Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Meiming Mörg verk eftir marga listamenn prýða sal íslenska hussins. Stóra málverkið fyrlr mlðri mynd ereftirTolla. DV-myndBG Islenskahúsið: Áhersla lögð á verk yngri myndlistar- manna „Viö munum leggja áherslu á verk eftir yngri kynslóð mynd- listarmanna og stíla eingöngu inn á íslensk verk, eins og nafnið gef- ur til kynna,“ sagði Óskar Jóns- son sem nýlega opnað nýtt lista- gallerí, íslenska húsið, að Fáka- feni 9. Það er rekið með verslun- arsniöi. Flestar listgreinar eiga fulltrúa i íslenska húsinu og má þar nefna leirlist, glerlist og myndlist. I Islenska húsinu eru nú list- munir eftir starfandi listamenn. Meðal þeirra eru Þóra Sigurþórs- dóttir, Inga Elín, Magnús Kjart- ansson, Tolli, Óli Már, Kolbrún Kjarval, Ragna Ingimundardótt- ir, Steinunn Marteinsdóttir, Ey- dís Lúövíksdóttir, Margo Renner og Iljördís Frímann. -HK Reykjavíkurdögum í Bonn lokið: Erum ákaf lega ánægð með aðsókn og umfjöllun - segir Hjálmar W. Hannesson sendiherra „Við erum afskaplega ánægð með hvemig til tókst,“ sagði Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Bonn, en hann vann að undirbúningi á Reykjavíkurdögum í Bonn og hefur fylgst vel með góðu gengi íslenskra listamanna sem komu í stómm hóp- um til Bonn. „Hér var boðið upp á fjölbreytta íslenska list og sýndu fjölmiðlar þessu framtaki mikinn áhuga. Við hér í Þýskalandi erum öllu vanir þegar ísland ber á góma. Þjóðverjar hafa ávallt sýnt íslandi, íslendingum, íslenskum málefnum og listum óvanalega mikinn áhugá, en þrátt fyrir það vomm við hissa. Við gerðum okkur ekki vonir um að nær alltaf yrði húsfyllir á listvið- burðina, en sú var raunin. Má geta þess að á lokatónleikunum á sunnu- daginn í Munster dómkirkjunni í Bonn lék Hörður Áskelsson orgel- leikari fyrir fullu húsi þrátt fyrir að úti væri glampandi sól og rétt hjá væri stór útimarkaður. Þetta þótti mörgum undur og stórmerki. Nú em í gangi tvær myndlistarsýningar og hefur veriö jöfn og góð aðsókn á sýn- ingarnar sem eru á verkum Kjarvals og verkum eftir sex íslenskar mynd- listarkonur." Þýsk dagblöð hafa mikið íjallað um þá íslensku menningu sem í boði var á Reykjavíkurdögum og hafa verið f I stellte *'ch «1** ^ Ulett unter der , íledóttir mit dret V - itvor zwemig Isl&nderin- j. Kulturaus giLnSu" a\Hmh" Ord(*n I ^ G\TVW GSCl Reyl<lavlk Bla<aro,jlntatt Ein Volkaus»w* ^ ' und Tadel undB- owserquintnk-- ---- v- ** - „SCVÓ' wi-itaahafter~Hannesson iwwchte der Mus{j^fe^RÍrtag^^|~ J • Islándische Top-Jazzerim . “■agaafcsss --- *-t^t„r dsro .ReyhjsvU1 rlte dern »c>dechlen Wetter troCi ^n. <t>nd, rssch ver«» Hér má sjá nokkrar fyrirsagnir úr þýskum dagblöðum en gagnrýni og umfjöllun um listviðburði á Reykjavikurdögum t Bonn var á áberandi stöð- um I blöðunum. sérlega jákvæð og hefur plássið ekki verið sparað. Hafa sést fyrirsagnir eins og „Fersk og fagmannleg sýning íslenska dansflokksins", „Innihalds- rík og kröftug sýning listakvennanna sex“, „Heiðríkja og hreint loft ein- kenna höfuðborg íslands“, „Ljóð frá landi þar sem