Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 íþróttir____________________________________________ Það færist í vöxt að heimaleikurinn sé seldur úr landi vegna flárhagsáhættu: Samkeppnin um áhorfendur er orðin gíf urlega hörð - þátttaka íslensku liðanna á E vrópumótunum 1 handknattleik stendur á krossgötum Hér á árum áður þótti það teljast til stórviðburða þegar íslensku fé- lagsliðin í handknattleik tóku þátt í Evrópukeppninni. Mörgum dögum fyrir leikina ríkti mikil eftirvænting meðal fólks og forsala á aðgöngumiö- um hófst nokkrum dögum fyrir leik- ina. í flestum tilfellum var húsfyllir og stemningin á leikjum ólýsanleg. í dag er sýnin allt önnur. Núna telst það gott ef áhorfendur ná að vera eitt þúsund og getur hver maður séð að með þannig innkomu getur þátt- taka í Evrópukeppni reynst þrautin þyngri. Engin áhætta tekin - heimaleikur seldur úr landi Vegna lélegrar aðsóknar aö leikjun- um hefur færst í aukana að liö selji heimaleiki sína út úr landinu þannig að liðin koma slétt út úr ævintýrinu. í framhaldi af þessu hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort grundvöllur sé almennt fyrir áframhaldandi þátt- töku íslensku liðanna á Evrópumót- unum í handknattleik í framtíðinni. Þess má geta að Knattspyrnusam- band Evrópu tók þá ákvörðum fyrir 20 árum að banna liðum að selja hei- maleikinn úr landi. Hjá þeirri staðreynd verður ekki litið að mikil breyting hefur orðið á mótunum og hefur einni keppninni verið bætt við, getur kannski verið að framboðið sé orðiö meira en eftir- spurnin. Fólk er ef til vil búið að fá upp í háls, situr frekar heima og læt- ur sér nægja að lesa frásagnir frá leikjunum daginn eftir. í haust hófu fjögur lið þátttöku á Evrópumótunum en aðeins lið Sel- foss riáði að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Valur og ÍR völdu þann kostinn að leika báða leikina erlend- is í 2. umferð, þrátt fyrir það voru Valsmenn hársbreidd frá að komast áfram en möguleikar ÍR-inga voru taldir litlir eins og kom á daginn. Aldrei er að vita nema Valsmenn hefðu komist áfram ef þeir hefðu leikið heima og heiman en ákvörðun var tekin að selja heimaleikinn út, engin íjárhagsáhætta var tekin enda fóru Valsmenn illa vegna leikjanna í 1. umferð hvað innkomu snerti. Aðeins FH og Selfoss léku úti og heima og herma fréttir að félögin hafi komið illa út úr því dæmi. Að vísu horfir dæmið öðruvísi fyrir FH en liðið víxlaði á heimaleiknum við þýska liðið Essen, sem bauð síðan FH-ingum að ferðakostnaðurinn til Þýskalands yrði greiddur. Kunnung- ir segja að til að sleppa á sléttu frá Evrópuleik megi áhorfendafjöldi ekki fara niður fyrir 1500 manns. Handboltanum á íslandi varla til framdráttar Hver þróunin verður í þessu máli á næstu árum skal ekki fullyrt um en þróunin er engu að síður óskemmti- leg. Það telst varla handboltanum til framdráttar á íslandi ef þróunin verður áfram með þessum hætti að liðin selji heimaleikinn úr landi. Handknattleiksforystan í Evrópu verður með einhverjum hætti að grípa hér inn í og greiða félögunum ákveðna upphæð vegna þátttöku sinnar. Knattspyrnusamband Evr- að greiða félögum ákveðna upphæð fyrir þátttökuna og hefur það hik- laust létt undir hjá félögum sem koma frá smáríkjum eins og íslandi. Til að skyggnast enn meira inn í þetta mál lá beinast við að spyrja forsvarsmenn félaganna sem áttu lið í Evrópukeppninni í vetur. Hvernig komust þau frá dæminu fjárhagslega og hvað þarf að gera til að rífa þessa keppni upp á þann stall sem hún var fyrir rúmlega áratug. „Það verður aö taka tillit þess aö Evrópumótin byrja á öfugum enda tímabilsins. Við erum að byrja tíma- bilið þegar mótin hefjast, en þegar við mættum Lettunum í fyrstu um- ferð var um ræöa fyrsta leikinn á svoleiðis leik, þó að um Evrópuleik sé að ræða, var hræðilega lítil. Ef þetta væri eins og í knattspyrnunni, þegar liðin enda tímabihð með svona keppni, liti dæmið allt öðruvísi út. Útkoman var þó mun betri í leiknum við Umag en þó engan veginn nógu góð,“ sagði Sölvi B. Hilmarsson, formaður handknattleiksdeildar Sel- foss. Dæmið gengur ekki upp á 700 áhorfendum Sölvi nefndi dæmi því til staðfesting- ar hve þátttaka fyrir þá væri sérstök. Sölvi sagði að kostnaður við einn heimaleik eins og við Umag um síð- húsfyllir var á leiknum, alls 700 manns. „Bara kostnaðurinn við að fá liðið, dómara og eftirlitsmann losaði um 300 þúsund krónur. Á þessu sést að við þurfum mun fleiri áhorfendur en við fengum gegn Umag til að endar nái saman. Það kemur sterklega