Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 8
Frá Akranesi til London:
Piltarnir í Dúmbósex
tettinum segja frá
EKKI alls fyrir löngu fóru sjö
íslendingar, nánar tiltekið Akur-
nesingar, til London. Hér var á
ferðinni. Dumbó sextett og Steini
og ástæðan fyrir þessari utanför
var hljómplötuupptaka. í þess-
ari reisu átti sem sagt að hljóð-
rita átta lög fyrir U.F.-útgáfuna
„og allir komu þeir aftur og
enginn-þeirra dó,” má bæta við.
Sl. föstudag skemmtu þeir á
dansleik, sem haldinn var í Sig-
túoi af Loftskeytaskólanum og
þar sögðu þeir okkur frá utan-
förinni.
í) mbó sextett og Steini — ein vinsælasta hljómsveitin í dag.
SVIÐS
- *; ^ °
■ m
— Ég fékk fri fyrsta dag upp-
tökunnar, byrjaði Steini, því þá
var eingöngu tekið upp undir-
spilið á fyrri plötunni. Daginn
eftir kom að mínu hlutverki, sem
gagt:að syngja textana. Síðan var
þessu hvoru tveggja sullað sam-
an eftir kúnstarinnar reglum og
ég held að ég mæli fyrir munn
okkar allra, þegar ég segi, að
útkoman hafi verið mjög góð.
—- Já, það er enginn vafi á
því. Það er trommuleikarinn —
Ragnar Sigurjónsson — sem hef-
ur orðið. Lögin á fyrri plötunni
heita: „Ég sendi henni blikk,”
„Angelia,” en það er eina er-
lenda lagið á plötunni. Hin eru
öll samin af Skagamönnum. Þau
tvö næstu samin af meðlimum
hljómsveitarinnar, „Skammdegi”
og „Hringferðin.” Ferðin tók i
það heila átta daga, átta ógleym-
anlega daga. Að sjálfsögðu vorum
við í okkar beztu fötum, en við
urðum brátt varir við einkenni-
leg augnatillit, er við gengum um
göturnar í London. En við vorum
ekkl lengi að kippa þessu i lag
og fórum allir sem einn í hina
frægu Carnaby verzlun og dress-
uðum okkur upp á enskan máta
og ér út kom hurfum við í fjöld-
ann eins og við værum hrein-
ræktaðir enskir æskumenn. En
athyglin beindist aftur að okkur,
þegar við ræddum saman. Það
gizkuðu margir á að tungumálið
væri ítaiska eða jafnvel rúss-
neska.
— Þeir voru nú í meirihluta,
grípur Steini fram í, sem gizk-
uðu á að við værum Norður-
landabúar. Að sjálfsögðu litum
við inn í marga klúbba, þar sem
brezkar beathljómsveitir skemmtu,
en sú minnisstæðasta var tví-
mælalaust ein, sem nefndi sig
Fox. Það er mikið talað um það,
að ísleifzkar beathljómsveitir séu
alltof háværar, en allir heilagir
hjálpi þessu fólki, ef það ætlar
Söngvari Dumbó — hinn ómiss-
andi Steini.
Ásgeir Guðmundsson — hinn 24
ára gamli hljómsveitarstjóri
Dumbó sextetts.
að skemmta sér á brezkum dans-
stað. Þá fyrst kynnist það hvað
hljómsveit getur verið hávær, en
þar er það ekki neinn einstakur
hljóðfæraleikari, sem rífur sig
langt upp fyrir hina eins og oft
vill brenna við hér heima.
— Sem Akurnesingar gátum
við ekki verið þekktir fyrir ann-
að en að „fara á völlinn,” segir
Ragnar og yið sáum alveg skín-
andi skemmtilegan leik á milli
Arsenal og Chelsea. Arsenal
vann 3—2. :Þetta var á fimmta
r-
degi okkar ji London.
— Gleymdu ekki bíóferðinni,
skýtur Steiiji inn í.
— Ég var' einmitt að koma að
því. Það ?var ómögulegt að
komast hjá þvi að fara í bíó, því
það voru þrjú vegleg kvikmynda
hús í sömu götunni og hóteliö,
sem við héldum til á. Það var
verið að sýna „Sound of music,”
nýju Chaplin myndina og „Dr.
