Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
23
Vetrartilboð á sturtuklefum. Verð frá
kr. 10.900 á stökum klefum, 24.500 á
klefa m/botni og blöndunartækjum.
A & B, Skeifunni 11B, sími 681570.
■ Verslun
20-50 % afsláttur af hreinlætistækjum,
baðinnréttingum og sturtuklefum.
A & B, Skeifunni llb, sími 681570.
Gott tilboð. Útvíðar barnabuxur 950.
Mikið úrval af göllum frá 1.250, jogg-
ingbuxur á börn og fullorðna, vesti á
fullorðna 1.680, úrval af bolum. Send-
um í póstk., fríar sendingar miðað við
5.000. Ceres, Nýbýlavegi 12, s. 44433.
Stærðir 44-58. Tískufatnaður.
Stóri listinn, Baldursgötu 32, s. 622335.
Einnig póstverslun.
Komdu þægilega á óvart. Full búð af
nýjum vörum: stökum titrurum, sett-
um, kremum, olíum, nuddoh'um,
bragðolíum, blöð o.m.fl. f. dömur og
herra. Sjón er sögu ríkari. AUar póst-
kröfur duln. R&J, Grundarstíg 2, s.
14448. Opið 10-18 v.d., laugard. 10-14.
Útsala, útsala á nokkrum hesta- og
jeppakerrum. Hreint ótrúlegt verð.
Allir hlutir í kerru og vagna. Islensku
dráttarbeislin, gerið verðsamanburð.
Póstsendum.
Víkur-Vagnar, Síðumúla 19, s. 684911.
Alvöru þjófavarnabúnaður. Slagbrand-
ar, öryggislæsingar, öryggiskeðjur,
öryggishespur, öryggisgrindur o.fl.
Uppsetning ef óskað er. Varist inn-
brotin, kynningarverð. Vikurvagnar,
Síðumúla 19, sími 91-684911.
Smáauglýsingar
■ Bílar tn sölu
Toyota LandCruiser GX, árg. ’88, turbo,
upphækkaður, 38" dekk, 12" felgur,
driflæsingar framan + aftan, ekinn
152 þús., skipti möguleg. Bílasala
Keflavíkur, sími 92-14444 eða eftir kl.
20 í símum 92-12247 og 92-14266.
Toyota LandCruiser STV/GX, disil, árg.
’88, ekinn aðeins 90 þús. km, 33" dekk,
10" krómfelgur, einn eigandi, skipti
möguleg. Bílasala Keflavikur, sími
92-14444 eða eftir kl. 20 í símum
92-12247 og 92-14266.
Kjúklingurinn KFC ’91 til sölu með öllu
eða vélar- og skiptingarlaus. Skipti
athugandi. Uppl. í síma 92-13507.
BMW 520i, árg. ’89, til sölu, svartur,
5 gira, ek. 71 þús., fallegur bíll,
verð 1680 þús. Skipti á ódýrari.
Uppl. í s. 91-44300 til kl. 17 og
91-656437 á kvöldin.
Honda Prelude 2000 EXi, árg. '91, til
sölu, ekin 69 þús., blágræn, sjálfskipt.
„Einn með öllu”. Uppl. á Bílasölunni
Höldur, s. 96-24119 og 96-24022 á kv.
■ Jeppar
Blazer Thao '85, innfl. '87, til sölu, 6
cyl., sjálfsk., rafdrifnar rúður, samlæs-
ing, hraðastillir, loftkæling, topplúga,
nýtt lakk, álfelgur, mjög fallegur bíll
á góðu verði. Á sama stað til sölu 31"
dekk á krómfelgum (passa t.d. á Paj-
ero). Uppl. í síma 91-42390.
■ Ymislegt
V
& Hópferðabílar
Bus Service
Kristján Willatzen
Þjónusta vió allra hæfl.
Hópferðabílar Kristjáns Willatzen,
Breiðási 1, 210 Garðabæ,
símar 91-658507 og 658505, fax 650330.
STÖÐVUM BÍLINN
eff viö þurffum aö
tala í farsímann!
^ tfffl!gERÐAH
Menning
Góð kvöldstund
með Frank Lacy
Básúnuleikarinn Frank Lacy er kominn í hóp þeirra
manna sem við viljum gjarnan kaUa íslandsvini -
hann hefur nú komið fjórum sinnum til íslands á þess-
um áratug. Að þessu sinni hélt hann aðeins eina tón-
leika, á Sóloni íslandusi síðastliðið laugardagskvöld.
Með honum léku góðkunningjar hans, Tómas R. Ein-
arsson og Eyþór Gunnarsson, en upphaflega var það
Tómas sem fékk Frank til þess að koma hingað og
leika inn á disk sinn, Íslandsfor, en leiðir þeirra lágu
fyrst saman úti í Danmörku. Pétur Grétarsson og Ósk-
ar Guðjónsson léku með þeim félögum. Rétt er að geta
þess fyrir þá sem ekki þekkja Óskar að hann er rétt
um tvítugt, leikur á tenórsaxófón og gerir þaö vel.
John Coltrane hefur verið undir smásjánni hjá honum
og ekki þykir mér ólíklegt að það haii átt sinn þátt í
því að hann var með þetta kvöld þvi uppistaðan í efnis-
skránni var tónsmíðar Coltranes auk laga eftir Lacy.
