Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Síða 20
'32 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 íþróttir Lagði hárið að veði Þróttarar náðu mjög góðum árangri á Shellmótinu í Vestmannaeyjum um helgina. Logi Ulíljótsson, þjálfari 6. flokks, hafði fyrir mótið lofað strákunum því að hann legöi hár sitt að veði ynnu þeir til gullverðlauna' á mótinu. Það gekk eftir og gott betur. Á myndinni sést er hárunum fór fækkandi á hölði þjálfarans. A-lið félagsins vann gullverðlaun í innan- hússknattspyrnu og silfurverðlaun utanhúss. B-hðið vann silfurverðlaun innanhúss og guilverðlaun utanhúss. Besti leikmaðurinn kom úr röðum Þróttar, Sigmundur Kristjánsson, sonur Kristjáns Sigmundssonar, fyrrum landsliðsmarkvarðar í hand- knattleik. Auk þessa áttu Þróttarar tvo menn í landsliði Shellmótsins, þá Sigmund Kristjánsson og Baldur Kristjánsson markvörð. Shellmótsmeistarar Þróttar Þróttarar urðu á dögunum Shellmótsmeistarar B-hða. Hér að neöan sjást Þróttarstrákamir ásamt FH-ingum en þessi hð mættust einmitt í úrslitaleiknum. Þróttarar sigruðu FH-inga, 3-2, og hrepptu fitilinn. ÐV-mynd ÓG Sjáliboöaliðar vlö framkvæmdir á vellinum á Króknum. Bætt aðstaða á Sauðárkróki fyrir frjálsíþróttafólkið ÞóriiaHur AsnuBidssan, DV, Sauðáikrolá; „Þetta er ekkert stórvirki. Nú fengum við bara loksins að gera það sem við höfum verið að biðja um í mörg ár," sagði Gísli Sigurðsson, frjáls- íþróttafrömuður á Sauöárkróki og helsta driöjöðrin í miklurn fram- kvæmdum sem nú fara fram á íþróttasvæðinu í bænum. Þar er verið að stórbæta aðstööu til iðkunar fyjálsra íþrótta með gerð brauta fyrir stökk, sem jafnframt verður æfmgabraut fyrir spretthlaup. Gerð mannvirkisins er að mestu unnin í sjálíboðavinnu af fyjálsíþróttafólkinu. Sem dæmi um hvað fyjálsíþróttafólkið er tilbúið að leggja á sig, þá var Gísh Sigurðsson að nálgast 100 tímana í sjálíboðavinnu þegar blaöamað- ur hitti hann uppi á velli. Aðspurður sagði hann að tartanefnið kostaði með lagningu 750 þúsund, dýnur og tæki álíka mikið. Síðan er um gifur- lega sjáifboðavinnu að ræða sem Gísli treysti sér ekki til að verðleggja. Valdimar Grímsson, landshösmaður í handknattleik úr Val, helúr feng- ið tilboð frá hollenska meistaraliðinu Sittardia Sittard. Valdimar hefúr einnig verið boðið aö þjálía og leika með ÍBV næsta vetur. -VS Hilmar Bjömsson, knattspymumaður úr KR, gekk í gærkvöldi til hðs við FH. Hilmar hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði KR-inga i sumar en annars vermt varamannabekkinn. -VS DV Uppbygging golf- svæðis til framtíðar - stefht að golfaðstöðu í háum gæðaflokki í Garðabæ Golfklúbbur Garðabæjar var stofn- aður af nokkrum áhugasömum kylf- ingum 17. apríl 1986 og er því rétt sjö ára um þessar mundir. Þrátt fyrir ungan aldur er klúbburinn nú þegar meðal hinna stærstu í landinu, með meira en 200 virka félaga á síðasta ári. Áberandi er hve mikill áhugi kvenna í Garðabæ er á þessari hollu og skemmtilegu útivistaríþrótt. Fyrstu starfsárin fóru í að afla klúbbnum landrýmis og árið 1989 tókust samningar til tuttugu ára við Ríkisspítala um að leigja land fyrir klúbbinn í Vetrarmýri við Vífilsstaði og umhverfí hennar. Þegar á næsta ári var undirritaður samstarfssamningur mhh bæjaryfir- valda í Grðabæ og klúbbsins, þess efnis að hafist yrði handa við upp- hafsáfanga að golfvelh. Áfangi sá náði til golfskála þess sem risinn er og niu brauta bráðabirgðavallar sem leikið hefur verið á undanfarin ár. Fyrir skömmu var undirritaöur samstarfssamningur á ný milli sömu aðila um annan áfanga í uppbygg- ingu golfsvæðis til framtíðar. Stígið er annað og e.t.v. veigamesta skrefið í átt að því að staðfesta tilvist golf- vallarins við Vífilsstaöi um ókomna tíð. Samstarfssamningur þessi gerir klúbbnum kleift aö hefjast handa við 9 nýjar brautír, sem er fyrri áfangi 18 brauta vallar sem hannaður hefur verið. Svæðið er um margt einstakt hvað varðar náttúrufar og veður- sæld, sannkölluð gróðurvin. Fyrir- hugað er að rækta skóg að svæðinu og mynda tjarnir til prýði og yndis- auka. Ráðgert er að hefja fram- kvæmdir á næstunni. Stjórn Golfklúbbs Garðabæjar stefnir að því að á athafnasvæði hans verði til golfaðstaða í háum gæða- flokki er gerir kleift að þjálfa á kerfis- bundinn hátt byrjendur frá upphafi til mótaöra golfleikara. Hún vonast