Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Fréttir Börn á leikskóla Jósefssystra í Hafnarfirði gerðu sér glaðan dag í gær þegar sérstök vikingahátið var haldin i skólanum. Börnin klæddust sérstök- um vikingabúningum og fengu að drekka sérstakan vikingamjöð. Seinna um daginn gengu þau svo um bæinn og héldu eins og sannir víkingar á Fjörukrána í Hafnarfirði þar sem skemmtidagskráin hélt áfram. DV-mynd GVA Sumarskólinn: Lögbannskröfu kennara synjað Lægsta raungengi íslensku krónunnar í þrjátíu ár Grafið sýnir hversu mjög raungengið fellur þegar gengið er miðað við launakostnað hér og erlendis, reiknað i sama gjaldmiðli. Ekki hefði þurft að fella gengi krónunnar nú vegna raungengisins. Lögbannskröfu Hins íslenska kennarafélags, HÍK, á Sumarskólann í Breiðholti var synjað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar með gátu um 50 nemendur skólans þreytt síðustu prófin í gærkvöld án þess að eiga á hættu að prófin yrðu ógild. HÍK vísaði málinu til héraðsdóms eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði beiðni félagsins um lögbann á starfsemi Sumarskólans. Nú hefur héraðsdómur staðfest ákvörðun sýslumanns, auk þess sem HÍK er gert að greiða Ólafi H. Johnson, for- stöðumanni skólans, 250 þúsund krónur í málskostnað. í niðurstöðu héraðsdóms segir að ekki liggi ljóst fyrir hvort Sumar- skólinn sé framhaldsskóli eða sér- Áskell Örn Kárason hefur verið ráðinn fprstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Áskell hefur störf í dag og tekur við af Einari Gylfa Jónssyni. Áskell er stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri, lagði stund á sál- skóli enda ekki ljóst hvort stjórnvöld viðurkenni nám við skólann. „Óvíst er af þessum sökum hvaða réttindi nám nemenda við Sumarskólann veitir þeim,“ segir m.a. í dómsniður- stöðu. Ágreiningur var uppi um hvort starfskjör kennara við skólann væru lakari en samkvæmt kjara- samningum en samkvæmt verk- samningum kennara við skólann getur hann tryggt þá hagsmuni fyrir dómstólum. Um 150 nemendur hafa lokið námi við Sumarskólann en að sögn Ólafs hafa nokkrir nemendur hrökklast burt úr námi vegna þeirrar umræðu sem hefur verið uppi um að námið yrði ekki metið. fræði við HI og tók embættispróf í sálfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1979. Hann hefur starfað frá ársbyrjun 1987 á UnglingaheimiU ríkisins, lengst af sem deildarstjóri móttökudeildar. -pp Raungengi íslensku krónunnar verður nú, eftir 7,5 prósenta gengis- felhnguna, hið lægsta sem það hef- ur verið í þrjá áratugi. Þetta kemur út þegar raungengið er reiknað út frá hlutfaUslegum launakostnaði hér og í samkeppnislöndum okkar. Raungengi krónunnar hefur ver- ið lágt um skeið. Það þýðir, með öðrum orðum, að samkeppnisstaða útflutnigsgreina og annarrar inn- lendrar framleiðslu hefur verið Sjónarhom goo. kok tyrir gengistemngunm, sem enn lækkar raungengið, verða ekki sótt til þess aö gengi krónunn- ar hafi veriö of hátt að þessu leyti. Raungengið, eins og Seðlabank- inn reiknar það, mælir verðlag og launakostnað hér á landi í hlutfaUi við sUkan kostnað í samkeppni- löndunum, allt mælt í sama gjaldmiðli. Eins og sést á meðfylgjandi grafi var raungengið, miðað við laun, yfir 119 í ársbyrjun 1988 (1980 = 100). Raungengið var á sama mæh- kvarða komiö niöur fyrir 86 í byij- un yfirstandandi árs. Það feUur nú enn. Gert er ráð fyrir að raungeng- ið verði 80,2 stig á 3. ársfjórðungi í ár og síðan 79,9 á síðasta íjórðungi ársins. Raungengið falh síðan allt niður í 77,5 á öðrum íjórðungi næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum hér á næstunni. Verði raungengið undir 78 stigum á fyrra helmingi næsta árs þarf að leita allt aftur til ársins 1963 til að finna jafnlágt raungengi, miðað við launakostnað. Nefna má tU samanburðar að raungengið var 84,2 stig árið 1983,83,4 árið 1984 og 84,51985. Raungengi má einnig mæla með hlutfallslegum framfærslukostn- aði. Þá veröur raungengi að líkind- um 85,9 stig á fyrra helmingi næsta árs og þarf að fara aftur tíl ársins 1970 til að finna lægra raungengi, miöað við verðlag. Það raungengi var 85,5 árið 1970 og 78 árið 1969. Þessar nýju upplýsingar um raungéngið sýna betur en fram hefur komið áður að gengisfelling- in nú á ekki stoð í of háu raun- gengi