Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Fréttir Niðurstaða ríkissaksóknara 1 tveimur strokumálum frá Litla-Hrauni: Feeney og nauðgar inn ekki ákærðir - sólbaðsstofuræninginn og flórir aðrir aðilar ákærðir 1 hinu málinu Rikissaksóknari hefur ákveðið aö ákæra ekki hinn dæmda bandaríska barnsræningja, Donald M. Feeney, og nauðgarann Jón Gest Ólafsson fyrir að hafa strokið af Litla-Hrauni síöasthðið sumar. Hins vegar hafa fimm verið ákærðir vegna stroks þriggja annarra fanga úr fangelsinu fyrr um sumarið. Þar er um að ræða sólbaðsstofu- ræningjann Björgvin Þór Ríkharðs- son og afbrotamennina Hörð Karls- son og Hans Erni Viðarsson. Með þremenningunum eru tveir vitorðs- menn ákæröir - annar, karlmaður, fyrir að hafa beðið fanganna á bíl fyrir utan fangelsið og ekið með þá í burtu en hinn, kona, fyrir að hafa skotið skjólshúsi yfir Hörð og Hans Erni á meðan þeir fóldu sig fyrir lög- reglunni sem leitaði þeirra. RLR fór með rannsókn Feeneys og Jóns Gests. Þegar rannsóknargögn lágu fyrir taldi ríkissaksóknaraemb- ættið hins vegar að ekki þættu nægi- leg rök til þess að saksækja mennina - sannanir fyrir sammæh þóttu ekki nægilegar. Sammæh fanga við strok er í raun skilyrði fyrir því að hægt sé að fara með strokumál fyrir dóm og fá þá dæmda fyrir slíkt athæfi. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefur DV þó heimildir fyrir því að Jón Gestur hafi aö hluta viðurkennt að hafa sammælst við Feeney um strok- ið í sumar. Bandaríkjamaðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að um shkt hefði verið að ræða. Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík fór hins vegar með rann- sókn Björgvins Þórs, Harðar og Hans Ernis. Það mál er annars eðhs að því leyti að einn aðih virðist augljóslega hafa undirbúið og aðstoðað þre- menningana við strokið, sá sem beið þeirra á bíl fyrir utan fangelsið á th- teknum tíma. Viðurkenning hggur fyrir hvað þetta snertir. Aðih var eins og fyrr segir ákærður fyrir brot á ákvæði hegninarlaganna sem kveður á um aöstoð við strok. Sama ghdir um konuna sem tók tvo af strokuföngunum inn á heimili sitt. Héraðsdómur Suðurlands mun taka mál fanganna þriggja fyrir á næst- unni. -Ótt Akureyri: unáný- ársnótt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það sem einkenndi áramótin á Akureyri að þessu sinni var mik- il ölvun i miðbænum eftir að dan- sleikjum lauk og við vorum langt fram á morgun að koraa mönnum heim,“ segir Matthías Einarsson, lögregluvarðstjóri á Akureyri. Matthías segir að fram á miðja nótt hafi veriö rólegt lijá lögreglu en þá fylltist miöbærinn af fólki eftir dansleiki. Mikh ölvun var og menn leiðinlegir, þvargandi og röflandi út af öllu og engu. Þrjár rúður voru brotnar en htið var um alvarlega pústra þótt einn og eitjn hafi fengið „á kjaftinn". Ekki gistu nema fimm fanga- geymslur enda lögð áhersla á að koma mönnum heim og leyfa þeim að sofa úr sér þar. Þær heita Elín Björk og Steinunn þessar ungu stúlkur sem voru á brennunni í Grafarvogi á gamlárskvöld. Þar fór allt hið besta fram eins og annars staðar á landinu. DV-mynd JAK Undirmenn á Heijólfi skrifuðu undir á gamlársdag: Laugardagur vinnu- skyldur á Vest- mannaeyjaferjunni - fá ekki helming af „félagsdómslækkuninni“ Hásetar á Heijólfi samþykktu með samningi á gamlársdag að hafa laug- ardaga vinnuskylda daga, það er þeir fá ekki yfirvinnu greidda þegar þeir vinna á þeim dögum. Á móti kemur greiðsla upp á 760 króna „hagræðing- arálag“ á dag, eða 22.800 krónur á mánuði sem svokahaður verslun- arfrídagur og mengunarálag verður feht inn í. Samkvæmt upplýsingum DV mun þetta í raun þýða um 4-5 þúsund króna nettóhækkun frá þeim laun- um sem hásetar höfðu eftir að félags- dómur fehdi úr gildi ákvæði um einn yfirvinnutíma á dag sem lækkaði laun þeirra verulega. Dómur félags- dóms skerti laun undirmanna um um 13 þúsund krónur. Grímur Gíslason, stjórnarformað- ur Herjólfs, sagðist í samtali við DV vera ánægður með samninginn þar sem hér væri um nýjan heildstæðan samning að ræða - nokkuö sem ekki hefur verið fyrir hendi á síðustu árum. Samningar Herjólfsmanna hafa nú verið samræmdir samningum Sjó- mannafélags Reykjavíkur að veru- legu leyti þó ekki sé það hægt að öllu leyti þar sem félagsmenn í síðar- nefnda félaginu eru mikið th í milh- landasighngum. Grímur kvað það samningsfyrirkomulag sem nú hefur verið komið á henta vel bæði fyrir útgerð sem undirmenn á Herjólfi miðað við þá óvissu sem ríkti áður enhonumvarkomiðá. -Ótt Lögreglustöðvar landsins: Óvenju róleg áramót Áramótin voru meö þeim róleg- almennt rólega í sakirnar við að ustu sem menn við löggæslu um landið muna eftir. Sums staðar var að vísu ölvun en ekki meiri en gerist um venjulega helgi. Lögreglumenn eru sammála um að fólk hafi farið skemmta sér og yfirleitt verið í góðu skapi. Flestir telja að mikh veður- blíða hafi gert útslagið því hvergi var fólk í vandræðum vegna veðurs eins ogoftáður. -JJ f Greiðslujöfnun allt árið: Allt frá blaðaáskrift til greiðslu húsnœðislána HEIMILISLINAN ®BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS i i i í í í 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.