Framarar tóku forust-
una á ný, en þeir héldu henni
það sem eftir var. Þeim gekk þó
illa um tima gegn ákvéðnum Vík
ingum, sem voru óheppnir á köfl-
um. Eftir fimmtán mínútna leik
var staðan 5:3 fyrir Fram, en á
síðustu mínútum fyrri hálfleiks
náðu Framarar sér verulega á
strik og m.a. skoraði Gunnlaugur
fjögur mörk í röð, sum glæsilega,
þannig að staðan í hléi var 13:7.
í síðari liálfleik reyndu Víking-
ar að taka þá Gunnlaugi og Ing-
ólf „úr umfcrð“, en ekki batnaði
staðan hjá þeim við það, Fram-
arar voru mun hreyfanlegri og
léku sér að hinum annars efni-
legu liðsmönnum Víkings. Annars
er það mikill galli lijá Víkingslið-
inu að ætla einum manni, þó góð-
ur sé, að skora öll mörkin, það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Lokatölurnar voru 31:16, síðustu
mínúturnar var um algert marka-
regn að ræða á kostnað gæðanna.
Lið Fram hefur ekki verið betra
í háa herrans tíð, en nú í tveim
síðustu leikjum gegn Haukum og
Víking. í liðinu er hvergi veikur
hlekkur, en máttarstólpar þess eru
Gunnlaugur, Ingólfur, Sigurður
Einarsson, Þorsteinn Björnsson
og Gylfi Jóhannesson, sem er í
stöðugri framför.
Eins og fyrr segir, er Víkings-
liðið ágætt, en nokkuð mistækt,
þeir geta átt það tii að ógna hvaða
liði sem er, en eiga erfitt með að
þola mótlæti. Bezt.u menn eru Jón
Hjaltalín, Einar Magnússon, Þór-
arinn Ólafsson og Einar Hákonar-
son. Valur Ben. dæmdj leik Vík-
ings og Fram og gerði það vel.
Körfubolti
Framhald á 11. síðu.
missa knöttinn og Agnar skorar
úr fallegu stökkskoti og síðan bæta
ÍR-ingar fjórum stigum við og
tryggja sér þar með sigurinn í
þessari tvísýnu baráttu með 66
stigum gegn 60.
ÍR-ingar léku nú sinn lang-
bezta leik um langt skeið. Allir
leikmenn liðsins voru virkir og á-
kveðnir og tókst livað eftir ann-
að að opna vörn KR með frábær-
um leikfléttum. Hittni liðsins var
með bezta móti og leikur þess all-
ur hinn glæsilegasti.
Agnar var stigahæstur með 19
stig og átti ágætan leik. Jón Jón-
asson skoraði 16 stig, en hann og
Skúli Jóhannsson áttu hvað stærst
an þátt i sigri liðsins. Birgir Jak-
obsson átti góðan síðari hálfieik
og skoraði 13 stig, og Hólmsteinn
var hinn trausti maður liðsins,
jafnt í sókn sem vörn.
KR-ingar léku vel allan tímann
og sýndu, að þeir leika þeim mun
hetur, sem mótstaðan er sterkari.
Leikur þeirra var oft með glæsi-
brag, hittni góð og leikaðferðir
mjög árangursríkar. Þeir reyndu
nokkrum sinnum að beita svæðis-
pressu sinni, en það mistókst að
mestu leyti, vegna þess, að gegn
reyndu liði, sem hefur góða knatt
meðferð og hraða eins og ÍR liðið
hefur, verður hún bitlaust vopn
og aðeins til trafala. Gunnar Gunn
arsson átti bezta leik KR-inga að
þessu sinni. Hann skoraði 12 stig,
sem hefði getað orðið mun meira,
ef liðið hefði igefið honum tæki-
færi til að hafa sig meira í
frammi. Hjörtur átti ágætan leik
og skoraði 19 stig, og Kristinn
átti ágætan varnarleik og liirti
mörg fráköst.
