Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 11 Fréttir Vaxtabótakerfiö: Bótaréttur fellur niður við leigu - 2,5miIljarðarvorugreiddarívaxtabæturánýliðnuári „Vaxtabótakerfiö byggist á því að fólk nýti íbúö til eigin nota. Rétturinn til bóta fellur niður sé íbúðin leigð til annarra. Yfirskattanefnd hefur fengið margar kærur vegna þessa en niðurstaðan hefur alltaf orðið á þennan veg,“ segir Bragi Gunnars- son, lögfræöingur í fjármálaráðu- neytinu. íbúðarkaupandi, sem ekki vill láta nafns sín getið, hafði nýverið sam- band við DV og kvartaði undan því að fá ekki greiddar vaxtabætur. Hann keypti nýverið íbúð en neydd- ist til að leigja hana vegna fiárhags- örðugleika. Síðan kom í ljós að þar með hefði hann misst réttinn til vaxtabóta. íbúðarkaupandinn segir að þetta hafi komið sér í opna skjöldu og raskað öllum forsendum við íbúð- arkaupin. Rétt til vaxtabóta hafa íbúðarkaup- endur sem fiármagna kaupin að ein- hveiju leyti með lántöku. Bætumar taka mið af greiddum vöxtum af fast- eignaveðlánum og sjálfskuldarlán- um sem tekin em til minnst tveggja ára, lántökugjöldum, stimpilgjöld- um, affollum og ýmsum öðmm kostnaði við íbúðarkaup. Á liðnu ári vom greiddar alls um 2,5 miiljarðar króna í vaxtabætur til tæplega 30 þúsund bótaþega. Há- marksbætur til einstaklinga vom rúmar 125 þúsund krónur, til hjóna rúmar 203 þúsund og til einstæðra foreldra tæplega 164 þúsund krónur. Samkvæmt breytingum sem gerð- ar hafa verið á lögum mun réttur til bótagreiðslna falla niður hjá þeim einstaklingum og þjónum sem eiga 60 prósent eignar. Áður var þetta hlutfall 80 prósent. Sem fyrr verða bótagreiðslumar tekjutengdar og dragast 6 prósent tekna frá vaxta- gjöldum áður en þau mynda stofn til bóta. -kaa Starfsmenn Þ&E undirrita tyrir- spurnarskjal til þingmanna. í bak- grunni er eina nýsmiðaverkefni skipasmíðaiðnaðarins á íslandi. DV-mynd Sigurður Akranes: Síðasta skip- iðsmíðað á íslandi? Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Starfsmenn skipasmíðastöövar Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi undirrituðu fyrir stuttu skjal til þing- manna, þar sem þeirri spumingu var velt upp hvort það skip, sem nú er í smiðum í stöðinni, væri hugsanlega það síðasta sem smíðað yrði á Is- landi. Skipasmíðastöð Þ&E hefur ekki farið varhluta af þeim hremmingum sem riðiö hafa yfir skipasmiðaiðnað- inn í landinu. Starfsmönnum fyrir- tækisins hefur fækkaö úr 150-160 í 70 á nokkrum áram. Skipið sem nú er í smíðum í stöð- inni er eina nýsmíðaverkefni þessa rótgróna iðnaðar í landinu um þessar mundir. Það er óneitanlega kald- hæðni örlaganna aö þetta eina skip, sem er í smíðum hér á landi, er smíð- að fyrir íslenskt og sænskt gjafafé og er framlag ríkjanna til þróunarað- stoðar á Grænhöfðaeyjum. Kaupfélag Þingeyinga: Nýr kaup- félagsstjóri „Það var gengið frá ráðningu minni í stöðu kaupfélagsstjóra hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga miðvikudaginn 29. desember og ráðgert er að ég hefii störf seinni partinn í janúar. Ég tek við af Hreiðari Karlssyni en hann hefur verið kaupfélagsstjóri síðustu 14 árin. Þetta er stórt og erfitt verkefni en mjög áhugavert. Reksturinn hefur veriö erfiður undanfarin ár enda mikill samdráttur í landbúnaöinum. Það var tap á rekstrinum í fyrra hjá kaupfélaginu og hætt við að sama eigi við um þetta ár,“ sagði Þorgeir Hlöðversson í samtali við DV. -is SPARIS JÓÐABANKI ÍSLANDS HF. I C E B A N K L T D. Sparisjóðabanki íslands hf. tok til starfa I. janúar 1994. Sparisjóðabanki íslands hf. tók við hlutverki Lánastofnunar sparisjóðanna hf. 1. janúar 1994. Sparisjóðabankinn annast fjölþætta starfsemi sem lýtur að sameigin- legum hagsmunum allra sparisjóðanna. Meðal verkefna Sparisjóðabanka Islands hf. má nefna: • Að jafna árstíðabundnar sveiflur í starfsemi sparisjóðanna. • Að veita sparisjóðum lán og ábyrgðir sem gera þeim kleift að taka að sér umfangsmeiri verkefni en ella. Oftar en ekki tengjast þessi verkefni fjármögnun atvinnuveganna. • Að veita sparisjóðunum þjónustu á sviði gjaldeyrismála og erlendra viðskipta. • Að stuðla að auknu rekstrarhagræði í starfi sparisjóðanna. Sparisjóðabanki íslands hf. - traustur hlekkur í samstarfi sparisjóðanna. SPARIS JÓÐABANKI ISIANDS HF. ICEBANK LTD. Rauðarárstíg 27 Sími 623400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.