Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Spumingin
Ertu bjartsýnismanneskja?
Jón Hólm: Alveg meö eindæmum.
Ólöf Gestsdóttir: Já.
Jón Bergmann: Já, ég er mjög bjart-
sýnn.
Þórarinn Guðjónsson: Nei.
Jóna Sigþórsdóttir: Ég vona það.
Ágústa Árnadóttir: Já.
Lesendur
Vaxtalækkunin:
Þáttaskil
eða endalok?
Kristján Þorsteinsson skrifar:
Margir telja yfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar um aðgerðir til að flýta
fyrir vaxtalækkun hér marka þátta-
skil í efnahagslííinu og ganga svo
langt að segja að senn fari hér allt á
fulla ferð á ný. Ekki síst framkvæmd-
ir af öOu tagi og bankar lækki vexti
sína svo að skuldurum veitist auð-
veldara að standa í skilum. Vonandi
gengur þetta eftir. Er þá svo komið
að allar aðgeröir hér á landi skuli
miðast við skuldir og vaxtabyrði.
Emm við ekkert annað en skuldsett-
ir landsetar þegar aUt kemur til alls?
Við skulum samt vona að skulda-
heimili landsins og skuldakóngar
komist betur af eftir þessar aðgerðir.
En ef vaxtalækkunin gengur nú eft-
ir, munu kaupmenn þá ekki lækka
vöruverð til samræmis þannig að
neytendum komi það til góða á þeim
vettvangi? Hvað hefði t.d. gerst ef
vextir hefðu hækkað, segjum um
2%? Hefði þaö ekki bitnað á vöru-
verðinu? - Áð sjálfsögðu.
Nú er nýbúið að gera sérstakar
ráðstafanir, einmitt fyrir atvinnulíf-
ið, með því að afnema aðstöðugjald
Leiðir vaxtalækkunin til lægra verðs
á neysluvörum?
og með gengislækkunum, sérstak-
lega fyrir útflytjendur. Ekki dugði
það hvort tveggja til verulegs af-
komubata. Breytir vaxtalækkunin
einhverju? Margir spyrja sig einmitt
að því í dag hvort hún muni í raun
skapa þáttaskil í atvinnurekstri eða
hvort hún tákni einfaldlega endalok
hjá okkur í efnahags- og atvinnumál-
um. Velja færeysku leiðina sem við
höfum sálflr gagnrýnt svo ákaft. -
Er ekki verið að hvetja til þess að
taka erlend lán allt hvað af tekur,
vextir lágir og hagstæð skilyrði er-
lendis þessa dagana? Sagði ekki for-
sætisráðherra fyrir nokkrum vikum
að erlend lántaka væri nú stöðvuð?
Dettur nokkrum manni í hug að
ef af vaxtalækkun verður muni
heimili og fyrirtæki taka til við að
lækka skuldir sínar? Nei, vaxtalækk-
unin verður einmitt til þess að þessir
aðilar sækja enn frekar á lánamark-
aðinn Það þarf enginn að halda að
almenn vaxtalækkun leiði til minni
spennu í athafnalífinu. Þvert á móti.
Spennan og uppsveiflan verður ein-
mitt tíl þess að eyða í fleiri og meiri
framkvæmdir. Það var ekki þaö sem
við þurftum. Við þurftum á sparnaði
að halda, ekki eyöslu og frekari lán-
tökum. Og neytendur þurfa ekki að
búast við neinni verðlækkun á nauð-
synjavörum, svo sem matvælum,
tryggingum, rafmagni og hita o.s.frv.
- Færeyska leiðin er enn í áætlunar-
kerfi íslendinga og hún er því miður
enn eftirsótt, bæði af stjórnvöldum
og almenningi.
Aðstoðin við Bosníu
Sigríður Benediktsdóttir skrifar:
I DV var frétt hinn 27. okt. sl. þar
sem greint var frá því að ríkisstjórn-
in hefði samþykkt að senda sveit ís-
lensks hjúkrunarfólks til hjálpar-
starfa í Bosníu. Samþykkt var aö
veita 7,5 milljónir króna til þessa
hjálparstarfs.
Ég á ekki til nógu stór orð til að
lýsa hneykslun minni. Þetta er í raun
alveg ótrúlegt. Hvernig væri nú að
nota þetta fjármagn í eitthvað gagn-
legra? Auðvitað veit ég að fólk þjáist
mikið þarna ytra en eiga þessar 7,5
milljónir króna að breyta því eða
geta þær yfirleitt komið aö gagni á
einhvern hátt? Ég held ekki.
Þessir peningar gætu hins vegar
komið aö gagni og breytt miklu hér
heima, væru þeir t.d. notaðir í að
koma upp aðstöðu fyrir unghngana
okkar um helgar, svo að þau berji
ekki hvert annað til að drepa tímann.
- Leyfum Bandaríkjamönnum og
öðrum þjóðum að vera hetjur og ger-
ast siðapostular þarna úti og höldum
okkur hér heima og leysum okkar
mál áður en viö sendum okkar eigið
fólk út til að láta skjóta það í spað.
Bílageymsla við Vitatorg:
Óhentug innkeyrsla
Bilageymsluhúsið við Vitatorg. - Á myndinni sést glöggt hvað bréfritari á við
Hallgrímur skrifar:
Ég fagna hverju skrefi í endurnýj-
un í borginni okkar, hvort sem um
er að ræða í húsagerð, gatnagerð eða
fegrun umhverfisins. Og vissulega
hefur meira verið unnið í þessum
málum á síðustu tveimur árum en
oft áður. BOageymsluhús hafa t.d.
verið reist eða opin svæöi endur-
hönnuð til að koma fyrir hluta hins
mikla bílaflota sem við notum. Fólk
hefur samt einhvern veginn ekki
komist upp á lag með að nýta þessi
mannvirki sem skyldi, og langt frá
því að öll þessi stæði og bílageymslu-
húsin séu fullnýtt. Menn virðast
heldur vilja halda gamla laginu og
leggja rétt við verslunina, eða stofn-
unina sem þeir þurfa í. Svo verða
þeir æstir og móðgaðir sé búið að
sekta þá eða jafnvel draga bO þeirra
á brott.
