Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 Iþróttir Ótrúlegur Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði: Leiftursmenn komust aftur í toppsæti 2. deildar eftir 3-2 sigur á KA á Ólafsfiröi í gærkvöldi. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en þó voru Leiftursmenn sterkari aðilinn. Fyrri hálfleikur var markalaus en Gunnar Már Másson skoraði fyrsta markiö fyrir Leiftur og þannig var staðan þar til undir lokin en þá var stiginn mikili darraðardans. Halldór Kristins- son náði að jafna fyrir KA og þegar stutt var eftir komust Ak- ureyringar yfir með marki ívars Bjarklind. Leiftursmenn neituðu að gefast upp heldur skoruðu í tvígang á lokamínútunum. Fyrst jafnaði Pétur Björn og síðan skor- aði Páll Guömundsson sigur- markið og heimamenn fógnuöu ævintýralegum sigri. Menn Ieiksins: Páll Guðmunds- son, Leiftri, og Ormarr Örlygs- son, KA. Markaregn á Kröknum ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Króknum: Stjörnumenn gerðu góða ferð á Krókinn og unnu þar Tindastói, 3-5, í miklum markaleik í 2. deild- inni í gærkvöldi. Stólarnir fengu óskabyrjun og skoruðu strax á fyrstu mínútu þegar Sverrir Sverrisson skallaði í mark gest- anna. Gestirnir náðu að jafna á 25. mínútu úr vafasamri vita- spymu sem Jón Þórðarson skor- aði úr. Stjömumenn komust síö- an yfir á 33. mínútu þegar Leifur Geir Hafsteinsson skoraði og Magnús Gylfason bætti síöan þríðja markinu við meö ævin- týralegu skoti utan af kanti sem sveif í boga yfir Gísla í marki Tindastóls. Stólunum tókst þó að klóra í bakkann rétt fyrir leikhlé þegar Björn Björasson skoraði með laglegum skalla. Eínum leikmanni Stjörnunnar, David Paikidze, var vikið af leik- velli snemma í seinni hálfleik en það virtist ekki há Garðbæingum að leika einum færri þvi Bjarni Benediktsson bætti fjórða mark- inu við. 5 mínútum fyrir leikslok fengu Stjömumenn víti og Jón Þórðarson skoraði af öryggi. Á lokasekúndunum minnkaði Guö- bjartur Haraldsson muninn fyrir heimamervn. Maður leiksins: Jón Þórðarson, Stjörnunni. fyrir horn Guöjón Þoisteinssan, DV, fsafeði: Isfirðingar voru heppnír að fá stig á heimavelli sínum í gær- kvöldi þegar þeir fengu Þróttara í heimsókn í 2. deildinni. Leikn- um lauk með 2-2 jafntefli og ís- firðingar em því enn án sigurs í deildinni. Þróttarar komust í 0-2 með mörkum Steinars Helgason- ar á 9. minútu og Ingvars Ólafs- sonar 5 mínútum síðar. Á 43. mínútu var Jóhann Ævarsson felldur af Axel Gomes, markveröi Þróttar, i vitateignum og Axel var vikiö af leikvelli. Tofic Dorse skoraöi úr vítaspymunni og Dorse var síðan aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann jafnaði beint úr auka- spymu. Þróttarar voru betri þaö sern eftir var leiksins en þeim tókst ekki að tryggja sér sigur og fsfirðingar máttu i lokin þakka fyrir stigið. Maður leiksins: Tofic Dorse, BÍ. IBVdróumsókn sínatilbaka ÍBV hefur dregið til baka um- sókn sína um að kvennalið félags- ins í knattspyrnu verði tekið aft- ur inn í deildarkeppni KSÍ. Málið var tekið af dagskrá mótanefndar KSÍ, sem fór fram í gær, og kom því ekki til umræðu. Þar með er endanlega ljóst að ÍBV leikur ekki meira með á þessu tímabili og þarf að leika í 2. deild á næsta ári. „Við drógum beiðni okkar til baka vegna þess að við höfðum heyrt það í kringum okkur að það væri ekki fræðilegur möguleiki á því að við fengjum að komast inn aftur, reglugerðin byði ekki upp á það,“ sagði Þór Vilhjálmsson, formaður Þórs Vestmannaeyjum, í samtali við DV. -ih Agassi úrleik áWimbledon Bandaríkjamennirnir Jim Co- urier, Pete Sampras, Svíinn Stef- an Edberg og Þjóðverjinn Boris Becker tryggðu sér í gær sæti i undanúrslitunum á Wimbledon- mótinu í tennis. Pete Sampras sigraði landa sinn Andre Agassi, Wimbledon meistara síðasta árs, 6- 2, 6-2, 3-6, 3-6 Og 6-4. Agassi er þar með úr leik og mun ekki geta varið titilinn. Agassi náði sér aldrei á strik í leiknum sem þótti ekki sérlega góður. Jim Courier sýndi góð tilþrif þegar hann sigr- aði landa sinn, Todd Martin, 6-2, 7- 6 og 6-3. Stefan Edberg sigraði Frakkann Cedric Pioline, 7-5,7-5 og 6-3, og Boris Becker vann landa sinn, Michael Stich, 7-5, 6-7, 6-7, 6-2 og 6-4 eftir rúmlega ijögurra klukkutíma leik. -RR Ameríkubikarinn: Mexíkó Ekvador Mexíkó stöðvaði sigurgöngu Ekvador í keppninni um Am- eríkubikarinn í knattspyrnu þegar þjóðirnar