Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 20
20 íþróttir Ágóðiitn minnkar Áætlaöur ágóði af ólympiuleik- unum í Atlanta 1996 minnkar jafht og þétt og er talinn vera kominn niður fyrir 100 milljómr doliara en var upphafleqa áætlað- ur um 156 miUjónir. Auglýsendurvantar í fjárhagsáætlun leikanna er ennfremur gert ráð íyrir 1,6 mUlj- örðum króna i auglýsingatekjur en enn sem komið er hafa aðeins 700 miUjónir verið tryggðar. Steinn aðstoðar Hörð Steinn Helgason, sem þjálfaði kvennalið 'Breiðabliks síðasta sumar, veröur aðstoðarmaður Harðar Helgasonar, þjálfara ís- landsmeistara ÍA í knattspyrnu ■'karla. '■' Paul Ince og Lee Sharpe ættu að geta leikiö með Manchester United gegn Liverpool i ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað kvöld, en þeir hafa veriö meiddir, og Bryan Robson og Roy Keane missa þá væntanlega sæti sín í liðinu. HeimsmethjáPopov Alexander Popov frá Rússlandi setti heimsmet í 100 metra skrið- sundi í 25 metra laug á heimsbik- armóti i Hong Kong á nýársdag, synti á 47,83 sekúndum. Ástralska sundkonan Elli Over- ton sló í gegn á mótinu í Hong Kong með þvi aö vinna til fernra guilverðlauna og hún skyggði al- veg á Dai Guohong frá Kina sem vann aðeins tvær greinar eftir að hafa stefnt á sex sigra. Horskursigur Espen Bredesen frá Noregi sigr- aði í heimsbikarmóti í skíöa- stökki scm haldiö var í Þýskaland á nýársdag. Þjóðvetjinn Jens Weissflog varð annar og hann heldur naumu forskoti á Bredes- en i stigakeppni heimsbikarsins. Indurain og Egerszegi ítalska íþróttablaöiö Gazzetta dello Sport hefur útnefnt hjól- reiðakappann Miguel Indurain, Spáni, sem besta íþróttamann árins og sundkonuna Krisztinu Egerszegi frá Ungveriandi sem bestu íþróttakonuna. PapintilMarseille Franski landsliðsmaöurinn Je- an-Pierre Papin sem leikur með AC Milan á ítaiíu fer aftur tD MarseiIIe eftir aö samningur lians viö Milan rennur út. „Þaö er aðeins hjá Marseille sem mér liður virkilega vel,“ sagöi Papin við franska dagblaðið L’Kquipe en hann lék í 6 ár með Marseille áður en hann fór til Ítalíu og skor- aði 203 mörk fyrir félagiö á þeim árum. Celtic í Skotlandi á yfir höfði sér þungar sektir eftir að ólæti brutust út í leik liðsins gegn Rangers á nýársdag. Stuðnings- maöur Celtic reyndi að ráöast á markvörö Rangers og ýmsu laus- legu var kastað aö forráðamönn- um Rangers. Evrópuliðiii sterk Sex Evrópuþjóðir eru komnar i 8-hða úrslit Hopman-bikarkeppn- innar í terniis, sem nú stendur yfir í Pertlt í Ástralíu, en til þessa liafa sigurvegarar hennar alltaf komiö frá Evrópu, í 8-liða úrslit- um mætast Þýskaland-Banda- rikin, Sviss-Tékkland, Ástraiía- Frakkland og Spánn-Austurríki. -VS/GH Price látinn fara frá Skaganum - forráðamenn ÍA á fullu að leita að leikmanni í hans stað Sigurður Sverrisscm, DV, Akxanasi; Nýliðar Skagamanna í úrvals- deildinm í körfuknattleik koma til með að skarta nýjum Bandaríkja- manni þegar síðari hluti deildar- innar hefst um miðjan mánuöinn. Hann verður því þriðji erlendi miðherjinn hjá Akumesingum á þessu fyrsta