Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 íþróttir unglinga ________________________________________________________________________ Lára Hnrnd Bjargardóttir, Ægi, hefur náð frábærum sundárangri að undanfömu Mikilvægasta atriðið er að hún sé ánægð - segir móðir svmddrottningarinnar, Björg Jónsdóttir, hjúkrunarkona „Ég hef bara áhuga á þvi að dóttir mín sé hamingjusöm og ánægð í sundinu,' tréð með dóttur sinni, Láru Hrund. sagöi Björg. Hér er hún við jóla- DV-mynd S Lára Norðurlandameistari: 12. desember vann Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, 12 ára, þaö frækna aírek aö veröa Noröur- landameistari í 400 m fjórsundi telpna 13-14 ára, synti á tímanum 5:16,29 mín. sem er meyja- og telpnamet. Mótíö fór fram í Færeyj- um: „Ég hélt að keppnin yrði mun harðari en raunin varð. Þær voru um 7 sekúndum á eför mér. Þetta er örugglega minn langstærsti sig- ur til þessa. Æfingar eru sex sinnum 1 viku hjá mér, um tvo og bálfan klukku- tíma í senn. - Jú, Petteri er alveg frábær þjálfari. Ég gæti ekki hugs- aö mér annan. - Nei, ég meiði mig aldrei en þaö eru nú voða litlar lík- ur á að maöur meiði sig í sundi því þetta er langhættuminnsta íþróttin hvað það áhrærir,“ sagði Lára. Röð þriggja efstu í 400 m fiórsundi varð sem hér segir. 1. Lára Hrund, Islandi.5:16,29 2. Gitte Römmer, Danm..5:26,55 3. Mie Christiansen, Danm.. ..5:29,20 Islandsmet Láru í meyjaflokki: 50mskriðsund.............28,63 lOOmskriðsund..........1:04,35 20mskriðsund............2:14,0 400 m skriðsund........4:49,06 800 m skriösund........9:40,20 50 m bringusund..........37,26 lQOmbringusund.........1:18,58 200mbringusund.........2:46,18 50mbaksund...............35,22 lOOmbaksund............1:14,20 200mbaksund............2:34,45 lOOmflugsund............1:10,9 200mflugsund...........2:39,46 200 m fiórsund.........2:33,00 400 mfiórsund..........5:16,29 Láru vantar aðeins meöð i 50 m flugsundi og 1500 m skríðsundi, en i þeirri grein er svo til hætt aö keppa í meyjaflokki. -Hson Hin frækna sundframmistaða Láru Hrundar Bjargardóttur, Ægi, und- anfama mánuði hefur vakið mikla athygh. Hin 12 ára sunddrottning hefur sett hvert íslandsmetiö á fætur öðru í meyjaflokki og kveður svo rammt að þessu að hún hefur nánast aldrei mátt stinga sér í laugina því þá hefur nýtt met séð dagsins ljós. Lára varð Norðurlandameistari í byijun desember, sigraði í 400 m fjór- sundi og setti að sjálfsögðu nýtt met. Móðir hennar, Björg Jónsdóttir, hjúkrunarkona og stjórnarmaður í Ægi, hefur fylgst mjög vel með stúlk- unni og hefur stutt hana með ráðum og dáð svo hún geti staöið sig sem best í íþrótt sinni. DV haföi því sam- band við Björgu og spurði hana nán- ar um hinn glæsta sundferii dóttur- innar - og ýmislegt annað - og skyldi hún sjálf hafa stundað einhverja íþróttagrein? Var mikiö í hestamennsku „Mín íþróttaiðkun hefur aðaUega tengst hestamennskunni. Svo var það náttúrlega hlaupið, þegar Lára fór að æfa sundið hljóp ég alltaf með- an hún var á æfingu og hef haldið því áfram síðan. Lára var eitt af þessum bömum sem hafði mikla umframorku og þurfti að hreyfa sig mikið. Hún byrj- aði að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var 6 ára, samhliða dansæfingum, en það bara dugði henni ekki og bætti hún þvi sundinu við þegar hún var 7 ára - og síðan þá hefur sundiö ver- ið efst á blaði hjá henni. Annars var ég að frétta frá Frjálsíþróttasam- bandinu að Lára ætti annan besta tímann í 600 metra hlaupi á þessu ári. Sundáhuginn kom strax Lára var ekki búin að æfa nema DV-mynd Hson Það þarf enginn að segja mér að það getí kostað svo mikið að byggja eina 50 metra innisundlaug, sem fyrst og fremst yrði ætluð til kennslu, æfinga og keppni. Ég neita að trúa því. Þarf að markaðssetja sundið miklu betur Ef viö tölum um vinsældir íþrótta- greina þá hafa til dæmis knattspym- an og handboltinn verið snilldarlega markaðssett því vinsældir þessara íþróttagreina eru