Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Stuttar fréttir Snurðaáþráðinn Snurða hefur hlaupið á þráöinn i viðræðum PLO og ísraela um brotthvarf hersveita frá Gaza. FlýjaánáðirSÞ Óttaslegnir íbúar í Bosiúu flýja undan bardögum á náðir SÞ. Olmert vann í Jerúsalem Hægri- sinninn Ehud Olmert sigraöi Teddy Kollek í borgarstjórn- arkosningum í Jerúsalem og sagði að borgin yrðí undir yfir- ráðum gyðinga en ekki hluti af ríki Palestínumanna. Clintonbýðurheim Bill Clinton Bandaríkkjaforseti hefur boðiö Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra ísraels, í Hvíta húsið 12. nóvember. Hótarefsiaðgerðum Bandarískur embættismaður hefur varað Kínveija viö við- skiptalegum refsiaðgerðum opni þeir ekki markaði sina fyrir er- lenda vöru fyrir árslok. Kveðjum ofbeldið Stjórnvöld á Bretlandi og ír- landí ætla aö hvetja til aö bund- inn verði endi á oíbeldi á Norður- írlandi á fundi i dag. Jeltsín ræðir málin Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hittir hér- aðsstjóra tii að ræða drög aö nýrri stjómar- skrá þar sem miðstjórnar- vald er aukiö. Búist er við hitafundi. Vígbúastáný Embættismaður SÞ sagði að leiötogar ættflokka í Sómaiíu myndu vígbúast á ný ef ekki tekst að halda uppi lögum og reglu þeg- ar bandarískar hersveitir fara. Aftökurleyfðar Shevardnadze Georgiuleiðtogi leyfir aftökur án dórns og laga í baráttu gegn bófaflokkum. Thatchertalar Margaret Thatcher segir aö hryðjuverkamenn sigri aldrei á Norður-írlandi. De Benedetti frjáls De Benedetti, forstjóri Olivetti, fékk aö fara frjáls ferða sinna eft- ir yfirheyrslur um spillingarmál. Hagenskalvikja Átta af nítján fylkísfoi-mönn- um norska Framfara- flokksins vilja að Carl I. Hag- en formaður víki úr emb- ætti. Tveir styöja hann eindregið. Flóð í Hondúras Sjötíu og sjö hafa farist og hundraöa er saknað í flóðum í Hondúras. Tölvukubbum stolið Grimuklæddir og vopnaðir ræningjar stálu tölvukubbum fyrir 140 milljónir króna í Banda- ríkjunum. Súfeitaímegrun Feitasta kona Brasilíu hóf tveggja ára megrunarkúr í gær. Húnvegur400kíló. Rcuter, NTB UtLönd Skógareldarnir blossa upp af auknum krafti í Kalifomíu eftir stutt hlé: Ný glæsivilla brann of an af Bruce Willis - íslendingar ekki í hættu en lítið ræðst við eldinn sem stefnir að þéttri byggð Bruce Willis. Hlédís Sveinsdóttir, DV, Los Angeles: Kvikmyndastjarnan Bruce Willis er meðal þeirra sem misst hafa hús sín í Malibu nú síðustu klukkustund- irnar eftir að skógareldarnir bloss- uðu upp hér í sunnanverðri Kalifor- níu að nýju í gær. Eldarnir nú eru verri en þeir voru í fyrri hrinunni og nú eru fleiri hús í dýrum hverfum ýmist brunnin eða í stórhættu. Margar fleiri stjömur en Willis hafa misst heimili sín og er tjónið gífurlegt því í Malibu er fjöld- inn allur af nýj- um og gömlum glæsivillum eins og þeirri sem Willis átti. Óttast er að eldarnir geisi á þessum slóðum í dag og næstu daga því slökkviliðið ræður ekkert við bállð. íslendingar, sem hér búa, eru ekki í hættu. Þó er aldrei að vita hvað gerist