Dómararnir Jón Eysteinsson og
Marinó Sveinsson skiluðu erfiðu
hlutverki sínu með ágætum.
Söngkona
Framhald af 3. síðu.
„Kathleen .Toyee, altsöngkona frá
Wales, fyllti salinn einhverjum
göfugustu liljóðum, sem þar hafa
heyrzt. Röddin er sönn altrödd,
jöfn frá lægstu tónum til hinna
hæstu. Frá henni lieyrist enginn
tónn. sem er ekki nákvæmlega
eins og hún vill, að liann sé og
hefur ekki verið fullkomlega mót-
aður.“
Pétur Pétursson hefur annazt
fyrirgreiðslu, varðandi hingað-
komu þessarar söngkonu.
Kínaher
Framhald af 2. síðu.
opinberum skrifstofum, bönkum,
samgöngum, pósti og síma og öðr-
um yfirvöldum og stofnunum.
Hver sá sem berjist gegn þessum
ráðstöfunum muni hljóta sömu
meðferð og gagnbyltingarmenn. í
annarri tilskipun er skorað á fólk
að snúa aftur á vinnustaði og auka
framleiðsluna.
Áður hefur málgagn kínverska
kommúnistaflokksins í Tíbet sagt
frá því að stjórn mála í Tíbet væri
í höndum byltingarnefnda þar
sem bæði herdeildir í landinu og
samtök Maostnna ei'gi Ifulltrúa.
En fréttaritarar í Peking telja nú
allt benda til þess, að Tíbet sé á
valdi hersins líkt og önnur kín-
versk fylki og héruð.
□ Pekingblöðin sögðu frá því í
dag, að ákvörðun um að láta her-
menn hjálpa til við verkstjórn og
framleiðslustörf hafi vakið mikla
hrifningu. Sjónarvottar segja, að
aðstoð hermannanna, sem komu
þrammandi með bumbuslætti og
lúðrablæstri, hafi komið algerlega
flatt upp á stjórnendur fyrirtækja
og verksmiðja.
□ Sendifulltrúa Breta í Peking
var í dag afhent mótmælaorðsend-
ing frá kínversku stjórninni vegna
heimsókna bandarískra 'herskipa í
Hongkong. Brezka stjórnin er sök-
uð um að leyfa Bandaríkjamönn-
um að nota Hongkong fyrir striðs-
bækistöð. Rúmt ár er liðið síðan
Kínverjar báru fram svipuð mót-
mæli.
Laxness
Framhald af 3. síðu.
um sig og mega kynnast ögn liug
hans eins og sakir standa til ís
lenzkrar menningar að fornu og
nýju.“
íslendingaspjall er 129 bls. að
stærð og skiptist bókin í 13. kafla
sem nefnast: Hvernig er hægt að
vera rithöfundur á íslandi; Bæk
ur með germönum; Meira um gull
aldarbókmenntir; Rithöfundar í
íslenzku nútímaþjóðfélagi; íslend-
ingar þjást af sjúkdómi sem er
verri en hungursneyð; Hjátrú og
staðreyndir í bókaútgáfu; Hvers
konar fólk byggði ísland: Víking
ar; Bókmenntaskóli rís; Að læra
íslenzku; Akademían áfraih: Gest
risni á íslandi; Flatneskja á ís-
landi.
Ky marskáikur
Framhald af 2. síðu.
hans í efa, en liann sagði að ef
mynduð yrði samsteypustjórn með
kommúnistum yrðu fórnir þúsunda
Vietnammanna til einskis. Dean
Rusk utanríkisráðherra og Robert
McNamara forðuðust að ræða hina
hvassyrtu ræðu Kys.