íshjartað slær“, og „Topp-djassleikarar frá íslandi" í greinum sem fylgdu þessum fyrir- sögnum er farið hástemmdum orð- um um frammistöðu íslensku lista- mannanna. Til að mynda segir í grein í Gereral Anzeiger um Sigurð Braga- son barítonsöngvara undir fyrir- sögninni Heimskautamyrkur og Miðjarðarhafsbirta meðal annars að Sigurður hafi túlkað eiginleika myrkrar tónlistar Jóns Leifs með alit að því ógnvænlegum áhrifum. Síðan segir: „Með hreinum og tak- markalaust heillandi raddstyrk, sem hann dró öðru hvoru til baka og færði þannig hið myrka yfir í hið óhugnanlega, flutti hann einnig Söngva og dansa dauðans eftir Mus- sorgsky..." Að sögn Hjálmars W. Hannessonar sendiherra lá að baki tveggja ára vinna í að koma þessum Reykjavík- urdögum á, en sú vinna hefði svo sannarlega skilað sér. Allt hefði tek- ist eins og best yrði á kosið. -HK DEVLIN leikinn af BRIAN BROWN er lögreglumaður sem lætur illaað stjórn Saklaus er hann sakaður um murð á spilltum stjórnmáiamanni. Hann getur engum treyst svo hann verður að hafa upp á morðingjanum sjálfur áður en allt er um seinan DEVLIN ER FYRSTA FLOKKS SPENNUMYND kjfíUU Listasafn Gerðar Helgadóttur 1 Kópavogi: Mikil lyftistöng fyrir menningar- og listalíf Stutt er síðan verkpallar voru teknir af nýreistu Listasafni Kópa- vogs og blasir nú við glæsileg bygg- ing sem heitir eftir myndlistarkon- unni Gerði Helgadóttur. Það var 1980 sem haflnn var undir- búningur að hönnun á Listasafni Gerðar Helgadóttur en samkvæmt gjafabréfi erfingja Gerðar frá 1977 var eitt skilyrði að byggt yrði yflr listaverk hennar sem gefin voru Kópavogsbæ með umræddu gjafa- bréfi. Hafist var handa um hönnun húss- ins og Benjamín Magnússon arkitekt ráðinn til verksins. Fyrsta skóflu- stungan var tekin 21. nóvember 1986 og gerði það bróðir Gerðar, Snorri Helgason. Listasafn Gerðar Helgadóttur er á tveimur hæðum og eru sýningarsalir á efri hæð ásamt móttöku, fatahengi og hreinlætisaðstöðu. Á neöri hæð- inni er kaffitería, fjölnotasalur, lista- verkageymslur og aðstaða fyrir starfsfólk. Við vesturhlið safnsins er svæöi sem mundi nýtast fyrir högg- myndir og aðrar sýningar utanhúss. Þótt safnið sé að mestu leyti tilbúið að utan er allt eftir að gera innan- húss en áætlað er aö taka það í notk- un 11. apríl á næsta ári, en sá dagur var afmælisdagur Gerðar Helgadótt- ur. -HK Listasafn Gerðar Helgadóttur er glæsileg bygging. Aætlað er að taka hana I notkun í apríl á næsta ári. DV-mynd GVA Kjarvalsstaðir: Fjórða tónskáldið kynnt Frá því í nóvember á síðasta ári hefur staðið yfir nútímatónskálda- kynning á Kjarvalsstöðum og hafa þegar verið kynnt verk eftir Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórðarson og Rík- harð H. Friðriksson. Fjórða tón- skáldið bætist við á sunnudaginn en þá verða kynnt verk eftir Hauk Tóm- asson. Verða flutt þrjú verk og er eitt þeirra sérstaklega samið fyrir þessa tónleika. Síðasta tónskálda- kynningin að sinni verður síðan 11. júlí kl. 20.30 en þá verða kynnt verk eftir Atla Ingólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.