Þeir hófu tónleikana meö lagi eftir Coltrane, ein-
faldri laglínu þar sem fimmund grunnhljómsins leikur
stórt hlutverk. Lacy var í fararbroddi en hrynsveitin
kynti undir rúbatóið, Tómas með bogann og Pétur
Djass
Ársæll Másson
meö pákukjuða. Dramatiskt upphaf að góðri kvöld-
stund sem því miður allt of margir misstu af. Lacy
spilar mjög hreint á básúnuna og hefur mikinn og
sterkan tón. Snarstefjun hans var oft mjög einfóld,
honum tekst að byggja langa kafla eingöngu á skala-
nótum. Hann sýndi tónleikagestúm að það er ekki að
ástæðulausu að í gagnrýnendakosningum djasstíma-
ritsins Downbeat var hann kosinn efnilegasti djassbás-
únuleikarinn, salurinn hlustaði andaktugur aÚan tím-
ann sem hann spilaði. Ekki skemmir heldur að maöur-
inn er mjög líflegur á sviði. Það kom mér á óvart að
hann lék aðeins eitt lag á flygilhomið, en mig minnir
að hann hafi notað það töluvert á öörum tónleikum
sem hann hefur haldið hér. Lög hans sem flutt voru
þetta kvöld voru flest ef ekki öll í óreglulegum (sam-
settum) takttegundum og féllu undirrituðum vel í geð.
Framlag okkar manna þetta kvöld var nokkuð sem
hægt er að vera hreykinn af. Útilokað er að mikill tími
Frank Lacy spilar á Sólon íslandus. DV-mynd: HMR.
hafi gefist til að fara yfir efnisskrána en á henni voru
lög sem ekki er auðvelt að spila á metnaðarfullan
hátt undirbúningslítið. Þessir tónleikar voru enn ein
sönnun þess aö við eigum orðið stokk af mönnum sem
eru gjaldgengir í djassleik hvar sem er í heiminum.
Framlag „gömlu” mannanna kemur minna á óvart en
Óskar sýndi að í honum býr mikiö; hann spilaði af
hugmyndaauðgi og fraseraöi oft skemmtilega (þó var
það einu sinni sem ég fékk á tilfinninguna að hann
væri að bíða eftir að „kórusinn” kláraöist). Við vorum
margir sem vorum dolfalinir yfir frammistöðu hans
þetta kvöld.
Samsýning
í Listhúsinu í Laugardal hafa fiórir piltar, sextán til
nítján ára gamhr, komið fyrir verkum sínum. Hver
piltanna sýnir u.þ.b. tíu myndir sem bera ungum aldri
þeirra glöggt vitni. í sýningarskrá, sem er óvenju vönd-
uð, kemur fram að ungmenni sem stunda myndlist
hafi harla fá tækifæri til að koma verkum sínum á
framfæri. Helst hafi það verið á skólasýningum, óháð-
um hstahátíðum og á hinni árlegu UngUst, sem nú er
nýlokið. Á slíkum hátíðum sé þó ekki hægt að vera
með nema takmarkaðan fiölda verka og eigi Ustamenn
og verk þeirra til að hverfa þar í fiöldann.
Súrrealismi og popp
Svo mörg voru þau orð. Þegar Utið er yfir verk fiór-
menninganna flýgur manni þó frekar í hug að þá vanti
aðgangsharðari lærimeistara en að sýningarrými sé á
þrotum. Skólarnir ættu þó tvímælalaust aö gefa nem-
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
endum sínum færi á að halda einkasýningar innan
sinna veggja. Það sem helst kemur á óvart á þessari
samsýningu eru hin greinilegu áhrif frá súrreaUsma
og poppUst. Salvador DaU gengur ljósum logum í verk-
um Baldurs Helgasonar, hjá Birgi Erni Thoroddsen
er það Roy Lichtenstein, hjá Hafsteini Michael Guð-
mundssyni má sjá talsverð áhrif frá Alfreð Flóka og
hjá Magnúsi Unnari Jónssyni er Andy Warhol eins
og stiginn aftur fram á sjónarsviðið.
Glæstar fyrirmyndir
Því er þó ekki að heUsa aö um frambærilegar eftirlík-
ingar eða kitsch-stælingar sé að ræða, heldur virðist
miklu fremur um að ræða áhuga ungu mannanna fyr-
ir helstu vitundarsprengingum aldarinnar. Taki þeir
þær byltingarkenndu hugmyndir hins vegar alvar-
lega, sem á sírnun tíma fólust í súrreaUsma og poppi,
þá ættu þeir jafnframt aö gera sér fljótlega ljóst að
í Listhúsinu
Sýnishorn af verkum fjögurra ungra myndlistarmanna
sem sýna í Listhúsinu.
frumskyldumar eru þær aö vinna út frá eigin sjáUi
og eigin forsendum. Áfuröir snillinganna ættu að vera
fyrir hinum ungu mönnum sem úrgangur en ekki
glæstar fyrirmyndir. Þeir ættu að Uta sér nær og sjá
súrreaUsmann og svartan poppUstarhúmorinn á sorp-
haugum íslenskrar ofneyslu og í þvi landslagi sem við
höfum alla daga fyrir augunum og hefur upp á miklu
fleira að bjóða en hæðimar upp af Cadaqués. En fram-
tak þeirra er djarft og er vonandi til marks um að
þeir fiórmenningar láti afvegaleiðandi forskriftir lönd
og leið í framtíðinni.
Samsýning fiórmenninganna í Listhúsinu í Laugar-
dal stendur til 13. nóvember.