Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3.. JANÚAR 1994 Útlönd Hugmyndir um frjóvgun eggja úr eyddum fóstrum vekja hörð viðbrögð: Henni móður þinni var kastað ófæddri - nefna gagnrýnendur sem dæmi um svör við spumingum bama um uppruna sinn „Mér þætti gaman að vita hvernig fósturmæður þessara bama ætla að svara spuminum þeirra um uppmna sinna. Ætla þær að segja: Henni móöur þinni var kastað áður en hún fæddist," segir breski sálfræðingur- inn Anthony Clare, einn íjölmargra sem risið hefur öndverður gegn hug- myndum um að fijóvga egg úr eydd- um kvenkynsfóstrum og koma þeim fyrir í konum sem ekki geta átt börn. Vísindamenn í Edinborg í Skot- landi hafa gert tilraunir af þessu tagi á músum og segja að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að reyna aðferðina á fóstmm kvenna. Með þessu móti opnast nýir möguleikar fyrir ófrjóar konur til að eignast börn án þess aö fá egg frá öðrum konum. Fréttir af fyrirætlunum Skotanna hafa vakið upp hörð viðbrögð á Bret- landi og víðar. Fjölmargir þingmenn hafa látið málið til sín taka og hafa menn úr öllum flokkum varað við öllum „tilraunum á mönnum“ eins og það er kallað. David Alton, þingmaður frjáls- lyndra, kallaði frjóvgun eggja úr eyddum fóstmm „rán úr móður- kviði“. Hann sagði og að nú ætti aö „framleiöa hfandi mannvemr eins og skyndibita." Þingkona úr hópi íhaldsmanna sagðist ekki skilja hvernig heiðvirð- um læknum og vísindamönnum gæti dottið í hug að „framleiöa böm mæðra sem aldrei hefðu verið til.“ Roger Gordon, einn skosku lækn- anna sem unniö hefur við tilraunim- ar, segir að úr því lög heimili fóstur- eyðingar á annað borð þá geti ekkert mælt gegn því að fóstrin séu nýtt í þágu mannkyns. Hugmyndir skosku læknanna hafa blásið nýju lífi í umræður um hvort ekki sé kominn tími til að setja skorð- ur við beitingu nýjustu uppgötvana í læknavísindum við tilraunir á mönnum. Á síðasta ári var sagt frá hugmynd- um um að breyta erfðaefni manna í lækningaskyni. Þá var einnig upp- lýst að hægt væri að búa til mörg eintök af sama einstaklingnum. Víöa um lönd komu fram efasemdir um að tilraunir af þessu tagi væru rétt- lætanlegar og nú hefur enn einn möguleikinn á að breyta rás lífsins verið kynntur. Reuter Verslunareigendur athugið! R VJkSMCUR í VANDJk? Ert þú tilbúinn fyrir tvö virðisaukaskattþrep? Vantar þig sjóðsvél sem reiknar og sýnir á strimli breytilegan virðisaukaskatt? MA3Q5 SJÓÐSVÉLIN FRÁ TEC ER LAUSNIN MA305 er fullkomin lausn fyrir rekstraraðila sem gera kröfur um ódýran og einfaldan búnað. Helstu eiginleikar MA305 eru: Útreikningur á tveggja þrepa virðisaukaskatti auk 0 skatts. Möguleiki á 10 til 15 deildum. Allt að 200 vörunúmer með föstum verðum (PLU). Þrjár greiðslutegundir, peningar, ávisanir og reikningsviðskipti. Hægt að gefa afslætti, leiðrétta, endurgreiða og taka á móti innborgunum. Skilgreining á sölu á klst. Sundurliðun á sölu fyrir allt að fjóra starfsmenn. VERÐIÐ ER AÐEINS KR. 41 .900,- STAÐGREITT M/VSK. MA305 ER TIL AFGREIÐSLU NÚ ÞEGAR. Einnig bjóðum við tölvuvædd afgreiðslukerfi fyrir aðila sem vilja ná betri árangri. Veljið tækni sem leysir vandann. Hafið samband við ráðgjafa okkar... Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 ...og peningamirfara ekki í vaskinn! Kaupmannahöfn: íslendingur tekinn fyrir bankarán Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfh: Þijátíu og þriggja ára íslendingur var dæmdur í 27 daga gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn á gamlársdag eftír að hann haíði rænt sem svarar um 260 þúsund íslenskum krónum úr útibúi Jóska bankans við Stóru kóngsgötu í Kaupmannahöfn. íslendingurinn hélt peningunum hins vegar aðeins í örfáar mínútur áður en hann var handtekinn. Lög- regluþjónar í eftirhtsbíl tóku eftir honum þegar hann kom þjótandi út úr bankanum meö peningana í fang- inu og skammbyssu í beltinu, hlupu á eftír honum og náðu manninum í nærliggjandi götu. íslendingurinn haföi flúið úr fang- elsi á Helsingjaeyri tveimur dögum fyrir jól þar sem hann sat í varðhaldi vegna annars ráns og átti að koma fyrir rétt í næstu viku. Skipskaði á Atlantshafi: Enginn fannst umborðí björgunarbáti Björgunarbátur af líberísku skipi, sem fórst í aftakaveðri á Norður- Atlantshafinu miðju um helgina, reyndist vera tómur þegar norska tankskipið Thorsaga kom að honum í gærkvöldi. Skipiö, Marika 7, hvarf af ratsjám á laugardag þegar það lenti í óveðri 1500 kílómetra austur af Nýfundna- landi. Þrjátíu og sex manna áhöfn frá Filippseyjum og Grikklandi var um borð í skipinu sem var á stærð við þrjá fótboltavelli og var á leið frá Québec til Hollands með 150 þúsund tonn af járngrýti. Það var kanadísk leitarflugvél sem fann björgunarbátinn um 900 kíló- metra norðvestur af Azoreyjum. „Það var ekkert inni í honum, hann var tórnur," sagði Dan Bedell í björg- unarmiðstöðinni í Halifax í Kanada. Norska skipið fór tvisvar fram hjá björgunarbátnum í tíu metra háum öldum til að ganga úr skugga um að enginn væri í honum. Bedell sagöi að leit yrði haldiö áfram í dag, bæði með skipum og flugvélum, þar á meðal portúgalskri Hercules-vél. Reuter Stuttarfréttir StórsíysíSíberíu í morgun fórust í það minnsta 110 menn þegar flugvél hrapaöi i flugtaki viö Irkutsk í Síberíu. Arafaterbálreiður Yasser Ara- fat, leiðtogi JSmSSSí hugmyndum ísrelsmanna um heima- stjórn til handa Palestínu- mönnum við heima löndin sem hvítir menn í S-Afríku settu á fót fyrir blökkumenn. Mikil óvissa ríkir um framhald friðarviðneðna PLO og ísraels. Baristaf hörku í Kabúl Um 70 menn hafa falliö á tveim- ur dögum í Kabúl í Afganistan. Viðræður um Kasmír? í morgun voru taldar líkur á viðræðum um framtíð Kasmír. Biskupávigaslóð Erkibiskupinn af Kantaraborg var um helgina með skæruliðum í Súdan, stjórninni til armæðu. Kúrdar byrja árið vel Skæruliðar Kúrda hafa drepið átta menn nú í upphafi árs. Siagur í Brussel Slegist var á götum Brussel í gær þegar Tyrkir mótmæltu veru Kúrda í borginni. Kasferóbarmarsér Fidel Kastró Kúbuleiötogi barmaði sér í áramótaávarpi sínu til þjóðar- innar vegna hnignandi efnahags- ástands og harms vegna falls Sovótríkjanna. ManndrápíSarajevo Mannfall varö vegna sprengju- og skotárása í Sarajveo í nótt. Ailir á méti fridi Allir helstu skæruliðahópar á Noröur-írlandi hafa hafhað áætl- un Breta og íra um frið. Skotið á hús þingmanns Byssukúlum rigndi í gær yfir hús þingmanns i Belfast. SkæruriKongó Þrír féllu í skærum í Brazza- ville, höfuðborg Kongó, í gær. Manmkáp í S*Afríku Óeirðir og manndráp hafa skyggt á nýrársgleöi í S-Afríku. TfðbílslysíSvíþjóð Níu menn létu líflð í bílslysum í Svíþjóð um helgina. Tíu þúsund flóttamenn Norðmenn þurfa að finna hús- næði fyrir tíu þúsund erlenda flóttamenn á þessu ári. Sænska stjórnin í klipu Enginn ár- angur varð í morgum af fundi Carls Bfldt, forsætis- ráðherra Sví- þjóöar, og sam- starfsmanna hans í stjórn um lausn á deflunni um Eyrar- sundsbrúna. sænskir bankastjórar verða ákærðir fyrir afglöp í starfi. Björgvinjarbiskup hefur sagt af sérembættL Reuter, TT og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.