ef ekki tekst að slökkva eldana á næstunni. Sem stendur er hús Sig- urjóns Sighvatssonar kvikmynda- framleiðanda næst eldinum en það er ekki í hættu. Bálið blossaði upp nú öllum að óvörum. Kaldara er í veðri en áður var og því áttu menn ekki von á að eldurinn magnaðist svona mikið. Hvasst er hér í Los Angeles og mjög misvindasamt. Það gerir allt björg- unarstarf erfiðara og fólk er í hættu því menn vita aldrei hvaöan vindur- inn blæs næst. Sjónvarpsmenn vom m.a. hætt komnir af þessum sökum í gærkvöldi. Baráttan við eldana í KalHömíu Slökkviliðsmenn leggja mesta áherslu á að koma í veg fyrir manntjón. Eigur manna verða að sitja á hakanum. Björgunarsveitir Slökkvibílar Hús eru varin með því aö dæla á þau vatni. Bæöi jörö og hús eru mjög þurr og fuörar allt upp á augabragði. Björgunarsveitir eru skipaðar 1'5 til 16 mönnum. Þeir nota keöjusagir og önnur handverkfæri til að ryöja runnum og trjám úr vegi. Vindurinn gerir starf þessara manna mjög hættulegt. Vélskóflur eru notaöar við meirihát^r ruðningsverk. Ú, Flugvéiar og þyrlur Úr þyrlum slökkviliösins er hægt að varpa um einu tonni af vatni í einu. Ffjótlegt er að fylla geymana aö nýju. Slökkvifroöu er úöaö úr flugvélum yfir eldinn áður en þyrlurnar koma á vettvang. ’ v L': Hitastrókar Heitir hvirfilbyljir geta valdið miklu tjóni: Heitt loftiö stígur upp og sogar upp ferskt loft. C 0 0 Vindurinn getur myndað súlur af heitu lofti. Hlífðarföt Slökkviliðsmenn eru í búningum úr eldtraustu efni. Einnig eru óbrennanleg tjöld höfö fyrir skýli ef koma þarf slösuðum undir læknishendur strax. Eldarnir Eldurinn sækir yfirleitt á móti brekku en getur dreifst víöa ef vindur er óhagstæöur. Hann kemst yfir 8 akreina hraöbrautir. Því hraðar sem eldurinn brennur, því heitari verður hann og loftstreymi meira. Vindurinn þyrlar upp glóð og ber hana hundruð metra í loft upp. Vindurinn nærir eldinn Heitur og þurr Santa Ana staövindurinn hefur magnaö eldana að nýju: OVindurinn berst frá hæð yfir Colorado aö lægð yfir Kaliforníu. © Vindhraðinn magnast á leið sinni um fjallaskörð. ■ Vindhraðinn nær allt aö 90 hnútum þegar komið er að ströndinni. Raki er þá aöeins 5 til 10%. 0 Mestallur rakinn fer úr loftinu á leiöinni yfir fjöllin. Heimitd:USA TODAY Skógareldamir miklu í Kalifomíu bitna á fræga fólkinu: Leikstjóra vart hugað líf eftir bruna Bandaríski leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Duncan Gibbins hlaut alvarleg brunasár þegar hann reyndi aö bjarga verðmætum úr húsi sínu í Malibu í gærkvöldi. Skógareldarnir geisa nú um hverf- ið og tjón er gífurlegt. Að sögn lækna hlaut leikstjórinn brunasár á um 80% af líkama sínum og er honum vart hugað líf. Meðal þeirra, sem nú óttast um heimili sín, eru Johnny Carson, Bar- bra Steisand, Ali McGraw, Carroll O’Connor, Steven Spielberg, Dustin Hoffman og Sylvester Stallone. Sumt af þessu fólki hefur áður misst hús sín í skógareldum í Kaliforníu. Sjónvarps- stöðvar í Los Angeles hafa sent beint frá hættusvæðun- um og situr mikill íjöldi