Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Side 13
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1993 13 Hópur fólks var samankominn til að fagna opnuninni á nýju þjónustu- miðstöðinni og tjaldsvæðinu. DV-mynd ÆMK Njarðvík: Nýtt tjaldsvæði og þjónustumiðstöð Ægix Már Kárason, DV, Suðuinesjum; Á dögunum var tekið í notkun glæsilegt tjaldsvæði sem bæjarfélög- in Keflavík og Njarðvík eru eigendur að. Tjaldsvæðiö, sem er rúmlega tíu þúsund fermetrar, rúmar um 400 tjöld og er staðsett við Samkaup í Njarðvík. Þá er einnig komin ný þjónustumiðstöð sem hefur hlotið nafnið Stekkur. Nú þegar hafa margir útlendingar komið og tjaldað á svæðinu og not- fært sér þessa nýju þjónustu bæjarfé- laganna. Heildarkostnaður við þessa miklu framkvæmd er um 20 milljónir króna. Rekstraraðili tjaldsvæðisins og lægstbjóðandi var Erlingur Hann- esson. Þeir sem stunda sjóinn frá Vík í Mýrdal þurfa að nota aðrar aðferðir til að koma bátum sinum á sjó og í land aftur en tiðkast í sjávarútvegi hér á landi. Hjólabátur dregur grind út á sjó sem báturinn siglir síðan inn í og bátsverji bindur hann fastan. Þvi næst dregur hjólabáturinn grindina, sem er á hjólum, i land og þar með er búið að koma trillunni til hafnar. DV-mynd PP GARÐAPANILL Ný falleg viðhaldsfrí húsWæðning! Héðinn Garðastál hefur hafið framleiðslu á nýrri viðhaldsfrírri panilklæðningu úr stáli með PVC-húð, klæðningin nefnist GARÐAPANILL. Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda, allir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni. Kynntu þér þessa íslensku hönnun og framleiöslu á syningarstandi í verksmiöju okkar. = HEÐINN = GARÐASTÁL STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 Sauðárkrókur: Mikið líf í byggingar- iðnaðinum Þóihallui Ásmundsson, DV, Sauöáikióki Mikil ásókn hefur verið í einbýlis- húsalóðir á Sauðárkróki í vetur og segja má að í hverjum mánuði hafi verið úthlutað byggingarleyfi. „Það hefur ekki verið svona líflegt í íbúðabyggingum hér í 10 ár,“ sagði Guðmundur Ragnarsson, byggingar- fuúltrúi á Sauðárkróki. „Nú þegar er byrjað á fjórum sökklum undir ein- býlishús og væntanlega verður byij- að á þremur til viðbótar á næstu vik- um.“ í Brekkutúni hefur verið úthlutað öllrnn lóðum nema einni, eða alls 12 lóðum. Þá hefur verið úthlutað fimm lóðum í næstu götu við Brekkutún, Eyrartúni. Guðmundur sagði að bærinn stæði vel hvað framboð á lóðum varðar og á boðstólum væru lóðir fyrir nær allar tegundir húsa. Þjóðverjar veltu bíl Þrír Þjóðverjar sluppu vel er bíla- leigubíll, sem þeir voru á, valt fyrir helgina skammt vestur af Höfn í Hornafirði. Kindur hlupu skyndilega í veg fyr- ir bíl Þjóðveijanna með þeim afleið- ingum aö bílstjórinn snögghemlaði og missti stjóm á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og skemmdistmikið. -pp > > <D SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS Á AUSTURLANDI Höfn, Hornafiröi fimmtudaginn 24. júní, kl. 21 Karlakórinn Jökull tekur þátt í tónleikunum Neskaupstaö föstudaginn 25. júní, kl, 21 Lúðrasveit Tónskóla Neskaupstaðar Egilsstööum laugardaginn 26. júní kl. 15 EinleikariJ djassverki er Kristinn Örn Kristinsson, píanóieikari Seyöisfiröi laugardaginn 26. júní kl. 21 Vopnafiröi sunnudaginn 27. júní kl. 16 Meðal efnis á tónleikunum verða verk eftir Mozart, Mendelssohn, Inga T. Lárusson og Khatsjatúrjan Hljómsveitarstjóri: Einleikarar: Kjartan Óskarsson, bassethorn Gunnsteinn Olafsson Siguröur I. Snorrason, klarinett Szymon Kuran, fiöla HLUSTUM Á [jPNVOí TÓNUST! ARGUS / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.