Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1993.
Fangaennleitað:
Tveir f undust
í fataskáp
vestur í bæ
Einn þriggja fanga, sem struku úr
Hegningarhúsinu viö Skólavörðustíg
í gærkvöld, var enn ófundinn í morg-
un. Hann er 22 ára og afþlánar dóm
fyrir þjófnaö og minni afbrot. Hinir
tveir náðust um klukkan tvö í nótt í
húsi viö Kaplaskjólsveg hjá kunn-
ingja sínum. Þeir eru 20 og 23 ára og
sitja inni fyrir fíkniefnaneyslu og
fíkniefnasölu.
Þaö var klukkan 23.20 í gærkvöld,
í þann mund sem fangar áttu að fara
til klefa sinna, sem þeir struku. Þeir
söguðu tommu gilda rimla úr haö-
herbergisglugga og smeygðu sér út
um hann. Inni á baðherbergi var
garðslanga sem þeir tóku til handar-
gagns. Prá baðherberginu lá leiðin
út í fangelsisgarð. Garðslönguna
bundu þeir utan mn myndavélarfót
undir eftirlitsmyndavél og klifruðu
þannig yfir vegginn sem umlykur
garðinn. Fangaverðir áttu í erfiðleik-
um með að komast út úr hegningar-
húsinu inn í garðinn því fangarnir
höfðu troðið aðskotahlut inn í læs-
ingu hurðar sem þeir þurftu að kom-
ast um.
Strokið var strax tilkynnt til lög-
reglu sem finkembdi svæðið án ár-
angurs. Fíkniefnadeild lögreglunnar
var einnig kölluð út til leitar og bank-
aði hún uppá hjá viðskiptavinum
sínum í nótt. Einn viðskiptavinanna
býr í hús við Kaplaskjólsveg og þar
sáu menn í fíkniefnalögreglunni einn
fanganna standa við glugga. Beðið
var um liðsauka og var allra út-
gönguleiða úr húsinu gætt þegar ráð-
ist var til inngöngu. Við leit í húsinu
fundust tveir fanganna inni í fata-
skáp.
„Eg tek að sjálfsögðu á mig alla
ábyrgð af strokinu. Þaö verður að
koma í ljós hvort fangaverðir hafi
unnið sín störf nógu vel. Hins vegar
hefur öryggisbúnaður og eftirlit ver-
ið aukið hér undanfarið," sagði Guð-
mundur Gíslason, forstöðumaður
hegningarhússins. -pp
Heimdallur:
Sonur Davíðsvar
kjörinnformaður
LOKI
Já, það er auðvitað best að
hafa þetta í fjölskyldunni!
mm m m m w
EiQQcn ðiiðin 9
f ullum launum
„Ég óskaði strax eftir því aö Egg-
ert yrði áfram við störf í Ti-ygginga-
stofnun næstu mánuði til að for-
stjóraskiptin gætu orðið með þeim
hætti að fyrrum starfsmaöur yrði
nýjum forsfjóra til ráðuneytis.
Samhliða því hef ég óskað eftir að
hann taki aö sér ýmis sérverkefni.
Eggert tók umleitan minni mjög
vel,“ sagði Guðmundur Árni Stef-
ánsson, heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, í samtali við DV.
Karl Steinar Guðnason tekur við
starfi forstjóra Tryggingastofnun-
ar ríkisins í dag af Eggerti G. Þor-
steinssyni sem setið hefur í for-
stjórastólnum í 14 ár. Eggert, sem
nú er 68 ára gamall, hverfur þó
ekki úr Tryggingastofiiun heldur
mun hann starfa þar til 1. febrúar.
Hann heldur óbreyttum launum
þessa fjóra mánuði sem munu, eftir
því sem DV kemst næst, vera rúm-
ar 200.000 krónur á mánuði auk
launa fyrir nefndasetur og bílafríð-
indi. Að sögn heilbrigðisráðherra
mun ekki vera „forsenda til ann-
ars“ en að Eggert haldi óbreyttum
launum. Þá hefur veriö innréttuð
sérstök skrifstofa fyrir Eggert á 3.
hæð í húsi Tryggingastofnunar en
skrifstofa forstjóra er á 4. hæð.
„Mér finnst eðlilegt, í jafn stórum
rekstri sem þarna um ræðir, að
forstjóraskiptin fari ekki fram í
einum hvelli. Mér firuist það skyn-
samleg vinnubrögð að hafa þetta
svona,“ sagði Guðmundur Árni.