Zivago.”
’Framhald á 15. siðu.
Brezk hljómsveit í
heimsókn í Rvík.
ÞEIR eru fimm frá Birming-*
ham, sem skipa hljómsveitina
Q u i e k . Þessir fjörmiklu piltar
eru nýkomnir til íslands og komu
fram í fyrsta sinn opinberlega
hérlendis í Sigtúni sl. föstudag.
Q u i c k flutti fjögur eða fimm
lög við mikinn fögnuð áheyrenda
enda skipa hljómsveitina mjög
góðir hljóðfæraleikarar.
Hljómsveitarstjórinn kvaðst
vera ánægður með móttökurnar.
Við vorum bara ekki nógu vel
undir þetta búnir. Komum t. d.
ekki fram í einkennisklæðnaði
hljómsveitarinnar, sem mörgum
þykir all frumlegur.
— Jú, við höfum leikið inn á
hljómplötu. Það er hin þekkta
og volduga Decca-hljómplötuút-
gáfa, sem gefur plötuna út, en
hún mun koma á markaðinn í
apríl næstkomandi.
Quick mun koma fram á hljóm-
leikum nú í þessari viku og kváð-
ust piltarnir hlakka mikið til
þess.
8 21. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Kalt á Italíu
MIKLIR kuldar hafa verið á ít-
alíu í vetur og margir hafa átt
erfitt með að hafa sig á fætur
á morgnana upp úr hlýju rúm-
inu, en þessi, sem við sjáum á
myndinni kunni ráð við því. —
Hann tók bara dýnuna með sér.
Skipta um bleyjur
í ENGLANDI hefur verið tek-
inn upp sá siður við nokkra
skóla, að drengir fá æíingu í að
hugsa um smábörn. Þeir læra
um verð á barnafötum, læra að
skipta um bleyjur, baða börnin
og hita á pelana þeirra. Dreng-
irnir hafa mikið gaman af þessu
og hér sjást nokkrir í einum tím-
anum.
Moreau og sonur
FRANSKA kvikmyndaleikkonan,
Jeanne Moreau, sést hér með
syni sínum, sem er 16 ára. Þetta
er eina barn hennar og átti hún
Jerome með fyrsta manni sínum.
, Elzti maður
Póllands
JANUSZ TABACZEK er sígauni
og er 108 ára að aldri og talinn
elzti maður i Póllandi. Þegar Ta-
baczek var ungur flakkaði hann
um allt landið með fjölskyldu
sína, en nú tekur hann lífinu
rólega. Hann er þó við beztu
heilsu.
>f
EINHVER DULSKYNJUN hafði
sagt konu námumannsins að ó-
gæfa væri í aðsigi og hún gerði
allt sem hún gat til þess að
telja mann sinn á að hætta við
aukavaktina, sem hann hafði tek-
ið að sér svo þau mættu hafa dá-
lítið aukreitis til sumarleyíis-
ins.....
Er hann fór að lieiman frá sér
þetta kvöld hafði hún sterkt hug-
boð um að hún myndi aldrei
framar sjá hann á lífi og hún
vissi hvað sjúkraliðsmaðurinn
myndi segja, þegar hann hringdi
dyrabjöllunni nokkrum klukku-
stundum síðar.....
Hér um bil 50 manns gengu
inn í lyftuna, sem átti að flytja
þá niður í brunn Bold-námunnar
í grennd við Durham í Norður-
Englandi kvöld hins 8. ágúst árið
1963.
Þung hjólin efst í lyftuturnin-
um tóku að snúast um leið og
lyftan skrölti niður í brunninn.
En allt í einu fannst hristingur
og nokkrir háværir skellir heyrð-
ust, og hjólin stöðvuðust. Svart-
ir kaðalendar slöngvuðust út úr
lyftuturninum og báru við dimm-
an himininn.
Brot úr sekúndu var ógnþrung-
in þögn, þvínæst heyrðist gífur-
legur brestur. Lyftan með hin-
um 48 námuverkamönnum hafði
hrapað niður brunninn — alla
leið niður í botn.
Neyðarbjöllurnar tóku til að
hringja og björgunarmenn og
sjúkralið hlupu að brunninum og
óttuðust hið versta.
En konu eins mannsins, sem
sat innilokaður í myrkrinu og