krónunnar. Raunverulegt gengi krónunnar hefur verið lágt og því hefur samkeppnisstaða okk- ar verið góð að því leyti. Rök fyrir gengisfellingunni hafa verið sótt til slæmrar afkomu sjávarútvegs af öðrum orsökum, aflaskerðingar og verðfalls. -bjb Nýr forstjóri unglingaheimilis I dag mælir Dagfari Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera þorskkvóta næsta árs niður í 165 þúsund tonn. Þaö er niöur- skurður úr 230 þúsund tonnum frá yfirstandandi veiðiári. Þetta er gert samkvæmt tillögum Hafrann- sóknastofnunar, sem reyndar lagði til að þorskurinn væri skorinn nið- ur í 150 þúsund tonn. Ríkisstjómin segir að þar með fari hún nokkum veginn eftir tillögum stofnunarinn- ar, enda sé það ábyrgðarlaust að hafa ráðleggingar sérfræðinga að engu. Ríkisstjómin vill sem sagt leggja sitt af mörkum til að bæta þorskstofninn og vemda hann fyrir ofveiði. Þetta er allt saman gott og bless- að. Ef þorskurinn gengur tilþurrð- ar er fátt um flna drætti á Island- smiðum og eins gott fyrir Mörland- ann að taka pokann sinn og setjast að á Jótlandsheiðum eins og íslend- ingum var reyndar ráðlagt aö gera fyrr á öldum. Hagsmunaaöilar í sjávarútvegi og aðrir málsmetandi burðarásar þjóðfélagsins hafa tekið undir það að skerðingin sé óhjákvæmileg. Það verður að vernda stofninn segja menn hver á fætur öðmm og hrópa í kór að þorskurinn verði að fá hvíld frá veiöinni. Þorskalógik En bíöum við! Mitt í öllum þess- um samtakamætti um niöurskurð- inn kemur Jakob Jakobsson, gúrú sérfræðinganna sem lögðu til að þorskurinn yrði skorinn niöur, og Jakob segir við þjóðina: Þetta er ekki nóg. Þið verðið að skera meira. Ef þorskkvótinn er skorinn.niður úr 230 þúsund tonnum niður í 165 þúsund tonn þýðir það að stofninn heldur áfram að minnka! Jakob segir að hvert tonn sem fer umfram 150 þúsund tonnin jafngildi því að stofninn minnki um þaö tonn í stað þess að vaxa. Nú em góð ráð dýr. Við sem öll héldum að með samdrætti og nið- urskurði í þorskveiðum væri verið að styrkja stofninn. Svo kemur í ljós að það er verið að minnka hann! Þetta er auðvitað dálaglegt að heyra. Ekki þorir nokkur maður að rengja ályktanir Jakobs eftir aö hann stjórnaði síldveiðunum hér á árum áður og sá til þess að síldin hvarf af miðunum. Jakob hefur dýrmæta reynslu í því hvernig eigi að eyða stofnunum í hafinu og hann veit hvað hann syngur. Ef Jakob hefur rétt fyrir sér, sem hann hlýtur aö gera, vegna þess að hann er sérfræðingur, sem hefur vit á því sem hann er að tala um, eru ráðstafanir og ákvarðanir rík- isstjórnarinnar til þess eins að við- halda áframhaldandi fækkun þor- skanna í sjónum. Efnahagsráöstaf- animar eru skemmdarstarfsemi, þær eru rothögg fyrir þorskinn og þær eru til að tryggja að kreppan í þorskveiðunum muni halda áfram. Við flytjum þá á Jótlandsheiðar þrátt fyrir allt! Til hvers er ríkisstjórnin að leggja allt þetta erfiði á sig ef fyrir hggur að mati sérfræðinganna að þorskstofninn minnkar þrátt fyrir niðurskurðinn? Til hvers er þjóðin aö leggja á sig langvinna hungur- sneyð ef allt það hungur er unnið fyrir gýg? Til hvers er verið að ríf- ast um þorskkvóta þegar ljóst er að brátt verður enginn þorskkvóti fáanlegur, því við verðum búnir að veiða síðasta þorskinn? Það er heldur ekki gott þegar rík- isstjórnin sjálf stendur fyrir því að ganga á stofninn í stað þess að gera tillögur sem styrkja hann. Ekki það að henni sé ekki vorkunn. Hvað eiga menn að gera þegar þeir fara eftir tillögum sérfræðinganna um niðurskurð, sem síðar leiðir í ljós aö niðurskurðurinn leiðir til enn meiri skerðingar! Maður spyr í fá- visku sinni: ef aukning veiða leiðir til skerðingar og skerðing á afla leiðir til skerðingar, hvað er þá til ráða? Er alveg sama hvort við veiö- um mikið eða lítið? Hrynur stofn- inn í báðum tilfehum? Dagfari var í upphafi hlynntur tillögum og aðgerðum ríkisstjórn- arinnar v.egna þess að hann stóð í þeirri trú að stofninn mundi styrkj- ast. Eftir að hafa hlustað á Jakob hefur Dagfara snúist hugur, enda kemur í ljós að ríkisstjórnin er skipulega og markvisst að drepa síöasta þorskinn með þeim ráðstöf- unum, sem hún hefur gripið til, meö því að leggja til takmarkanir á þorskkvótanum. Þessi ríkisstjóm verður aö fara frá. Hún skilur ekki þorskalógik. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.