Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 25 Fréttir Völvuspá Vikunnar fyrir árið 1994: íslenskar ömmur munu fæða eigin barnabörn - bannað verður að flytja út liffæri íslenskra svina til ígræðslu í menn Óvissa mun einkenna líf margra landsmanna á nýbyrjuðu ári. Þrátt fyrir dulítinn hagvöxt verður afkoma þjóðarbúsins afleit. Stjómvöld munu grípa til lántöku erlendis og í byrjun ársins munu íslendingar og Banda- ríkjamenn gera með sér eins konar viðskiptasamning um framtíð hers- ins hér á landi. Þetta er meðal þess sem völva Vikunnar sér fyrir sér. Völvan sér fyrir sér verulega mis- kiíð miili þjóðfélagsstétta án þess þó að til verulegra væringa komi á vinnumarkaði. Þvert á móti munu stórar launþegahreyfingar sættast og taki úrskurði forsætisráðherra varðandi aðstoð við hina lægst laun- uðu. Á sviði stjórnmála sér völvan fyrir sér málefnalega kosningabar- áttu í vor en dræma kjörsókn. í kjöl- far kosninganna mun Albert Guð- mundsson verða í aðstöðu til að krefjast forsetastóls í borgarstjóm. Á Alþingi verður hart deilt um kvótakerfið en að lokum munu þing- menn sætta sig við róttækar breyt- ingar, þar á meðal gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Þá verður sam- þykkt lagabreyting sem bannar Há- skóla íslands að starfrækja spila- kassa og í staðinn mun ríkið taka að sér rekstur spilavíta. Völvan spáir því að Kvennalistinn fái nýja ásjónu eftir að landsbyggðar- kona krefst þess að kosinn verði formaður. Ingibjörg Sólrún mun hverfa úr sviðsljósinu og taka við nýju starfi. Framsóknarmenn skipta um formann og Jón Baldvin lætur af störfum sem utanríkisráðherra. Úr glerkúlu sinni les völvan að sprenging verði í fæðingum á næsta ári, einkum 1 september. Þessu tengt sér völvan fyrir sér að eldri konur, einkum ömmur, verði í auknum mæli látnar ganga með bamabörnin í greiðasemi fyrir verðandi mæður. Þá segir völvan að bfleigendur verði krafðir um greiðslu við akstur inn í miðbæ Reykjavíkur og að reist verði sérstök gjaldtökuhlið. Völvan kemur víða við í spá sinni og segir meðal annars að nýtt fyrir- tæki muni fá leyfi tfl að ala upp fálka tfl útflutnings undir eftirliti landbún- aðarráðherra. Á hinn bóginn verður virtri erlendri vísindastofnun synjað um leyfi til að flytja út líffæri úr ís- lenskum svínum til ígræðslu í menn. Af erlendum vettvangi má nefna að völvan spáir því að utanríkisráð- herra Noregs muni leita sér lækn- inga á árinu í Bláa lóninu, að Norður- sjórinn verði lýstur óhæfur til veiða og að hjónabandserfiðleikar komi upp hjá sænsku konungshjónunum. Þá er því spáð að stjórnir Volvo og BMW verði ásáttar um samruna. -kaa cyla bréfabindi Þið hringið - við sendum Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819 Verðlaunatölva frá Eltech á óviðjafnanlegu tilboðsverði Geisladiskar og geisladrif ! Framsóknarmenn skipta um formann og Jón Baldvin lætur af störfum sem utanríkisráðherra, segir Völva vikunnar. Hér sjást þeir saman Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. í samvinnu við Eltech Research í Bandaríkjunum býður Hugver nú á ótrúlegu verði tölvuna sem fékk Best Buy umsögn í tímaritinu PC-World nú í Desember 1993. Þessi vél er hraðvirkari í Windows en 66 megariða tölvur sem kosta tugþúsundum meira. Lýsing: 66 MHz 486 örgjörvi, 128k cache, 4Mb RAM, reiknihraðall, Local Bus 1 Mb skjákort með Cirrus hraðli, Local Bus diskstýring, 250 Mb WD 12ms harður diskur, tumkassi, MS samhœfð mús, 102 lykla lyklaborð, 14" lággeisla( MPR 11) skjár frá TVM: 144.860,- & Uppfœrsla á eldri vélum. Við erum með móðurborð á frábæru verði, m.a. úr 486/66 verðlaunavélinni á kr 38 þús. ! Allir íhlutir og ísetning. Föst tilboð. Kannaðu málið ! Hugver Laugavegi 168 s. 91-620707 Strandamenn: Kjötvöruríhæsta gæðaflokki Gudfinnur Fmnbogason, DV, Hólmavík: Heildarslátran hjá Kaupfélagi Steingrímsíjarðar á Hólmavík var í haust um 18.500 kindur, þar af 17.167 dilkar. Fallþungi þeirra reyndist tæp 17 kg að meðaltali sem er með því hæsta sem gerist. Vegna mikilla landkosta á þessu svæði telja margir bændur að beint samband sé á milh fækkunar fjár í sumarhögum og þyngdaraukningar. Það út af fyrir sig skapar nokkurn vanda vegna þess að stærri föllin eru að jafnaði erfiðari í sölu. Ný sláturhússtjóri, Birgir Marel Jóhannsson, telur að kjöt af þessu svæði eigi að hafa einna bestu mögu- leika í sölu hér innanlands af mörg- um ástæðum og við útflutning geti það fengið að minnsta kosti íjóra græna stimpla. Flokkast að mestu leyti sem hágæöavara. Hér er hvergi um gróðureyðingu að ræða vegna ofbeitar og land hvergi að blása upp. Fjárstofninn hér er frjósamari og betur ræktaður en víðast hvar gerist og síðast en ekki síst eru hér engir búfjársjúkdómar og hafa ekki verið í áratugi. „Við gfldistöku ESS-samninga eig- um við Strandamenn án hiks að nýta okkur þá möguleika tfl útflutnings sem þá opnast með kjötvöra sem við höfum og er í hæsta gæöaflokki," segir Birgir Marel Jóhannsson. II JONS PETURS 09 KORU é^SPORÍRÉTTA ÁTT! B0LH0LTI6 REYKJAVIK s. 91-36645 og 685045 fax 91-683545 Samkvæmisdansar: standard og suður-amerískir Gömludansarnir - Tjútt Barnadansar (yngst 4 ára) Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar Allir aldurshópar velkomnir: Barnahópar - Unglingahópar - Fullorðinshópar Kennsla á landsbyggðinni auglýst síðar Seljum hina frábæru Supadance dansskó Fjölskylduafsláttur Systkinaafsláttur INNRITUN ÍSÍMUM: 36645 og 685045 ALLADACA kl.12-19 KENNSLA HEFST 8. janúar. 1 994 Skírteini afhent í Bolholti 6: fimmtudaginn 6. jan. kl. 12-21 Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar Faglærðir danskennarar - betri kennsla FÍD Félag íslenskra Danskennara - DÍ Dansráð íslands RAÐGREIÐSLUR K a r a o g J ó n P é t u r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.