Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
11
Fréttir
Tilraunaútsendingar Stöðvar 2 á örbylgjusjónvarpi hafnar:
50 þúsund nýir mynd-
lyklar verða f luttir inn
- ríkissjónvarpiðverðurmeðáeinnirás
íslenska útvarpsfélagið, Stöð 2,
hefur hafið tilraunaútsendingar á
örbylgjusviði með sendi sem stað-
settur er á Veðurstofuhæð og Öskju-
hlíð í Reykjavík. Þeir sem hafa réttan
múttökubúnað, sérstakt örbylgju-
loftnet, og sjónvarpstæki sem eru 5
ára og yngri eiga að ná útsendingun-
um endurgjaldslaust. Nást útsend-
ingar á mestöllu Faxaflóasvæðinu, á
stöðum í beinni sjónlínu frá sendin-
um.
Er fyrirhugað að hefja ruglað end-
urvarp 8 gervihnattastöðva og dag-
skrár Stöðvar 2 í kring um 1. desemb-
er. Til að ná rugluðum örbylgjusend-
ingum þarf, auk móttökubúnaðarins,
nýjan myndlykU.
Fyrstu gámarnir með nýjum hol-
lenskum afruglurum eru að koma tíl
landsins þessa dagana en alls er áætl-
að að flytja inn allt að 50 þúsund
nýja myndlykla. Þessir myndlyklar
verða lánaðir notendum, eins og
tíðkast víðast erlendis. Er margt
óljóst varðandi markaðssetningu
þeirra en óvíst er hvort eigendur
eldri myndlykla fá eitthvað fyrir
gömlu lyklana geri þeir lánssamning
um nýjan myndlykU.
Hjá fyrirtækinu Elverk fengust
þær uplýsingar að sérstakt örbylgju-
loftnet með uppsetningu muni kosta
25-30 þúsund krónur. Órbylgjusend-
ingarnar verða fyrst um sinn bundn-
ar við Faxaflóasvæðið.
Með nýjum myndlykli eiga notend-
ur að sjá tvær fréttastöðvar BBC,
CNN, Sky news, Discovery, Country
Music Television, TT/Cartoons
channel, MTV og Eurosport. Auk
þess munu notendur myndlyklanna
sjá útsendingar Stöðvar 2, Sýnar og
ríkissjónvarpsins, en ríkissjónvarpið
fékk úthlutað einni rás á örbylgju-
sviði. Gert er ráð fyrir að aðgangur
að öllum stöðvunum á vegum ís-
lenska útvarpsfélagsins verði seldur
í einum pakka.
íslenska útvarpsfélagið fékk út-
hlutað 5 rásum á örbylgjusviði í sum-
ar og síðan þremur rásum til bráða-
birgða í september. Þá fékk Frjáls
fjölmiðlun úthlutað einni rás og leyfi
til reka innlenda sjónvarpsstöö. Er
undirbúningur hennar í gangi. Um-
sækjendum um leyfi til endurvarps
erlends sjónvarpsefnis, sem ekki
höfðu fyrirliggjandi samninga við
upphafsstöðvar í sumar, var gefið
vilyrði fyrir útvarpsleyfi og 6 mán-
aða frestur til að gera samninga við
upphafsstöðvar í útlöndum.
Háskólinn hefur stofnað sjálfseign-
arfyrirtæki, Sendi, í þeim tilgangi að
reka kennslusjónvarp. Að sögn
Kjartans Gunnarssonar, formanns
útvarpsréttamefndar, vissi hann
ekki til að umsókn hefði borist frá
þessu fyrirtæki.
Háskólinn hafði áður fengið úthlut-
aö bráðabirgöaleyfi til tilraunaút-
sendinga en samkvæmt lögum má
skólinn ekki vera með atvinnurekst-
ur á sínum snærum.
-hlh
R0DE0
VERKFÆRI A
LAGERVERÐI
RODEO
Kjarabót í
kreppunni:
Berðu saman verð og gæði.
Opið daglega kl. 10-18.30,
laugardaga kl. 10-16.30.
%R0T
Kaplahrauni 5, Hafnarfirði,
sími 653090
„Rjúpnaveiðin hefur gengið vel það sem af er veiðitímanum og það er
mikið af rjúpu,“ sagði Agnar G. Guðjónsson byssusmiður að lokinni þriggja
tíma veiðiferð. Á myndinni hampar hann fengnum. DV-mynd G.Bender
Hátt verð á sels-
hreif um í Japan
- tilraimasending á leiöinni frá Hvammstanga
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki;
„Vegna aðgerða grænfriðunga og
af ýmsum öðrum ástæðum er mikill
skortur á selshreifum. Japanar
borga gott verð fyrir þá og vonandi
verður það til þess að veiðimenn fara
að sinna selveiðum meira en þeir
hafa gert,“ segir Harpa Vilbertsdótt-
ir, framkvæmdastjóri íguls á
Hvammstanga, sem einkum verkar
hrogn úr ígulkerum. Auk þess að
flytja hrognin til Japans hefur Harpa
aflað markaðar fyrir selshreifa í Jap-
an.
Hún segir að 7 veiðimenn á Strönd-
um og í Flatey á Breiðafirði séu nú
að afla 250 kg af selshreifum í til-
raunasendingu til Japans. Sú stærð
pakkningar þykir heppileg upp á
fragt.
„Viö bjóðum veiðimönnunum 500
krónur fyrir kílóið til að byrja með
og ef Japönunum líkar varan vel
gæti veröið hækkað," segir Harpa.
Hreifarnir þykja góður matur í Jap-
an eins og þeir reyndar þykja súrsað-
ir á þorrablótum hér á landi.
Harpa segist hafa áhuga á að nýta
þau hlunnindi sem selurinn sé víða
og einnig það sem til fellur úr ígulker-
um. Skelin mulin er notuð sem ýmiss
konar áburöur og úrgangur úr ígul-,
kerunum er nýttur í refafóður.
TOPP 40
I HVERRI VIKU
íslenski listinn er birtur í DV á hverjum fimmtudegi og á
fimmtudagskvöldum á milli kl. 20 og 23 kynnir Jón Axel
Ólafsson stööu laganna á Bylgjunni og greinir frá sög-
um á bakviö athyglisveröa flytjendur og
lög þeirra. Á Bylgjunni, iaugardaga milli fír %.
kl. 16 og 19 er staöa laganna 40 svo
kynnt á ný og þau endurflutt.
GOTT UTVARP!
ISLENSKI USTINN er unninn I samvinnu DV. Byfgjunnar og CocæCola 6 Islandi. Mikill IJöldi fólks tekur þátt I að velja ISLENSKA USTANNI hverri vlku.
Yfirumsjón og handrit eru f höndum Ágústs Héöinssonar, framkvæmd 1 höndum starfsfólks DV en tæknivinnsla fyrír útvarp
er unnin af Þorsteini Asgelrssynl.