Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Leiðin er fær, en ekki bezt Leiðin er fær, sem ríkisstjómin hefur valið fyrir ferð þjóðarinnar um mögru árin. Flestir hagsmunaaðilar skilja, að gera verður nokkurra ára hlé á ofveiði þorsks. Flestir aðilar vinnumarkaðar skilja, að ekki verður kom- izt hjá rýrari lífskjörum og auknu atvinnuleysi. Dæmið gengur upp í stórum dráttum, ef stjómvöld treysta sér til að koma svipuðum böndum á smábátaeig- endur og þau hafa komið á aðra útgerð og ef þau treysta sér til að neita opinberum starfsmönnum um svipaða miskunn og þau hafa neitað öðm launafólki í landinu. Þetta er merkileg þjóðarsátt, sem mun koma í veg fyr- ir, að íslendingar lendi í færeyska vítahringnum. Þótt við höldum að einhverju leyti áfram að hfa um efni fram, er eðlismunur á því og hinum gersamlega óraunhæfu lífskjörum Færeyinga. Við munum halda frelsinu. Við erum seig, þegar syrtir í álinn, þótt við höfum ekki reynzt hafa bein til að þola góða daga. Þeir eiginleik- ar, sem komu í veg fyrir, að við gætum nýtt okkur vel- gengni síðustu áratuga, hjálpa okkur til að standast mótlæti síðustu ára og nokkurra næstu ára í viðbót. Þjóðarsáttin felur meðal annars í sér, að lækkað verði risið á velferðarkerfi almennings. Það verður til dæmis dýrara að veikjast og dýrara að afla sér þekkingar. Þjón- usta hins opinbera á þessum sviðum mun verða dýrari og lakari en hún hefur verið til skamms tíma. Þetta felur í sér aukna stéttaskiptingu, því að þeim fjölgar, sem ekki hafa ráð á að veikjast eða afla sér þekk- ingar. Mikið og vaxandi atvinnuleysi mun einnig stuðla að aukinni stéttaskiptingu í landinu. Þjóðarsáttin fram- leiðir þannig ný vandamál, þegar hún leysir önnur. Athyghsvert er, að yfirstéttin í landinu hyggst ekki taka neinn umtalsverðan þátt í að bera byrðar þjóðarsátt- arinnar. Bankastjórar og bankaráðsmenn hyggjast til dæmis ekki draga neitt úr laxveiðiferðum, sem bomar em uppi af vaxtamun, er nemur tvöfólduni alþjóðastaðh. Aukin stéttaskipting virðist vera innifaiin í þjóðarsátt- inni, alveg eins og hún felur í sér, að hvorki verði sagt upp búvörusamningi, né gerðar neinar tilraunir til að draga úr ríkisrekstri landbúnaðar, sem kostar neytendur tólf mhljarða á ári og skattgreiðendur níu mhljarða. Ef raunverulega syrti í álinn, mundi þjóðin vafalaust knýja fram, að yfirstéttin tæki líka á sig byrðar af sam- drætti og að velferðarkerfi gæludýragreina viki fyrir vemdun grundvaharatriðanna í velferðarkerfi almenn- ings. Samkvæmt þjóðarsátt er ekki komið að slíku enn. Þetta má hafa th marks um, að þjóðfélagið er ekki komið nálægt hruni af völdum kreppunnar. Jafnvel þótt þorski fækkaði enn og kreppan ykist, eru th ónotuð vopn í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þegar þau verða gripin, er það merki um, að kreppukomið sé orðið að alvörukreppu. Þótt þjóðarsátt sé betri en engin sátt, em ýmsar hætt- ur fólgnar í að velja leið, sem eykur stéttaskiptingu, minnkar öryggisnet velferðar, dregur úr kjarki fólks og minnkar líkur á, að það afh sér menntunar í framtíðar- greinum. Þessi leið laskar sjálfa þjóðfélagsgerðina. Kjósendur allra flokka og félagsmenn flestra almanna- samtaka á borð við stéttarfélögin hafa ákveðið að þessar hættulegu leiðir og ekki aðrar skuh vera famar th að verjast kreppunni. Almenningur hefur ákveðið að þola, að fokdýra velferðarkerfi gæludýranna verði áfram hlíft. Ef í ljós kemur, að herkostnaður sé meiri af leiðinni, sem valin var með þjóðarsátt, en af öðrum áhtlegum leið- um, getur þjóðin engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur telur að rækjukvótinn nýtist ekki i öllum tilfellum vegna þess að ekki er hægt að færa hann á milli skipa. Mið eru möguleiki Tillögur ríkisstjómarinnar um kvóta næsta árs liggja nú fyrir. í þeim er tekið töluvert tillit til ráð- gjafar fiskifræðinga. Reynsla und- anfarinna ára bendir til að það sé óhjákvæmilegt. Vissulega hefur verið deilt um aðferðir fiskifræð- inga. Um hitt er fólk yfirleitt sam- mála að ýtrustu varúðar verður að gæta. Og það er spuming hver heildarafli verður upp úr sjó eftir næsta árið. í þessum tillögum er nefnilega ekki tekið tillit til þess aö fjölmargar útgerðir nýta sér heimildir til aö færa