til þess að takast megi að lyfta golf- íþróttinni hér í Garðabæ og tengja hana nafni bæjarins um ókomna tíð líkt og átt hefur sér stað um bolta- íþróttír. Marseillemálið 1 frönsku knattspymunni: Óvænt heimsókn Franski hæstaréttardómarinn Bemard Beffy gekk óvænt inn í höfuð- stöðvar knattspymufélagsins Mar- seille í lögreglufylgd í gærmorgun og hélt á brott með ýmsa pappíra varð- andi fjármál félagsins eftir ítarlega leit. Hann er að rannsaka ásakanir um að Marseille hafi mútað leikmönnum Valenciennes til að tapa 1. deildar leik félaganna þann 20. maí eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Til stóð að Beffy yfirheyrði Jean- Pierre Bemes, aðalritara Marseille, í gær en leikmenn Valenciennes sögðu að hann hefði verið milligöngumaður í máhnu. Bemes hefur legið á sjúkra- húsi síðustu daga vegna þreytu og þunglyndis en læknar sögðu í gær að óhætt væri að yfirheyra hann. Eydelie í varðhaldi Jean-Jacques Eydelie, leikmaður Marseille, sem sagöur er hafa boðið greiðslumar, er í varðhaldi og Jacques Glassmann og Christophe Robert, tveir leikmanna Valenciennes, sem skýrðu frá máUnu, hafa verið í yfir- heyrslum síðustu daga. Sá þriðji, Jorge Burruchaga, er í fríi í heima- landi sínu, Argentínu, en segist koma til Frakklands í vikunni. Marseille svipt Evrópumeistaratitlinum? Þjálfari rússneska félagsins Spartak Moskva hefur einnig komið á fram- færi kvörtun um að reynt hafi verið að múta leikmönnum sínum fyrir leik- ina gegn Marseille í Evrópukeppni meistaraliða í vetur. Knattspymu- samband Evrópu er með það mál í athugun. Leiði það eitthvað misjafnt í ljós má búast við því að MarseiUe verði svipt Evrópumeistaratitlinum og dæmt í bann á Evrópumótum fé- lagsliða. Stuðningsmenn Valenci- ennes heimta stigin Um 100 stuðningsmenn Valenciennes fóru til Parísar í gær og héldu mót- mælafund fyrir utan höfuðstöðvar franska knattspymusambandsins. Þeir kröfðust þess að Valenciennes yrði dæmdur sigur í leiknum og þar með sæti í 1. deild en liðið féll á einu stigi eftir 0-1 tapið fyrir Marseille. Leikmenn Marseille voru sendir heim Leikmenn Marseille mættu til fyrstu æfingar tímabilsins í gær en urðu að funda utandyra vegna aðgerða dómar- ans. Þeir vom síðan sendir heim og boðaðir aftur á æfingu i dag. Málið hefur fengið gífurlega umfjöll- un hjá fjölmiðlum i Frakklandi og þar hafa mörg atvik tengd Marseille verið rifjuð upp. Félagiö hefur nokkrum sinnum áöur verið ásakað um mútu- greiðslur en slíkt hefur aldrei veriö sannað til þessa. -VS Haukar, Dalvík og Höttur í efstu sætum 2. deildar Önnur deild kvenna í knattspymu er nú komin vel á stað. Deildin er leikin í þremur riðlum og hafa flest 'ið leikið tvo tíl þrjá leiki. Haukar, Dalvík og Höttur eru í efstu sætum riðlanna en úrslit leikja hafa orðið sem hér segir: A-riðill: FH-Fjölnir......................1-0 BÍ-Selfoss......................3-0 Haukar-Reynir, S...............3-2 Selfoss-Haukar.................1-10 Fjölnir-Reynir, S..............l-o FH-Fram.........................0-3 BÍ-FH...........................0-0 Reynir, S.-Selfoss.............8-1 Fram-Fjölnir...................2-1 Fjölnir-Selfoss.................5-2 FVam-BÍ........................ 3-3 Reynir-FH . 4 1 Haukar-Fram 3-3 BÍ-Fjölnir 4-0 FH-Selfoss 2-3 Fram-Reynir, S.. 0-3 BÍ-Haukar 1-3 Haukar 4 3 1 0 19-7 10 Reynir, S 5 3 0 2 17-6 9 BÍ 5 2 2 1 11-6 8 Fram 5 2 2 1 11-10 8 Fjölnir 5 2 0 3 7-9 6 FH 5 1 1 3 4-10 4 Selfoss 5 1 0 4 7-28 3 B-riðill: Dalvík-Völsungur.................1-0 Leiftur-Tindastóll...............1-4 Dalvík-Leiftur..................10-0 Tindastóll-Dalvik................2-0 Leiftur-Völsungur.........0-2 Dalvík ................ 3 2 0 1 11-2 6 Tindastóll....... 2 2 0 0 6-1 6 Völsungur...... 2 10 12-1 3 Leiftur.......... 3 0 0 3 1-16 0 C-riðill: Höttur-Einherji................4-0 Höttur-KBS.....................5-0 KBS-Sindri.....................2-3 Austri/Valur-KBS...............3-4 Höttur-Sindri..................2-0 Austri/Valur-Einheiji..........1-3 Höttur............ 3 3 0 0 11-0 9 Sindri............ 2 10 13-4 3 Einherji......... 2 10 13-5 3 KBS.............. 3 1 0 2 6-11 3 Austri/Valur..... 2 0 0 2 4-7 0 Tvö hð úr A-riðli, eitt úr C-riðli og tvö úr B-riðh leika tíl úrshta um tvö 1. deildar sætí í haust. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.