Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR L JÚLÍ 1993 Utlönd Gorbatsjovfor- dæmir árásina á Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiötogi Sovétríkjanna, sem studdi her- sveitir banda- manna undir forustu Banda- ríkjamanna í Persaflóastríðinu, segir að flug- skeytaárósin á Bagdad á sunnu- dag sé afturhvarf til kaida stríðs- ins þegar Bandaríkjamenn lítu á sig sem lögregluþjón heimsins. „Clinton forseti gerði alvarleg mistök,“ segir Gorbatsjov í grein sem hann skrifaði í blaðið Neza- visimaja Gazeta í gær. Gorbatsjov sagði að rússneska stjómin hefði verið of fljót á sér að leggja blessun sína yfir aðgerö- irnar. Ástralirþiggja kjarnorkubætur fráBretum Áströlsk stjómvöld skýrðu frá því í vikunni að þau hefðu fallist á rúmiega tvo mifijarða króna i bætur frá Bretum vegna hreins- unar á menguðum kjamorkutil- raunasvæðum í Suður-Ástralíu. Tilraunimar voru gerðar á sjötta áratugnum. Hópur ástralskra fmmbyggja bjó á tilraunasvæðinu og höföu Ástralir farið fram á það við Breta að þeir greiddu mestallan hreinsunarkostnaðinn sem nam um sjö milljörðum íslenskra króna á núvirði. Drykkjufélaginn erfði þúsund ferðirábarinn Breski bóndinn Terry Oxley, sem las erfðaskrána sína fyrir nokkmm mánuðum áður en hann lést, arfleiddi drykkjufélaga sinn aö eitt þúsund krúsum af bjór. Oxley skipaði svo fyrir að lög- fræðingur hans skyldi í viku hverri ganga frá skrifstofu sinni í bænum Goole að klúbbi nokkr- um í grenndinni og borga drykki ofan i George Cawkwéll. Sá fær 35 kr úsir af dökkum bjór á viku. „Þetta er rétta leiðin til að minnast Terrys. Honum þótti sopinn góður, reyndar drakk hann tíu krúsir á dag,“ sagði lög- fræðingurinn. Oxley var á sextugsaldri þegar hann lést. Læknar höfðu varaö hann við of mikilli drykkju og of miklura reykingum. Heilsufar Francois Mit- ierrands er við- unandi Francois Mit- terrand Frakk- landsforseti, sem gekkst undir aðgerð vegna krabba- meins í blöðm- hálskirtli fyrir tíu mánuðum, er við viðunandi heilsu ef marka má niðurstöður nýjustu rann- sókna á honum. Líflæknir- forsetans, Claude Gubler, sagði í gær að forsetinn hefði farið í læknisskoðun á þriggja mánaða fresti fiá því að- gerðin var gerð og allt hefði verið eðlilegt. Læknar Mitterrands sögðu í desember að krabbameinið hefði ekki tekið sig upp að nýju og for- setinn vinnur nú fúllan vinnu- dag. Reuter Asökunum fyrrum ráðherra haf nað Breska ríkisstjórnin vísaði í gær á bug fullyrðingum Michaels Mates, fyrrum aðstoðarráðherra írlands- mála, um að fjársvikadeild lögregl- unnar hefði ekki farið rétt að í rann- sókn sinni á máli kaupsýslumanns- ins Asil Nadir sem nú er á flótta undan réttvísinni. Mates hélt því fram í afsagnarræðu sinni í breska þinginu á þriðjudag að fjársvikadeildin hefði lekið upp- lýsingum til fjölmiðla og beitt dómar- ann sem fór með málið óhóflegum þrýstingi. Hann krafðist þess að gerð yrði opinber rannsókn á deildinni. Nicholas Lyell, ríkislögmaður Bretlands, hafnaði opinberri rann- sókn. „Það er ekkert fordæmi fyrir óháðri rannsókn og ekkert sem rétt- lætir hana,“ sagði Lyell í ræðu í þing- inu. Hann sagði að fullyrðingar Mat- es hefðu verið kannaðar og þær hefðu reynst tilhæfulausar. Nadir flúði til norðurhluta Kýpur í maí. Hann átti þá yfir höfði sér ákærur fyrir þjófnað og bókhalds- svindl í tengslum við gjaldþrot fyrir- tækjasamsteypu sinnar. Þá var það upplýst í fyrra mánuði að Nadir hefði gefið íhaldsflokknum rúmar 40 milljónir króna. Stjómar- andstæðingar segja að með því hafi hann verið að koma sér í mjúkinn hjá stjórnvöldum. Reuter Breska fjársvikadeildin fór rétt að Asil Nadir, segir ríkisstjórnin. rannsókn sinni á máli auðkýfingsins Simamvnd Reuter „Ég legg skylduspamaðinn beint á Stjömubók.“ Svala Björk Amardóttir, fegurðardrottning íslands. Qóðar fréttir fyrir þá sem vilja treysta fjárhagsstöðu sína í framtíðinni! -----0----- Reglulegur sparnaður hefur margoft sannað gildi sitt þegar ungt fólk leggur í kostnaðarsamt nám, stofnar heimili eða kaupir húsnæði. Nú, þegar skyldusparnaður heyrir sögunni til, er brýnt að sparnaður haldi áfram á raunhæfan hátt. Spariáskrift að STJÖRNUBÓK er tvímælalaust góður kostur. X Verðtryggð inneign með háum vöxtum. X Lánsréttur til húsnæðiskaupa, allt að 2,5 milljónum króna til allt að 10 ára. X Spariáskrift - öll innstæðan laus á sama tíma. , X 30 mánaða binditími. Unnt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Það er auðvelt að safna í spariáskrift - með sjálfvirkum millifærslum af viðskiptareikningi eða heimsendum gíróseðlum. STJQRNUBOH BUNAÐARBANKINN Traustur banki I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.