ári þeirra í úrvals- deildinni. Dwayne Price fór heim til Bandaríkjanna í jóialeyfi og átti að snúa hingað til lands í gær. Honum var hins vegar tilkynnt á gamlársdag að krafta hans væri ekki lengur óskað. Price leysti Ser- bann Zoran Gavrilovitch af hólmi rétt áður en mótið hófst. Skagamenn eru á fulli ferð að leita að miðherja í stað Price. Að sögn Ólafs Óskarssonar, formanns Körfuknattleiksfélags Akraness, vænta menn árangurs af þeirri leit á allra næstu dögum. Skagamenn sitja á botni síns rið- ils ásamt Valsmönnum með 6 stig. Þeir mæta Keflavík í fyrsta leik á nýju ár’u en síðan Val, Snæfelli og Skallagrími. Ljóst er að úrslit í þeim þremur leikjum ráða miklu um hvort hðinu tekst að halda sæti sínu í deildinni. „Við erum staðráðnir í að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda sæti okkar og bind- um miklar vonir við nýjan mann,“ sagði Ólafur. Hann sagði Price hafa verið ágætan félaga en frammistaða hans inni á vellinum hefði verið mjög misjöfn og því yrði leitað eftir sterkari manni. Martha náði besta tímanum frá upphaf i - mesta þátttaka 1 sögu gamlárshlaups ÍR-inga Martha Emstdóttir úr ÍR náði á gamlársdag besta tíma kvenna frá upphafi í hinu árlega gamlárshlaupi ÍR, sem þá var haldið í 18. sinn. Martha, sem hljóp 9,5 kílómetrana á 32.57 mínútum fyrir þremur árum, sigraði að þessu sinni á 31.52 mínút- um og kom tæpum fjórum mínútum á undan næstu konu í mark. Þetta var væntanlega kveðjuhlaup Mörthu hér á landi í bili en hún flyt- ur til Noregs í þessum mánuði og keppir þar fyrir félagið Vidar frá Ósló. Hún fer þó til móts við stöllur sínar úr ÍR, þær Önnu Cosser, Huldu Björk Pálsdóttur og Gerði Rún Guð- laugsdóttur, á Ítalíu í byrjun febrúar en þar keppa þær fyrir hönd ÍR í Evrópukeppni félagsliða í víðavangs- hlaupi. Þær Anna, Hulda Björk og Gerður Rún uröu í öðru, þriðja og fjórða sæti í hiaupinu. Gunnlaugur náði öðrum besta tímanum Gunnlaugur Skúlason úr UMSS sigr- aði í karlaflokki í hiaupinu, hijóp sömu vegalengd á 30.07 mínútum. Það er annar besti tími karla í sögu hlaupsins, en Már Hermannsson frá Keflavík náði tímanum 29.55 mínút- ur fyrir fimm árum. Gunnlaugur fékk heldur meiri keppni en Martha en var þó 35 sek- úndum á undan bróður hennar, Sveini, í mark, og Ragnar Guð- mundsson, betur þekktur sem sund- maður, náði þriðja sætinu eftir harða baráttu við Braga Þór Sigurðsson úr Ármanni. Laufey Stefánsdóttir, Fjölni, sigr- aði í flokki kvenna 18 ára og yngri á 38.34 mínútum. Ursula Junemann sigraði í flokki kvenna 40-44 ára á 43.20 mínútum. Ema Hlöðversdóttir sigraði í flokki kvenna 45-49 ára á 48.39 mínútum. Þómnn Guðnadóttir sigraði í flokki kvenna 50-54 ára á 55.46 mínútum. Þuríður Bjömsdóttir sigraði í flokki kvenna 55-59 ára á 58.04 mín- útum. Guðmundur Valgeir Þorsteinsson, UMSB, sigraði í flokki karla 18 ára og yngri á 31.40 mínútum. Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR, sigraði í flokki karla 40-44 ára á 34.48 mínútum. Jóhann Heiðar Jóhannsson, ÍR, sigraði í flokki karla 45-49 ára á 34.52 mínútum. Jörandur Guðmundsson, TKS, sigraði í flokki karla 50-54 ára á 37.05 mínútum. Berghreinn Guðni Þorsteinsson sigraði í flokki karla 55-59 ára á 43.21 mínútum. Höskuldur Eyíjörð Guðmannsson, SR, sigraði í flokki karla 60 ára og eldri á 42.50 mínútum. Þátttakendur í hlaupinu vom 176 og hafa aldrei verið fleiri, en mest hafa áður hlaupið 123. Karlar vom 117, þar af 59 í flokki 19-39 ára, en konur vora 59, þar af 21 í flokki 19-39 ára. -VS Bajic til ÍA í stað Leifturs? - prófaður með IA í móti á Kýpur íslandsmeistarar ÍA taka þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti á Kýp- ur í byrjun mars og hyggjast þar prófa reyndan serbneskan vamar- mann, Srdan Bajic. Sá var á leið til landsins til aö leika með Leiftri í 2. deild en nú virðast mestar líkur á að hann gangi tíi liðs við Skaga- menn. „Það er í bígerð hjá okkur að prófa þennan leikmann og sjá hvemig hann stendur sig með okk- ur, rétt eins og við gerðum með Mihajlo Bibercic í fyrra,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags ÍA, við DV í gærkvöldi. Á mótinu á Kýpur leik- ur meðal annars lið Teits Þórðar- sonar, Lilleström frá Noregi, og einnig Öster frá Svíþjóð og félag frá Finnlandi. Bajic er 28 ára gamall og lék um árabil með Sarajevo í júgóslav- nesku 1. deildinni en spilar nú með Rudar í 1. deildinni í Serbíu. -SSv/VS íþróttireri i einnig á bls. 22,23 og 24 f/ 5 íÉMEÉIi 1% Þorsteinn Þorsteinsson. Þorsteinn gengur í raðir Fjölnis Þorsteinn Þorsteinsson, fyirum Víkingum en með Fram til þess landsliðsmaður í knattspyrnu og tímaogallsleikiðl591eikiíl.deiId. leikmaður með Fram og síðan Vík- Þorsteinn á að baki 9 A-landsleiki ingi, er genginn til liðs við 3. deild- og samtals 27 leiki með öllum fiór- ar lið Fjölnis. um landsliðum íslands og ætti að Þorsteinn tók sér frí á síðasta vera nýhðunum mikill styrkur í 3. ári, hafði þá spilað í tvö ár meö deildarkeppninniísumar. -VS Sigu - metþátttaka hjá le Sigurbjöm Bárðarson, hestaíþrótta- maður úr Fáki, hefur verið valinn íþróttamaður ársins af lesendum DV. Sigurbjöm sigraði með nokkrum yfir- burðum en metþátttaka var í kjörinu aö þessu sinni og hlutu vel á annað hundrað íþróttamenn atkvæöi. Knatt- spymukappinn Sigurður Jónsson frá Ákranesi varð í öðra sæti í kjörinu og Magnús Scheving Eyjólfsson, Norður- landameistari í þolfimi, varð þriðji. Þrefaldur heimsmeistari á árinu Sigurbjöm var ákaflega sigursæll í íþrótt sinni á árinu 1993 og vann til ótal verðlauna á mótum hér heima og er- lendis. Hæst ber sigur á hans á heims- meistaramótinu í Hollandi þar sem hann varð þrefaldur meistari. Hann varð heimsmeistari í fimmgangi og í gæðingaskeiði og heimsmeistari í sam- anlögðum greinum á mótinu. Þá vann hann til bronsverðlauna í 250 metra skeiði. Hann vann til sex gullverðlauna og einna silfurverðlauna á íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri. Á Reykja- víkurmeistaramótinu sigraði hann í níu greinum og á stórmóti sunnlenskara hestamanna vann hann til femra gull-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.