Fjórir viðbótarmánuðir fyrrum
forstjóra í starfi þýða tæplega eina
milljón króna í aukalaunagreiöslur
af hálfu Tryggingastofnunar. Eftir
1. febrúar taka lífeyrisgreiðslur úr
lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna við.
Eggert hefur þá gegnt starfi for-
stjóra Tryggingastofnunar í 15 ár
og fær því 30 prósent núverandí
launa sinna í lífeyri eöa um 67 þús-
undkrónur. Þar við bætast lífeyris-
greiðslur úr lifeyrissjóði þing-
manna og lífeyrissjóði ráðherra.
Eggert var þingmaður í 25 ár og fær
því 70 prósent þingfararkaups
greidd eða 124.600 krónur. Hann
var ráðherra í 7 ár og ber þvi 42
prósent af ráðherralaunum eða
48.600 krónur. Við þetta bætast síð-
an greiðslur úr lífeyrissjóði
múrara en þær munu vera óveru-
legar í samanburði við þessar töl-
ur. Saratals gerir þetta um 250 þús-
und krónur á mánuði.
- Nú ert þú í niðurskurðaraðgerð-
um sem mörgum fnmst harkalegar
en á sama tíma fær forstjóri á
þokkalegum launum og með rífieg-
an lifeyri fjóra aukamánuði í starfi.
Það kann mörgum að finnast 'sér-
kennilegt. „Þarna er ég að reyna
að hagræöa í stofnun sem veltir
tugum milljóna króna. Ég vænti
þess að fyrrum forstjóri Trygginga-
stofnunar skili þeirri vinnu sem til
er ætlast af honum,“ sagði Guð-
mundur Árni.
-hlh
Á annað hundrað foreldra bama á
leikskólum Ríkisspítalánna mót-
mæltu harölega í gær uppsögnum á
leikskólaplássum barna starfs-
manna Ríkisspítala. Foreldrarnir
ræddu uppsagnirnar á fundi í
Landspítalanum og ákváðu fundar-
menn að krefjast þess að heilbrigðis-
ráðherra afturkaliaði nú þegar upp-
sagnir á leikskólaplássunum þar sem
um brot á ráðningarsamningum og
öryggi bamanna væri aö ræða.
„Leikskólapláss er hluti af ráön-
ingarsamningi okkar. Ekki er hægt
að segja ráðningarsamningi upp að
hluta og lítum við á að okkur hafi
verið sagt upp störfum frá 1. október
að telja og ráðningarsamningur okk-
ar falli úr gildi 1. janúar 1994,“ segir
íályktunfundarins. -GHS
Þorsteinn Davíðsson laganemi,
sonur Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra, var í gærkvöldi kjörinn
formaður Heimdallar, Félags ungra
sjálfstæðismanna, á aðalfundi félags-
ins.
Fráfarandi formaður, Kjartan
Magnússon laganemi, gaf ekki kost
á sér aftur. Þorsteinn var einn í fram-
boði og var hann því sjálfkjörinn.
-IBS
Össur Skarphéðinsson:
Hallærislegt
Brynjar Eiriksson, drengurinn sem var hætt kominn í Kópavogslaug fyrir viku, var hrókur alls fagnaðar þegar
hann tók á móti bekkjarsystkinum sínum á Landspítalanum i gær. Brynjar er óðum að hressast og i gær var
fyrsti dagurinn sem hann fékk að fara í föt en engu að síður var hann dálítið eftir sig. Hann var óspar á kræsing-
arnar sem hlaðist höfðu upp á sjúkrabeðinum. Bekkjarsystkinin þáðu molana með þökkum og voru hin ánægð-
ustu enda ekki á hverjum degi sem þau heimta skólabróður sinn úr helju. pp/DV-mynd ÞJU
„Það vakti deilur þegar Khasbúla-
tov var boðið síðast á þing Norður-
landaráðs. í því ljósi er skrýtið að
honum skuli vera boðið aftur. í ljósi
atburða síðustu daga er þetta afskap-
lega neyðarlegt og hallærislegt," seg-
ir Össur Skarphéðinsson, starfandi
utanríkisráðherra. Khasbúlatov hef-
ur verið boðið að sitja fund Norður-
landaráðs á Álandseyjum sem full-
trúirússneskaþingsins. -kaa
Veðriðámorgun:
Víðast
skýjað
A morgun verður hæg austlæg
átt, víðast skýjað og dálítil súld
við suðaustur- og austurströnd-
ina. Hiti 5-11 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
I ANDSSA.MBAND
ÍS!.. RAF\ KRK I AKA
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
í
t
i
t
i
i
i
i
i
TVOFALDUR1. vinningur