afla á milli ára, yfir á næsta ár. Tíu þúsund tonnin sem gert er ráð fyrir að smábátar fiski umfram 155 þúsund tonnin geta því hæglega orðið tutt- ugu eða þijátíu þúsund og hvar stöndum við þá í friðuninni? Fengsæl mið Á meðan era þeir möguleikar sem fyrir eru ekki fullnýttir. Þann 1. júlí streyma skip á loðnuveiðar og skilja eftir sig vannýttan rækju- kvóta sem engum er til gagns þar sem ekki er hægt að færa hann á milli skipa. Þetta mætti auðveld- lega leysa með því að binda kvóta við byggðarlög í stað skipa. Þetta höfum við kvennalistakonur ótal sinnum bent á. Viö verðum líka að fara að gera okkur grein fyrir að hugsanlega eru vannýttar auðlind- ir rétt viö flæðarmálið þótt við höf- um ekki aflaö okkur þekkingar til að nýta þær. Ekki er langt síðan rækju var hent og enn styttra síðan hörpudiskur varð að því verðmæti sem hann nú er. Sjaldan hefur það verið eins brýnt og nú að beina stærstu togur- KjaUarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans unum okkar út fyrir landhelgina á fjarlæg mið þar sem nýir möguleik- ar bjóðast. Vera kann að leggja þurfi ijármagn í slíkar tilraunir en það getur skilað sér með vöxtum og vaxtavöxtum ef vel er að málum staðið. Þannig skapaðist líka svig- rúm fyrir smærri báta á heimamið- um. Mikil skerðing á kvóta smá- báta kemur mjög illa við ýmsa smærri staði á landsbyggðinni og spurningin er hvort við höfum efni á þeim kollsteypum sem geta fylgt í kjölfarið. Önnur mið En það þarf að róa á fleiri mið en til fiskjar. Kannski erum við íslendingar of nátengdir sjónum til að sjá annan feng en fisk. Ferða- langar hafa þó löngum þótt dágóð- ur fengur og víða erlendis er fyrst og fremst gert úr á þau mið. Þar eru vannýttir stofnar. Mikil fjár- festing er til í mannvirkjum, s.s. hótelum og veitingastöðum, en smánarlega litlu hefur verið varið til markaðsmála. T.d. er nú orðið lítið sem ekkert gert til að fá banda- nska ferðalanga sem millilenda á íslandi til að doka við, skoða lítið eitt af landinu og eyða nokkrum gjaldeyri. Ferðaþjónustan í heild getur skapað fjölmörg fleiri störf. Gengisfelling og skuldbreytingar eru gamalkunn ráð þegar sverfur að í sjávarútvegsmálum. Þau duga ekki nema i kjölfarið sé leitað nýrra úrræða bæði í útgerð og öðrum atvinnugreinum. Núverandi ríkis- stjóm er ekki líkleg til að valda því verkefni. Anna Ólafsdóttir Björnsson „Sjaldan hefur það verið eins brýnt og nú að beina stærstu togurunum okkar út fyrir landhelgina á Qarlæg mið þar sem nýir möguleikar bjóðast.“ Skoðanir annarra Opinber rekstur „í ágætum pistli, sem Robert Kuttner skrifar í tímaritið Intemational Business Week, segir hann að þeir sem beri ábyrgð á opinbera geiranum verði að taka sér tak og verða miklu viljugri að bæta þjón- ustu og gera hana sveigjanlegri. Hann segir aö víöa hafi þetta tekist í opinberum rekstri sem á ýmsum sviðum standi einkarekstri framar. Það sé goðsögn að mesta skrifræðið sé að finna hjá hinu opinbera og segir Kuttner aö eitthvert versta dæmi um skrif- ræði sé einmitt að finna hjá einkareknum trygginga- félögum," ögmundur Jónasson í Mbl. 29. júní Samgöngur í Reykjavík „Eins og komið hefur fram í umræðum um Hval- fjarðargöng er lækkun samgöngukostnaöar hér á landi nú ein arðbærasta fjárfesting sem okkur stend- ur til boða. Ef hægt væri að minnka ofangreindan samgöngukostnað um þótt ekki væri nema um 10% er þarna kominn árlegur spamaður upp á hátt í þrjá milljarða á ári eða jafngildi um 40.000 tonna af þorski árlega." Gestur Ólafsson í Mbl. 30. júní Hraustlegt útlit „Það vakti athygli snemma á níunda áratug, að líkamsrækt hverskonar var orðin að tískufyrirbæri. Að líta hraustlega út, að láta sjá sig að snæðingi hollrar fæðu, að vera ævinlega snyrtilega til fara, allt þetta og meira til var orðiö táknmál þeirra sem vildu sýnast heilbrigðir og á uppleið. Þessa miklu sveiflu í átt til „heilbrigðis“ var ekki síður að finna í samfélögum samkynhneigðra karlmanna. Nýr sjúkdómur, ALNÆMI, var kominn til sögunnar og reyndar kenndur við þá sjálfa. Það var því kapps- mál margra homma, smitaðra eða ekki, að koma sér í gott líkamlegt form og klæða sig að hætti „uppa“.“ Kristrún Gunnarsdóttir í Mbl. 25. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.