mættust í undanúrslitum keppninnar í Quito, höfuðborg Ekvador, í nótt. Mexíkó vann 2-0 og leikur til úrslita gegn Argentínu eða Kólumbíu sem mætast í síöari leik undanúrslitanna í nótt. Það var hinn gamalkunni miðherji, Hugo Sanchez, fyrr- um leikmaður Real Madrid, sem kom Mexíkó yfir á 24. mínútu og Ramon Ramirez innsiglaði sigurinn þegar tíu minútur voru liðnar af síðari hálfleik. -VS Ómar Bendtsen, KR-ingur, reynir hvað hann getur til að ná boitanum af Valsmanni sæti Getraunadeildarinnar. leik liðanna i gærkvöldi. KR-ingar Getraunadeildin 1 knattspymu: Stefnum upp í sagði Atli Eðvaldsson eftir að KR sigraði Val 1 g; „Þetta var mikilvægur sigur og bar- átta upp á líf og dauða að vinna þetta. Við erum komnir í 2. sætið og það er sætið sem við lentum í í fyrra og nú liggur leiðin bara upp á við,“ sagöi Atli Eðvaldsson, leikmaður KR, eftir lið hans hafði sigrað Val, 2-0, í Get- raunadeildinni í gærkvöldi. KR- ingar veröskulduðu sigurinn fylli- lega og þeir virðast líklegir til að berjast áfram í toppbaráttu deildar- innar. Valsmenn em hins vegar lík- lega búnir að missa af lestinni og miðað við þennan leik verða þeir að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. KR-ingar náðu forystunni á 18. mínútu þegar Bjarki Pétursson gaf góða sendingu fyrir markið á Tómas Inga Tómasson sem tók boltann nið- ur og sendi hann rakleitt í netið með 'hnitmiöuöu skoti. KR-ingar voru mun hættulegri í sóknaraðgerðum íþróttafréttir eru einnig á bls. 32 sínum og vora klaufar að bæta ekki við marki á lokamínútu fyrri hálfleiks en Bjarki skaut þá í stöngina fyrir galopnu marki. Valsmenn voru meira með boltann í seinni hálfleik en náðu aldrei að ógna verulega. Leikmenn liðsins voru alltof lengi að sækja upp völlinn og áttu KR- ingar ekki í vandræðum að verjast sókn- um þeirra. KR-ingar vom hins vegar mun ákveðnari í sóknaraðgerðum sínum og skoruðu annað mark sitt sex mínútum fyrir leikslok þegar Ómar Bendtsen sendi boltann auðveldlega í netið eftir vel út- færða sókn. KR-ingar hefðu getað bætt við mörkum en Bjami Sigurðsson, besti mað- Carecatil Japans Brasilíski knattspymumaður- inn Careca er á fórum frá Napoli á Ítalíu til japanska félagsins Kashiwa Reysol. EM í tveimur löndum? Knattspymusambönd HoUands og Belgíu stefna að því að sækja sameiginlega um að halda úr- slitakeppni Evrópumóts lands- liða sem fram fer árið 2000. Serbi á Króknum Petar Pisanjuk, nýi knatt- spymumaðurinn hjá Tindastóli, er Serbi en ekki Úkraínumaður eins og sagt hefur verið í DV. Hann er hins vegar af úkraínsk- um ættum. -VS Verðskuldað hjá Þrótti, Nes. Þróttur frá Neskaupstað vann verðskuldaðan sigur á Grindavík í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spymu á Neskaupstað í gær- kvöldi. Lokatölur 2-1. Goran Micic kom heimamönn- um yfir á 10. mínútu. Á 65. mín- útu fékk Eysteinn Kristinsson í Þrótti að líta rauða spjaldið en tíu mínútum síðar bættu heima- menn fengiö forskot. Þar var Þrá- inn Haraldsson að verki. Tíu mínútum fyrir leikslok minnkaði Þórarinn Ólafsson muninn og þokkalegur endasprettur gest- anna kom of seint. -SK/-MJ Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins i knattspymu er þessi eftir leik- ina í gærkvöldi: BÍ-Þróttur, R...............2-2 Þróttur, Nes.-Grindavík.....2-1 Leiftur-KA..................3-2 Tindastóll-Stjarnan.........3-5 Leiftur..... UBK......... Stjaman..... ÍR.......... Grindavlk... Þróttur.N... Þróttur, R.. Tindastóll.. KA.......... BÍ.......... 1 1 18-9 16 1 1 11-2 16 2 1 15-8 14 1 3 12-12 10 2 2 8-9 10 1 3 10-16 10 3 2 10-11 9 2 4 13-17 5 1 5 8-14 4 3 4 6-13 3 KR Valur (1) 2 (0) 0 1- 0 Tómas I. Tómasson (18.) 2- 0 Ómar Bendtsen (84.) Lið KR: Ólafur (1), Sigurður (1), Izudin Daði (2), Þormóöur (1), Atli (1), Rúnar (1), Einar Þór (2), Bjarki (2) (Steinar (1) 75.), Heimir (1), Ómar (2), Tómas Ingi (1). Lið Vals: Bjami (2), Gunnar (1) (Arnljót- ur (1) 68.), Jón Grétar (1), Jón S. (1), Sæv- ar (1), Ágúst (2), Steinar (1), Anthony Karl (1), Hörður Már (19), Sigurbjöm (1), Krist- inn (1) (Þórður (1) 63.). Gul spjöld: Þormóður, Einar Þór og Ómar (KR), Jón S. og Þórður (Val). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Gylfi Orrason, komst vel frá leiknum. Áhorfendur: Um 1800. Aðstæður: Rigning og smágola, völlur- inn hlautur en góður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.