Ég nota mikið þessi vemduðu bíla-
stæði og þar á meðal bílageymslu-
húsin, sem mér finnst langbest, ekki
síst á vetuma. - Eitt nýtt hús er kom-
ið þar sem áður var Vitatorg. Það er
aOt hið besta um það aö segja nema
Hringið í síma
milli ld. 14 og 16
- eða skriftð
Nafn oft símanx. veróur aó fylgja bréfum
eitt - miðatökukassinn er alveg
hræðilega Ola staðsettur. Hann er
vinstra megin á götunni, þar sem
maður verður svo að beygja til
vinstri eftir að miðinn hefur náðst
úr kassanum. Beygjan er hins vegar
svo kröpp (eins og því miður verður
oft hér við bílastæðin sjáO) að maður
verður að bakka eða hafa aðrar tO-
færingar til að aka beint inn.
Auðvitað á miöakassinn að vera
vinstra megin og þá í beinni innakst-
urslínu en ekki í annarri aksturs-
línu, nema auðvelt sé aö beygja. Á
stómm bílum næst þessi beygja
a.m.k. ekki auðveldlega. Þetta er auð-
vitað illt að útskýra nema sýna af-
stöðumynd af innkeyrslunni. -
Kannski getur DV myndað hana til
skýringar.
Björn Björnsson hringdi:
Þá á Þjóðhagsstofnun hefur
greinOega grunað að ríkisstjórn-
in myndi stíga á stokk og gefa
yfirlýsingar um vaxtamálin sem
eiga að marka þáttaskO í efna-
hagsmálunum. Þjóöhagsstofnun
spáði nefnilega að við myndum
ná botninum í efhahagslægðinni
á næsta ári og síðan yrði mjög
hægfara hagvöxtur, hklega um
1-2%. Eftir vaxtalækkun á ríkis-
skuldabréfum verður efnahags-
batinn mun hraðari en nokkru
sinni, sérstaklega þar sem við
höldum nú áfram að taka erlendu
lánin. Það er kannski okkar
mesta happ, það hlýtur hver mað-
ur að sjá.
Gestiroggjörn-
ingaríSjónvarpi
Sigurlaug skrifar:
Eftir að hafa horft á þáttinn
Gesti og gjörninga í Sjónvarpinu
sl. sunnudag fæ ég betur skOið
hvað mér líkar betur og hvað
verr. Ég dáist að þessum Osta-
mönnum! Að hafa það sjáOs-
traust tO aö bera að sýna sig og
koma fram í ríkissjónvarpinu.
Og svo er veriö að bera okkur
islendingum á brýn að vera
feinmir og til baka! í þættinum
mátti glögglega sjá að íslendingar
eiga menn sem þora að sýna hvað
í þeim býr. Allt menn sem segja
sex! Fær þetta fólk greitt fyrir af
skattpeningum okkar?
Farþegaísóttkví
Steinunn hringdi:
Óhugnanlegar fréttir berast
hingað til lands um aö berkla-
bakterían leggi undir sig viss
svæði i Bandaríkjunum, einroitt
þar sem íslenskir flugfarþegar
eru tíöir gestir. Á Miami á Flórida
og á Manhattaneyju í New York.
fslensk heilbrigðisyfirvöld óttast
að bakterían geti fljótlega borist
hingað og mjög erfitt sé að lækna
sjúklinga sem smitist af henni.
Eg legg tO að farþegar, sem koma
frá þessum sýktu svæðum, séu
settir í sóttkvi samstundis og þeir
koma hingaö til lands. Þaö hefur
verið gert af minna tilefhi.
HótelBorg-
breyttogbætt
Fjóla Guðmundsdóttir hringdi:
Ég fór á Hótel Borg nýlega, i
fyrsta skipti eftir breytingamar.
Mér finnst þær hafa tekist ein-
staklega vel, án þess að útfloka
hið gamla andrúmsloft og ýmsa
muni sem bjargað var og húsinu
tilheyra. Þarna var matur hreint
afbragð á skreyttum diskum,
listamaðurinn Bergþór Pálsson
skemmti matargestum og ég átti
þarna yndislegt kvöld. Tómas
veitingamaður á heiður skilinn
fyrir að koma þessu öllu svona
smekklega fyrir, bjarga verð-
mætum og endurreisa þetta góða,
klassíska hótel.
Sjónvarpsdag-
skráinábotninn
Sigurður Gislason hringdi:
Eg og mitt heimafólk vorum að
horfa á Sjónvarpið sl. sunnudags-
kvöld (31. okt.). Þaö verður að
segja eins og er aö ekki áttum viö
von á öðrum eins ömurlegheitum
og birtust í þættinum Gestir og
gjömingar. Hvað var verið að
bjóða okkur upp á? Jú, garg og
eins konar viOidýrsöskur, fram-
leitt á svokölluðum skemmtistað
í borginni. Þessi þáttur, ásamt
Dagsljósi, hefur komið dagskrá
Sjónvarpsins alveg niður á botn-
inn og var þó ekki úr háum söðh
að detta. Og svo er maður skyld-
aður til aö greiöa fyrir afnot af
þessu.