til greina frá okkar hendi að leika fyrri leikinn í 8-liða úrslitunum á höfuð- borgarsvæðinu. Við erum eina liðið sem eftir er í keppninni og það ætti að auka möguleikana á að fá fólk til koma og styðja við bakið á okkur. Það kemur alls ekki til greina að selja heimaleikinn út. Það er kominn upp metnaður að standa okkur vel úr því að við erum komnir þetta langt,“ ópu tók það ypp fyrir tveimur árum heimavelli í vetur. Stemning fyrir ustu helgi brúaði ekki dæmið en sagði Sölvi. Sölvi taldi ýmsar ástæður fyrir fækkun áhorfenda á Evrópuleikjun- um. Fólk hefur mun fleiri áhugamál en fyrir áratug. Samkeppnin um áhorfendur er orðin gríðarleg „Þú þarft ekki annað en líta í kring- um þig og sjá að annar hver maður er kominn á kaf í golf svo einhver dæmi eru tekin. Samkeppnin um áhorfendur er orðin gríðarlega hörð. Fyrir áratug var sjálfsagt að líta á fóboltann á sumrin og handboltann á veturna en í dag eru bara fleiri íþróttagreinar sem rutt hafa sér til rúms. Við getum bara nefnt körfu- boltann í því sambandi." Sölvi sagði að eftir þessa tvo heima- leiki í Evrópukeppninni væri staðan sú að handknattieiksdeildin stæði uppi með tveggja milljóna króna skuldahala. Ferðin í fyrri leikinn gegn Umag hefði verið ansi kostnað- arsöm. Spurning að senda aðeins tvö lið I Evrópukeppni „Ég sé fyrir mér á næstunni að að- eins tvö liö verði send á Evrópumót- in, meistarakeppnina og keppni bik- arhafa. Annað er bara tóm steypa og gengur ekki eins og málið lítur út í dag. Á meðan enginn stuöningur kemur frá Evrópusambandinu er þetta dæmi mjög erfitt viðureignar. Ef hins vegar liðin fara að fá eitthvað fyrir sinn snúð frá Evrópusamband- inu fer að koma allt annað hljóð í strokkinn. Mér fyndist í lagi að liðin sæju um kostnaðinn í 32-liða úrslit- um en þegar komið væri í 16-liða úrslit kæmi til einhver styrkur frá Evrópusambandinu," sagði Sölvi B. Hilmarsson. -JKS ísland Irun Spánn .'^Sandefjord Króatía Umag Valur ÍR FH Selfoss Dýr ferðakostnaður hjá handboltaliðum ov PLÚS Selfyssingar í handboltanum eiga ekki annað skilið en rós í hnappagatið. Liðið komst áfram í Evrópukeppninni eft- ir ótrúlegan sigur á Umag. Menn hafa ekki setið auðum höndum á Selfossi, það sann- ur uppgangurinn í handbolt- anum svo ekki verður um . villst. Það hlýtur að vera áhyggju- efni hve fáir áhorfendur koma á leiki landsliðsins í hand- bolta en 300 manns komu á fyrri leikinn gegn Búlgaríu. Ekki dugar að sitja heima og gera alltaf sömu kröfurnar til landshðsins. Snúum blaðinu við og fjölmennum á leikina. íþróttamaður vikunnar Sigurður Sveínsson - fór á kostum gegn Umag 1 Evrópukeppninni á dögunum Sigurður Sveinsson verður betri með árunum. Það ætti að koma fáum á óvart að Sigurður Sveinsson handknatt- leiksmaður er íþróttamaður vik- unnar hjá DV að þessu sinni. Sig- uröur lék á als oddi þegar Selfoss sigraði króatíska liðið Umag í 16- liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa á Selfossi á sunnudaginn var. Segja má með sanni að fram- ganga hans í leiknum hafi komið Selfyssingum í 8-liða úrslitin en það var meira en að segja það því liðið hafði tapað fyrri leiknum í Krótaíu með átta marka mun. Selfyssingum tókst með miklu harðfylgi að vinna upp muninn og marki betur og tryggði Sigurður liði sínu sigurinn þegar hann skoraöi úr vítakasti þremur sekúndum fyrir leikslok. Tæpara gat það ekki staðiö og ár- angur Selfyssinga sannarlega glæsilegur. Sigurður bar Selfosslið- ið uppi í leiknum, skoraði níu mörk og átti að auki margar gullfallegar sendingar á línuna sem gáfu mörk. Þrátt fyrir árin 34 er engan bilbug að finna á Sigurði Sveinssyni. Hann verður bara betri eftir því sem árin verða fleiri. Sigurður hef- ur víða farið sem handknattleiks- maöur. Hann hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi og Spáni auk þess aö ylja áhorfendum hér á landi með leikni sinni. Léttieikinn hefur ávallt fylgt Sigurði, bæði með sín- um liðum og íslenska landsliðinu hefur hann verið hrókur alls fagn- aðar. Sigurður á að baki 211 A-lands- leiki og hefur skorað í þeim 624 mörk. Landsliðið á örugglega eftir að njóta krafta hans áfram og má telja líklegt að Þorbergur kalli í hann í fórina til Króatíu í Evrópu- leikinn gegn heimamönnum 1. des- ember. Sigurður hafði fyrir leikinn um síðustu helgi átt við meiðsli að stríða en virðist óðum vera að ná fullum bata. Þegar Sigurður leikur eins og hann best getur hefur ekk- ert lið efni á að vera án hans. -JKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.