gífurlegar. Handboltinn hefur gnægð íþrótta- húsa sem uppfylla alþjóöleg skilyrði. - Við, sem höfum áhuga fyrir sund- inu, erum bara aö biöja um eina sundlaug svo hægt sé að halda al- þjóðleg sundmót á íslandi sem er í raun lágmarkskrafa. Simdforystan hefur ekki staöið sig nógu vel því henni hefur ekki tekist að markaössetja íþróttina nógu vel. Þessi atriði varðandi aðstöðu og að- stöðuleysi hafa eingöngu með mark- aðssetningu aö gera og þar hafa frammámenn sundíþróttarinnar bragðist illa. Vonandi fara þessir góðu menn að taka viö sér svo krakk- amir sem hafa sett markið svo hátt geti séð fram á betri tíð,“ sagði Björg að lokum. -Hson Lára á fullri ferö í baksundi - og auðvitað setti hún íslenskt met. miklu máli þegar þjálfun og keppni er annars vegar og er mataræði einn veigamikill þáttur uppbyggingarinn- ar. Ég er mjög fylgjandi því að kepp- endur neyti hollrar fæðu. Þvi miður hefiir lítið sem ekkert verið skrifað á íslensku um matar- æði fyrir keppendur - svo ég hef leit- að mér fanga í bókum sem ég hef keypt þegar ég hef verið stödd er- lendis. Þess má geta að rangt mataræði getur skapað aukna spennu hjá ein- staklingnum sem er svo aftur óþörf þegar út í keppnina er komið. Þessir krakkar sem æfa aö jafnaði sex sinnum í viku og synda vikulega allt upp í 100 kílómétra, byggja upp þaö mikla vöðva - og brjóta í raun líka niður - og þurfa því gott matar- æði. Mikilvægt er að mataræðið sé rétt samsett, þannig að það þýðir ekkert að taka einhver manneldis- markmið þegar afreksfólk er annars vegar. Þar em allt aðrar áherslur. Aðstöðuleysið háir okkur Það er ljóst að aðstöðuleysið hér á íslandi fer að standa hinu unga og efnilega íþróttafólki fyrir þrifum og mjög brýnt að fá 50 metra innisund- laug sem allra fyrst. Sund er algengasta almennings- íþróttin á íslandi og sú slysaminnsta. Sundíþróttin fær þó oft á tíðum litla athygh - og þessa afrekskrakka sem Umsjón: Halldór Halldórsson eru að stefna hátt og leggja því mikið á sig er ekki hættulaust að láta synda í 50 metra útilaug. Þeir geta átt það á hættu að fá áreynsluastma sem hlýst af því að anda að sér köldu og röku lofti við mikla áreynslu. Einnig er rétt að benda á að við getum ekki haldið nein alþjóðleg mót héma og kemur aö þvi, fyrr eða síð- ar, að viö dettum út úr keppni smá- þjóðaleikanna. Sú spurning vaknar nefnilega að vegna þess að við getum ekki haldið þá fáum við ekki að senda keppendur á leikana annars staðar. Við verðum að sjálfsögðu að leggja okkar af mörkum í þessum efnum. svona tvo mánuði þegar hún byijaði aö keppa og ég hef allan tímann haft áhuga á aö hún hafi sem mesta ánægju af því sem hún er að gera. Ég hef aldrei velt mér of mikið upp úr frammistöðu hennar í keppni. Maður hlýtur að hugsa fyrst og fremst um að barnið manns sé ham- ingjusamt og að það njóti þess að iðka sína íþrótt. Ég hef aldrei stillt fram neinum kröfum á Lára og fæ ég engu ráðið þar um þar sem hún er mjög sjálf- stæð. En aö sjálfsögðu reyni ég að styðja við bakið á henni eins vel og ég get og er ég mjög hreykin af hinni góðu frammistöðu hennar. Ég er mjög sátt við það félag sem hún valdi. Ægir er stórt félag og öflugt. Foreldrafélagið er mjög sterkt og fær því miklu áorkaö. Það var einnig hvalreki að fá finnska þjálfar- ann Petteri til starfa hjá félaginu. Hann er mjög fær þjálfari og gerir hann, til að mynda, ársplön fyrir krakkana, atriöi, sem hefur skilað sér vel í bættum árangri. Það sem er þó hvað mikilvægast er hvað hann er góður vinur krakkanna og þeir bera einnig mikla virðingu fyrir hon- um. Fer næstum á hverjum degi niður á bakka Ég reyni að sjálfsögðu að fylgjast mjög vel með Lám, bæöi á æfingum og í keppni og stundum fer ég næst- um á hveijum degi niður á bakka tíl að fylgjast með og era það mjög skemmtilegar stundir - því ég er mjög ánægð með það sem hún er að gera. Mataræðið skiptir miklu máli Það em margir þættir sem skipta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.