Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 3
Varð undir fiski-
kassa og beið bana
Höfn í Hornarfirði — KI-SJÓ.
Aðfaranótt sunudags, rétt eftir
miðnætti, varð banaslys í fiskiðju
Kaupféiags Austur-Skaftfellinga,
er fiskikassi datt af lyftu og féll
á Sigurð Vilhjálmsson, með þeim
hörmulegu afleiðingum, að hann
beið bana samstundis.
Sigurður bjó í Flatey á Mýr-
um ásamt fósturbróður sínum,
Guðjóni Jónssyni. Sigurður var
39 ára og ókvæntur. Faðir hans
var Vilhjálmur Guðmundsson. en
þau hjónin búa að Gerði í Suð
ursveit. Þau höfðu áður misst
annan son sinn fyrir tæpum
tveim árum, er hann drukknaði í
ósi, framan við Gerðisbæ
Kassi sá, er féll á Sigurð er
um eitt tonn að þyngd. Kannsókn
þessa máls er enn á byriunar-
stigi, en ljóst er, að einhverjuhef
ur hér verið ábótavant. Sigurður
hafði unnið skamman tíma í fisk
Bruni á
Akranesi
Reykjavík, — Ildan.
KI. rúmlega níu síðastliðið laug
ardagskvöld brann málningarverk
stæði bifreiðaverkstæðisins Vísis
Framhald á 13. síðu.
Stolið fyrir
tugi þúsunda
Frá því í haust haja tveirungl-
ingar í Kópavogi, 16 og 17 ára,
brotizt inn á jjölmörgum stöð•
um, bæði í Kópavogi og Reykja-
vík, og hafa þeir stolið peningum
og öðru verðmætu jyrir tugi þús-
unda.
Auk peninganna, sem þeir hafa
stolið, hafa þeir einnig haft á
brott með sér tóbak, vín, sælgæti,
ýmis verkfæri o.fl. Til að mynda
stálu þeir nýlega 26 flöskum af
áfengi, sem geymt var í félags-
heimilinu í Kópavogi, og oft liafa
þeir stolið miklu í einu. Hafa þeir
alltaf vcrið einir við þjófnaði
þessa, utan einu sinni, er einn
kunningi þeirra á svipuðu reki,
slóst í hópinn.
| Kvenfélag Al-
| þýðuflokksins
I Aðalfundur Kvenfélags Al-
i þýðuflokksins í Reykjayík
= verður haldinn þriðjudag-
i inn 28. marz kl. 8,30 í Ing-
i ólfs-Café.
1 Á dagskrá: Venjuleg að-
| alfundarstörf. FélagskonUr
l eru hvattar til að sækja
| fundinn. — Stjórnin.
in 11111111111 iii ■iimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiimiiiiiiiiiiM iii iiniiiii
hjá Örlygi
Rvík, SJÓ.
Á laugardaginn kom upp eldur
í vinnustofu Örlygs Sigurðssonar,
listmaiara, að Hafrafelli í Laugar-
dal.
Er slökkviliði'ð kom á vettvang
var þar mikill eldur og logaði ut
um þakglugga á aústurhlið húss-
ins. Fóru slökkviliðsmenn þá til
og rufu gat á austurhlið hússins
og -beindu þar liáþrýstislökkvi-
tækjum að eldinum. Sló þegar á
eldinn, en skemmdir urðu samt
talsverðar. í geymslu uppi á lofti
geymdi listamaðurinn vatnsliti
sína, en sú geymsla slapp ó-
skemmd. Ekki munu málverk Ör-
lygs hafa orðið fyrir verulegum
1 skemmdum af völdum eldsins.
Ný bók eftir
Laxness
Út er komin hjá Helgafelli ný
bók eftir Halldór Laxness, ís-
lendingaspjall, eins konar viðauki
- við Skáldatíma hans. í formála
segir höfundur að bókin sé samin
fyrir tilmæli sænskra forleggjara
hans, Rabén & Sjögren, sem hafi
beðið hann að gera langan ís-
landskapítula, innskot í nýja út-
gáfu þeirra á Skáldatíma. ,.í ann
an stað er kverið miðað við ósk
ir íslenzkra lesenda sem fannst
ég liefði í Skáldatíma svikið þá
um þá ánægju að fá sjálfsmynd
af höfundinum með ísland kring
Framhald á bls. 14.
iðjunni.
SKÁLDSAGA EFTIR
HILMAR JÓNSSON
Foringjar falla, nefnist skáld_
saga eftir Hilmar Jónsson, bóka-
vörð í Keflavík, sem nýkomin
er út hjá Helgafelli, „hvöss þjóð-
félagsdeila, einkum á framkvæmd
dómsmála um þessar mundir", seg
ir í kynningu bókarinnar á kápu
síðu. Þetta er fyrsta skáldsaga
Hilmars, en áður hafa komið út
eftir hann þrjú greinasöfn um
stjórnmál, bókmenntir og um
upþruna íslendinga. Getur höf-
undur þess í athugasemd í upp-
hafi bókar að persónur hans styðj
ist ekki við neinar raunverulegar
fyrirmyndir, hins vegar verði ekki
komizt hjá því í þjóðfélagsádeilu
að taka atvik úr samtímanum og
leggja út af þeim. Foringjar fallá
er 89 bls. að stærð, prentuð í
Víkingsprenti.
Þetta er fyrsta „ádeilubókin"
sem út kentur hjji Helgafelli í ár,
Framhald á 10. síðu.
Þessi mynd var tekin af æfingu Pólyfónkórsins í Laugardalsliöllinni fyrir helgi.
Ensk altsöngkona
syngur hér á landi
Hin þekkta, enslca altsöngkona
Kathleen Joyce er nú stödd hér á
landi í hljómleikaför, 'og gefst al-
menningi í Reykjavík, Isafirði og
Vestmannaeyjum kostur á að hlýða
á söng hennar næstu daga.
Listakonan syngur með Pólyfón
kórnum í Jóhannesarpassíunni
eftir Bach í Kristskirkju í dag
og í íþróttahöllinni i Laugardal á
skírdag. Þá mun hún flytja söng-
skemmtun á páskadag í Vest-
mannaeyjum, en þaðan heldur
hún til ísafjarðar og syngur þar
á hljómleikum miðvikudaginn 29.
marz. Loks heldur hún hljómleika
í Reykjavík mánudaginn 3. apríl
í Gamla bíó. Auk þess mun hún
port í Wales 1923 og kom fyrst
fram í London 1951 í Matteusar-
passíunni eflir Bach. Síðan hef-
ur hún .sungið víða um lönd, m.a.
verið nýlega í hljómleikaför um
Norðurlönd og Bandaríkin. Marg-
ir frægir hljómsveitarstjórar hafa
boðið henni að syngja með hljóm
sveitum sínum og má af þvi sjá,
að ungfrú Joyee er söngkona á
heimsmælilcvarða, sem nýtur álits
fremstu manna tónlistarinnar í
mörgum löndum. Hún er einnig
tíður gestur í brezka útvarpinu.
Einn tóniistargagnrýnandinn
hefur komizt svo að orði um söng
hennar í Matteusarpassíunni:
Framhald á bls. 14.
syngja í aðventistakirkjunni við
Ingólfsstræti föstudaginn langa.
■ Kathleen Joyce er fædd í New
Kviknar í
21. marz 1967
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3
iniHiiniiniiiiHHuiiiiiiimiiiniiiiniiiiiimnnimimiiimiimmuiii