Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.03.1967, Blaðsíða 16
tmastd) Mannbroddatízka TÍZKAN fyrirskipar mönnum i-'hvernig þeir eiga að klæðast, líka ■'livernig þeir eiga að klæða sig til fótanna. Ég er með tillögu í því efni. Það er bráðnauðsynlegt að taka •upp nýja vetrartízku í fótabún- 'iaði. Venjulegir skór eða gallósíur duga ekki. Einhver góður bissn- iíssmaður þarf að setja á.markað- -inn haglega gerða mannbrodda. SKonur geta fengið mannbrodda =«neð einhverju déskotans fígúru- verki hangandi utan á. Þær eru -gefnar fyrir fígúruverk, aldrei á- nægðar með neitt nema eitthvað sem er algerlega út í bláinn og gagnslaust sé aðalatriðið, helzt þarf það að vera kvalafullt líka. Mannbroddar fyrir konur þyrftu að meiða þeirra nettu og sætu ganglimi. Þá væru þær ánægðar. Mikilvægi mannbroddatízkunn- ar rann upp fyrir mér í rokinu og hálkunni um helgina. Ekki þannig að það geri neitt til út af fyrir sig þótt menn fleyti kellingar með skrokknum á sjálfum sér nokkra faðma eftir gangstéttunum og staðnæmist ekki fyrr en óæðri Þórarinn Þórarinsson Komir þú á Alþing inn og eigrir þar á pöllum, þér vil ég kenna Þórarin að þekkja frá öðrum köllum. Fallega hefur hann hárið greitt. Og honum er dýrmæt stundin, enda þar og yfirleitt æöi Tímabundinn. endinn snertir fósturjörðina. Hitt er verra að á meðan á þessum sviptingum stendur þurrkast af þeim allur virðuleiki og tígulegt yfirbragð, og háttsettir embættis- menn með skalla og upphafinn svip, svoleiðis að fyrirmennskan skín upp úr vösunum á frakkan- um og upp um hálsmálið líka, breytast í einu vetfangi í fugla- hræðu eða vindhana, ellegar bara í óskiljanlega bendu úr höndum og fótum sem ekki standa í neinu eðlilegu sambandi hvert við ann- að og heyja sitt stríð algerlega sér á parti liver út af fyrir sig. Þetta getur verið alvarlegt mál fyrir þann sem þannig hættir skyndilega að vera virðulegur og fasmikill á göngu sinni. Fyrst er trúlegt að annar fóturinn taki veraldarinnar göuskeið eitthvað út í ljósvakann, og samtímis fara allir aðrir angar í gang í brjál- æðislegri leit að nýjum þyngdar- punkti í staðinn fyrir þann sem svo skyndilega glataðist.' En hinn fóturinn sem staðið hafði sína plikt og verið kyrr á jörðu niðri, er þá vanalega kominn í háaloft líka áður en við er litið, og eftir það er ekki að sökum að spyrja. Góðborgarinn er einna líkastur því sem hann sé að reyna að hefja sig til flugs með álíka tilburðum og liálffleygir hænuungar sem orðið liafa fyiúr styggð af liund- um eða köttum. Svipbrigði ásjón- unnar eru þó öllu meira sjónar- spil. Fyrst er reiði og hvassar brún ir (og bænahald mikið útvortis hjá þeim sem þannig eru innrétt- aðir) síðan ótti og furða, og að lokum skelfingin uppmáluð, enda líka þá koinin sú tilhneiging í skrokkinn sem bezt hefur verið lýst af Káinn er hann kvaðst ekki hafa neina jörð til að ganga á. Og svo endar þetta með algerri uppgjöf glæsimennisins í því hann faðmar spor þúsundanna á hörðum steini. Enginn maður er meira einn og yfirgefinn er isá sem er að reyna að standa á löppunum en getur það ekki. Sá maður er alveg búinn að vera og á engan rétt á sér lengur. Svo staulast mannauminginn á fætur og þarf að dusta sig mikið og laga á sér fötin, skotrar aug- unum flóttalega í allar liöfuðátt- irnar fjórar til að gá hversu marga áhorfendur hann hafði að sýningunni. Svo töltir hann lúpu- lega af stað, auðsýnilega dálítið haltrandi, og göngulagið verður eins og hjá ungum herrum sem ekki þora að segja móður sinni, sælli og blessaðri, að einmitt sú slysni með buxurnar henti þá sem þeir áttu helzt af öllu að varast. Þess vegna er ég meðmæltur mannbroddatízkunni. — Þá veizt þú mátt ekki reykja strákur. Hins vegfar skaðar ekki að geta þess, að leikmyndirnar og brúðurnar úr síðasta brúðu leikritinu . . . verða til sýn- is á málverkinu . . . MOGGI Rauða skikkjan er þá eftir allt saman ekki svo afleit. Nú ætla Danir að bera hana á báðum öxlum suður í Cannes. En hvort skyldu þeir nota döhsku eða íslenzku útgáf- una? i Þeir þurfa að taka sig á hjá Rafveiunni. Þeir láta rafmagn ið fara á laugardagseftirmið- degi í stað þess að gera það snemma á morgnana, ,svo að maður slcppi við skólami . , Ég er að velta því fyrir mér í sambandi við fyrirhugaða kvikmyndun Njálu, livaða ó- siðsemi verði hægt að smygla þar inn. Líklega verður Hall- gerður látin koma fram í ein- hverjum svo kölluðum „djörf um“ senum. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.