Á ráðstefnunni fékk Johnson for
seti uppörvandi skýrslur um þró-
un stríðsins og aðstoð Bandaríkj-
anna við friðunaraðgerðir í Suð-
ur-Vietnam. Johnson sagði á ráð-
stefnunni, að Saigonstjórnin hefði
frumkvæðið og Vietcong og Norð-
ur-Vietnammenn hefðu orðið fyr-
ir miklum áföllum. Á næstu mán-
uðum verður framkvæmd vænt-
anlegra kosninga í Suður-Vietnam
mikiivægari en nokkur hernaðar-
aðgerð, sagði hann.
Ráðstefnunni á Guam lýkur á
morgun og halda fundarmenn þá
heimleiðis. Talið er að Johnson
haldi til búgarðs síns í Texas og
dveljist þar um páskana.
★ ÁTTA TÍMA UMSÁTUR
Vietcongmenn héldu bandarískri
■hersveit í herkví í átta tíma á
svæði einu 50 km fyrir norðan
Saigon um helgina. Að lokum
hröktu Bandaríkjamennirnir, sem
voru mun fámennari, árásarmenn-
ina á flótta. 217 Vietcongmenn
voru felldir, en aðeins tveir
Bandaríkjamenn féllu.
Bandaríski iherflokkurinn tek-
ur þátt í 'hreinsunaraðgerðunum
„Junction City“ er 'hófust 22. feb.
25.000 bandarískir hermenn taka
þátt í aðgerðunum og hafa 1.117
skæruliðar fallið síðan aðgerðirn-
ar hófust.
Bandarískar flugvélar réðust i
gær á stærsta stáliðjuver Norður-
Vietnam, við Thai Nguyen, ann-
an daginn í röð. Fjórar árásir
hafa verið gerðar á stáliðjuverið
á níu dögum.
Veðurofsá i
Framh. af bls. 1
kólnandi veðri.
Um helgina var ekkert flogið
innanlands vegna óveðursins en í
gær hafði veðrinu slotað nokkuð og
í gær kl. 3 var flogið til ísafjarð-
ar. Einnig var flogið til Akureyr-
ar, Patreksfjarðar, Hornafjarðar,
Vestmannaeyja en í gærkvöldi
átti að reyna að fljúga til Sauð-
árkróks og Egilsstaða. Utanlands-
flugið var að mestu eftir áætlun
um helgina, þá urðu nokkrar
seinkanir.
Miklar rafmagnstruflanir urðu
hér á Suðvesturlandi vegna óveð-
ursins. Mikil selta hafði sezt á ein-
angra á línum og tækjum í spenni
stöðvum. Þegar svo raki kemur á
seltulagið myndast skammhlaup
yfir einangrana, þeir verða leið-
andi í stað þess að einangra og
þessi var orsökin fyrir rafmagns-
bilunum. Mest er hætta á skamm-
hlaupi, þegar seltan berst á ein-
angrana í þurru veðri, en síðan
kemur slydda eða snjór. Á laug-
ardag varð bilun í aðalrofa fyrir
Sogs-línunni og varð rafmagns-
laust í um klukkutíma í Reykja-
vík, Hafnarfirði og á Suðurnesj-
um. Á laugardagskvöld varð svo
bilun á Lögbergslínunni og varð
þá rafmagnslaust í rúman hálf-
tíma í Árbæjarhverfinu. Á sumui
dag urðu svo miklar truflanir á
línum á Suðurlandi, t.d. á Selfossi,
Einnig varð rafmagnslaust í Hafn
arfirði á sunnudagskvöld í um 15
mínútur.
ISERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Þökkum af alhug' ölluni þeim sem sýnt hafa okkur vinar-
liug og- samuð vegna fráfalls og útfarar föður okkar, tcn«<la
föður og afa
FRIÐFINNS V. STEFÁNSSONAR
Ennfremur þökkum við sérstakle'ga alla aðstoð við leit aS
hinum látna.
Árni Friðfinnsson, Kristinn R. Friðfinnsson,
Sigurður J. Friðfinnsson, Helga S. Friðfinnsdóttir,
Sólveig Friðfinnsdóttir, Lípey Friðfinnssdóttir,
tengdabörn og barnabörn.