fólks við skjá- ina víða um Bandaríkin og fylgist með Sylvester Stallone. framvindunni. Nú þegar eru þúsundir manna flúnar að heiman og enginn veit meö vissu hve mörg hús hafa orðið eldin- um að bráð. Þau skipta þó hundruð- um ef ekki þúsundum. „Það nístir mig inn að hjartarótum að sjá húsin brenna,” sagði Pete Wil- son, ríkisstjóri í Kaliforníu, í sjón- varpsviðtali í gærkveldi. Hann kom þá með þyrlu til Malibu til að fylgj- ast með björgunarstarfinu. Slökkviliðið ræður þó ekkert við eldinn og er jafnvel búist við að hann kulni ekki næstu daga ef vind lægir ekki. Reynt er að ausa vatni og sjó á eld- inn úr lofti en jörð er það þurr að vatnsgusurnar draga lítið úr bálinu. Flugvellir eru lokaðir við hættu- svæðið enda er skyggni lítið og hættulegt að vera á lofti í reykjar- mekkinum. Reuter Aöeins einn maður hef ur farist í bálinu Einn maður lét lífið í Los Ange- les i gærkvöldi þegar hann reyndi að bjarga eigum sinum skömmu eftir að skógareldarnir blossuðu upp að nýju. Það þykir raunar undrum sæta að ekki skuli fleiri hafa farist því fjöldi húsa er nú rústir einar og fólk hefur-bjargað sér á hiaupum undan eldínum. Nokkrir liafa hlotið brunasár, sumir alvarleg en í morgun var aðeins vitað um þetta eina dauðs- fall. Vitaö eru tvo menn i lífs- hættu. Reuter „Mér verður illt af aö tala um þetta. Það munaði engu að ég missti húsið mitt,“ segir Osmond Justin- ussen, útgerðarmaður frá Færey- um, eftír nær tveggja ára samstarf við Namibiumenn í útgerð. Hann og fjórir aðrir Færeyingar, þar á meðal Óli Breckmann, annar þingmanna Færeyinga á danska þinginu, stofnuðu árið 1991 útgerð- arfélag með Namlbíumönnum. Fé- lagiö fékk nafnið Ferina og var sameígnarfélag þar sem lieima- menn áttu 51% en Færeyingamir 49%. Tilgangurinn var að nýta fiskimiðin við strönd Namib- íu. Færeyingar tóku lán hjá Færeyjabanka fyrir sfnura hlut og lögðu auk þess til fjóra gamla en endurbyggða togara. Þeir fengu nöfnin Ferina Star, Ferina Sun, Ferina Sudurhavid og Ferina Midhavid. Færeyingarnir segja að Namibíu- Oli Breckmann. menn hafi ekki lagt krónu í fyrir- tækið en þeir hétu Færeyingum 2000 tonna veiðikvóta í landhelgi sinni. Síðar kom upp deila um hvernig nýta ætti kvótann og vildu heimamenn að hann yrði veiddur af togurum sameignarfyrirLækis- ins sem framlag þeirra í samstarf- inu. Færeysku útgerðarmennirnir vildu að önnur skip þeirra nýttu kvótann. Samheldnin hjá Ferina var því líttl frá upphafi og nú er svo komið aö Namibíumenn hafa knúið fram gjaldþrot fyrirtækisins og er búið að seija togarana fióra á nauðung- aruppboöi. Færeyingarnir segja að Namibíumenn hafi beitt þessu bragði til að komast yfir skipin og hyggist nú gera þau út. í beinum peningum nam framlag Færeyinga um 100 milljónum ís- ienskra króna. Þá eru ótaldir togar- arnir fiórir sem kostuðu 250 til 300 milljónir ti samans. Skaðinn nem- ur því allt að 400 milijónum ís- lenskra króna og mátti útgerð i Færeyjum síst við slíku tjóni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.